Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. des. 1957 MonnriKHT 4Ð1Ð 3 Dnvíð Oloísson vnr einróntn endurkjörinn fiskimnlnstjóri Fiskiþingmu lauk í gœr Davíð Ólafsson tekjur en nú er, svo tryggt sé að margt fólk hætti ekki fram- leiðslustörfum vegna opinberra aðgerða, sem nú eru algeng dæmi um. Fiskiþingið telur sanngjarnt, að skattfríðindi starfandi manna á fiskiskipum séu aukin frá því sem nú er m. a. á þann hátt, að sjómenn á fiskiskipum fái skattfrjálsar þær tekjur, sem þeir fá eftir að hafa verið átta mán- uði í skiprúmi á sama aimanaks- ári. Verði skattfríðindi þessi því bundin, að hlutaðeigandi haldi áfram við sömu störf. Vátrygging vélbátaflotans Fiskiþingið samþykkti að kjósa tvo menn, er starfi í sam- ráði við Samábyrgð íslands á fiskiskipum og L.Í.Ú. að ræki- legri athugun á því hvernig helzt megi komast hjá eða fyrirbyggja að sem mestu leyti almennustu tjón í vélbátaflotanum. Jafn- framt séu athugaðar nauðsynleg- ar breytingar á vátryggingu fiskiskipa og vátryggingariðgjöld um. Kosnir voru til þessa starfs Ein ar Guðfinnsson og Ingvar Vil- hj álmsson. Útflutningssjóður Fiskiþingið vísaði málinu frá með svofelldri rökstuddri dag- skrá: Fiskiþingið vísaði máli þessu, sem komið er frá fjórðungssam- bandi Norðlendinga, til laga- og félagsmálanefndar. Þar sem nefndin hefir engar tillögur gert í málinu vísar Fiskiþing málinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Að loknu fiskiþingi var borð- hald í Tjarnarcafé. Þegar borð- haldinu lauk fóru flestir fulltrúa og nokkrir gestir aðrir í hrað- frystihúsið ísbjörninn h.f. í boði Ingvars Vilhjálmssonar. Var ver- ið að vinna í húsinu, svo menn gátu skoðað flökunarvélar og annan útbúnað. Dáðu menn fram tak og myndarskap. Þegar skoð- un var lokið settust menn að glæsilegum veitingum í kaffisal hraðfrystihússins. „íslenzk Irímerki” Verðlisti með myndum FISKIÞINGI lauk í gær. Davíð Ólafsson var kjörinn fiskimála- stjóri til næstu 4ra ára með 21 at- kvæði, þ.e. atkvæðum allra full- trúa Tveir voru fjarverandi. Er þetta í sjötta skiptið sem Davíð er kjörinn. Hafsteinn Bergþórsson var kosinn varafiskimálastjóri til næstu 4ra ára með 16 atkv. Stjórn Fiskifélagsins: Aðalmenn: Pétur Ottesen 20 atkv. Ingvar Vilhjálmsson 19 — Emil Jónsson 19 — Margeir Jónsson 18 — Varastjórn: Þorvarður Björnss. 16 atkv. Jón Axel Pétursson 16 — Einar Guðfinnsson 15 — Karvel Ögmundsson 12 — Endurskoðendur: Aðalendurskoðandi: Guttorm- ur Erlendsson. Til vara Ól. B. Bj örnsson. Milliþinganefnd er vinni að breytingum crg endurskoðun hlutatryggingarsjóðs. Aðalmenn: Einar Guðfinnsson, Margeir Jóns son, Magnús Gamalíelsson, Árni Vilhjálmsson, Helgi Benónýsson, Sveinn Benediktsson. Varamenn: Guðfinnur Einarsson, Magnús Magnússon, Egill Júlíusson, Níels Ingvarsson, Jóhann Sigfússon, Hafsteinn Baldvinsson. Milliþinganefnd er vinni að at- hugun á vátryggingu vélbáta: Einar Guðfinnsson og Ingvar Vilhjálmsson. Afkoma sjávarútvegsins Fiskiþingið samþykkti i því máli svohlj. ályktun: Fiskiþing lítur svo á, að á með- an gengi íslenzkrar krónu er jafn óhagstætt útflutningsframleiðsl- unni, eins og almenningi er kunn ugt, verði haldið áfram að brúa bilið, með tilfærslu innanlands, svo sem verið hefur undanfarin ár, og nú síðast í formi Útflutn- ingssjóðs, er stofnaður var með lögum í desember 1956. Þrátt fyrir þessar aðgerðir, sem gerðar voru, hefur útgerðin verið rekin með halla þetta ár, sem stafar af minni afla á fiskiskipa- flotanum, en áætlað var í byrjun ÚT ER KOMIN á forlagi Iðunnar ný bók eftir Gunnar M. Magnúss. Hún nefnist 1001 nótt Reykjavík- ur og fjallar um ýmsar persónur og atburði um og eftir aldamótin síðustu. Bókinni er skipt í þætti, Guiinar M. Magnúss eða nætur, og eru þær 67 talsins. Er þetta form hugsað þannig, að höfundur segi ungum áheyranda sínum frá gömlum dögum og eru „næturnar“ eða þættirnir tengdir saman með dálitlu forspjalli höf- undar. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um efni úr ýmsum áttum, en í síðari hlutanum er aðallega sagt frá Hannesi Hafstein á skólaárun árs. í því sambandi bendir fiski- þing á eftirfarandi: 1. Lögð verði áherzla á að greiðsl ur úr sjóðnum komi fyrr til framleiðenda en verið hefur, eða eins og lög sjóðsins mæla fyrir, einum mánuði eftir að gjaldeyrisskil hafa verið gerð. 2. Sjóðnum verði tryggt nægi- legt fé af gjaldeyrissölunni, svo staðið verði við greiðslu- þörf útflutningsframleiðslunn ar, samkvæmt þeim samning- um, sem gerðir verða við fram leiðendur. Stofnlán útvegsins. í málinu var gerð svohlj. sam- þykkt: Fiskiþing skorar á Alþingi og ríkisstjórn að efla Fiskveiðasjóð svo hann standi undir stofnlána- þörf vélbáta, verbúða, frystihúsa og annarri lánastarfsemi, sem honum er ætlað samkvæmt lög- um. Fiskiþing leggur eindregið til, að ríkisstjórn greiði 50% beint framlag árlega á móti þeim tekj- um sjóðsins, sem hann fær af útflutningsgjöldum sjávarafurða. Ennfremur telur fiskiþing sjálf sagt og eðlilegt að Tryggingar- stofnun ríkisins ávaxti hluta af sjóðum stofnunarinnar hjá Fisk- veiðasjóði íslands. Þá vill fiskiþing benda á þá nauðsyn, að útvegsmenn fái 3 ára lán til tækjakaupa og stærri veið arfæra. Skattamál Fiskiþingið gerði samþykktir 5 skattamálum, sérstaklega með til liti til þeirra skattþegna, sem starta að framleiðslunni, og einn- ig í því augnamiði, að á þann hátt fengist meira innlent vinnu- afl til framleiðslustarfa. Fiskiþingið er meðmælt öllum raunhæfum aðgerðum í skatta- málum, sem miða að því að laða innlent vinnuafl til starfa á fiski- flotanum. Telur fiskiþingið nauðsynlegt, að hið fyrsta fari fram endurskoð un á núgildandi skattalögum og sé skattstiginn miðaður við hærri um, umhverfi hans og aðstæðum. Er aðallega stuðzt við Árbæk- ur Lærða skólans í þessum hluta, svo og fundagerðabækur Banda- mannafélagsins og Ingólfs. Þá hef ur höfundur einnig stuðzt við minningar gamalla íbúa Reykja- víkur og tengir þær saman við aðrar heimildir, sem hann hefur athugað, og tvinnar svo úr þessu frásagnir sínar. — Gunnar M. Magnúss tók það fram við frétta- menn, að hér væri ekki um að ræða persónusögu einstaklinga og því væri bókin með talsvert öðru sniði en tíðkast. Hann segist ekki hafa nefnt nöfn í sumum köflum bókarinnar, einkum í kaflanum um Rósina af Saron, og hefur þessi aðferð gefið höfund- inum meira svigrúm en ella, því að ekki er ýkjalangt síðan at- burðir þeir gerðust, sem frá er sagt. Aftur á móti leggur höfund ur inn í Lbs. lykil að þessum nafnlausu köflum með nöfnum viðkomandi persóna og verður heimilt að opna þessa skrá eftir ákveðinn tíma. Af efni þessarar bókar, sem er 200 blaðsíður á stærð,- má nefna frásagnir um aldamótafjöruna, vatnsberana, kynjalyf, Verðandi- menn, svo að nokkurs sé getið, og er fjölmargt birt sem ekki hefur komizt á prent áður, t. d. kvæði eftir Hannes Hafstein og Einar Hjörleifsson. EINS og getið var um á frí- merkjasíðu Morgunblaðsins s. 1. fimmtudag, er út komin hjá ísa- foldarprentsmiðju verðskrá um öll íslenzk frímerki. Bók þessi er í handhægu broti og pappír og allur frágangur sérlega vand- aður og má eindregið mæla með þessari nauðsynlegu útgáfu. Ættu safnarar að eignast þennan fyrsta verðlista yfir íslenzk frí- merki, meðal annars til saman- burðar við erlendar verðskrár (catalogs), en vera má, að verð- skráningaT í þessum nýja lista séu ekki í samræmi við verð það, sem skráð er í verðskrám eins og t. d. AFA og FACIT og skal þar bent á kr. 2,45 merkið Hannes ar Hafsteins útg., en það er skráð á d. kr. 2,50 (notað og ónotað) í AFA listanum, en í þessum nýja ísl. verðlista er merki þetta skráð á kr. 4,00 ónotað og kr. 1,50 fyr- ir notað merki. Þá má einnig nefna Hópflug ftala (1933) sem skráð er á kr. 1500,00 öll þrjú merkin og er tæplega að ætla, að þessi fágætu merki fáist keypt hér á þessu tilgreinda verði, en þess er að vísu ekki getið í formála þessarar nýju bókar, hvort átt er við söluverð (markaðsverð) merkjanna eða hvort hér er átt við vanalegt skiptiverð eins og skráð er í flestum erlendum verðskrám. En þegar frímerki ganga kaupum og sölum, er viss hundraðshluti af verðlistaverði, í mörgum til- fellum dreginn frá því verði sem þar er skráð. í þessum nýja íslenzka verð- lista er byrjað að skrá merkin upp á nýjan leik með stofnun hins íslenzka lýðveldis og er það ef til vill réttmætt, þótt þetta sé ekki viðhaft í erlendum verð- skrám, en nokkur íslenzk frí- merki, sem út komu eftir 1944 eru þó talin í verðskránni með árgöngunum fyrir 1944 eins og t. d. 2, 5 og 10 kr. merkin með mynd af Þorfinni Karlsefni, en þau voru út gefin á árunum 1945, 1947 og 1948, og ættu því að telj- ast með merkjum þeim, er út hafa verið gefin eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað. En segja má að þessi fyrsta útgáfa ísl. frímerkjaverðlista hafi tekizt vel, þótt stuðzt sé við erlendar fyrir- myndir og á ritstjórinn Sigurður Þorsteinsson þakkir skilið frá ís- lenzkum og erlendum frímerkja- söfnurum fyrir slíka framtaks- semi, því það er mikið verk sem liggur í samningu slíkrar bókar þótt ef til vill eitthvað megi finna að þessari útgáfu, en slíkt stendur auðvitað til bóta við endurskoðun til næstu útgáfu. Verði bókarinnar er mjög í hóf stillt og vil ég eindregið hvetja íslenzka frimerkjasafnara til að eignast hana, því upplag er tak- markað miðað við þann fjölda sem nú safnar íslenzkum frí- merkjum. J. Hallgr. Skáfar safna fyrir Vefrarhjálpína í kvöld í KVÖLD, þriðjudag, fara skátar söfnunarferð vegna Vetrarhjálp- arinnar um Vesturbæinn. Ganga þeir í hús við allar götur og táka á móti peninga og fatagjöfum. Sá háttur verður á, að þar sem fólk vill gefa fatnað, skrifa skát- arnir það niður á lista og verður fatnaðurinn sóttur seinna, en skátarnir taka við peningum á staðnum. Þetta er fyrsta söfn- unarferðin sem skátarnir fara í vetur fyrir Vetr'arhjálpina. Á fimmtudagskvöldið fara skát arnir í Austurbæinn í sama til- gangi og á föstudagskvöldið í út- hverfi bæjarins. Um 40—50 skát- ar taka þátt í söfnuninni. Vetrarhjálpin tók til starfa að þessu sinni síðastliðinn þriðju- dag. Síðan hafa henni borizt á annað hundrað hjálparbeiðnir frá fjölskyldum og einstakling- um. f fyrra úthlutaði Vetrar- hjólpin til 800 umsækjenda jóla- glaðningi og er búizt við að svip- að verði í ár. 1001 nótt Reykjavíkur - ný bók effir Gunnar M. Magnúss STAKSTEIIMAR Skáld skrifai* vinstri stjórninni Guðmundur Böðvarsson skáljl hefur skrifað vinstri stjórninni opið bréf. Birtist það uppruna- lega í blaði „Þjóðvarnarflokks- ins“. Ræðir skáldið þar af mikilll hreinskilni um varnarmálin og loforð vinstri stjórnarinnar am að reka hið ameríska varnarlið frá íslandi. í upphafi hins opna bréfs kemst skáldið að orði á þessa leið: „Þó að Hlur grunur um hugsanlegar vanefndir á gefnum loforðum slægi að vísu marga, strax er oss urðu kunn nöfn sumra manna þeirra, er veita skyldu ráðuneytum forstöðu í hinni nýju stjórn, þá voru þeir þá fleiri, sem vonuðu í lengstu lög, að gifta hinna er þar var betur treyst til góðra hluta og drengi- Iegra, mætti sín meir“. Greinarhöfundur lýsir síðan átakanlega þeim drætti, sem orð- ið hafi á efndum loforða vinstrl stjórnarinnar í þessu. máli og spyr síðan: „Hvaða afsakanir hafið þér? Ef einliverjar eru, þá leggið þær fram“. „Með hliðsjón af mann- legu veiklyndi“ Auðsætt er af orðum skáldsins síðar í þessari grein, að það van- treystir vinstri stjórninni stórlega og hefur litla trú á manndómi hennar. Segir skáldið berum orð- um, að forráðamenn hennar hafi fallið fyrir freistingum heims- ins, jafnvel glapizt af góðum vist- um, mat og dvykk, meðal er- lcndra liöfðingja. Kemst skáldið að orði um þetta á þessa leið í hinu opna bréfi sínu: „Vér látum oss skiljast, mcð hliðsjón af mannlegu veiklyndi, að víst sé nokkur skemmtan og til breytni að sitja fundi og glæsileg hóf við vín og góðan kost í erlend um stórborgum, með forystu- mönnum þjóða, sem telja sig eiga að ráða heiminum, gráar af herneskju, og vera þar í orði kveðnu taldir menn með mönnum. En vitið fyrir víst, að það er oss engin virðing, að þér étið þar og drekkið, ef þér játizt þar af auðsveipni og til að þókn- ast voldugum aðilum, sem þér lít ið upp til, þeim tilmælum, sem þegar til efnda kemur, kunna að kosta yöur eigin þjóð þær fórnir, sem enginn fær metið til verðs. Gerið oss ekki, meira en orðið er, hlægilega í augum nágranna vorra og alls heimsins". Þannig mælti skáldið í hinu opna bréfi sínu til vinstri stjórn- arinnar. Hefur svikið öll sín loforð Það var einkennilegur blær yfir mannsöfnuðinum, sem safn- aðist saman við bústað Hermanns Jónassonar forsætisráðherra á sunnudaginn, þegar honum var færð ályktun fundarins í Gamla bíói, þar sem krafizt var brott- farar varnarliðsins í samræmi við loforð og stefnuyfirlýsingu vinstri stjórnarinnar. Mikill meirihluti þcssa fólks voru komm únistar og aðrir stuðningsmenn stjórnarinnar svokallað „vinstra fólk“, sem trúað hafði því, að „vinstri stjórn“ myndi leysa öll vandamál. En í þessum hópi heyrðust raddir, sem hrópuðu: Niður með Hermann, hann hefur alltaf svikið öll sín loforð. Þannig er þá komið fyrir hinum mikla „vinstri“ leiötoga. Hann er heim- sóttur af vinstra fólki og hróp- aður niður. Mundi vera óviðeig- andi að segja: Sjá hér hve illan endi-----?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.