Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 8
8 MORCVMIT 4Ð1Ð Þriðjudagur 10. des. 1957 ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssorj. Ritstjórar: Sigurður Bjarnasorj frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 1.50 emtakið. KOMMUNISTAR HAFA FYRIRSKIPUN UM AÐ VERA í STJÓRN VÍST hefði mátt ætla, að allir teldu það til nokk- urra tíðinda, er Þjóðvilj- inn hinn 3. desember birti 5 dálka fyrirsögn svohljóðandi: „11. þing Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins álykt- ar: Ríkisstjórnin er skuldbundin að framfylgja tafarlaust sam- þykktinni um brottför hersins.“ í sjálfri frásögn blaðsins segir síðan m. a.: „Fyrir því skorar þingið á rík- isstjórnina að standa við fyrir- heit sín um brottför hersins úr landinu og treystir því, að full- trúar Alþýðubandalagsins í rík- isstjórn og á Alþingi neyti allra krafta til þess að knýja fram taf- arlausa lausn í þessu höfuðmáli þjóðarinnar---------“. Samstarfsblöð Þjóðviljans gerðu þó þegar í stað lítið úr þessum samþykktum. Málgagn forsætisráðherrans, Tíminn, hafði ekki svo mikið við að segja berum orðum frá sam- þykkt samstarfsflokksins um þetta. Að sjálfri samþykktinni um tafarlausa brottför varnar- liðsins var fyrst vikið í forystu- grein Tímans hinn 6. des. og þá úr henni dregið. Þar eru sam- þykktum flokksþings kommún- ista valin þessi heiti: „Allt er þetta gömul úppsuða---------allt upp úr gömlum bókum kommún- ista og ekkert nýtt--------- Málgagn utanríkisráðherrans fullyrti aftur á móti, þegar hinn 5. desember, að ákveðið hefði verið á flokksþingi kommúnista, að fylgja ályktuninni um varnar málin „ekki fast eftir“. ★ Nú er komið á daginn, að Tím- inn og Alþýðublaðið höfðu hér .réttara fyrir sér en Þjóðviljinn. Á laugardag voru birt bréfa skipti stjórnarflokkanna, sem sanna, að í þessu hefur verið samspil þeirra í milli undanfarn- ar vikur. Það, sem nú er verið að sýna almenningi, eru einung- is skrípalæti, er stjórnarflokk- arnir leika sjálfum sér til fró- unar. Kommúnistar skrifuðu sam- starfsflokknum strax 1. nóvem- ber og lögðu til, að ríkisstjórnir. gæfi fyrir nóvemberlok yfirlýs ingu „gagnvart ríkisstjórn Bandaríkjanna um að hún óski endurskoðunar, og þar með byrji þeir frestir að líða, sem áskildir eru í samningnum“. Hvorugur hinn stjórnarflokk- anna hafði svo mikið við að svara kommúnistum fyrr en eftir lok þessa frests. Svar Framsóknar er fyrst dagsett 5. desember. Ennþá eftirtektarverðara er þó, að þeir biðu báðir fram yfir flokksþing kommúnista. Það er því ekki fyrr en þeir fengu fulla vissu um, að þingið ætlaði sér alls ekki að fylgja ályktuninni um varnarmálin „fast eftir“, sem þeir svara, og neita báðir að verða við óskinni um hina um- beðnu yfirlýsingu. Enda telur Framsóknarflokkurinn stjórnar- flokkana orðna svo áttavilta í utanríkismálum, að setja verði nefnd til að finna stefnuna! Að loknu flokksþinginu þakk- aði Alþýðublaðið það sigri Lúð- víks Jósefssonar yfir Brj njólfi UTAN UR HEIMI Bjarnasyni, að ekki væri ætlunin að fylgja ályktuninni um varnar- málin „fast eftir“. Allar þvílíkar bollaleggingar eru byggðar á fulkomnum mis- skilningi. Það er ekkert, sem bendir til þess, að nein þvílík barátta hafi verið á þessu flokks- þingi. Þess ber þvert á móti að minn- ast, að í sumar flutti Hannibal Valdimarsson pann boðskap bæði innlands og utan, t. d. í samtalinu við Kristeligt Dagblad, að í ráði væri að leggja Sam- einingarflokk alþýðu, Sósíalista- flokkinn, niður og stofna í hans stað nýjan einingarflokk. Ur þeirri ráðagerð varð ekki neitt. í stað þess að leggja flokk- inn niður er Lúðvík Jósefsson, samróðherra Hannibals, tekmn sem gisl og settur í varafor- mannsstöðu undir stjórn Einars Olgeirssonar. Mannsins, sem nu orðið er, með fárra mánaða fresti, með annan fótinn austan járntjalds, dvaldi þar t. d. sumar- langt í boði stjórnvaldanna með alia fjölskyldu sína. Einar hefur því beint samband við valdhaf ana í Kreml og rödd hans flytur ómengaðan boðskap þeirra. Hannibal, sem ætlaði að leiða félaga sína í Aiþýðusambandinu úr hinni kommúnistisku ánauð, lætur Einar fyrst teyma sig til hátiðahaldanna austur í Moskvu, og verður síðan að sætta sig við, að kommúnistar auglýsa enn bet- ur en nokkru sinni fyrr fullkom- in tök sín á Lúðvík Jósefssyni. í augum þeirra, er bezt hafa fylgzt með, eru þau tök raunar engin nýjung, því að vitað er, að Lúð-1 vík hefur frá upphafi verið ó- [ mengaður Moskvu-maður. ★ Lúðvík Jósefsson átti ekki i neinum deilum út af þessu máli á flokksþinginu. Enda bregður Þjóðviljinn sér ekki hið minnsta, þótt utanríkisráðherrann lýsi yf- ir, að „veiktar varnir íslands mundu auka ófriðarhættu". — Þvert á móti hælist Þjóðviljinn hinn 8. des. yfir, að „Alþýðu- bandalagið hafi aðstöðu til að vinna sjálfstæðismálinu-------- innan ríkisstjórnar" þar sem ut- anríkisráðherrann hefur þessa skoðun. Um hitt má spyrja: Hvað vakir fyrir kommúnistum með buldri sínu um varnarmálin nú, úr því að þeir ætla þar engu að fylgja „fast eftir“? Vafalaust er það rétt, að eink- um innan Framsóknar leika ýms- ir tveim skjöldum í málinu, enda ber sendibréfið frá 5. des. og málflutningur Tímans að undan- förnu því vitni. Það þarf því ekki að vera rangt, sem sagt er úr liði Hannibals, að Hermann láti svo við Alþýðubandalags- menn sem hann vilji liðið burt. Hvað sem um það er, þá ræður hitt meira, að kommúnistar hafa gert upp hug sinn um það, að þeir vilja engu til hætta um að fá að hafa menn í ríkisstjórn eins Atlantshafsríkis. Þess vegna er flokksdeildinni hér fyrirskipað að fylgja kröfunni um brottrekst- ur varnarliðsins ekki „fast eftir' en jafnframt leyft að gera nýjan hávaða um málið í þeirri von, að einhverju takist að bjarga af fylginu með þvílíkum skripaleik. Leikkonan Dawn Addams, sem er brezk að ætt, er fyrir miðju á myndinni. Til vinstri við liana er rússneska leikkonan Tatjana Samoilva og til hægri stallsystur hennar, Leila Abascidze. Þær eru staddar í rómversku hóteli í tiiefni af rússneskri kvikmyndahátíð í borginni eilífu. — Dawn Addams er nú orðin furstafrú Massino. Cjula lu tt u œiictn ^JJoiÍs^woocl Övö L uilivmjvidcij^é fög. í d3anda- cL L L nkfanum, keppa um ^apanóka La Ibjpóóáöncjlionu „í augum hennar er ég alltaf litla stúlkan“ Sópransöngkonan Renata Te- baldi er meðal vinsælustu söngv- aranna við Metropolitanóperuna. Á þessu hausti átti hún að syngja fyrst fyrir um það bil hálfum mánuði, en því varð að _aflýsa vegna þess, að móðir hennar fékk snert af slagi. Viku síðar féllst Renata Tebaldi á að reyna að syngja í Aidu, þó að hún gæti varla fengið sig til þess að yfir- gefa móður sína. En söngkonan varð að hætta við áform sitt, því að sama morgun og hún ætl- aði að leggja af stað til Metro- politanóperunnar, dó móðir henn- ar. Söngkonan var svo frá sér af sorg, að henni voru gefin róandi lyf. Hún var einkabarn ítalskra foreldra, sem slitu samvistum fyr ir löngu. Renata Tebaldi er 35 ára gömul og ógift. Farið hafði mjög vel á með þeim mæðgum. „Móðir mín yfirgefur mig aldrei. Hún er alltaf í för með mér. í augum hennar er ég ennþá litla stúlkan“, sagði söngkonan eitt sinn um móður sína, sem var matreiðslukona hennar, þjón- ustustúlka og félagi. Laun heiinsins eru van- þakklæti í Filey á Englandi ók ung kona, frú Margrét Webster, í bifreið sinni meðfram strandlengjunni. Skyndilega snarhemlaði hún, stökk út úr bifreiðinni, þaut nið- ur að ströndinni, hljóp yfir sand- inn, óð út í sjóinn og dró á land tvo menn, sem höfðu fallið í sjó- inn, er skemmtisiglingabát þeirra hvolfdi. Því næst hjálpaði hún til við að draga skemmtisiglingabát- inn á land. Hún rölti nú aftur að bifreið sinni, rennblaut og upp gefin. Sá hún þá, að lögreglu- þjónn hafði skilið eftir athuga- semd, um að hún hefði stöðvað bifreiðina á ólöglegum stað. Um skeið sankaði Hollywood að sér frönskum kvikmynda- stjörnum, og síðar urðu þær ítölsku eftirsóttastar. Nú er aust- urlenzkum kvikmyndastjörnum sífellt að fjölga í Hollywood, einkum er mikið um japanskar og kínverskar leikkonur í nýj- um bandarískum kvikmyndum. „Tehús Ágústsmánans“ Þessi tízka hófst með kvik- mynd Marlon Brandos „Tehús Ágústmánans“ og heldur áfram í annarri kvikmynd frá Austur- löndum, sem gerð er eftir hinni þekktu skáldsögu James Mitch- eners, Sayonara, og fjallar sag- an um tvo bandaríska hermenn, sem verða ástfangnir af tveim japönskum stúlkum. Brando leik- ur einnig aðalhlutverkið í þess- ari mynd, en stúlkurnar tvær leika þær Miiko Taka og Miyoshi Umeki. Hin fyrrnefnda er reynd- ar fædd í Bandaríkjunum, en er alveg japönsk í útliti. Hún hefir vakið mikla athygli i Holly- wood, og hefir orðið til þess, að kvikmyndafrömuðir sækjast nú eftir austurlenzku efni í kvik- myndir og austurlenzkum leik- konum. Kalypsó söngkonan Hamamur; Sú japanska stjarna, sem vak- ið hefir undanfarið mesta ólgu í Bandaríkjunum, hefir ekki enn leikið í kvikmyndum, en tvö kvikmyndafélög í Hollywood keppa um að fá samning við hana. Það er 19 ára gömul kalypsósöngkona, Michiko Hama- mura, sem hóf feril sinn sem fyrirsæta listamanna, en tókst á tveim árum að verða bezt laun- aða stjarnan í Japan. Grammó- fónplöturnar, sem hún hefir sungið inn á, hafa aflað henni heimsfrægðar. Hvar sem hún fer um Tókíó stöðvast öll umferð, og allar ungar stúlkur í Japan stæla hár hennar, sem er um metri á sídd, þröngar svartar blússur, sem hún gengur í, og pilsin, sem eru með langri klauf. Ungu mennirnir stela auglýsinga- spjöldum með myndum af henni, svo að setja varð vörð við veit- ingahúsin, þar sem hún söng. Hún hefir komið eitt kvöld fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og hafði álíka áhrif á Bandaríkja- menn og Japana. Asía virðist verða í tízku í Hollywood í ár. Aðrar kvik- myndastjörnur eru farnar að ótt- ast „gulu hættuna“ fyrir alvöru. Tvær barnabækur eftir innl. höfunda FYRIR helgina sendi Bókaútgáfa Æskunnar frá sér tvær barna- og unglingabækur eftir innlenda höfunda. „Steini í Ásdal“ heitir ný unglingabók eftir Jón Björnsson, rithöfund. Þetta er hetjusaga drengs, er gerist í íslenzkri fjalla- byggð fyrir rúmri öld. Drengur- inn er munaðarlaus og elst upp á sveit fram að þeim tíma er sagan hefst, en þá verða straum- hvörf í lífi hans og er þeim lýst. „Ennþá gerast ævintýr" nefn- ist hin bókin og er eftir Óskar Aðalstein. Er það saga handa litl- um börnum. Hún er prýdd tuttugu teiknimyndum eftir Sig- urð Guðjónsson, þannig að sögu- hetjurnar birtast þar ljóslifandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.