Morgunblaðið - 14.12.1957, Page 13
Laugardagur 14. des. 1957
MORKVNRT 4 ÐIÐ
13
Sr. Bjarni Jónsson:
Saga um kappsmikinn mann
Ævisaga Sigurðar Ingjalds
sonar frá Balasltarði.
Bókfellsútgáfan.
Bókin er 352 bls., myndum
prýdd.
ÉG mætti hér gömlum vini,
Sigurði Ingjaldssyni frá Bala-
skarði. Kynntist ég honum fyrir
allmörgum árum af bókum hans
og hafði skemmtun af. Nú sé ég
hann uppdubbaðan í nýjum
sparifötum. Heilsa ég gömlum
kunningja og les enn á ný frá-
sögn hans um hreysti og svaðil-
farir. Það fer enn hrollur um
mig, er ég les um sjóferðir hans
í náttmyrkri, stórhríðum og hat-
róti. Öruggur og æðrulaus stend
ur hann við stýrið í 14 klukku-
tíma, úrræðagóður talar hann
kjark í aðra, og hressandi er að
lesa um hin skjótu viðbrögð hans
og þá hetjulund, sem knýr hann
til athafna á hættulegum úrslita-
stundum.
Ég sé hann, ungan að aldri, í
langferð í vetrarhörku, og slíkar
ferðir fer hann margar, oft fót-
gangandi með þungar byrðar á
herðum sér, leiðin liggur um fjöll
og firnindi og leitað er að vaði á
straumhörðum ám, og hátíð og
Sr. Bjarni Jónsson
fara til Reykjavíkur með áríðandi
bréf. Tók hann þetta að sér og
setti upp 30 dali, helming fyrir
fram og hinn helminginn, er hann
kæmi aftur. Marga daga var hann
á leiðinni, en heilu og höldnu
komst hann til Reykjavíkur, og
afhendir Óla Finsen póstmeistara
bréfin, og þá segir póstmeistar-
inn. „Þetta eru flest bréf, sem ég
hef séð einn mann koma með
fyrir utan tösku“, og Sigurður
svarar: Ég var líka keyptur til
að fara þessa ferð“.
Aldrei var Sigurður iðjulaus,
vanur var hann sjóferðum, og há
karlaveiðar stundaði hann af
kappi. En kauplaust er ekki hægt
að starfa. Á einum stað segir hann
frá kaupsamningi. Kaupið var 40
krónur um mánuðinn, frítt fæði
og 2 krónur af hverju hundraði,
sem hann drægi af þorski. Gam-
an er að lesa um dvöl hans hér
í Reykjavík og lesa um þá menn,
Siguröur Ingjaldsson
happ má það kalla, ef hann á
þess kost að berast á fáki fráum
fram um veg.
Honum auðnast ekki að fá sér
sæti í upphituðum bíl, því að
slíkt þekktist ekki á æviárum
hans. Hver var munur á ferða-
lagi hér á landi árið 1600, 1700,
1800 og 1900? Alltaf á hestbaki.
En hvernig verður ferðazt hér
árið 2000? Hve margir verða þá
hestarnir og hve margar vei'ða
flugvélarnar? Mann sundlar við
samanburðinn.
En Sigga litla sundlaði ekki.
Alltaf var hann í hinu bezta
skapi, og óhætt er að segja. að
hann þjáist aldrei af minnimátt-
arkennd. Hugrakkur gengur
hann yfir holt, yfir hraun, en
lýsir gleði sinni, er hann finnur
gróðurblettinn í auðninni, er
hann kemur inn á heimilin, inn
í ylinn og birtuna og nýtur gest-
risninnar hjá góðum vinum.
Marga góðvildarmenn nefnir
hann og minnist þeirra með
þakklæti. Það eru mörg nöfnin
geymd í ævisögu Sigurðar. Vel
lýsir hann mætum mönnum og
er auðséð, að hann er fundvís á
trygga vini. Vil ég nefna síra Pál
í Viðvík, Snorra Pálsson, Einar
í Hraunum. Bæði þessir, er
ég nú nefni og margir aðrir gefa
honum holl ráð um leið og þeir
dást að dugnaði hans, því að
Sigui'ður lætur aldrei hug sinn
falla. í ókunnu landi er hann í
fylgd með þeim, sem eru allslaus
ii', mállausir og matarlausir, en
úr öllu rætist og sannast, að þeg
ar neyðin er stærst, er hjálpnt
næst.
Ég kom í dag inn i pósthúsið
og ég vissi, að bréfið, sem ég
fékk póstmanninum, yrði komið
til útlanda á morgun. Þá fór ég
að hugsa um einn kafla í Sigurð-
arsögu. Sigurður er staddur á
Hofsósi, og þar er hann beðinn að
Krisfmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
sem hann komst í kynni við.
Munu margir gamlir Reykvíking-
ar kannast við mennina, er þeir
heyra nöfnin. Sigurður heimsótti
síra Hallgrím, bg sá þar Friðrik
son hans, er þá var á fyrsta ári,
„og þótti mér hann feitur".
Einnig kom Sigurður til Péturs
biskups og tók á móti biessun
hans. Minnist Sigurður margra
þeirra, er voru honum vel og réðu
hann til starfa eða störfuðu með
honum. Má nefna Geir Zoega,
Markús Bjarnason, Sigurð Sím-
onarson, Kristin í Engey, Heiga
Teitsson o.fl.
Þegar ég les um bættuferðir
Sigurðar, segi ég með sjálfum
mér: „Lifi karlmennskuöld, full
með kraft gegnum styrjöld og
frið“.
Það má segja, að Sigurður
hrósi sjáifum sér, en því má ekki
gleyma að hann á fjölda mörgum
stöðum í sögu sinni bendir sjálf-
um sér og öðrum á, að hjálpin
kemur frá Drottni. Hann iðkar
bænina af alúð og segir: „Undir
eins og ég er búinn að biðja er
ég nýr maður“. Honum kemur
ekki til hugar að fara í felur með
trú sína, því að hann veit og hefir
reynt það, að Guð í hjarta, Guð
í stafni gefur fararheill.
Freysteinn Gunnarsson skóla-
stjóri hefir með næmum skilningi
ritað formála og með frábærri
smekkvísi séð um útgáfuna. Bók-
fellsútgáfan hefir vandað mjög til
verksins, og er bókin, sem prent-
uð er í prentsmiðjunni Oddi h.f.,
öllum, sem hlut eiga að máli til
mikils sóma, og áreiðanlegt er,
að lesendur verða ekki fyrir von-
brigðum, en eignast við lesturinn
þann fróðleik, sem þeir mega ekki
án vera.
Hönd dauðans.
Eftir Kristján Albertsson.
Helgafell.
Hið nýja leikrit Kristjáns Al-
bertssonar er hádramatískur
harmleikur, mjög vel fallinn til
sviðsetningar. Efni þess og boð-
un heyra deginum i dag: Einræð-
isherra, sem brotizt hefur til
valda með ofbeldi og ýmist
hrakið helztu menn lands síns á
flótta eða hneppt þá í fangelsi.
Karl sá á dóttur, sem er frelsis-
gjörn og fer til annars lands,
í því skyni, að ganga þar á fjöll
og njóta einveru. Skammt frá
þeim stað býr landi hennar,
flóttamaðurinn Mark Elmar, verk
fræðingur, með systur sinni og
Kristján Albertsson
ráðskonu. Hann hefur fengið
njósn af ferðum Lydíu, einræðis-
herradóttur, og tekst að ná henni
á sitt vald. Heldur hann henni
fanginni, og er að vonum frem-
ur kalt nxiili þeirra í byrjun.
BÓKAÞÁTTUR:
Eg græt
að morgni
Lilllan Roth: Ég græt að
morgni. Sjálfsævisaga. 280
bls. Hrefna Þorsteinsdóttir
þýddi. Steindórsprent h.f.,
Reykjavík 1957.
ÞAÐ hefur verið mikill siður í
Bandaríkjunum á undanförnum
árum, að frægar konur skrifuðu
játningar sínar í ævisöguformi.
Má þar t.d. nefna drottningu
vændiskvenna í New Yoi’k, Polly
Adler, negrasöngkonuna Billy
Holliday, kvikmyndadísina Di-
ana Barrymore, dóttur hins stór-
fræga John Barrymore, og loks
Lillian Roth, hið dáða undrabarn
í kvikmyndunum, sem síðar varð
stórfræg kvikmyndastjarna og
Broadway-leikkona. Yfirleitt
hafa slíkar bækur selzt vel
vestra, enda hafa höfundar
þeirra að jafnaði gert sér far um
að draga hvergi dul á sannleik-
ann, hversu grimmilegur sem
hann kynni að vera. Þykir sum-
um sem fulllangt hafi verið geng
ið í þessum efnum þar eð til
séu hlutir í einkalífi manna, sem
ekki eigi erindi fyrir augu al-
mennings.
„Ég græt að morgni“ kom út
í New York árið 1954 og vakti
þá strax mikla athygli. Var bók-
in bæði vei'ðlaunuð og endur-
prentuð í mörgum upplögum.
Hún hefur síðan verið þýdd á
14 tungumál, auk þess sem Holly
wood lét gera eftir henni kvik-
mynd, þar sem leikkonan Susan
Hayward túlkaði líf stallsystur
sinnar með sérstökum ágætum.
Saga Lillian Roth er eflaust
saga margra þeirra glæsilegu
ungu kvenna, sem snemma hlutu
frægð í gerviheimi kvikmynd-
anna, dönsuðu á rósum og fengu
alla drauma uppfyllta, en áttu
ekki nógu sterk bein til að þola
meðlætið. Það þarf nefnilega
stærri sál en flest dekurbörnin í
Lillian Roth
Hollywood hafa til umráða til
að þola mikla frægð og frama.
Lillian Roth fór hörmulega hall-
oka í viðureigninni við velgengn
ina, en eftir 16 ára martröð of-
drykkju og geðveiki kom hún
nokkurn veginn heil úr eldraun-
inni. Hún er sennilega ein af ör-
fáum ógæfubörnum kvikmynda-
heimsins, sem áttu slíku láni að
fagna.
Bókin lýsir af miklu hispurs-
leysi reynslu leikkonunnar, eftir
að hún er orðin alger áfengis-
þræll. Frá tvítugsaldri hallar stöð
ugt undan fæti fyrir henni. Þeg-
ar hún stendur á þrítugu, hefur
hún aflað og eytt heilli milljón
dollara, sem er meiri upphæð
en flestum áskotnast á ævinni
allri; hún er orðin fátæk og
heillum horfin drykkjukona, sem
á að baki sér fjögur hjónabönd,
hvert öðru verra. Drykkjuskap-
urinn rænir hana glórunni, og
hún er flutt á geðveikrahæli, þar
sem hún dvelst í sex mánuði.
Þaðan sloppin heldur hún áfram
að drekka linnulaust og er loks-
ins svo djúpt sokkin, að hún
stendur við gluggann sinn og
hugleiðir sjálfsmorð. En þá kynn-
ist hún félagsskap fyrrverandi
ofdrykkjumanna, AA-samtökun-
um, og nær aftur tökum á lífi
sínu með tilstyrk þeirra. Þar
kynnist hún líka góðum manni,
sem gengur að eiga hana. Eftir
nokkra baráttu og heilabrot tek-
ur hún svo kaþólska trú, og þá
virðist allt vera komið í fastar
skorður í lífi hennar.
Lillian Roth er hvergi feimin
við að skýra frá niðurlægingu
sinni. Engin skáldsaga er ótrú-
legri en þessi hreinskilna frásögn
um líf nútímakonu, sem steypist
af hátindi heimsfrægðar niður í
hyldýpi lasta og uppgjafar. Sag-
an er ófögur, en hefur eigi að
síður jákvæðan boðskap, því hún
ítrekar þau fornu sannindi krist
innar trúar, að engin mannvera
geti sokkið svo djúpt, að hún
verði alveg vonlaus.
Bókin er að mínu viti ekki
endilega fordæming á vínnautn
sem slíkri, heldur bendir hún á
þær örlagaríku hættur, sem vín-
ið býr veikgeðja og rótlausum
mönnum, þegar þeir leita sér tál
drægra stundargriða í örmum
Bakkusar. Hún hefur víst orðið
mörgum leiðarljós, því höfundi
hafa borizt þúsundir bréfa frá
þakklátum lesendum.
Lillian Roth hefur ekki fyrst
og fremst samið bókina sem
syndajátningu, heldur hefur vak-
að fyrir henni að gefa hlutlæga
og ljósa frásögn af reynslu, sem
einhverjir kynnu að geta lært
Framh. á bls. 23
Vill hann skipta á henni og föð-
ur sínum, er einræðisherrann
hefur fangelsað, og á 1 ún að
skrifa föður sínum þessu við-
víkjandi. En hún neitar að skrifa,
telur slík nauðungarskipti auð-
mýkjandi fyrir föður sinn, og
vill heldur láta lífið en lítil-
lækka hann. Lýkur þar fyrsta
þætti.
Annar þáttur gerist á vinnu-
stofu Arnós einræðisherra og
hefst á rökræðum um bókmennt-
ir .Kemur þar til sögunnar ágæt
persóna, er Nóvak nefnist, en
Arnó ætlar honum að verða eft-
irmaður sinn. Nóvak þessi elskar
Lydíu, en er að öðru leyti tals-
vert út undir sig. Er þeir hafa
spjallað um stund, fær Arnó
fréttirnar af hvarfi dóttur sinn-
ar, og tekur þá helaur en ekki að
færast líf í tuskurnar.
í þriðja og fjórða þætti er
Lydía orðin ástfangin af Elmar
og tekin að skoða föður sinn í
nýju Ijósi. Lögreglan finnui hana
og mikið gerist. Loks hringir hún
til pabba gamla og segir honum
alla málavöxtu. Tekur hann því
allvel og býður kærasta hennar
að koma heim með henni, og
lofar öllu fögru. Taka þau boð-
mu, — og skal nú atburðarásin
ekki lengra rakin. En öruggt má
telja, að hvorki áhorfendur né
lesendum leiðist þetta skáldverk,
það er ákaflega efnismikið,
dramatískt og vel byggt, niður-
röðun atburðanna leikur í hendi
höf., svo hvergi skeikar. En á
stundum þykir mér hann ekki
nota sér nógu vel hina sálfræði-
legu möguleika til dýptarmæl-
inga í manneðlinu. Líklega hefur
höf. ekki gefið sér nægan tíma
til endurskoðana og yfirlegu?
Ætti hann að taka verkið til
rækilegrar athugunar, áður en
hann lætur þýða það á erlendar
tungur. Það sem til bóta mætti
verða, sýnist liggja í augum
uppi, og mun hann reka sig á
það, þá er leikritið verður sett
á svið hér; — en naumast mun
Þjóðleikhúsið komast hjá að
sýna það, því enda þótt vel mætti
bæta það stórum, er þetta nú
þegar skáldverk, sem ekki verð-
ur komizt hjá að taka tillit til.
Tjáning þess og boðun, rc sn oa
sköpunarkraftur, örugg m^.un og
efnismeðferð lifandi persónulýs-
ingar, — allt ber þetta vott x’
listgáfu og snilli, er vekur a’’ .a-
un. En af slíkum karli ■ jntir
maður mikils, — og sat'. _.d segja
efast ég ekki um, að hann hefði
getað gert þetta leikrit betur úr
garði, og getur enn. Það mun
verða þýtt og leikið á erl. svið-
um; en áður en það gerist, þarf
höf. að dýpka það, sem enn er
yfirborðskennt, fága og hefla,
leggja smiðshöggið á, svo að
meistarahandbragð megi kallast.
Slysavarnakonur
afhenda SVFÍ
FYRIR skömmu komu þær frú
Guðrún Jónasson ásamt vara-
formanni og gjaldkera Kvenna-
deildarinnar í Reykjavík á skrif-
stofu Slysavarnafélagsins og af-
hentu forseta félagsins kr. 35 þús-
und, sem er hluti af ágóða nýaf-
staðinnar hlutaveltu, sem Kvenna
deildin í Reykjavík hélt af sín-
um alkunna dugnaði og fórnfýsi.
En Kvennadeildin í Reykjavík
hefur, eins og svo margar aðrar
kvennadeildir verið ein styrkasta
stoðin undir starfsemi Slysavarna
félagsins og aflgjafi þess fyrr og
síðar. Munu þeir vera orðnir
margir sem hafa orðið hjálpar
aðnjótandi fyrir óeigingjarnt
starf hinna mörgu kvenna i
kvennadeildum Slysavarnafél.
er hafa lagt á sig mikla vinnu
til að afla tekna til rekstrar
Slysavarnafélagsins, sem eins og
kunnugt er hefur í mörg horn
að líta, bæði á sjó, landi og í lofti