Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 14
11 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1957 SÚPUTENINGAR Ljúffengir og kraftmikl- ir, bragðbæta súpur, sós- ur og gefa matnum hið rétta bragð. Fást í 6 stykkja pökk- um, 25 í dós eða 50 í smekklegu glasi. Holland Heildsölubirgðir (Lcfíjert ^JJria tjdnióon PÁLL 5. PÁL5SON hœstaréttarlögmaður. Bankastræti 7. — Sími 24-200. Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 Segulbandstæki ui söiu. Upplýsingar í síma 1-59-18 milli kl. 8 og 9 í kvöld. — 7 ækifærisverð Af sérstökum ástæðum er til sölu nýr ottomann, þrí- skiptur, með plusáklæði, á aðeins 1000,00 kr., í Bólstur gerðinni, Brautarholti 22. ÍSSKÁPilR til sölu, 5 kúb.fet, sem nýr. Upplýsingar í síma 15402 frá 5—7 í dag. Allir þurfa að lesa SAGA AKRANESS Hún er ekki aðeins héraðssaga, því svo víða er við komið og rnarga manna getið. Um bókina segir dr. Guðni Jónsson m. a svo í ritdómi um bókina: „Bókin virðist traust og vel unnin, og það vekur eftirtekt, hve víða er leitað heimilda bæði í söfnum og annars staðar.- Höfundurinn er maður ritfær vel og segir ljóst og skipulega frá. Sem dæmi má nefna kaflann, sem nefnist Tvær örlaga- nætur. — Gaman er t. d. að lesa kaflann um baróninn á Hvítár- völlum, sem dreymir um það að stofna til stórútgerðar á Akra- nesi. Þá munu og margir hafa gaman af leyniskjalinu frá stríðs- árunum fyrri...“. Allir þurfa að .eignast SÖGU AKRANESS. Á sama foriagi hafa og komið út Minningar Friðriks Bjarnasonar tónskálds í Hafnarfirði Báðar bækurnar eru tilvalin jólagjöf og gott lestrarefni, fróðlegt og skemmtilegt. Akranesútgáfan Kærkomin gjöf handa piltum og stúlkum gagnleg í skóla við nám og í starfi DÖNSK- ÍSLENZK 0RDABGK stærsta íslenzk orðabók af. erlendu máli, 1066 bk, — yfir 50 þús. upp- sláttarorð. Ólafur Hróbiarlsson Minningarorð í DAG er jarðsunginn frá Nes- kirkju í Reykjavík, Ólafur Hró- bjartsson frá Tómasarhaga 19 Ólafur Hróbjartsson var fædd- ur 19. júlí 1870, að Húsum í Holt- um. Foreldrar hans voru Hró- bjartur Ólafsson, ættaður úr Austur-Landeyjum og kona hans, Ingibjörg Magnúsdót'tir frá Snjallsteinshöfða í Landssveit. Ólafur Hróbjartsson var næst- elztur af ellefu börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp í föðurhús- um. Hann fór fyrst að heiman til sjóróðra 15 ára gamall, og réð- ist í skiprúm í Ytri-Njarðvíkum. Hann reri þar samfleytt frá Kyndilmessu til Jónsmessu. Urn sumarið var hann heima. Tvær næstu vetrarvertíðir reri hann suður í Leiru hjá Jóhanni í Kötlu hól, og hjá Sigmundi formanni í Efra-Hrúðurnesi. Eftir þessar þrjár vertíðir reri Ólafur á Baugs stöðum í Gaulverjabæjarhreppi hjá Jóni Magnússyni formanni frá Meðalholti í Flóa. í þessu skiprúmi var hann sex vertíðir en alltaf eftir lokadag fór hann suður á Suðurnes, og reri þar á vorvertíðum til Jónsmessu, en þá sótti faðir hans hann. Öll sumur var hann við slátt heima og vann hjá foreldrum sínum fram að vetrarvertiðum, og sést það bezt af þessu, hvílík feikileg vinna og erfiði var lagt á ungl- inga á þessum timum. Eftir jarðskjálftana miklu hættu foreldrar Ólafs að búa, og fór hanrt þá út í Árnessýslu í vinnumennsku til Sigfúsar Thor- arensen í Hróarsholti og var hjá honum í tvö ár, og síðari veturinn á skútu fyrir hann. Eftir dvölina í Hróarsholti, flutti Ólafur til Reykjavíkur og fór að eiga með sig sjálfur og sneri sér algjörlega að sjómennsk DÖnsk borðstofuhúsgogn lil sölu og sýnis. Hagkvæmir greiðsluskilmálar, Grettis- gata 76, I. hæð. Stúlka eba kona óskast til léttra heimilis- starfa. Skemmtilegt her- bergi. Fornhagi 26. — Sími 12881. — KEFLAVÍK Duglega stúlku vantar strax í vaktavinnu. Upp- lýsingar í síma 6243, Kefla- víkurflugvelli. Tilkynning frá Sokkaviðgerð Unnar Haraldsdótlur Tekið á móti sokkum til við- gerðar til 16. des. Viðgerðir sokkar óskast sóttir í síð- asta ’.agi 19. des. — Afgr.: Sápuhúsið, Austurstrælí 1. Unnur Haraldsdóttir unni og hætti allri sveitavinnu. Hann var til sjós samfleytt ellefu næstu árin á skútum, og næstu tíu árin þar á eftir á togurum, en eftir það hætti hann sjó- mennsku. Ólafur Hróbjartsson kvæntist 17. nóvember 1904, eftirlifandi konu sinni, Karitas Bjarnadóttur, óðalsbónda á Skarðshömrum í Norðurárdal. Karitas reyndist honum hin ágætasta kona, og voru þau 53 ár í farsælu hjóna- bandi, og bjuggu allan sinn bú- skap hér í Reykjavík. Ólafur átti fyrst lögheimili í Reykjavík aldamótaveturinn með föður sínum og systkinum. Fjögur systkini hans lifa hann. Þau hjónin eignuðust 5 börn, en misstu tvær dætur. Á lífi eru Ingibjörg, Ingvar og Bjarni og fósturdóttir Sigríður, öll búsett hér í bæ. Ólafur Hróbjartsson var alla ævi mesta hraustmenni. Ósér- hlífni og vinnuþrek hans var frá- bært, svo hann var í sannleika mesti víkingur til allra verka á sjó og landi. Hann var til sjós meðal annars með þjóðkunnum dugnaðar- og merkisskipstjórum, Páli Hafliðasyni, Magnúsi Magn- ússyni í Alliance og Guðmundi Guðnasyni o. fl. og minntist hann þeirra og allra samherja sinna á sjónum með vinarhug og virð- ingu. Mörg síðustu ár ævinnar vann hann hjá Reykjavíkurbæ, hjá Rafveitunni og víðar, og sam- fleytt vann hann útivinnu og erfiðisvinnu, þar til hann var 82 ára gamall. Höfuðeinkenni Ólafs var það, hve hjartahreinn hann var og vandaður maður í orði og verki. í harðri lífsbaráttu, varð hann aldrei beiskur né beygður, held- ur alla tíð glaður og hressandi í viðmóti og þakklátur Guði og mönnum. Margar dygðir mátti af honum læra, sem komu fram í hugsun hans og dagfari. Vand- virkni hans og trúmennsku var viðbrugðið, og eins og að líkum lætur, hafði hann afburða vinnu- þekkingu á öllum verkum, og bæði á sjó og landi. Hann byrjaði lífsstarf sitt ungur, með því að verða stoð og stytta foreldra sinna í mörg ár, og það einkenni mótaðist hjá honum á kulborða lífsins, að hugsa fyrst og síðast um það, að skipa vel sitt rúm, uppfylla skyldurnar og verða sjálfstæður í lífsbaráttunni með heimili sitt. Á áttatíu og sjö ára sjóferð mátti segja um hann, að hvort sem blítt eða strítt honuni barst til handa, þá var hugsunar- hátturinn hreinn og bjartur og guðstraustið var kraftur hans og kjölfesta alla tíð. Hann var fyrirmynd meðal hinnar eldri kynslóðar, harð- meitlaður í hörðum skóla lífsins af vinnudygðum, guðstrausti og trúmennsku í lífi sínu og starfi. Blessuð sé minning hans. Jón Thorarensen. N E S T I (Drive in) Fossvogi. Til solu ódýrf kjólföt með smokingjakka, á meðalmann. Blá dragt, frekar stór. Telpukápur á 10—12 ára. Barnapels á 4ra—6 ára. Dömuskór nr. 36 og 37. Engihlíð 14. — Sími 18009. i i Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Þjóðleikhúsinu n.k. í kvöld 10. þ.m. kl. 8,30 Stjórnandi: WILHELM SCHLEUNING Einleikari: JÓN NORDAL Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.