Morgunblaðið - 15.12.1957, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.12.1957, Qupperneq 22
22 MORGVWBLAÐIÐ Sunnudagur 15. des. 1957 1 — Slldveiðimerm Frh. af bls. 16 hefir unnizt tími til að þurrka hana nægilega áður. Að jafnaði veldur það því, að garnið lím- ist saman í snurpubátnum, nót- in verður óklár þegar í sjóinn kernur, kastið mislukkast og nót in stórrifnar oft og tíðum í snurp- ingu. Gengur þetta oft svo til kast eftir kast, svo af hlýzt stór- kostlegt veiðitjón. Smátt og smátt leysist hin blauta tjara úr netinu og kemur því ekki að til- ætluðum notum, sem fúavarnar- efni í garninu, en það atriði er mikilsvert, að svo fari ekki, hvað endingu snertir á nótinni. Ýmsir vildu nú máske segja, að þarna sé um að ræða fyrir- hyggjuleysi útgerðarmanna. En mér er það vel ljóst, að svo er ekki að jafnaði. Ástæðan er venjulega sú, að út- gerðarmenn fá ekki rekstrarlán til síldveiða, fyrr en nokkrum dögum áður en skip þeirra fara á veiðar. Hafa þeir því ekki yfir fjármagni að ráða það snemma, að geta gert ráðstafanir um veið- arfærakaup í tæka tíð. Ýmsir útgerðarmenn spyrja að_ jafnaði hin og þessi netjaverk- stæði, hvað ný herpinót kosti og velja sér þá margir það verk- stæðið, sem býður nótina fyrir lægst verð. I fljótu bragði virð- ist þetta eðlilegt, en oft er það svo, að ekki borgar sig ætíð að kaupa það, sem ódýrast er. Þeir spyrja sjaldan um það, hvaðan netið sé keypt, hverrar tegundar það sé eða hvaða styrkleika það hafi o. s. frv. En garnið er mjög misjafnt að gæðum og styrkleika. Nokkrum sinnum hefi ég beðið hinar ýmsu verksmiðjur um styrkieikaskrá yfir ýmsar garn- tegundir, en aðeins fengið slíka skrá frá einni verksmiðju. Hins vegar hefi ég nokkrum sinnum látið styrkleikaprófa garn frá ýmsum verksmiðjum hjá Fiski- félagi íslands og hefur þá kom- ið í Ijós mjög misjafn styrkleiki á sama garnnúmeri. Samkvæmt þeirri reynslu, hefi ég hagað mér hin síðari ár með innkaup netja- veiðarfæra. Hér að framan minntist eg nokkuð á trú og vantrú á herpi- nótum o. fl. Bæði útgerðarmenn og skipstjórar hafa mismunandi trú á ýmsum netjaverkstæðum. Það virðist koma oft í ljós, að ef þessu eða hinu skipinu í veiði flotanum gengur sérstaklega vel, þá er spurt: Hvaðan hefur þetta skip fengið nótina sína? Jafnoft má ef til vill heyra það gagn- stæða. Ef skipi gengur sérstak- lega illa, þó er varpað fram sömu spurningu. En nú koma staðreynd irnar, sem stangast á, því eitt og sama verkstæðið hefir sett upp nætur á ýmis skip, sumum gengur vel og öðrum illa og þykist eg þekkja það vel til, að þetta á við öll verkstæði landsins. Enda er það svo, að allir, sem búnir eru að starfa um nokkurt árabil að gerð herpinóta, byggja þær í öllum aðalatriðum eins, og eg held því að enginn geti sagc með rökum, að eitt verkstæði sé á því sviði öðru framar. En mann legur breyskleiki á sér þó stund- um stað hjá einstaka mönnum þegar verið er að auglýsa eftir viðskiptum, að þess er um leið getið, að aflahátt skip hafi haft nót, byggða á ákveðnu verkstæði. Slíkar auglýsingar mætti setja í flokk með skrumauglýsingum, sem tíðkast af ýmsu tagi hja kaupsýslumönnum, því þær eiga að gefa til kynna, að öruggt sé um afla í allar nætur frá þess- um aðilum. Eg hefi hér að framan rætt aðallega um gerð nóta úr bómull. Næturnar eru nú orðnar allmiklu stærri en þekktist fyrir 2—3 ár- um. Nú telja flestir skipstjórar, að nótin þurfi ný að vera allt að 220 faðmar á lengd og 44—48 faðmar á dýpt og hafa, að eg hygg, flestar nætur nú í 2 sl. ár, verið byggðar þannig. Óságt læt eg vera, hvort þessi stærð nóta er nauðsynleg. Hitt skal eg benda á, að enn eru ailmörg skip með nætur, sem eru aðeins 170—180 faðmar á lengd og 34—38 faðma djúpar. Sum þessara skipa hafa verið með aflahæstu skipum ag viðkomandi skipstjórar ekki kært sig um aðra stærð. En telja skip- stjórar nokkurt gagn að t. d. hinni miklu dýpt nótarinnar, ef máske aðeins % hlutar henn- ar fá tíma til að sökkva, áðui en hún er snurpuð saman? Eg vil draga það mjög í -efa. Eg hefi orðið þess var, að marg- ir síldveiðimenn halda það, að nótin sé að fullu sokkin, þegar lagningu nótarinnar er lokið, sem eg hefi fengið upplýst, að oft tekur aðeins 3—5 mínútur, og þá venjulega snurpað strax af fullum krafti. Nú er það svo, að ef nótin á að sökkva eins og hún hefur dýpt til, sem er um það bil % af strekktmældu garni, þá getur ekki 48 faðma djúp nót sokkið á jafnskömmum tíma og 36 faðma djúp nót, svo einhverjar tölur séu teknar. Eg hefi fengið óyggjandi upp lýsingar um það, að oft mislukk- ast köst fyrir það eitt, að nótin er máske ekki sokkin nema að hálfu leyti þegar snurpað er. En hvað þetta atriði snertir eins og svo mörg önnur, er mjög misjafnt hvernig veiðimenn haga sér og því hvernig árangurinn verður. Endingu og meðferð nótanna er á margan hátt ábótavant, en út í slíkt skal ekki farið nema að litlu leyti, þar sem svo gæti farið, að talizt gæti áróður. Það er nú orðið sjaldgæft, að útgerðarmenn óski til dæmis eft- ir því að nótin sé þvegin, að vertíð lokinni, áður en hún er þurrkuð, en slíkt er oft nauð- synlegt ef um óhreinindi eða brýlu er að ræða. Þá þekkist ekki nú orðið, nema í sárafáum til- fellum, að nætur séu litaðar eða dampaðar á vertíðinni, en slíkt var algengt fyrir nokkrum ár- um. Það var gert, meðal annars til þess að drepa rotnunarefni, sem í garnið koma á fyrri hluta vertíðar. Þá er það mjög nauð- synlegt að barkarlita næturnar á vorin, áður en vertíð byrjar, ef tjara er orðin lítil í netinu, því það tefur fyrir fúa í garninu. En þarna er um að ræða nokkurn kostnað, sem slíkt hefði í för með sér. En allt það, sem tryggir betri og meiri endingu þessara veiðar- færa, hygg eg að borgi sig, þegar um er að ræða svo dýr veiðar- færi, sem nótin er nú orðin. Þá vil eg með nokkrum orð- um koma inn á herpinætur úr nylon eða öðrum líkum efnum. Það vil eg álíta að eigi að verða framtíðarveiðarfærið, því þá, m. a., verður komizt hjá ýmsum göllum, sem eg hefi áður lýst og bómullarnæturnar hafa í för með sér, svo og til muna minni viðhaldskostnaður o. fl. og á það jafnt við önnur fíngerðari netjaveiðarfæri, svo sem reknet o. fl. Ekki alls fyrir löngu var flutt- ur þáttur í útvarpið um daginn og veginn, en það var að nýaf stöðnum stórbruna á hraðfrysti- húsi. Þá fyrir skömmu hafði einn ig átt sér stað stórbruni á 27 herpinótum á Siglufirði og átti eg von á að þessi sami þáttur kæmi einnig inn á þann bruna. en svo varð ekki. Því finn eg hvöt hjá mér til að minnast á þá alvarlegu hættu, sem af því getur hlotizt ef herpinætur í stór- um stíl brenna, til dæmis ef það ætti sér stað rétt fyrir síldar- vertíðina, sem þá mundi orsaka það, að mörg skip gætu ekki farið á veiðar. Af slíku mundi hljótast tilfinnanlegt tap fyrir þá útgerðarmenn, sem hlut ættu að máli, ef um gott síldarár væri að ræða, svo og stórtjón fyrir þjóð- arheildina. Þetta á að sjálfsögðu við hvers konar brunatjón, sem fyrir kann að koma á ýmiss kon- ar iðnaðarvörum og vinnupláss- um, svo og margs konar fram- leiðslu. Til athugunar fyrir útgerðar- menn, vil eg taka fram, viðkom- andi tryggingum herpinóta, að það er litið svo á, að netjaverk- stæðin beri ábyrgð á nótum, sem þau taka til geymslu, nema því aðeins að viðkomandi útgerðar- manni hafi verið tilkynnt, að nót- in sé á hans ábyrgð og ekki tryggð af viðkomandi verkstæði. úthlutunina á hendi. Uppbóta- og styrkjakerfið, er En slíkar tilkynningar ber að gera með ábyrgðarbréfi eða stað- festu simskeyti, svo komizt verði hjá málþófi eftir á, ef um bruna væri að ræða. Á þetta að sjálf- sögðu við um hverja þá aðra hluti eða vörur, sem eru í um- sjón annarra en eigenda. Séu hins vegar ekki til skýr lagafyrirmæli hvað þetta snertir, þá ber nauð- syn til að þau séu sett af yfir- standandi Alþingi. En hvað má gert verða til þess, að koma í veg fyrir nefnda stór- bruna, sem telja verður líklegt að valda muni hækkandi vá- tryggingariðgjöldum, sem eru þó ærin fyrir. Vafalaust getur margr. komið til, sem skapaði öryggi fyr- ir því og vil eg hér aðeins benda á eitt, en það er að vökumaður sé ætíð á þeim stöðum, þar sem um mikil verðmæti er að ræða. Nokkur orð um útgerð og at- vinnubótfé. . Það hefir mikið verið rætt og ritað um staðbundið atvinnuleysi á ýmsum stöðum vestan-, norð- an- og austanlands sérstaklega og er nú starfandi nefnd manna á vegum þess opinbera, sem köll- uð er atvinnutækjanefnd, að gera tillögur til úrbóta á því sviði og er það vel, ef slíkt kann að bera jákvæðan árangur. En svo virðist, sem að verulegra úr- bóta sé ekki að vænta fyrr en eftir jafnvel nokkur ár, sums staðar að minnsta kosti. En eg tel, að skjótar úrbætur á því sviði séu mjög aðkallandi og því verði að gera bráðabirgða- ráðstafanir á ýmsum stöðum. Nú er það svo, að atvinnubótafé er miðlað til ýmissa staða, sem nú upp á siðkastið eru talin lán og eru þau aðallega veitt til báta- kaupa og fiskvinnslustöðva og þá með það í huga, að slík atvinnu- tæki bæti úr atvinnuástandinu á viðkomandi stöðum. En atvinnu- ástandið batnar lítið, ef svo þessi tæki eru ekki starfrækt nema máske lítinn tíma úr árinu og sum ef til vill alls ekki. Flestallir hinna stærri fiskibáta hér norð- anlands ganga aðeins á vetrar- vertíð sunnanlands og síldveiðar að sumrinu. Þannig eru þeir gerð- ir út að jafnaði um það bil hálft árið. Mun ástæðan sú, að útgerð- armenn telja ekki fjárhagslegan grundvöll til dæmis til línuveiða fyrri hluta vetrar. Frystihús og fiskvinnslustöðvar standa því óstarfrækt, nema að sáralitlu leyti, mikinn hluta úr árinu. Tel eg að á þessu ástandi þurfi að ráða bót hið bráðasta. Mér dettur í hug, hvort ekki geti til greina komið, að veita nefndum fiskibátum nokkurt atvinnubóta- fé, sem styrk til þess að mæta mismuni, er verða kynni á hluta- tryggingu til manna og aflahlut og það miðað við hvern einstak an róður að einhverju leyti, til frekari tryggingar á því, að bát- unum sé róið þegar fært þykir. Eg vil jafnvel álykta, að ef um slík fyrirheit væri að ræða, þá mundu máske færri bátar halda á Suðurlandsvertið, sem misjafn- lega hefur heppnazt hin síðari ár. Enda tel eg nauðsyn bera til, að vetrarvertíð væri reynd hér norðanlands af nokkrum stærri bátum, miðað við þá reynslu, sem fékkst á Húsavíkurbátum sl. vetur. Það væri ekki úr vegi að minn- ast nokkrum orðum á úthlutun á atvinnubótafénu. Það mun vera ríkisstjórn sú, er situr hverju sinni, er úthlutar þessu styrktar- fé til ýmissa staða. Vægast sagt vekur það stund- um viðbjóð, hversu annarleg sjónarmið þeir menn virðast hafa, sem fara með úthlutun þessa,'a hjálparpeninga, ef svo mætti kalla. Sumir staðir, eða öllu held- ur einstaklingar og hlutafélög, verða aðnjótandi svo mörgum hundruðum þúsunda skiptir, en öðrum hliðstæðum sjávarplássum eða einstaklingum þar, er miðl að svo óverulegu, að vart er þiggjandi. Það er haft fyrir satt, að sumum sjávarplássum á Norð- urlandi hafi verið veittir sérstak- ir útgerðarstyrkir, til þess að halda bátum þaðan út að vetrin- um, en öðrum hliðstæðum stöð um synjað. Þannig er valdinu misbeitt á einn eða annan hátt. Það væri fróðlegt, að almenning- ur fengi um það opinbera skýrslu, hvernig atvinnubótamilljónunum hefir verið úthlutað, til dæmis a yfirstandandi ári og hverjir það hafi verið, sem fénu skiptu, eða hvort teningskast hefir ráðið um skiptingu fjárins. Ég vil líta svo á, að á meðan þetta svokallaða atvinnubótafé er til úthlutunar, þá eigi að láta viðkomandi bæjar og sveitar- stjórnir ráðstafa því fé, er við- komandi stöðum væri úthlutað og væri úthlutunin að verulegu leyti miðuð við fólksfjölda og atvinnu- ástand staðanna. En atvinnu- tækjanefnd sú, sem áður var á minnzt, mun nú hafa glöggt yfir- lit yfir það og ætti hún að hafa lit yfir það og ætti hún að hafa úthlutunina á hendi. Uppbóta- og styrkjakerfið, er sumir kalla nýyrðinu hliðarráð- stafanir, er allt byggt á fálm- kenndum og furðulegum útreikn- ingum. Ríkið er farið að fram- færa menn bæði til lands og sjávar og eftir því sem styrkþeg- inn er fjáðari og hefur stærri rekstur, því hærri verður fram- færslustyrkurinn. Það hvarflar þó einstaka sinnum að sumum ráðamönnum þjóðarinnar að út- hluta eftir efnum og ástæðum og ýmis gjöld skulu lögð á eftir efnum og ástæðum. Sumir halda því til dæmis fram, að óþurrka- lánið svokallaða hafi átt að veita eftir efnum og ástæðum, en aðrir leggja til að slík lán eigi með öllu að afskrifa, jafnt hjá ríkum sem fátækum. Nýskeð fékkst samþykki fyrir styrkveitingu til frystihúsa og fiskvinnslustöðva vegna smáfisks kaupa, sem nemur að mig mii \ir kr. 0,26 á hvert kg. fisks slægðs með haus. Sjálfir fiskkaup- endurnir eru hver og einn látnir gefa yfirlit yfir þetta smá- fiskmagn, ef þeir hafa svokölluð vigtarskírteini og var það svo, að þegar þessi tegund styrks kom til, þá þurftu allmargir að útvega sér vigtarvottorð, svo þeir sjálfir gætu vigtað eða áætlað þunga smáfisksins. Virðist þetta mjög einkennilegt fyrirkomulag. Ýmsir útgerðarmenn og fisk- kaupendur telja, að ekkert sam- ræmi sé á verði fisks, sem hraðfrystihúsunum er gert að greiða og þess verðs, sem fáist, sé fiskurinn saltaður. Enda er það svo, að ýmsir keppast nú við að reisa jafnvel milljónabygging- ar, til þess að salta í fisk, hvort sem þeir hinir sömu eiga báta eða ekki. Það er einnig ljóst, að ýmsir vilja ekki selja hraðfrysti- húsunum, hafi þeir aðstöðu til annars. Verður máske þróunin sú, að hin dýru frystihús komi til með að standa óstarfrækt sums staðar fyrir misræmi á fisk- verðinu. Öll þessi framleiðslumál eru svo stórkostleg í þjóðlífi voru, að full ástæða er til þess, að þau séu gaumgæfilega endurskoðuð, af þar til hæfum mönnum, en pólitísk togstreita ekki látin ráða, þegar um slík vandamál er að ræða. í framanrituðu hefi ég komið inn á fleiri mál en ég í upphafi ætlaði mér, en tel þó að slíkt skaði enga lesendur, eða að nokkur muni misvirða það. Kristinn Jónsson, Dalvík. Kom mcð tvo skipsmemi slíssaða PATREKSFIRÐI, 14. des. — Hingað kom í dag þýzkur togari, sem verið hafði að veiðum úti á Halamiðum í stormi. Höfðu tveir skipverjar slasazt. Togarinn heit- ir Euros og er frá Hamborg. Sjór reið yfir skipið er það var að veiðum sem fyrr segir. Maðurinn sem var við togvinduna kastað- ist á borðstokkinn en annar há- seti er stóð við afturgálgann kast aðist aftur fyrir sig á „keysinn". Togarinn hætti þegar veiðum og var siglt af stað hingað inn. Hér á Patreksfirði voru mennirnir báðir lagðir í sjúkrahúsið. Annar þeirra var með brotinn hrygg- tind, en hinn hafði skaddast á höfði, var með reifað höfuð og hafði einnig hlotið slæmt fótbrot um hnélið. Var líðan mannanna eftir atvikum sæmileg. Póstur tefsf Stykkishólmi, 14. des. — TÍÐAR- FAR hefir verið gott hér undan- farið, en um síðustu helgi bró til snjóa og frosta, og tepptist þá veg urinn út í Grundafjörð, en aðrir vegir héldust færir. I dag er ofsa- rok og úrhellisrigning. Skógar- strandarpósturinn, sem var á ferð í dag, hreppti versta veður og var rúmum tveimum klukkustundum iengur á leiðinni en vanalega. Sums staðar komst hann varla ífram vegna storms og hríðar. •— Fréttaritari. Það má með sanni segja að það sé ekki algeng sjón að sjá kýr á beit í snjó um miðjan vetur. — Þetta bar þó fyrir auga myndavélarinnar í Eyja firði fyrir skemmstu. Þarna sézt hvar kýrnar eru að nasla í toppum, sem standa upp úr snjónum. (Ljósm. vig.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.