Morgunblaðið - 14.12.1957, Page 12

Morgunblaðið - 14.12.1957, Page 12
12 MORCVTSBl AÐIÐ Laugardagur 14. des. 1957 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargiald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FJARMALAÖNGÞVEITI VINSTRI STJÓRNARINNAR IITAN UR HEIMI Frá SameinuSu þjóðunum: (Jrgangsefni, sem eitra andrúmsloftið Betri almenn fræðsla um kjarn- orkumál nauðsynleg AÐFARIR vinstri stjórnar- innar við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1958 sýna e. t. v. betur en flest annað, út í hvert öngþveiti núverandi rík- isstjórn er komin með fjármál ríkisins og efnahagsmál þjóðar- innar í heild. í nefndaráliti minnihluta fjár- veitinganefndar, fulltrúa Sjálf- stæðismanna, er gagnrýnd sú ráðabreytni fjármálaráðherra á síðasta þingi að vanrækja að gefa nefndinni nauðsynlegar upplýs- ingar um tekjuhorfur ríkissjóðs. Þeir annmarkar hafi þó verið smámunir miðað við þau óhæfi- legu vinnubrögð, sem nú hafi verið beitt við undirbúning fjár- laga fyrir árið 1958. „Munu þær starfsaðferðir einsdæmi við aí- greiðslu fjárlaga“, segja fulltrúar Sjálfstæðismanna. Síðan komast þeir að orði á þessa leið í nefnd- aráliti sínu: Allar fyrri starfsreglur þverbrotnar „Fjárlagafrv. hefur verið til athugunar í nefndinni síðan um miðjan októbermánuð, en allt þar til um síðustu helgi hefur ekkert verið unnið að raunveru- legri afgreiðslu málsins í nefnd- inni, heldur hefur tíminn verið notaður eingöngu til hefðbund inna viðtala við forystumenn ríkisstofnana og yfirlestur erinda. Það var fyrst sl. laugardag að tekin var ákvörðun um fjárveit- ingar til verklegra framkvæmda Föst venja er að gefa vegamála- stjóra, vitamálastjóra, fræðslu- málastjóra og fjármálaeftirlits- manni skóla rúman tíma til þess að undirbúa tillögur sínar um skiptingu fjár til þessara mikii- vægu framkvæmda, er undir þeirra stjórn falla og eru einn veigamesti þáttur í afgreiðslu fjárlaga, en nú er þess krafi7t að þeir skili tillögum sínum með eins dags fyrirvara. Þingmenn hafa því enga aðstöðu haft til að bera saman bækur sínar og þessara embættismanna um ein stakar framkvæmdir í kjördæm- um sínum, og þess er krafizt að þingmenn afhendi nefndinni ósk- ir sínar, án þess að geta kynnt sér tillögur áðurnefndra embætt- ismanna. Raunverulega er frv. afgreitt frá nefndinni á tveimur dögum og gefur auga leið, hvílíkl flaustur hefur verið á afgreiðs]- unni, enda þverbrotnar allar fyrri starfsreglur nefndarinnar, og verður að átelja harðlega þessi vinnbrögð“. FuIIkomið iirrpf*ðalevsi Þessi lýsing á vinnubrögðum fjárveitinganefndar undir for- ystu Eysteins Jónssonar og kommúnista gefur góða mynd af því eindæma úrræðaleysi og upplausn, sem ríkir í fjár- málastjórn þjóðarinnar um þessar mundir. Sú staðreynd er svo undirstrikuð ennþá rækilegar með því, að fjár- málaráðherrann hefur ekki treyst sér til þess ennþá, eftiv að annarri umræðu f járlaga er lokið, að benda á nýja tekju- stofna til þess að mæta rúm- lega 90 millj. króna raunveru- legum greiðsluhalla, sem var á frumvarpinu, hegar hann lagði það fram. Það eina, sem gerzt hefur, er að fjárveitinga- nefnd hefur hækkað þennan greiðsluhalla um rúmlega 12 milljónir króna, þannig að segja má, að greiðsluhalli frumvarpsins sé orðinn á 2. hundrað millj. króna að lok- inni 2. umræðu um það í þing- inu. Ekki hefur af hálfu stjórnar- liðsins verið bent á nein ný úr- ræði til þess að jafna þennan greiðsluhalla og standa að öðru leyti undir stórauknum útgjöld- um vegna vaxandi dýrtiðar og verðbólgu í landinu. Hins vegar er vitað að stjórnin hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur un. nýja skatta og álögur á þjóðina. „Nýju úrræðin“ sjást hvergi En var það ekki einmitt þessi ríkisstjórn og flokkur hennar, sem lýstu því yfir frammi fyrir alþjóð bæði fyrir og eftir kosn- ingar, að þeir ættu gnægð „nýrra úrræða“, sem beitt myndi gegn vandamálum efnahagslífsins? Vissulega lofuðu þessir flokk- ar „nýjum úrræðum“. En þjóðin hefur ekki séð framan í þau enn- þá. Þau litu ekki dagsins ljós á sl. hausti, og þau hafa ekki kom- ið í ljós það sem af er því Alþingi, sem nú situr. Og enginn gerir ráð fyrir að*þau birtist á næstunm. Þau hafa gufað upp, horfið í upp- lausn og eymd vinstri stjórnar- innar. Það eina sem stjórnin get- ur er að dulbúa dýrtíð og verð- bólgu og velta hallarekstri at vinnulífsins í sífellt ríkari mæli yfir á almenning. Allt bendir til þess að stjórnin hafi enn nýjar slíkar ráðagerðir í undirbúningi bæði í sambandi við afgreiðslu fjárlaga og rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Hvað ura rekstrargrund- völl siávarútvegsins? Eins og kunnugt er, var það upplýst á aðaifundi. Landssam- bands ísl. útvegsmanna, að miðað við óbreyttan stuðning hins op- inbera og óbreytt fiskverð, myndi rekstrarhalli á meðalvélbát verða um 140 þús. krónur á næstu ver- tíð og rekstrarhalli hvers togara um 1,1 milljón króna á næsta ári, að óbreyttum aðstæðum. Óskuðu samtök útvegsmanna þess að nyr starfsgrundvöllur yrði fundinn fyrir sjávarútveginn fyrir miðj- an desember. Ríkisstjórnin hefur ekki minnst á það einu orði á Al- þingi, hvernig hún hyggist leysa. vandræði sjávarútvegs ins. Ýmislegt hendir til þess að hún hyggist fresta því fram yfir hæjarstjórnarkosningar. að sýna framan í úrræði sín í þeim vandamálum. Þannig blasir upplausnin og úrræðileysið alls staðar við, Vinstri stjórnin er þess van- megnug að leysa nokkuru vanda. Allt er að komast á yztu nöf undir forustu hennar. EITRUÐ vatnsból og óhreinn sjór eru mál, sem hafa verið ræki- lega rædd á alþjóðaráðstefnum um margra ára skeið, enda þarf sameiginlegt átak til að leysa það vandamál. Annað skylt vandamál hefir komið til sög- unnar hin síðari ár, þar sem stór- iðnaður hefir risið upp. Er hér um að ræða eitrað, eða óheil- næmt andrúmsloft. Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, sem hefir aðsetur í Kaup- maunahöfn, gekkst nýlega fyrir því, að ráðstefna var haldin um þessi mál. Fulltrúar frá fjórum Norðurlandanna — öllum nema íslandi — sóttu m.a. ráðstefnuna, sem haldin var í Milanó. Fundarmenn allir voru á einu máli um, að hreint andrúmsloft væri lágmark-mannréttinda- krafa — en erfitt væri að tryggja öllum þessi sjálfsögðu mannrétt- indi. Þar sem ný iðnaðarfyrir- tæki og verksmiðjur rísa upp ó- hreinkast bæði vatn í nágrenn- inu og sjálft andrúmsloftið. Ó- hreinindin í andrúmsloftinu stafa af sóti og gastegundum frá verk- smiðjunum — eða með öðrum orðum af úrgangsefnum frá fram leiðslunni. Reynsla ýmissa þjóða Fulltrúi Breta á fundinum skýrði m.a. frá því, að reynslan í Bretlandi sýndi og sannaði, að reykur og mistur frá verksmiðj- um orsakaði sjúkdóma, sem oft væru banvænir. Finnar gáfu þá skýrslu, að hjá þeirp yrði talsvert efnalegt tjón árlega vegna úrgangsefna frá iðnaðinum, t.d. frá brennisteins- verksmiðjum. Svíar sýndu fram á, að plöntu- líf hefði verið drepið á stóru svæði og efnalegt tjón orðið á verðmætum, þar sem gastegund- ir óhreinkuðu andrúmsloftið. Slíkt á sér einkum stað við járn- og koparverksmiðjur í Svíþjóð og í efnagerðarverum, sagði sænski fulltrúinn. Svíinn tók sem dæmi, að frá olíuverksmiðju einni í Kvarntorp komi hvorki meira né minna en 12 milljónir kúbik-metra af úrgangsefnum daglega. Er hér um að ræða 12 smálestir af ryki, 200 smálestir af alls konar brennisteinsgufum og 1200 kúbikmetra af öðrum eitruð um eða óheilnæmum lofttegund- um. Rannsókn hefir farið fram á íbúum í héraðinu umhverfis Kvarntorp, og komið hefir í ljós, að fólkið er óeðlilega þreytt og þjáist af margs konar kvillum, t.d. andarteppu, bronkítis og annarri „brjóstveiki". Líkar sögur voru sagðar frá öðrum löndum. í Hollandi hafa menn t.d. neyðzt til að grípa til niðurskurðar á kvikfénaði í iðn- aðarhéraði einu, og í málmiðnað- arhéruðum í Póllandi hefir orð- ið vart meðal barna sjúkdóma, sem ekki finnast annars staðar. í Svisslandi telja menn%ig hafa slæma reynslu af aluminium verksmiðjum, þar sem bæði gróð- ur og dýr hafa drepizt í nám- unda við slíkar verksmiðjur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin verður miðstöð til varnar Á ráðstefnu Evrópudeildar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Milanó kom fulltrúunum saman um, að eitrað og óheilnæmt andrúmsloft væri vandamál, sem mjög varðaði yfirvöld í flestum Evrópulöndum og að nauðsynlegt væri að gera ráðstafanir til þess að draga úr þeirri hættu, sem stafar af óheilnæmu andrúms- lofti. I mörgum löndum er þetta vandamál nýlega til komið og þar hafa menn litla reynslu í þess um efnum. f öðrum löndum er þetta vandamál gamalt og hafa þar verið gerðar ráðstafanir tii þess að draga úr hættunun.. Ættu þær þjóðir, sem eiga í þessu í fyrsta sinn, að nota sér þekkingu þeirra, sem reyndari eru. Mönnum talaðist svo til, að Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin væri heppileg miðstöð. Þar væri safn- að saman þekkingu á þessum málum og reynslu í baráttunni gegn vágestinum. Var samþykkt að fela stofnuninni þetta verk- efni. Á fundinum var ákveðið að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórna, að skipa nefndir til að fylgjast með því, að allar hugs- anlegra varúðarráðstafana væri gætt, þegar nýjar verksmiðjur eru byggðar. Loks samþykkti fundurinn, að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skyldi gangast fyrir námskeiðum, þar sem heilbrigðisfulltrúar, læknar, verkfræðingar, efnafræð- ingar og aðrir sérfræðingar fengju tækifæri til þess að kynna sér nýjungar og reynsiu manna til þess að verjast eiuuðu og óhreinu andrúmslofti. Framfarir á sviði kjarnorkunnar Nefnd sérfræðinga, sem kom saman til fundahalda í Genf fyr- ir skömmu fyrir tilstuðlan Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, komst að þeirri niðurstöðu, að það væri nauðsynlegt að koma á fót upplýsingastofnun, sem hefði það hlutverk að fræða al- HÉR fara á eftir nokkrar upplýs- ingar um ferðir skipa Eimskipa- félagsins: M.s. „Gullfoss" mun fara frá Reykjavík 17. des. til Akureyrar með við.comu vegna farþega á ísa- firði og Siglufirði. Þaðan fer m.s. „Gullfoss" 19. des. til Reykjavík- ur. Skipið mun síðan fara frá Reykjavík 27. des. áleiðis til Kaup mannahafnar. M.s. „Tungufoss“ fór frá Reykjavík 11. des. með fullfermi af vörum til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar og Húsavikur. Síðan mun skipið ferma á 10 höfn um við Norður- og Austurland, fuilfermi af síld, íiskimjöli og öðr- um varningi til Gautaborgar og Hamborgar. Gert er ráð fyrir að skipið sigli frá Austurlandinu um 22. des. og verði losað í Ham- borg um 7. janúar. M.s. „Fjallfoss" fermir um þess ar mundir 2300 smál. af mjöli og skreið á Seyðisfirði, Akureyri og Siglufirði. Skipið affermir þessar vörur í Liverpool, London og Rotterdam. Gert er ráð fyrir að m.s. „Fjallfo.ss“ fari frá Norður- landinu um 18. des., og verði los- aður í Rotterdam um 28. des. M.s. „Reykjafoss" mun ferma fullfermi af mjöli, skreið og ýms- um útflutningsafurðum í Reykja- vík, Akranesi, Keflavík, Isafirði, Súgandafirði og Vestmannaeyjum menning um kjarnorkuna og framfarir á því sviði. Fjöldi manns er mjög á verði um allt, sem þeir heyra, eða sjá jm kjarnorkumálin og trúa var- lega, aðrir eru ginkeyptir fyrir alls konar tröllasögum í þessu sambandi. Það er t.d. fjöldi manns sem trúir því, að með kjarnorkunni hafi maðurinn vak- ið upp þann draug, sem hann ráði ekki við og muni verða öllu mannkyninu að falli innan skamms. Bæði efinn og oftrúin eru hættu leg fyrir heilbrigða þróun þessa ógnarafls, sem vísindin hafa nú leyst úr læðingi með uppgötvun- um sínum og rannsóknum á kjarn orkunni. Kjarnorkan í daglegu lífi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gekkst fyrir fundinum í Genf til þess að fá álit sérfræðinga um hvað hægt væri að gera og til þess að varpa ljósi á þau and- legu og efnislegu vandamál, sem koma til sögunnar, er kjarnork- án verður nýtt í daglegu lífi. í sérfræðinganefndinni voru 11 fulltrúar frá jafnmörgum þjóð- um, en úr hinum ólíkustu vis- inda- og atvinnugreinum. — O — Alménningur virðist gleypa við öllu, sem borið er á borð um kjarnorkumálin í blöðunum og í útvarpinu. Jafnvel þótt menn skilji ekkert af því, sem þeir lesa eða heyra um þessi mál taka þeir það, sem heilagan sannleika. Skortur á réttum upplýsingum um þetta nýja afl, skapar hættu- lega óvissu, segja sérfræðingarn- ir. Þeir töldu, að þær kjarnorku- stofnanir, .sem stofnsettar hafa verið, ættu að leggja áherzlu á, að blöð og útvarp fái réttar upp- iýsingar um kjarnorkumálin. til Rotterdam og Hamborgar. Gert er ráð fyrir að m.s. „Reykjafoss" sigli frá íslandi um 19. des. og verði . affremdur í Hamborg um 28. des. M.s. „Dettifoss“ fer væntanlega frá Ventspils 13. des. áleiðis til Reykjavíkur. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur um 19. des., með fullfermi aí fóðurvörum, pappír, timbri og bílum frá Finnlandi og Rússlandi. M.s. „Goðafoss" fór frá Reykja vík 11. des. áleiðis til New York með um 1500 tonn af frystum fiski og um 100 tonn af öðrum útflutn- ingsafurðum. Gert er ráð fyrir að m.s. „Goðafoss sigli frá New York um 28. des. og komi til Reykjavík- ur um 5. janúar. M.s. „Lagarfoss" er væntanleg- ur til Riga um 18. des. Skipið mun afi'erma þar 1500 tonn af frystum fiski og ferma í Riga 800 tonn af sementi, í Ventspils 650 tonn af járni og í Kaupmannahöfn, milli jóla og nýjárs, 800 tonn af ýmsum vörum. M.s. „Lagarfoss“ er vænt- anlegur til Reykjavíkur fyrstu dagana í janúar. Eins og sjá má af ofangreindu, stendur nú þannig á ferðum skipa Eimskipalélagsins, að búast má við að einu skipin sem verða I Reykjavíkurhöfn um jólin, verði m.s. „Gullfoss" og m^s. „Detti- foss“. — (Frá Eimskip). Tveir „Fossanna" verða í Reykjavík um jólin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.