Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVN BJ 4 Ð !Ð triðjudagur 10. des. 1957 Fundur í Camla Bíói gegn hervernd Framsókn og AlþýBufSokknum líkt við hrafnsunga með karamellu í goggnum Forsætisráðherra getur „því miður" ekki talað v/ð hernámsand- stæðinga vegna hæsi Lagafrum v. um fæðingar- heimili í Reykjavík GUNNAR THORODDSEN, borgarstjóri, hcfur flutt lagafrumvarp um að bæjarstjórn Reykjavíkur skuli heimilt aS taka íbúðarhús. næði, sem er í eigu bæjarins, til afnota fyrir fæðingarheimili. — Fins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hefur bæjar- stjórnin samþykkt að setja á stofn slíkt heimili í húsunum Eiríks- götu 37 og Þorfinnsgötu 1G, en þar býr nú fólk, sem bærinn hefur séð fyrir húsnæði. Er því skv. gildandi lögum ekki heimilt að taka úúsin til þeirra nota, sem bæjarstjórn hefur ákveðið, en með laga- irnmvarpinu er lagt til, að sú heimild verði veitt. A SUNNUDAGINN var efnt til fundar i Gamla Bíói í Kcykjavík til að krefjast brottfarar varnar- liðsins af Islandi. Tii fundarins boðuðu ' Rithöfundafélag íslands, en að því standa rithöfundar úr röðum kommúnista, svo og Félag islenzkra myndlistarmanna. Ræður fluttu Gils Guðmundsson forstjóri, Guðmundur Böðvarsson skáid, Svavar Guðnason listmálari og Jón as Árnason ritliöfundur. Auk þess las Yilborg Dagbjarlsdóttir, kenn- ari, upp kvæði. í fundarlok var samþykkt ályktun og siðan gengið með hana undir kröfuspjöldum heim til Hermanns Jónassonar, for sætisráðiierra, í Tjarnargötu 42. 1 ræðu sinni sagði Gils Guð- mundsson, að núverandi stjórnar- flokkar hefðu fengið meirihluta sinn af því, að þeir hefðu lýst því yfir fyrir kosningar, að þeir ætl- uðu að senda herinn úr landi. — Minnti hann síðan á, að það stefnuskráratriði hefði verið svik- ið og taldi, að sinnuleysis gætti nú um þessi mál meðal almenn- ings. Hefðu því verið stofnuð sam tök manna úr hópi rithöfunda, listamanna, „háskólastúdenta og annarra menntamanna" til að ýta við stjórnvöldum og þjóðinni allri. Þessi samtök höfðu gefið út hlað fyrir fundinn og safnað undir- skriftum að ávarpi, sem þar er prentað, og að þvi er áheyrendum skildist, höfðu þau undirbúið fund inn sjálfan. Á eftir Gils komu fram þau Guð mundur og Vilborg. Var fundur- inn með daufara móti allt þar til stúlkan, sem er ritstjóri barna- dálka Þjóðviljans, hafði lokið lestri sínum. Tók þá til máls Svav ar Guðnason og flutti ræðu, sem vakti mikla kátínu, enda skringi- lega samin og flutt. Taldi málar- inn, að Islendingar hugsuðu um lítið annað en luxus og nefndi ým is dæmi þess, svo sem ofurást þeirra á bílum og heimilisvélum. Nefndi hann ýmsar heimilisvélar sem dæmi: m. a. hrærivélar og brauðristar — sem Ijósbrúnt brauðið hoppar úr — langt upp í loftið! Komst Svavar að þeirri niðurstöðu, að vegna þessa hugs- ■unarháttar yrðu menn að hafa peninga — og hcrinn yrði því ekki látinn fara, a. m. k. ekki fyrst um sinn. — Jónas Árnason talaði síðastur manna á fundinum, þar sem einn af þeim, er ræðu áttu að flytja, hafði forfallazt. Jónas ræddi nokk uð um meðferð vamarmálanna að nndanfömu. Líkti hann Framsóknar- og Alþýðuflokkunum við hrafns- unga einn, sem ólst upp fyrir SkemmtSflindu r i Alliance Francaise FÉLAGIÐ Alliance Francaise efnir til skemmtifundar í kvöld í Tjarnarkaffi. Þar mun Gunnar R. Hansen leikstjóri lesa upp tvær stuttar sögur eftir Alphonse Ðaudet, L’arlésienne og Les vieux. Alphonse Daudet var einn vinsælasti rithöfundur Frakka á 19. öld og mjög fjölhæfur. Samdi hann bæði skáldsögur, leikrit, smásögur og endurminningar. Hann var upp runninn í Suður- Frakklandi og bera sögur hans blæ af lífi fólks í þeim héruð- um. Þá mun Gísli Magnússon píanóleikari leika nokkur lög. Að lokum er dansað. Alliance Francaise heldur á hverjum vetri slík skemmtikvöld. austun. Krummanuin þótti golt að fá sælgæti og gcrðu strákar sér stundum leik að því að gefa honuin karainellur. Greip hann þær mcð áfergju, en þær bráðn uðu í gogginum á fuglstetrinu og límdu hann saman, svo að krummi gat ekki beilt honum til neins, ekki einu sinni til þess að láta frá sér lieyra! Jón- as er fyrrverandi þingmaður kommúnista og gerði sér sér- stakt far um að útskýra, að krumma-samlíkingin ætti ekki við þann flokk. Væri ástæðan sú, að hann hefði nýlega sent bréf til hinna stjórnarflokk- anna um, að nú vildi hann Iáta hcrinn fara. Ýmsum ræðumönnum varð nokk uð tíðrætt um langdræg flugskeyti, en að öðru leyti varð þess ekki vart, að þeir væru sér meðvitandi um að nokkuð væri að gerast í heiminum. Virtust ræðumenn all- HAFNARFIRÐI — Klukkan rúm lega eitt í gær kom upp eldur í þakpappaverksmiðjunni í Silfur túni, sem er einnar hæðar hús og um 200 fermetrar að stærð. Urðu eldsupptökin með þeim hætti, að stór ofn, sem bræðir hráefnið sprakk og læsti eldurinn sig þá í þakið. Var töluverður eldur í húsinu á tímabili og ákafiega mikill reykur. Komu slökkvilið- in úr Hafnarfirði og Reykjavík bæði á vettvang og tók um hálfan annan tíma að ráða niðuriögum eldsins. Mjög háði það slökkvi- starfinu, að ekkert vatn er á staðnum og varð þvi að sækja það til Hafnarfjarðar þegar það þraut í tönkum bílanna. Urðu þarna talsverðar skemmdir sérstaklega á þaki hússins, svo og á hráefni. Hafði verksmiðjan ný- lega fengið mikið hráefni og eyði lagðist mikið af því, ýmist af vatni eða eldi. Einnig skemmdust í brunanum um 260 rúllur af pappa, en hver rúlla er um 200 Búizt við hörðum emræðum um Græiiland í KVÖLD gengst Stúdentafélag Reykjavíkur fyrir almennum fé- lagsfundi í Sjálfstæðishúsinu, þar sem rætt verður um réttarstöðu Grænlands. Þessi fundur stendur þó ekki í neinu sambandi við stofnun Grænlandsfélagsins, því hann hafði verið ákveðinn all- löngu áður en kunnugt varð um þann félagsskap. Eigi að síðui er dr. Jón Dúason, sem mjög hefur komið við sögu í Grænlandsfé- laginu, frummælandi á þessum Stúdentafélagsfundi. Mjög er Grænland á dagskrá um þessar mundir hér hjá okkur. Nú berast þær fregnir, að Viggo Starcke, ráðherra í dönsku stjórn inni skemmti sér yfir tíðindunum frá íslandi. Að lokinni framsöguræðu Jóns Dúasonar verða frjálsar umræð- ur. Er búizt við að fundur þessi verði f jölmennur, og að umræður verði harðar, því vitað er að skoðanir manna eru mjög skiptar í máli þessu. ir vera þeirrar skoðunar, að ís- lendingar þyrftu ekkert að óttast frá öðrum þjóðum, — bara_ef hér væri enginn her. Það vakti sérstaka athygli á fundinum í fyrradag, að þar var all-margt af ungum framsóknar- mönnum. Einnig var þar valdahóp urinn' úr kommúnistaflokknum, þ. á. m. Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegsmálaráðherra. Er fundinum var lokið, söfnuð- ust nokkrir fundarmenn saman framan við Gamla Bíó og gengu síðan gegnum Miðbæinn heim til forsætisráðherra, sem fyrr segir. Ekki fara þó sögur af því, að Lúð vík Jósefsson hafi verið í þeim hópi. Létu ýmsir ófriðlega á leið- inni og er komið var á áfangastað var öllum bjöllum hússins hringt í öryggisskyni, en þar eru fleiri íbúðir en sú, sem Hermann býr í. Hann kom að lokum í gættina, tók við blaði með ályktuninni á, braut það saman og hrópaði til hópsins: „Ég get því miður ekki talað við ykkur núna, því að ég er svo hás“. Var þar með lokið þessari herferð og fór hver til síns heima. kg. Hafa eigendur því orðið fyrir miklu tjóni, en þeir eru bræðurn ir Jón og Ragnar Bárðarsynir, ættaðir að vestan. Eins og fyrr segir, er mjög baga legt, að ekki skuli vera nægilegt vatn í Silfurtúni þegar eldsvoða ber að höndum. Þar er nú risin töluverð byggð og því nauðsyn- legt að hafa þar nægilegt vatn, ef eldur kemur upp. Væri t. d. hægt að bæta úr þessu með því að koma þar fyrir stórum geym- um, sem ávallt væru fullir af vatni. — G. E. Nýja skógerðin efsl á Iðju-mófinu ÞRIÐJA umferð var tefld á laug- ardag, á Iðju-mótinu og urðu úr- slit þau, að Nýja skóverksmiðjan fékk 4% vinning; Kassagerðin 154; Harpa hlaut 3; Pípuverk- smiðjan 1 og tvær skákir fóru í bið. — Ölgerðin fékk 3% gegn 254 hjá Andrési. Fjórða umferð var tefld á sunnudag. Nýja skóverksmiðjan vann Ofnasmiðjuna með 4:1 (ein skák bið), Harpa vann Andrés með 4:1 (ein biðskák), Kassagerð in vann Pípuverksmiðjuna með 5:1. — Að loknum fjórum umferðum er Nýja skóverksmiðjan efst með 1654 vinning og eina biðskák, — Harpa með 1354v. og fjórar bið- skákir, Kassagerðin með 954 v. og tvær biðskákir. Pípuverksmiðjan með 754 v. og 3 biðskákir, Ölgerð in með 7% v., Andrés með 6 v. og tvær biðskákir og Ofnasmiðjan með 454 v. og tvær biðskákir. Nýja skóverksmiðjan, Harpa og Pípuverksmiðjan hafa teflt einni umferð meira en hinir. Biðskákir verða tefldar í skrifstofu Iðju, Þórsgötu 1, kl. 8,15 á fimmtudag. LONDON — Brezka flugfélagið BOAC hefur ákveðið að hefja á miðvikudaginn fastar áætlunar- flugferðir milli Lundúna og New York með Bristol Britannia-flug- vélum. Það eru fyrstu farþega- þoturnar sem notaðar eru í reglu- bundnum flugferðum yfir Atlants haf. I greinargerð sinni fyrir frv. segir Gunnar Thoroddsen: Fyrir áratug reistu ríkið og Reykjavíkurbær fæðingardeild Landsspítalans. Sú stofnun bætti úr brýnni þörf, en er nú orðin of lítil. Ýmsar leiðir til lausnar þess- um vanda hafa verið athugaðar. Fyrst og fremst hefur komið til greina stækkun fæðingardeild arinnar. Stækkun samkvæmt uppdráttum, er fyrir liggja frá húsameistara ríkisins, mundi kosta 10—12 milljónir króna, en sjúkrarúmum mundi aðeins fjölga um 21. Þessi leið er því RABAT, 9. des. — AUt Ifni svæ'ðið er nú á valdi Mára að undanteknum bænum Sidi Ifni og fáeinum virkjum. Frá þessu skýrði þjóðernissinnablaðið A1 Alam í Marokko í dag. Þar er einnig tilkynnt, að síðan bardag- ar blossuðu upp á Ifni-svæðinu 1. desember hafi 190 Spánverjar fallið þar, fjöldi hafi særzt og 19 hafi verið teknir höndum, AI Alam skýrir einnig frá því að spænsk herskip, sem eru á siglingu undan ströndinni hafi skotið á þorp í Marokkó. Móhamed V Márakonungur ákurnesingar iagna hafnarfram- kvæmdum Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ efndi bæjarstjórn Akraness til mannfagnaðar í tilefni af því að hafnarframkvæmdum þar er að Ijúka. Var um leið kveðjusamsæti fyrir hina þýzku verktaka. Hálfdán Sveinsson, forseti bæj- arstjóri, var veizlustjóri. Ræður fluttu Daníel Ágústínusson, bæjar stjóri, Eysteinn Jónsson, ráðherra, Emil Jónsson, bankastjóri, Finn- ur Árnason, verkstjóri, Hallfreð- ur Guðmundsson, hafnsögumaður, Þórhallur Sæmundsson, bæjarfó- geti, Jón Sigmundsson, framkv.stj. Werner Volland, yfirverkfræðing- ur, Hirschfeld sendiherra Þjóð- vei-ja hér, Gísli Sigui-björnsson, forstjóri og einnig flutti Ragnar Jóhannesson, skólastjóri, drápu. 1 hófinu var lesið skeyti frá Pétri Ottesen, alþm., sem ekki gat mætt vegna veikinda, og var hann hylltur með lófataki. Stúdenfum hjargað úr djúpum hellum LONDON 9. des. — í dag var 6 stúdentum bjargað úr hellum ná- lægt Kettlewell í York-héraði. Unglingarnir voru komnir niður í 130 metra dýpi, þegar mikil úr- hellisrigning skall á. Orsakaði hún jarðhrun inni í opi hellanna svo að þeir lokuðust. Þar að auki seig mikið vatn inn í þá svo að hætta var talin á því að ungl- ingarnir kynnu að drukkna. Fjöl- mennt björgunarlið kom á vett- vanginn. Fyrst var mokað frá hellismunnanum, siðan héldu froskmenn inn í göngin og tókst að bjarga öllum stúdentunum kostnaðarsöm og tæki alllangan tima. Önnur leið hefur einnig verið athuguð. Hún er sú, að Reykja- víkurbær setji á stofn, að fengn- um nauðsynlegum leyfum fæð- ingarheimili í húseignum bæjar- sjóðs, Eiríksgötu 37 og Þorfinns- götu 16. Kostnaður við stofnun og rekstur þess heimilis yrði greiddur úr bæjarsjóði. Vegna gildandi laga um afnot íbúðarhúsnæðis í kaupstöðum er eigi heimilt að taka áðurgreind íbúðarhús til þessara nota nema með lagabreytingu, .og er það efni þessa frv. að veita slika heimild. skoraði á almenning að taka fréttunum frá Ifni með ró. Kon- ungurinn segir, að það verkefni, sem ætíð liggi honum mest á hjarta sé að sameina allt Marokkó og þar undir Sahara-eyðimörk- ina. Yfirlýsingu þessa samdi konungurinn í Bandarikjunum, en þar er hann nú á ferðalagi. Konungurinn bætir því við að Marokkó krefjist aðeins réttar síns. Hann segir, að þó Spánverj- ar skjóti á borgir í Marokkó muni Márar ekki gjalda líku líkt. Kór- aninn fyrirskipi rétttrúuðum að gæta réttlætis. Jólofnndur Hvatnr SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Hvöt hélt jólafund sinn í Sjálfstæðishúsinu í gærkvöldL María Maack, formaður félags- ins, var fundarstjóri. Ávarp flutti frú Ragnhildur Helgadóttir, al- þingismaður, og séra Þorsteinn Jóhannesson, fyrrverandi prófast ur í Vatnsfirði, flutti jólahugleið- ingu. Frú Ragnhildur ræddi um bréfaskipti stjórnarflokkanna um varnarmálin og stefnuleysi það, sem komið hefur í ljós í því sam- bandi. Einnig sagði hún frá hinu nýja frumvarpi um breytingar á kosningalögunum, sem ríkis- stjórnin hefur lagt fram. Skoraði hún á Hvatarkonur að vinna ötul lega í þeirri kosningabaráttu, sem nú fer í hönd. Séra Þorsteinn sagði fróðlega og skemmtilega frá jólahaldi á bernskuárum sínum. Að hugleið- ingu hans lokinni voru sungnir jólasálmar og drukkið kaffi. — Fundurinn var fjölsóttur og ánægjulegur. Spútnik 1. rekst á loft- hjúpinn í janúar MOSKVA, 9. des. — Rússneska gervitunglið Spútnik I., hefur nú farið 1000 sinnum í kringum jörðina. Rússneska fréttastofan Tass tilkynnir, að gervitunglið muni koma inn í andrúmsloft jarðar í janúar n. k. og þá brenna upp. Tunglið hefur nú farið vega- lengd sem nemur 43 milljón km. Hver hringferð hefur nú stytzt um 254 mínútu. Mesta fjarlægð tunglsins frá jörðu var í byrjun 900 km en er nú um 600 km. Eldur í þakpappaverk smiðjunni í Silfurtúni Nær allt Infi-svseBið er á valdi Mára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.