Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUWBI AÐIÐ Þriðjudagur 10. des. 1957 * - ^ Sannleikurinn um Ef tir GEORGES SIMENON Þýðing: Jón H. Aðalsteinsson ^ 'éíé 1 t)onge 18« Fólk slúðrar svo margt um Bébé. 1 gær til dæmis komu Lourtie-kon urnar hingað eins og af tilviljun. Þú þekkir Laurence Lourtie, konu bruggarans, er það ekki? Mjög lítið. Að vísu þekkti hann aila bæjarbúa, en sumir voru hon- um ekki meira en svipir. — Þrek- vaxin kona með ávala höku. — Við hittumst oft í mjólkur- búöinni. Hún lét sem hún vildi tala við mig um góðgerðarstarf- semina. Eins og af tilviljun hafði hún ungfrú Villard, systurdóttur Boniface, með sér í bifreiðinni. Ég tók á móti þeim hér í garðin- um og neyddist auðvitað tii að bjóða þeim te, þótt ég ætti ekkert með því. „Þegar minnzt er á vemlings Bébé. . . “ — Og hvað þær dæstu — og komu með getgátur. Ég held, að Boniface hafi sent systurdóttur sina hingað til að vita, hvað við álitum. Skipulagt samsæri og ekk ert annað. „Þið vitið nú hvernig fólk talar — til eru þeir, sem segja að hún hafi vanið sig á eiturlyf í Tyrk- landi og að hún og vinkona henn- ar. . .“ — Hún áttj við Mimi Lambert. Greturðu ímyndað þérl Bébé hefði átt að nota eiturlyf, þegar hún var sextán ára, því hún var ekki eldri, þegar við komum aftur til Frakklands! — Svo er sagt að þú hafir kom- izt að þessu og tekið fyrir ósóm- ann. Hvað sögðu þær nú fleira? Já, nú man ég. Dominique lyfsali, þú veizt, sem gefur út vikuritið, segir hverjum sem hafa vill, að hann ætli að skrifa hneykslis- grein, þar sem hver 'ái sinn skerf. Heyrðirðu, hvað ég sagði? Nei, Francois lilustaði ekki leng ur. Hann var þungt hugsandi. Áðan hafði hann fundið ögn af þeim friði og þeirri ró, sem hann naut í sjúkrahúsinu; honum varð hugsað til hvíta rúmsins, systur Adonie með hendurnar á magan- um, klukknahljómsins frá hvítri kapellunni og karlanna, sem ráf- uðu um skuggsralan garðinn í bláröndóttum fötum. Þó hann væri nýkominn þaðan, var hann strax farið að langa þangað aft- ur. — — Börnin eru ekki komin heim enn, sagði hann og leit til limi- girðingarinnar. — Klukkan er nú heldur ekki svo margt? Klukkan var tólf. Ef Bébé hefði verið heima, hefðu börnin þegar setið til borðs. En Jeanne hafði þann leiða vana að láta allt reka á reiðanum. — Hvert ert þú að fara, Francois? — Ég ætla að ganga upp. Hann var kominn á fremsta hlunn með að segja: „Ég fer upp til Bébé“. Það var það, sem hann vildi. Hann þráði að endurnýja sam- bandið við hana eftir öðrum leið- um en slúðursins. Þegar hann kom inn í borðstofuna, þar sem ríkti stöðugt hálfrökkur, og loftið ang- aði af gólfgljáa og ávöxtum, fann hann strax áhrifin frá nærveru Bébé og tilfinningu hennar fyrir reglu og samræmi. Bébé hafði breytt öllu húsinu og endurskapað það. Björt og ný- tízkuleg herbergin, gluggatjöld úr silki, sem hleyptu ekki inn nema sterkustu geislum sólarinnar. Allt, sem hún handlék, fékk á sig frísklegan og léttan blæ, sem virtist stafa frá henni sjálfri. Frá því að hún gerði upp gamla heimilið og þangað til Mimi Lam- bert-byltingin varð, liðu að minnsta kosti þrjú ár. Hann minntist ekki margs frá þeim ár- um. Sjálfur var hann fullur af starfsorku og miklum áformum. Á þessum árum jók hann fyrir- tæki sín all-verulega. Hann ferð- aðist mikið, annað hvort einn eða með Felix. Fjármálin voru oft erf ið um þær mundir. Hann gekk beint til verks án þess að hika, sannfærður um að honum heppn- aðist allt, og honum varð líka að því. Hefði Bébé ekki átt að vera hamingjusöm? Þegar hann kom heim, var annaðhvort móðir henn- ar eða systir hjá henni. Hann heilsaði henni með kossi. Allt var eins og það átti að vera. Hafði hún ekki sjálf sagt, að hún vildi vera félagi hans? Hann hafði lít- inn tíma að helga henni, og þegar hún var leið, hélt hann að það stafaði af heilsufari hennar. „Mig langar til að spyrja þig eins, Francois". Þau höfðu nýlega keypt La Chataigneraie og voru að koma sér fyrir þar. „Hefðir þú nokkuð á móti þvi, BOKÐIÐ hinn bragðgáðo B9RGARFJARÐAR 0S1 Heildsölubirgðir: Eggerf Kristjánsson & Co. hf. Ævisap Helen Kelier FÆST Á ÞESSUM STÖÐUM Bókaverzlun Ísaíoldar, Bókaverzlun Lárusar Blöndal Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Verzluninni Víði, Laugavegi 166 Ingólfsstræti 16, (syðri dyr), Siikibúðinni, Laufásvegi 1. Ágóði af sölu bókarinnar rennur til Blindravinafélags íslands. — Gefið góða bók í jólagjöf og styrkið með því gott málefni. — Söluverð er aðeins kr. 55.00. Blindravinafélag fslands. ÖGIM ©9 AIMTOIM (Snjallir krakkar) E R BÓK BARNANNA „Feita Berta slær þjófinn". MARKUS Eftir Ed Dodd —Þú gætir unnið þetta I 2) — Þú átt að fara til Alaska . 3) — Til Alaska? Það þætti verk. I og sækja þangað steingeitur afjmérgaman. — Hvað er það, Oddur. »sérstakri tegund. ' —- Það er aðeins eitt, áður verð- urðu að tala við frú Önnu, gamla konu, sem ætlar að kosta ferð- ina. að við eignuðumst barn á næst- unni Hann hafði aðeins hleypt við brúnum. Hann átti ekki von á þessu, og allra sízt, að það væri rætt af jafnmiklu tilfinningaleysi og viðskiptamál. „Langar þig til að eignast barn?“ „Ég held það væri gaman". „J/., úr því svo er. .. .“ Við nánari umhugsun varð hann ánægður. Bébé mundi fá eitthvað að sýsla við. Hún mundi ekki vera eins einmana, þegar hann var að heiman dögum sam- an. Hann sá hana fyrir sér, þar sem hún sagði smiðunum fyrir frá morgni til kvölds, end-' þótt hún ætti von á barni og væri fölari en nokkurn tíma áður. Hann gaf henni blóm og smáhluti eins og vera bar. Um haustið voru þrjú herbergi til reiðu og hún vildi endilega dveljast á La Chataig- neraie yfir veturinn. — Maturinn er til. Hann hrökk við. Martha opnaði dyrnar ig sá hann sitjandi á rúmi konu sinnar. — Er Jacques kominn heim? — Þau eru öll sezt' til borðs. Hann fór niður. Sonur hans stóð ekki upp, en horfði á hann með sýnilegri forvitni, rétti fram kinnina og kyssti föður sinn laust á eyrnasnepilinn. Bróðurbörn hans sátu þar einnig. — Heilsið frænda ykkar. — Komdu sæll, frændi! Hann varð að snúa sér undan til að dylja þá ringulreið sem komst á hugsanir hans. Síðan sett ist hann beint á móti syni sínum. Honum leið einkennil-ega. Þegar hann beygði sig niður að Jacques, fannst honum rétt í svip, að hann sæi andlitið á Bébé, fölar kinnar hennar, gegnsæja húð og áhuga- lausa framkomu — eins og hún lifði eigin lífi í öðrum heimi. Hvers vegna hafði hann alltaf sagt „sonur þinn“, þegar þau töl- uðu um drenginn á liðnum árum? Ilann gat að minnsta kosti ekki neitað faðerninu því drengurinn hafði langa og þunna nefið úr Dongættinni, sem spillti öllu sam- ræmi í andlitinu. SHUtvarpiö Þriðjudagur 10. desentber: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Útvarpssaga barnanna- — „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Nonna; XIV. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Frá tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands í Þjóð- leikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi Wilhelm Sehleuning. Einleikari á píanó: Jón Noi'dal. 21,30 Upplest ur: „Sól á náttmálum", kafli úr skáldsögu eftir Guðmund G. Haga lín (Höfundur les). 22,10 „Þriðju- dagsþátturinn". — Jónas Jónas- son og Haukur Morthens hafa á hendi umsjón. 23,10 Dagskrárlok. Miðvikutlagur 11. desember: Fastir liðir eins og venjulega, 12,50—14,00 Við vinnuna: — Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsda í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. — 19,35 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Lestur fornrita: Gautreks saga; III. ( Ei-nar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Tón- leikar: Tvö tónverk eftir Ravel (plötur): 21,30 „Leitin að Skráp- skinnu", getrauna- og leikþáttur; II. hluti. 22,00 Fi-éttir og veður- fregnir. 22,10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,30 íslenzku dæg- urlögin: Desemberþáttur S.K.T. — Hljómsveit Óskars Cortes leikur. Söngfólk með hljómsveit- inni: Didda Jóns og Haukur Morthens. Auk þeirra syngja Hanna Bjarnadóttir og Frosti Bjarnason tvísöngva við undir- leik Magnúsar Péturssonar. Kynn ir: Þórir Sigurbjörnsson. 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.