Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 16
* * kc kr 14 DAGAR Tlh JÓLA Fóik með 9 börn á götunni eftir bruna SÍÐDEGIS á sunnudaginn kom upp eldur í timburhúsinu að Þver vegi 38. I þessu húsi bjuggu alls 16 manns, fullorðnir og börn. — Skemmdist húsið svo mikið, að það má ónýtt heita cg varð fólkið allt fyrir meira og minna tjóni, en úr íbúðinni í rishæð hússins tókst engu að bjarga af innanstokks- ir.unum. Það var um klukkan 6, sem slölckviliðið var kaliað á vettvang. Þegar komið var á staðinn, var eldurinn orðinn magnaður í ris- hæð hússins. Strekkingur var á af austri. Rétt utan við garðhlið hússins er brunahani. Þegar brunaslöngur höfðu verið settar við hann kom í ljós að vatns- rennslið var svo dræmt að ekki var hægt að notast við það, jafnvel þó dæla væri sett á líka. Va. vatnið síðan selflutt að í einum af bílum slökkviliðsins, unz bíll frá siökkvi liðinu á Reykjavíkurflugvelli, sem hefur stóran vatnsgeymi kom til skjalanna. Þá var langt komið að kæfa eldinn. Skýringin á því að vatnshaninn fyrrnefndi var ónot- hæfur er sú, að leiðslan að honum er svo mjó. Rishæðin brann öll að innan. Brunaskemmdir urðu miklu minni á neðri hæðinni, en þar kom eldur- inn upp. Urðu skemmdir þar aðal- lega í vesturenda hússins, en þar komst eldur niður um stigana jnilli hæðanna. Fólkið sem bjó á miðhæð húss- ins og rishæð, varð því sem' næst samtímis vart við að eldur væri laus í húsinu. 1 rishæðinni bjó Jóhann Einarsson. Var hann heima er þetta gerðist ásamt fimm börnum sínum, yngsta V ára. Var hann að hlusta á út- varpið, er miklar rafmagnstrufl- anir komu fram í viðtækinu. Fór hann þá fram í eldhúsið til þess að aðgæta þetta nánar. Þegar hann opnaði það var það fullt af reyk, svo hann varð frá að snúa. Fór hann þá niður, og tók með sér börnin. Niðri hafði Aðalsteinn Bjarnason þá orðið eldsins var í herbergi sem var beint undir eld- húsi Jóhanns. Hafði eldurinn komið upp í ljósastæði í lofti og var farið að loga þar er að var komið. Á svipstundu magnaðist eldurinn mjög og brauzt upp um gólfið í íbúð Jóhanns. Komst Jó- hann ekki upp í íbúð sína aftur. Brann öil hans búslóð og ailar eig ur hans, r.ema fötin sem liann og börnin hans stóðu í. Kona hans var ekki heima. Var hún úti í bæ ásamt sjötta barni þeirra hjóna. Á miðhæðinni, þar sem Aðal- steinn Bjarnason bjó ásamt konu sinni og tveim börnum, bjuggu einnig tengdaforeldrar hans, Árni Jónsson og hans kona. í kjallara hússins bjó ennig fjölskylda með eitt’ barn. Var allt borið út úr íbúðum miðhæðar og kjallaraíbúðarinnar, en einhverjar skemmdir urðu á innbúi fólksins við að þeim var snarað út í mesta fiýti, þar sem óttazt var að húsið myndi allt brenna. — Innbú fóiksins var vátryggt. — Jóhann Einarsson, sem fyrir mestu tjóni varð, er starfsmaður í Ölgerðinni Egill Skallagríms- son, en hann, ásamt Aðalsteini, átti húsið. Fjölmenn jarðar- för frú Kristínar Guðjónsdóttur I GÆR fór framfráDómkirkjunni jarðarför frú Kristinar Guðjóns- dóttur að viðstöddu fjölmenni. Dr. Páll ísólfsson lék í upphafi Largo eftir Handel. Siðan var sunginn sálmurinn „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum“, eftir Einar Benediktsson. Þá flutti séra Jón Thorarensen ritn- ingarorð og ræðu en dr. Páll ís- ólfsson lék sálmatilbrigði eftir Baeh. Sunginn var sálmurinn „Hvað er hel“ og síðan lék dr. Páll tilbrigði um Heims um ból. Að lokum var sunginn sálmurinn Allt eins og blómstrið eina, öll versin. Inn í kirkjuna báru kistuna starfsmenn Morgunblaðsins, á- samt fleiri vinum, en úr kirkju báru heimilisvinir hinnar látnu. Jarðsett var í Fossvogskirkju- garði. Stórþjófnaður STÓKI*JÓFNAÐUK var framínii liér í Miðhænum um síðustu lielgi, er hrotizt var inn í eina helztu ný- lenduvöruverzlun bæjarins, Verzl. Silla & Valda við Aðalslræti. Þjófurinn brnut upp „Iúgu“ á hak hlið hússins, þar sem tekið er á móti vörum. Uppi á lofti er skrif- slofa verzlunarinnar og útihúanna í hænum. Voru þar geymdar í skúffu, sem ólæst var, 14000 kr. Höfðu þær borizt skrifstofunni á laugardagskvöldið, all-Iöngu eftir lokun og peningarnir verið scttir í skrifborðsskúffu. ------------------------- \ ; í . r.i&.wvatmal Ilúsið Þvervegi 38, — eftir brunann. / Austurstræti: Jólin nálgast Á götum bæjarins mátti á sunnudaginn sjá þúsundir bæjarbúa á gangi: Allir skoða í búðarglugg- ana. — Var óslitinn straumur af fólki um allar helztu verzlunargöturnar, því kaupmenn höfðu kvöldið áður sett út vöruúrval sitt og tjölduðu því sem til var. Einn liðurinn i þessu var að Bald- ur og Konni skemmtu börnum fyrir framan Vesturver við Aðalstræti, en í slagtogi með þeim gár- ungum voru þrír jólasveinar, sem skemmtu börn unum. — Allir sáu það sem fram fór því Konni og jólasveinarnir voru á efri hæð verzlunarinnar. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd yfir mann- grúann sem stóð á Hótel islands-torginu, meðan Konni var að rífa af sér brandarana í hátalara, sem var komið fyrir utan á húsinu. Mestmegnis voru það börn sem Konni og jólasveinarnir töl- uðu við og skemmtu þau sér vel. Friðrik efstur 35000 bréf tit ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær- kvöldi, að Friðrik Ólafsson væri orðinn efstur á skákmótinu í Texas og hafði fregnina frá Kaup mannahafnar-fréttaritara sínum. Hafði Friðrik í síðari uinferð sigrað Kanadamannin Vanofsky og var þá kominn með 5 vinn- inga. Á sunnudag bárust fregnir um að Friðrik liefði unnið Szabo í lokaumferð fyrri lotu. SKRIFSTOFUFÓLK Ferðaskrif- stofu ríkisins, getur tekið undir hinn kunna talshátt: Böggull fylgir skamrifi! Nú er svo komið að sendibréfin til „Jóla- sveinsins í Reykjavík, eru um það bil að sprengja skrifstofuhúsnæði stofnunarinnar í Gimli við Lækj- argötu. Þar hafa hrannazt upp þúsundir bréfa til ,Jólasveinsins“ og áíðustu tölur eru að bréfin séu „Jólusveinsins“ orðin 35000. Sumir segja ábyggi- lega fleiri en það. — Ferðaskrif- stofan ætlar að reyna að svara eins mörgum bréfanna og komist verður yfir. Er í ráði að leita til framhaldsskólanna, um að hlaupa undir bagga í bréfskriftum. Höfðu Kvennaskólameyjar í gær farið með álitlegan bréfabunka, sem þær ætluðu að sjá um af- greiðslu á fyrir Ferðaskrifstof- una. Sinfóníutón- leikor í kvötd SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands leikur í Þjóðlekihúsinu í kvöld kl. 20,30 undir stjórn Wilhelms Schleuning. Flutt verður Oxford- sinfónían eftir Haydn, sinfónía no. 4 í D-moll eftir Schumann og píanókonsert eftir Jón Nordal. Tónskáldið leikur einleik. — Þeir, sem heyrt hafa þennan nýja píanókonsert, telja, að hann sé mjög athyglisvert verk, bæði svipmikill og margslunginn. Flutningurinn tekur ekki langan tíma, og verður því sá háttur á hafður að leika konsertinn tvisv ar. Er það^allmikið tíðkað er- lendis og gefur áheyrendum tæki- færi til að kynnast verkinu betur. Fundur lijá Fram LANDSMÁLAFÉLAGH) Fram heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði n.k. fimmtudags- kvöld, og hefst hann kl. 8,30. Til umræðu verða atvinnumál. Um aðrar skákir í þessari sömu umferð var það vitað að Najdorf frá Argentínu hafði unnið Bent Larsen. Einnig var talið að Resh evsky hefði unnið Ungverjann Szabo. Væri Reslievsky í öðru sæti, en þeir Larsen og Szabo í þriðja sæti. Get má þess að Lars- en á biðskák á móti Reshevsky, sem samkv. fregnuin er talin standa Larsen í hag. í gær mun hafa verið tefld önnur umferð í síðari lotu og þá mætti Friðrik Bandaríkjamanninum Evans, en Larsen tefldi við Júgóslavann Gligoric. Höfðu ekki borizt fregn- ir af úrslitum þessarar umferðar er blaðið var búið til prentunar. riðliÓfeiðkJumská Stjórnmáia- námskeií Heimdallar STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Heimdallar heldur áfram í Val- höll í kvöld kl. 8.30. Málfundur. Frummælandi Jón Ragnarsson. Báðir dæmdir Á SUNNUDAGINN gekk dómur í máli belgisku skipstjóranna tveggja, sem ákærðir voru fyrir veiðar á fiskfriðunarsvæðinu aust ur við Ingólfshöfða. Skipstjórinn á togaranum Belgian Skipper, sem heitir Henri L. Devriendt, var dæmdur í 90 þús. kr. sekt til Landhelgissjóðs, en afli skipsins og veiðarfæri voru auk þess gerð upptæk til sama sjóðs. — Skipstjóri þessi hefur áð- ur verið dæmdur fyrir landhelgis- brot. Þar sem hér var um ítrekað brot að ræða, var fjársektin hækk uð upp í fyrrnefnda fjárhæð, úr kr. 74 þús., við fyrsta brot. Skipstjórinn á Graaf v. Vlaand- eren, Leo Grunawald, var dæmdur i 74 þús. kr. sekt og afli og veiðar- færi einnig gerð upptæk. Skip- stjórinn á Belgian Skipper var dæmdur í fyrsta sinn fyrir land- helgisbrot, í Vestmannaeyjum ár- ið 1953. — Fyrir rétti sögðu skipstjórarnir að landhelgisbrot þetta hefði ver- ið óviljaverk og hefði stafað rf óaðgætni. Báðir skipstjórarnir á- frýjuðu dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.