Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 15
j>riðjudagur 10. des. 1957 M O í? C V N B L 4 ÐIÐ 15 — Kosnmgalögin Frh. af bls. 1 nærliggjandi götum. Þá er bann- að að hafa „flokksmerki, merki lista eða önnur auðkenni á bif- reiðum meðan kjörfundur stend- ur yfir, svo og að nota gjallar- horn“. Loks eru sektir við brotum á kosningalögum haekkaðar og því bætt við, að það varði sekt um allt að 4000 kr. „ef maður safnar saman upplýsingum eða gefur öðrum upplýsingar um það, hverjir hafa kosið á kjördegi". Ráðherrann sagði um breytingar þær, sem að er stefnt, að þær væru til þess ætlaðar að auka frið á kjördegi. Er stórmálið loksins komið? Gunnar Thoroddsen tók næst ur til máls. Hann sagði m. a.: Alþingi hefur nú setið í 2 mán- uði og beðið eftir því, að frá stjórnarinnar hendi kæmu frum- vörp í meiri háttar málum. í þeim virðist stjórnin hins vegar hafa verið úrræðalaus með öllu og nú fyrir helgina kom ósamlyndi hennar t. d. skýrt í ljós að því er varnarmálin varðar. Nú virðist stjórnin hins vegar loks hafa fundið sitt stóra mal og orðið sammála. Þykir þá svo mikið við liggja, að það er strax tekið til umræðu og það áður en þingmönnum hefur gefizt nægi- legur tími að lesa það. Það vekur þó sérstaka athygli, a'ð í frumvarpinu eru ekki tillög ur þær, sem búizt var við frá stjórnarflokkunum um heimild til að leggja saman eftir kosning- ar atkvæðatöiur þeirra flokka, sem fyrir þær hafa ekki getað komið sér saman um annað en samvinnu sín í milli að þeim Ioknum. Árið 1954 — ekki 1955 eins og fjármálaráðherra sagði — var kosin 7 manna nefnd til að endur skoða kosningalögin. Nefndin hef ur nú starfað í tæp 4 ár undir forystu manns úr Framsóknar- flokknum. Hún hefur enn ekki skilað tillögum sínum. Hvers vegna hefur stjórnin ekki beðið eftir þeim? Til þess hljóta að liggja sérstakar ástæður, sem e. t. v. fást skýrðar síðar. Óréttlát og óljós ákvæði f frumvarpinu er lagt til að kjörfundi skuli Ijúka kl. 10 eða kl. 11 að sögn ráðherra nú. Það er að vísu ástæðulaust að láta kjörfund standa fram eftir nóttu, og núgildandi lög væri e. t. v. rétt að skýra svo, að honum skuli ljúka á miðnætti. En engin ástæða er hins vegar til þess að ljúka fundi fyrr en þá, þó að það virðist mikið áhugamál einhverra að- standenda þessa frumv. Þá eru ákvæði um bann við því að veita upplýsingar um það, Ihverjir hafa kosið, óljós. — Eftir þeim ætti það jafnvel að varða sektum að segja frá því úti í bæ, að ákveðinn maður hefði notað atkvæðisrétt sinn! Ákvæðin um áróður á kjörstað kunna að vera til bóta, en ákvæð in um bann við einkennum á bif- reiðum eru þannig úr garði gerð, að eftir orðanna hljóðan ætti að vera skylt að taka númersplötur af bifreiðum á kjördegi! Þessi atriði sýna, að mjög hefur verið kastað til höndum við samn ingu frv. og er alls ekki sæmandi að leggja það fram í þessum búningi. Myndi auka átroðning Ef tilgangur frumvarpsins er sá, að aulca frið á kjördegi hefði mátt búast við því, að algerlega yrði bannað að nota bifreiðir og að hvetja annað fóik til að kjósa. Það er ekki gert, heldur er bannað að fylgjast með kosningaþátttök- unni. Það hafa allir stjórn- málaflokkar reynt að gera til þessa, og yrði lögunum breytt myndi afleiðingin ekki verða sú, að flokkarnir hættu að reyna að fá þá menn til að fara á kjörstað, sem láta drag- ast að gera það. Nú myndu um boðsmenn flokkanna ganga í öll hús, jafnt til þeirra, sem kosiö hafa og þeirra sem eiga það eftir, og hvetja þá til þátt töku í kosningunum. Yrði það sízt til að auka frið á kjördegi. Páll Zóphóníasson gerði athuga semdir varðandi meðferð á kjör- skrám eftir kjörfundi og samn- ingu kjörskráa. Eysteinn Jónsson: Það er ekki nýtt, að þingið sé aðgerðarlítið meðan hin stærri mál eru í undir- búningi. Stjórnin sefur ekki, og mun það skýrast á sínum tíma. — Rök fyrir því að ljúka kjör- | fundi kl. 23 eru, að lögbjóða á, að þeir, sem þá hafa gefið sig fram, eigi að fá að kjósa. Getur því kosningin sjálf dregizt til mið nættis. Spor aftur á bak Jón Kjartansson: Er kosninga- lögunum hefur verið breytt hing- að til, hefur ávallt verið að því stefnt að auðvelda kjósendum að nota atkvæðisrétt sinn. Hefur þá verið reynt að tryggja, að lýðræð inu yrði fullnægt. Með frumv. því, sem hér liggur fyrir, er stefnt í þveröfuga átt og reynt að torvelda kjósendunum að nota rétt sinn. Þessar breyt- ingar eru því spor aftur á bak og ósæmilcgar í lýðræðisþjóð- félagi. Frumvarpið ber það með sér, að ríkisstjórnin óttast dóm kjós- endanna og vill reyna að sporna við því, að vilji þeirra fái að koma fram. Að því leyti ber þetta frumvarp keim af ofbeldis- og einræðisstefnum. Eysteinn Jónsson brást æva- reiður við þessum orðum Jóns Kjartanssonar. Taldi hann frá- leitt, að ákvæði frumv. myndu skerða möguleika manna til að kjósa, enda myndu ákvæðin um að kjörstöðum skyldi lokað kl. 11 ekki hafa áhrif annars staðar en í Reykjavík! Jóhann Þ. Jósefsson ítrekaði, að með frumv. væri stefnt að því að þrengja rétt manna til að nota atkvæði sín. Þá ræddi hann um tilgang og meðferð frumvarpsins og átaldi, að það hefði verið tek- ið á dagskrá á sama fundi og því var útbýtt. Frumv. var að lokum vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. — Grænland Framh. af bls. 1 ef Danir afhendi íslendingum handritin. Það séu engin tak- mörk fyrir því hvers íslendingar muni krefjast. Að lokum segir Starcke ráð- herra þó að hér sé ekki um neinar þjóðarkröfu að ræða. Það sé aðeins hópur manna sem standi fyrir henni, en aðrir verði að fylgja með straumnum. PILTAR EFÞlD EIOID UNMUSTUNA ÞÁ Á ÉC HRIN&ANA / HILMAR FOSS lögg. -ikjaluþýð. & ciómt. Hafnarstræti 11. — Sími 14824. 'KAUPI islenzk frímerki hxsta verói Ný verðskrá send okeypis. Gisli Brynjólfsson, . Pósthólf 734. Reyfcjávik. Man dkn attleiksm ó t sem sker úr um hverjir æia iyrir Beriíuariör Fjögur lið keppa m.a. FH og KR ósfyrkt 1 KVÖLD hefst að Hálogalandi handknattleiksmót, sem segja má að sé upphafið að skipulegum æfingaleikum undir heimsmeistara- keppnina, en íslenzkt lið tekur þátt í heimsmeistarakeppninni, sem fer fram í Berlín um mánaðamótin febrúar/marz. Handnkattleiks- Bamband íslands og landsliðsnefnd þess hafa hleypt þessu móti af stokkunum og að því loknu verða valdir menn til sérstakra æfinga A þessu móti mætast 4 lið. Lið FH (íslandsmeistarar) og lið KR (Reykjavíkurmeistarar) verða þar óbreytt og óstudd. Þriðja lið- ið er sameinað lið úr ÍR og Val. Hið 4. er úrval úr meistaraflokk- um hinna félaganna. Mótið hefst í kvöld kl. 8 og leika fyrst lið ÍR-Vals gegn KR og strax á eftir FH gegn úrvalinu. Leikiö er 2x30 mín. Næst verður leikið á fimmtu- dagskvöld og mótinu lýkur á mánudag. Lið ÍR-Vals er skipað þannig: tjr ÍR: Böðvar Böðvarsson, Her- mann Samúelsson, Þorgeir Þor- FIOKKAGLÍMA Reykjavikur var háð að Hálogalandi á sunnu- daginn. Mótið setti Gísli Halldórs son form. fþróttabandalags Reykjavíkur. Keppendur voru 12 talsins og var keppt í flokki drengja og 2 flokkum fullorðinna. Úrslit í 1. flokki urðu þau að Ármann J. Lárusson sigraði, hlaut 2 vinninga. 'Bróðir hans Kristján Heimir hlaut 1 vinning. í 2. flokki sigraði Hilmar Bjarnason, hlaut 3 vinninga. Ól- afur Bjarnason hlaut 2 vinninga. Allir þessir menn eru í UMFR. í drengjaflokki sigraði Kristj- án Grétar Tryggvason Á, hlaut 4 vinninga. 2. varð Guðm. G. Þórar insson UMFR 3 vinninga og 3. Sigurjón Kristjánsson Á. 2 vinn- inga. geirsson, Gunnlaugur Hjálmars- son, Pétur Sigurðsson og Valur Tryggvason. Úr Val: Sólmundur Jónsson, Valur Benediktsson, Jó- hann Gíslason, Geir Hjartarson og Ásgeir Magnússon. Fyrirliði er Þorgeir Þorgeirsson. Lið „úrvalsins11 er þannig: Gunnar Gunnarsson, Fram, Skúli Skarphéðinsson, Afturelding. Hilmar Ólafsson, Fram, Kristinn Karlsson, Ármann, Guðjón Jóns- son, Fram, Halldór Lárusson Afturelding, Jón Ásgeirsson, Þrótti, Karl. Ben., Fram, Guðm. Axelsson, Þrótti, Agúst Guð- mundsson, Fram, og Rúnar Guð- mannson, Fram. Keppendur í drengjaflokki voru 5. Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ afhenti verð- laun í mótslok. Handknattleiksmótid MEISTARAR í einstökum flokk- um á handknattleiksmóti Reykja- víkur urðu sem hér segir: Meistarafl. karla: KR. Meistarafl. kvenna: Ármann. 2. fl. kvenna: Ármann. 1. fl. karla: KR. 2. fl. karla A: Fram. 2. fl. karla B: Fram. 3. fl. karla A: ÍR. 3. fl. karla B: Fram. Vegna þrengsla í blaðinu, verð ur nánari umsögn að bíða til morguns. M.s. GULLFOSS fer frá Reykjavík 17. þ.m., til Siglufjarðar og Akureyrar. Skipið hefur viðkomu á Isafirði í báðum leiðum vegna farþega. Fráteknir farseðlar með þessari ferð skips- ins óskast sóttir fyrir 13. þ.m. SKIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutn ingi til Tálknafjarðar, Súganda- fjarðar, Hunaflóa og Skagafjarð arhafna, Ólafsfjarðar og Dalvík- ur, i dag. Farseðlar seldir á föstu dag. — HEKLA austur um land til Akureyrar, hinn 14. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, ICópa skers og Húsavíkur í dag. Far- seðlar seldir á fimmtudag. Vinna Hreingerningar og alls konar viðgerðir. Vanir menn, fljót og góð vinna. — Sími 23039. — ALLI. SamkamHi: K. F. U. K_Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Upp- lestur, Hugleiðing: Gunnar Sigur jónsson. Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 8,30 Allir velkomnir. Félagslífi KnattNpyrnufélagið Þróttur III. flokkur Munið fundinn í kvöld kl. 8,30. Mætið stundvíslega. — Ncfndin. Flokkaglíma Reykjavíkur: Ámann J. Lárusson, Hilmar Bjarnason og Kristján TryggvasoH sigraðn Innilegar þakkir færi ég frændfólki, venzlcifólki og öðr- um vinum, er minntust mín á 75 ára afmælinu með ham- ingjuóskum á ýmsan hátt. Sérstakar þakkir færi ég Æðstatemplar st. Vík í Kefla- vik og öðrum félögum stúkunnar fyrir alla þeirra vin- semd fyrr og síðar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður S. Sveinsdóttir, Keflavík. IÞURÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR lézt á Elli- og hj úkrunarheimilinu Grund 6. þ. m. Jarðsett vevrður á Stokkseyri laugardaginn 14. des. kl. 1 e. h. GuSrún Sæmundsdóttir, Gísli Markússon. Systir okkar SVEINBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR frá Votmúla, Bókhlööustíg 9, andaðist í sjúkrahúsi hinn 8. þ.m. Systkinin. Móðir okkar, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR, Hringbraut 79, andaðist í Heilsuverndarstöðinni sunnudag- inn 8. desember. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Ragnheiður Jóhannsdóttir. Jarðarför mannsins míns SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR skósmiðs, sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness 3. þ.m., fer fram miðvikudaginn 11. þ.m. og hefst með bæn að heimili hans, Heiðabraut 37 kl. 1 e.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sveinsína Steindórsdóttir. Beztu þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu, við fráfall og jarðarför föður okkar SIGURÐAR JÓNSSONAR Salvör Sigurðardóttir, Laufey Sigurðardóttir, Kristmunda Markússon, Jón Sigurðsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, AGÖTHU GUÐMUNDSDÓTTUR Færum einnig sérstakar þakkir því starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, sem annaðist hana í veik- indum hennar. Affalsteinn Knudsen, Haraldur Knudsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.