Morgunblaðið - 14.12.1957, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. des. 1957
ÁTÖKIN
INDÓNESÍU
OLLENDINGAR höfðu ráð in fór fram. Stjórnarformaðurinn
Hið yfir hinum svokölluðu
hollenzku Austur-Indí-
um í um 300 ár, þegar þeim yfir-
ráðum lauk endanlega. Hér er um
ríki að ræða, sem samansett er
af hudruðum eylanda, bæði stór-
um og smáum. Sumar eyjarn-
ar, svo sem Java og Sumatra eru
stórar og fjölmennar, en auk
þeirra er svo fjöldi af minni eyj-
um. Hollendingar höfðu á seinni
tímum farið allmjög að dæmi
Englendinga um stjórn sína á
þessari 'nýlendu og innbornir
menn höfðu komizt þar í háar
stöður. Þó hafa margir talið nú
eftir á, að Hollendingar hafi kom
ið þar allmjög fram sem eins
konar yfirþjóð, eins og það er
kallað, og framkoma þeirra hafi
yfirleitt orðið til þess að ýta
undir sjálfstæðishreyfingar meðal
eyjabúa. Nú er það svo, að ekki
sýnist vera grundvöllur fyrir
neina þjóðernishreyfingu á þess-
um eyjum. Eyjarnar liggja dreift
og íbúar þeirra eru af mörgum
þjóðflokkum, þó flestir séu
Malaja-kyns. En samt varð sjálf-
stæðishreyfing þar mjög mögn-
uð.
Japanir tóku eylönd þessi í
styrjöldinni og rofnaði þá sam-
bandið við Holland að fullu og
öllu. Meðan Japanir höfðu yfirráð
eyjanna kyntu þeir mjög undir
fjandskap innfæddra manna
gegn Hollendingum. Allmikill
fjöldi af mönnum tók líka til
vopna gegn
Japönum og
lagðist út í
skóga til skæru
hernaðar. Þess
ir menn voru
þjóðernissinnar
sem voru í eðli
sínu jafnfjand-
samlegir yfir-
ráðum Japana
og Hollendinga
á eyjunum.
Þegar Japanir
gáfust upp, hafði nær öll Indó-
nesía verið hernumin af þeim.
Við uppgjöfina tók brezki flot-
inn við Suðaustur-Asíu, að nafni
til, við ábyrgð á þessu svæði, en
þegar flotinní undir stjórn Mount
batten lávarðar kom til eyjanna,
höfðu Indónesíumenn þegar lýst
sjálfstæðu lýðveldi á eyjunum,
en það gerðist hinn 17. ágúst 1945.
Brezki flotinn taldi sig ekki hafa
heimild til þess að blanda sér í
innanlandsmál eyjabúa og veittu
hinni nýstofnuðu stjórn í Dja-
karta eins konar viðurkennmgu.
Japanir höfðu afhent eyjaoúum
mikið magn af byssum og öðrum
vígvélum og beittu Indónesíu-
menn þeim óspart gegn þeim
Hollendingum, sem uppistand-
andi voru á eyjunum. Þegar svo
embættismenn komu heiman að
frá Hollandi til eyjanna, fundu
þeir fyrir stjórn þjóðernissinna,
sem hafði mikinn stuðning eink-
um meðal yngra fólksins á Java
og Sumatra, og varð nú ekki leng
ur við gert.
★
Þessi nýja stjórn í Djakarta
var samansett af mönnum, sem
ýmist höfðu barizt gegn Japönum
eða að nafninu til talið sig fylgj-
andi og þegið af þeim nokkrar
virðingar og trúnaðarstöður síð-
ustu mánuðina áður en uppgjöf-
Sukrano
var Sukarno, en hann var gamall
þjóðernissinni, sem Hollendingar
höfðu áður haft í haldi fyrir upp<
reisnir. Hafði hann verið einn
af þeim, sem unnið hafði með
Japönum meðan á hernámi þeirra
stóð. Helzti samstarfsmaður hans
var Hattar, sem numið hafði við
háskólann í Rotterdam og var
einníg mjög eindreginn þjóðernis
sinni.
Þegar samningar hófust milli
Hollendinga og Indónesíumanna,
voru þessir menn oddvitar eyja-
búa, en af hálfu Hollendinga var
aðalsamningamaðurinn Van
Mook, en hann var Hollendingur,
fæddur á Java. Tókst nú sam-
komulag milli aðilanna, sem í
höfuðatriðum fór í þá átt, að Indó
nesía skyldi samanstanda af all-
mörgum ríkjum og áttu þau að
vera í ríkjasambandi við Hol-
land. En þegar til átti að taka,
vildu Indónsíubúar ekki fram-
fylgja þessu samningsuppkasti,
og gripu þá Holléndingar til
vopna í árslok 1946. Þetta varð
til þess að hella olíu á eldinn með
al Indónesíubúa og nú lét Öryggis
ráð Sameinuðu þjóðanna málið
til sín taka og sendi menn til
Java. Hollendingar hættu nú í
þetta sinn við það, sem þeir
kölluðu lögregluaðgerðir, og
vopnahlé var samið í janúarmán-
uði 1948. En Hollendingar voru
ekki í þeim ham að fara að til-
lögum 'Sameinuðu þjóðanna og
eftir stuttan tíma gripu þeir aftur
til vopna og lögðu nú aðaleyjarn-
ar að verulegu leyti undir sig og
náðu Sukarno á sitt vald. En Hol
lendingar réðu ekki við neitt.
Fullkomin óstjórn ríkti á eyjun-
um. Nú voru íbúarnir arðnir
þeim svo gersamlega andsnúnir,
að um samstarf var ekki að ræða.
Hollendingar urðu því að gefast
upp við þá ætlun sína að kúga
eyjarnar til hlýðni við sig og í
desember 1949 viðurkenndu þeir
að Indónesía skyldi vera sjálf-
stætt ríki. Þó stóð í samningun-
um að Indónesía skyldi vera í
sambandi við Holland og Hol-
lands-drottning vera, að nafninu
til þjóðhöfðingi. En fáum árum
seinna var þetta fellt burt og hef-
ur Indónesía síðan verið full-
komlega sjálfstætt ríki. Það eina,
sem Hollendigar áttu eftir af hin
um fyrri löndum sínum þai
eystra, var vesturhluti Nýju
Giuneu, sem Indónesíumenn kalla
Irian, en Ástralíumenn hafa yfir
ráð yfir hinum hluta Nýju-Gineu.
I átökunum, sem nú hafa orðið
seinustu daga í Indónesíu hafa
yfirráðin yfir Irian verið aðalmál
ið af hálfu Indónesíubúa.
Sukrano hefur nú krafizt þess,
að Hollendingar láti Indónesíu
skilyrðislaust eftir yfirráð þessa
landsvæðis. Þeir byggja þetta
eingöngu á því, að það hafi fyrr-
um tilheyrt nýlenduveldi Hol-
lendinga, Hins vegar er það svo
að í Nýju-Guineu búa svokallaðir
Papúar, sem er lítt siðmenntað-
ur þjóðflokkur og nafa þeir enga
kröfu gert til sjáifstæðis. Nokkur
þúsund Hollendinga eru einnig
búsett þar. Landsvæði þetta
er mjög stórt en lítt numið. Það
liggur um 3000 kílómetra frá
Indónesíu, og hafa Indónesíu-
menn lítið tækifæri til að nytja
þetta land. Til þess skortir þá
gersamlega fjármagn. Hins vegar
mundu Hollendingar vera tilbún-
ir til þess, en vegna þess hve
allt hefur verið ótryggt þar
eystra, hefur hollenzkt fjármagn
ekki fengizt að neinu ráði til land
náms á þessari eyju.
Þegar Indónesía var orðin sjálf
stæð hófust í rauninni erfiðleikar
þessa nýja ríkis fyrir alvöru.
Stjórnin í Djakarta hefur aldrei
getað haldið uppi ríkisvaldi sínu
á öllum þeim eyjum, sem að
nafninu til heyra undir hana. Hún
hefur átt í miklum innbyrðis erj-
um og átt í höggi við fjölmenna
vopnaða flokka, sem ekki vilja
lúta boði hennar. Stjónina hefur
skort hæfa menn til að gegna
stöðum og embættum. Verðbólga
hefur verið mikil í landinu og
efnahagur bágborinn. Sukrano
og stjórn hans hafa hneigzt
meira og meira í einræðisátt. Sett
hefur verið á laggirnar eins kon-
ar „þjóðráð", sem hefur mjög
sterkt vald í sínum höndum. Við
fyrstu kosningarnar í landinu
1954 urðu kommúnistar þriðji
stærsti flokkurinn og síðan hafa
þeir mjög unnið á í kosningum
til bæja- og sveitastjórna. Margir
hafa talið að Sukarno væri á
góðri leið með að stofna í Indó-
nesíu eins konar „alþýðulýðveldi"
á kínverska vísu. Árið 1948 gerðu
kommúnistar uppreisn og ætluðu
að hrifsa stjórnina í sínar hendur
en Sukarno tókst að bæla þá upp-
reisn niður, án þess að fá hjálp
Holleníinga.
Fregnir þarna að austan eru
ennþá um margt mjög óglöggar.
Víst er um það, að Indónesíumenn
hafa gripið til þess ráðs að leggja
hald á allar eigur og verðmæti,
sem Hollendingar ráða yfir á eyj
unum. Hollendingar og raunar
aðrir Evrópumenn, sem þar eru
óttast nú um líf sitt. Kommún-
istahópar með vopn í hönd vaða
um og brenna og ræna á búgörð-
um Hollendinga á eyjunum. Indó
nesíumenn láta svo sem þeir muni
engar bætur greiða Hollending-
um fyrir þessa eignatöku nema
þeir láti Vestur-Nýju-Guineu af
hendi. Jafnvel hefur heyrzt að
Indónesíumenn ætli að gera út
her til að taka Vestur-Nýju
Guineu með valdi. í fyrradag
bárust lausafregnir um að Suk-
arno forseti væri valtur í sessi og
muridi jafnvel fara úr landi, í
orði kveðnu, til að leita sér heilsu
bótar. Síðan hafa þessar fregnir
aftur verið bornar til baka, en allt
er svo óljóst um, hvernig þessi
mál raunverulega standa þar
eystra, að um það verður ekki
sagt sem stendur, hvað verði þar
ofan á. Sumir hafa spáð því að
kommúnistar mundu hrifsa til
sín völdin og stofnsetja Sovét-
lýðveldi á eyjunum.
Vafalaust skýrast þessi mál
bráðlega og sést þá, hver þróunin
verður.
f I
Qfingl storf Byggingnrsomvmna-
iélags verkamaima
B YGGIN G ARFELAG verka-
manna í Reykjávík hélt aðal-
fund sinn 2. des. s.l.
Formaður félagsins, Tómas
Vigfússon, byggingarmeistari,
flutti skýrslu stjórnarinnar og
greindi frá framkvæmdum félags
ins á síðasta ári.
Félagið hefur nú byggt sam-
tals 294 íbúðir, og eru þær sam-
tals um 21 þúsund fermetrar og
rúmlega 86 þúsund rúmmetrar.
Hefur félagið því að meðaltali
byggt sem svarar eina íbúð á
hverjum þrem vikum frá því er
það tók til starfa.
Nýlega er flutt í íbúðirnar í
áttunda byggmgarflokki, en bað
eru 32 íbúðir og grunnflötur
þessara húsa samtals 633,45
fermetrar, eða 8.971.54 rúmmetr-
ar. íbúðir þessar eru byggðar við
Stigahlíð og eru þetta fjögur
fjögurra hæða samstæðuhús og
í hverju húsi 8 íbúðir, þar af 28
íbúðir 82 fermetra og fjórar
58,84 fermetrar.
Auk þessa nýbyggða flokks,
sem þegar er flutt í, hefur félag-
ið byrjað á byggingu níunda
flokks, sem einnig verður 32
íbúðir, og eru þær nú í upp-
Wáfípl! ■ slirifap úr
Wmm wæS? daglega lifinu ,
Um ðómkóra o.fl.
„Velvakandi.
GETIJR þú frætt mig á því,
hvað orðin „dómorganisti" og
„dómkór“ eiga að tákna?
Þessi orð eru oft notuð. bæði
í útvarpi og blöðum, og að því er
virðist eingöngu í sambandi við
organleikara og söngflokk dóm-
kirkjunnar í Reykjavík. Nú eru
margir kirkjusöngflokkar í
Reykjavík, og eru þeir kenndir
hver við sína kirkjusókn — eða
kirkju, ef til er.
Ef þessi orð eiga að vera stytt
ing á orðin dómkirku-, þá ætti
víst að nefna hina kóranna t.d.
Fríkór, Hákór, Búkór, Langkór,
o.s.frv. Mér hefur helzt dottið í
hug að þetta dóm- orð sé ætlað
til að færa í skuggann aðra org-
anleikara og kirkjukóra á landi
hér.
Væri ekki rétt að taka upp
fleiri orð í sambandi við dóm-
kirkjuna, — t.d. dómprestar,
dómhringjari, dómvörður og jafn
vel kalla prédikunarstólinn dóm-
stól? G.“
„Domus dei“
Fyrri hluti orðisins dómkirk.ja
mun dreginn af latneska orðinu
domus, sem þýðir hús, eða öllu
heldur af latnesku orðunum
domus dei: hús guðs. Fyrir ein-
hverja glettni þeirra guða, sem
ráða málþróuninni, hefur orðið
dómkirkja orðið til, og er það
notað um höfuðkirkju hvers
biskupsdæmis. Síðan er til hag-
ræðis — en ekki að setja aðra
í skuggann — farið að nota fyrri
hluta orðsins einan um ýmislegt,
sem dómkirkjum viðkemur (dóm
kór) eða jafnvel um embættis-
menn í því prófastsdæmi, sem
dómkirkja er í (dómprófastur).
Velvakandi sér ekkert rangt við
að nota t.d. orðið dómkór, það
er mun þjálla en dómkirkjukór.
Hitt er rétt hjá bréfritaranum,
að á sama hátt mætti mynda
orð, sem gætu valdið misskiln-
ingi, en þróun málsins væru óeðli
legar skorður settar, ef slíkum
sjónarmiðum væri beitt við mat
á öllum nýyrðum, enda hefur
aldrei svo verið. Annars þakkar
Velvakandi honum fyrir fjör-
ugt bréf.
Gl
Annir við höfnina
ULLFOSS og Drottningin
komu í gærmorgun og Vel-
vakandi gekk niður að höfn á
ellefta tímanum. Á bakkanum
rakst hann fyrst á bifreið, nýj-
ustu gerð frá Volvo verksmiðjun
um, mjög fallegan vagn og þarm
fyrsta, sem hann sér af þessan
gerð. Næst kom hann auga á
Sverri sagnfræðing Kristjánsson,
sem mun hafa verið að lesa bréf
í söfnum Kaupmannahafnar að
undanförnu. Annars var krökkt
af vögnum, krönum, bílum, verka
mönnum og fólki, sem átti erindi
um borð. Velvakandi stakk hönd
unum í úlpuvasana og laumaðist
á eftir tveimur blómarósum, sem
gengu upp landgöngubrúna á
Gullfossi. Þungbrýnn tollvörður
tók þær tali og spurði um erindi
þeirra. Þær sögðust ætla að hitta
hann Guðna, en tollverðinum
leizt augsýnilega ekki á það, svo
að samtalið hélt áfram. Því lykt-
aði þó með sigri stúlknanna, og
tollþjónninn var þá orðinn svo
miður sín, að hann yrti ekki einu
sinni á Velvakanda. Á þilfarinu
varð ekki þverfótað fyrir jóla
trjám og tollvörðum, og gott ef
hann Árni Friðriksson fiskifræð-
ingur var þar ekki líka. — Aftur
á var búið að taka ofan af iest
inni, og þar var það gerduft í
jólabaksturinn, sem efst var.
og svo sjálft Oslóartréð og himin
hár krani var einmitt að sveifla
því þaðan upp á bíl. Velvakandi
skauzt í land, smeygði sér fram-
hjá Kjartani Ólafssyni málagarpi
nýkomnum frá Indlandi og gekk
upp í bæ. Þá var Oslóartréð stóra
komið á Austurvöll og jólasvip-
urinn á miðbænum orðinn enn
meiri en áður.
steypingu. Loks hefur félagið
sótt um og fengið loforð fyrir
láni til tíunda byggingarflokks,
sem líka verður 32 íbúðir. Öll
þessi hús eru byggð við Stiga-
hlíð.
Eins og kunnugt er, voru
fyrstu sjö byggingarflokkarnir
byggðir við Háteigsveg, Meðal-
holt, Einholt, Stórholt, Stangar-
holt, Skipholt og Nóatún og íbúð-
unum í sjöunda flokki lokið í
ársbyrjun 1956. Þar með voru
þrotnar lóðir félagsins í Rauðar-
árholti, og fékk það þá lóðir við
Stigahlíð, þar sem framkvæmdir
standa nú yfir, og eru húsin í
attunda flokki, sem nýlega er
flutt l, fyrstu húsin, sem félagið
byggir þar. Verð þeirra íbúða
mun verða um 265 þúsund krón-
ur, stærri íbúðirnar en 190 þús.
þær minni.
Taldi Tómas Vigfússon að lána
starfsemi byggingarsjóðs, eins og
hún er nú, samræmdist vart til-
gangi laganna um verkamanna-
bústaði, með því að lánin eru
nú bundin vissri upphæð á hverja
íbúð, eða 150 þús. lcrónur en ekki
ákveðnum hundraðshluta kostn-
aðarverðsins eins og áður. Með
því verðlagi, sem nú er orðið á
byggingum, verður útborgun
þeirra, sem íbúðirnar kaupa það
há, að þeir efnaminnstu eiga
örðugt með að greiða þá útborg-
un, sem krefjast verður, þegar
lánin eru þetta takmörkuð. Þetta
kvaðst Tómas hafa tjáð félags-
málaráðherra í haust, er hann
kom í heimsókn í verkamanna-
bústaðina og rómaði mjög bygg-
ingar félagsins, en hvort bót
verður ráðin á lánveitingafyrir-
komulaginu, er enn með öllu
óvíst.
í lok aðalfundarins þakkaði
formaður Grími Bjarnasyni vel
unnin störf í þágu félagsins und-
anfarin 18 ár, en hann hefur all-
an þann tíma verið gjaldkeri þess
og jafnframt haft á hendi dag-
legan rekstur í skrifstofu þess,
en lét af þessum störfum fyrir
án síðan, og baðst þá undan end-
urkosningu.
Stjórn félagsins var öll end-
urkosin á fundinum, en hana
skipa auk formanns, Tómasar
Vigfússonar, þeir Magnús Þor-
steinsson, Alfreð Guðmundsson,
Bjarni Stefánsson og Jóhann
Eiríksson.
Holdn heÍHleiðis
í síðasta Bjarma er frá því skýrt
að hinir fyrstu íslenzku kristni-
boðar í Abbesíníu, Felix Ólafs-
son og kona hans, muni halda
heim á leið síðari hluta janúar-
mánaðar. Þau hafa verið í Kon-
soríki um firnrn ára skeið og „eru
orðin hvíldarþurfi eftir langt og
erfitt brautryðjendastarf suður í
hitabeltinu", segir í Bjarma.