Morgunblaðið - 29.11.1957, Qupperneq 18
18
MORCVISBT 4Ð1Ð
Föstudagur 29. nóv. 1957
Sigurjón
Minníngarorb
„Mínir vinir fara fjöld“.
I HAUST hefur verið óvenjulega
krankfellt og mikill manndauði,
eða svo finnst mér. Ég minnist
ekki að hafa á fáum vikum átt
á bak að sjá jafnmörgum mönn-
um, sem mér voru kærir og ég
hafði átt mikið við að sælda um
dagana.
Skemmst er að minnast Sigur-
jóns Stefánssonar, er andaðist
24. þ. m. og verður jarðsung-
inn í dag.
Sigurjón fæddist 14. maí 1887
í Framnesi á Skeiðum, sonur
hjónanna Stefánssonar, er and-
aðist 24. þ. m. og verður jarð-
sunginn í dag.
Sigurjón fæddist 14. maí 1887
í Framnesi á Skeiðum, sonur
hjónanna Stefáns Ólafssonar
bónda þar og Vilborgar Jóns-
dóttur. Stefán var sonur Ólafs
bónda í Fjalli, Stefánssonar
prests í Felli í Mýrdal, og Mar-
grétar yngri dóttur Ófeigs í
Fjalli Vigfússonar. Vilborg, móð-
ir Sigurjóns, var dóttir Jóns
bónda í Arnarbæli í Grímsnesi
Sigurðssonar og konu hans, Sig-
ríðar Stefánsdóttur prests í Felli;
voru foreldrar Sigurjóns þann-
ig systkinabörn. Eru þessar ættir
fjölmennar á Suðurlandi og
skammt að rekja til mikils háttar
manna, þótt eigi sé hér gert.
Sigurjón ólst upp með móðut
sinni í Arnarbæli í Grímsnesi
og stundaði alla algenga vinnu
í uppvexti sínum. Fullvaxta gekk
hann í Flensborgarskóla og síðar
í Verzlunarskóla íslands. Að því
loknu réðst hann haustið 1916
til frænda síns, Helga Magnús-
sonar kaupmanns og starfaði við
verzlun hans sem skrifstofumað-
ur og gjaldkeri til dauðadags. —
Honum þótti vænt um starf sitt,
rækti það með frábærri elju og
Stefánsson
samvizkusemi og undi við sitt.
Var ævi hans því næsta við-
burðalítil hið ytra.
í langri og náinni viðkynn-
ingu reyndi ég Sigurjón Stefáns-
son þannig að hann væri óvenju—
lega heill maður. Það var eins
og hann hefði af eðlisávísun til-
einkað sér „fornar dygðir"
grískra spekinga: forsjálni,
kjark, hófsemi, réttvísi. Nú þyk-
ir sumum hæfa að hafa hinar
fornu dygðir í skimpingi, en vel
mættum vér þola, að þær væru
iðkaðar meir með þjóð vörri.
Sigurjón unni mjög þjóðlegum
fræðum og átti gott bókasafn
í því efni; þótti honum gott um
það að ræða. Þessi áhugi var
runninn af óvenjusterkri ætt-
rækni og föðurlandsást. Hann
hafði og ákveðnar skoðanir í
þjóðmálum og fór ekki dult með.
Trygglyndur var hann, vinfastur
og vinavandur, en vildi öllum
gott gera.
Sigurjóni kvæntist 12. júni
1931 Þórunni Jensdóttur kaup-
manns á Þingeyri Guðmundsson-
Dugleg stúlka óskast
í eina af elztu verzlun bæjarins í desembermánuð.
Tilboð merkt: „Dugleg stúlka — 7893“, sendist afgr.
blaðsins strax.
ar, er lifir mann sinn. Eiga marg-
ir Ijúfar minningar um gestrisni
þeirra hjóna og híbýlaprýði. —
Gekk og enginn þess dulinn, hví-
líkur heimilisfaðir Sigurjón var,
hversu hann var hugulsamur og
nærgætinn um velferð barna
sinna, og voru þau hjón mjög
samhent um allt þetta. Dætur
þeirra eru Anna Vilborg stúdent
og Karla Margrét gift Þresti
Sveinssyni.
Sigurjón Stefánsson var hár
maður og þrekinn og fyrirmann-
legur, unglegur eftir aldri. Hann
hafði kennt sjúkdóms þess sem
dró hann til dauða, fyrir all-
mörgum árum, en lífsfjörið var
ærið og kjarkur og karlmennska
óbilándi. Mátti enginn ókunnug-
ur merkja, hvernig komið var,
fyrr en fyrir nokkrum vikum.
Æðruleysið var og hið sama til
síðustu stundar.
Sigurjóns Stefánssonar er gott
að minnast.
Pétur Sigurðsson.
rr
Landssamband ísl.
Grænlandsáhuga-
manna"
NÆSTKOMANDI sunnudag, 1.
desember, gengst Farmanna- og
fiskimannasamband íslands fyr-
ir stofnun félagsskapar er
nefnist „Landssamband íslenzkra
Grænlandsáhugamanna". Stofn-
fudurinn verður haldinn í. Iðnó
og hefst kl. 2,30 síðdegis. Er öll-
um heimilt að koma á stofnfund
þennan. f tilefni af þessu ræddi
Henry Hálfdanarson við frétta-
menn í gær , en hann er einn í
fimm manna nefnd, sem kosin
var á nýafstöðnu Farmanna- og
fiskimannaþingi, og á að annast
undirbúning þessara mála. Aðrir
í nefnSinni eru, Þorkell Sigurðs-
son, Sigurjón Einarsson, Örn
Einbjörg Þorsteinsdóttir
Minningarorð
AÐ afloknum 90 ára starfsferli
óbrotinnar alþýðukonu, er áreið-
anlega vert að nema staðar og
líta um öxl.
í höfuðdráttum var æviferill
hennar þessi:
Hún var fædd að Hrafnabjörg-
um í Hörðudal 22. ágúst 1867.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Kristjánsson og Guðbjörg Ein-
arsdóttir er seinast bjuggu á
Giljalandi í Haukadal. Hún ólst
upp að mestu með móður sinni
á ýmsum stöðum á Skógarströnd
og Snæfellsnesi.
í uppvextinum mun hún hafa
kynnzt ýmsum erfiðum kjörum
samtíðarinnar og líka hinum
björtu hliðum á myndarheimil-
um, enda var þetta eini skóli og
veganesti til hinnar löngu starfs-
ævi.
Hún giftist 11. júní 1893,
Hannesi Kristjánssyni járnsmið í
Grunnasundsnesi við Stykkis
hólm og hóf þar búskap, en þar
bjuggu þau að mestu óslitið til
1927 að þau fluttust til Ingi
bjargar dóttur sinnar að Hörðu
bóli í Hörðudal, en mann sinn
missti hún 27. marz 1931 en dvald
ist svo hjá dóttur sinni, Ingi-
björgu, til þess er hún dó 23.
nóvember s. 1.
Þau hjón eignuðust sex börn,
er á legg komust. Þau eru: Ingi-
björg, er fyrr getur, Kristjana,
kennari, Kristján, læknir, Þor-
steinn, forstjóri, Matthildur, er
var ljósmóðir í Reykholtsdal og
Guðbjörg, gift að Jörfa í Kol-
beinsstaðahreppi. Auk þess áttu
þau einn fósturson, Guðlaug
Bjarnason húsgagnabólstrara, er
til þeirra kom tveggja ára
gamall og þau ólu upp sem sitt
barn.
Við, sem áttum þess kost að
þekkja Einbjörgu í Nesi, minn-
umst hennar ávallt sem hins
gilda fulltrúa trúmennsku og
manngæða. í framkomu var hún
látlaus, mild og brosandi og
vildi jafnan hvers manns vanda
leysa án þess að krefjast launa
fyrir. Hún var kona ljóðelsk og
listræn og hygg ég að með henni
hafi horfið margur fróðleikur,
en við verðum oft svo sein að
hirða það sem einhvers virði er
og hjól tímans hefur snúizt og
fleytt yfir á önnur stig þeim
sem við hefðum átt að kynnast
okkur til lærdóms og eftir-
breytni.
Hún hélt að mestu hæfileikum
sínum til síðustu stundar og varði
öllum kröftum sínum fyrir börn-
in og barnabörnin.
Þrem dögum fyrir andlát sitt
var henni sagt að hún hefði eign-
azt barnabarn. Þá leið bros yfir
helsjúkt andlitið. Nýtt líf var
vakið, en lífinu og fegurð þess
unni hún mest.
Afkomendur hennar munu nú
vera orðnir um tuttugu. Það er
arfur þjóðfélagsins, sem hún hef-
ir unmð mest að að gera nýta
þegna.
Um leið og ég votta afkom-
endum hennar samúð mína, óska
ég að íslenzka þjóðin mætti eign-
ast sem flestar konur með hug-
arfari og atorku Einbjargar í
Nesi.
Kristján Hjaltason.
Steinsson og Þorsteinn Stefáns-
son.
Tilgangur félagsins
Henry Hálfdanarson, kvað til-
gang þessa félags þann, að auka
kynni milli Grænlendinga og
íslendinga. Það væri álit félags-
ins að íslendingar ættu meira til-
kall til Grænlands en Danir, og
auk þess þyrftu fslendingar að
eignast þar athafnasvæði. Sem
dæmi mætti nefna, sagði Henry,
að % alls togarafisks íslendinga
væri veiddur við Grænland.
Henry gat þess, að á undanförn-
um Farmanna- og fiskimanna-
sambandsþingum hefði verið rætt
um réttarkröfur íslands til Græn
lands og nauðsyn þess að fá þeim
kröfum framgengt.
Stofnaðar deildir
Henry skýrði einnig frá því, að
þegar hefðu verið stofnaðar deild
ir víða úti um land í sama til-
gangi, og ynnu þær fyrir hið
væntanlega „Landssamband ís-
lenzkra Grænlandsáhugamanna".
Þessar deildir eru á Akureyri,
ísafirði, Bolungarvík, Akranesi,
og Selfossi og fleiri væru í upp-
siglingu.
Á stofnfundinum, mun liggja
frammi listi til áskrifta fyrir þá
er vilja gerast meðlimir félags-
skaparins.
Skákkeppni
milli verksmiðia
IÐJA, félag verksmiðjufólks,
gengst fyrir skákkeppni milli
verksmiðja í bænum og hefst
hún n. k. laugardag. Teflt verður
í VR-húsinu og hefst taflið kl.
4.30.
f fyrstu umferð teflir Ofna-
smiðjan við Hörpu, Nýja skó-
verksmiðjan við Ölgerðina og
Pípuverksmiðjan við Andrés
Andrésson. Kassagerðin teflir
ekki þennan dag.
Flokkaglíma
Reykjavíkur
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
verður háð 8. des. að Háloga-
landi. Glímt verður í þremur
þyngdarflokkum og drengja-
flokki, ef þátttaka fæst. Þátttaka
tilkynnist til Glímudeildar
UMFR fyrir 3. des. Ungmenna-
félag Reykjavíkur sér um mótið
að þessu sinni.
Hilmor F'oss formoður Anglio
AÐALFUNDUR Anglia — félags
enskumælandi manna — var hald
inn 8. nóvember sl. Formaður
félagsins var endurkjörinn Hilm-
ar Foss og ásamt honum í stjórn
þess þeir Kristinn Þ. Hallsson,
ritari, Sigfús Sighvatsson, gjald-
keri, Hallgrímur Fr. Hallgríms-
son, Geir Zoéga, Einar Pétursson
og Árni Kristjánsson. Endurskoð
endur eru þeir áfram Ólafur
Pálsson og Viggó Jessen og for-
í búðin
öllu Hálogalandshverfinu
Hef fengið til sölu í fokheldu ástandi íbúðarhæð
við Sólheima.
Hæðin er 167 ferm., óvenjulega glæsileg og vel
teiknuð. Sér þvottahús er á hæðinni, sér hiti fyrir-
hugaður. Stórar svalir móti suðri. Bilskúrsréttindi.
Góðar geymslur í kjallara. Verð og skilmálar verða
mjög hagkvæmt, ef samið er fljótlega.
Talið við mig sem fyrst,
Sala og samningar
Laugavegi 29 — Stmi 16916.
Sölumaður: Þórhallur Björnsson. Heimasími 15843.
maður skemmtinefndar Haraldur
Á Sigurðsson.
Að loknum aðalfundarstörfum
var fluttur leikþáttur undir
stjórn Walters Hudd. Lék hann
sjálfur annað hlutverkið á móti
Herdísi Þorvaldsdóttur, en Bene
dikt Árnason fór með smáhlut-
verk. Sýnt var sem fyrr, að Mr.
Hudd er mikill listamaður, enda
leikur hans allur fágaður og
rómað hversu vel frú Herdísi
tókst að æfa hlutverk sitt á
skömmum tíma. Vakti leiksýn-
ing þessi mikinn fögnuð fundar-
manna og kunna félagarnir Mr.
Hudd miklar þakkir fyrir fram-
lag hans.
Annað skemmtiatriði var, að
Guðrún Á. Símonar söng íslenzk
og erlend lög og annaðist Fritz
Weishappel undirleikinn. Var
söngur Guðrúnar með ágætum að
vanda.
Loks las Walter Hudd talsvert
úr verkum Shakespeares og má
segja að sama var hvar hann
drap niður, snilli hans var
ávallt sönn.
Jólafundur Anglia verður hald
inn í Sjálfstæðishúsinu fimmtu-
dagskvöldið 5. desember kl. 8,30
e. h.
Þar verður til skemmtunar upp
lestur Jóns Sigurbjörnssonar leik
ara, gamanþáttur Sigríðar Hann-
esdóttur og Guðbergs Ó. Guðjóns-
sonar, danskeppni, jólahapp-
drætti og að lokum dans til kl. 1