Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 17. desíímber 1957 MORGTJIKBLAÐIÐ 19 af hálfu Sovétríkjanna. Jafnvel einn hinn mesti sigur nútíma- vísinda — sá, að Sovétríkin sendu upp tvö gervitungl í samræmi við áætlunina um hið alþjóðlega jarðeðlisfræðiár — hefur verið túlkaður sem „hernaðarógnun“. Það er þó alkunna, að Sovétrík- in hafa margsinnis boðizt til að gera um það samning, að bæði langdrægar eldflaugar, kjarna- og vetnissprengjur skuli aldrei notaðar í hernaðarskyni og að sá mikli sigur mannsandans skuli engu þjóna öðru en íriðsamlegri þróun mannfélagsins. Yður er kunnugt um það, herra forsætisráðherra, að vér höfum einnig margsinnis gert tillögur um aðrar ráðstafanir til þess að bæta sambúð allra þjóða og efla frið, jafnframt því að koma á trausti þjóða í milli. Höfum vér sett fram margar ákveðnar til- lögur, sem beinzt hafa að því að takmarka heri og vígbúnað allra stórveldanna og að banna kjarna- og vetnisvopn. Einnig hafa Sovét ríkin einhliða fækkað í her sín- um um nær tvær milljónir manna og horfið frá herbækistöðvum sínum í öðrum löndum. Vér höf- um sett fram tillögur um stofn- un sameiginlegs öryggiskerfis í Evrópu, um afnám Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins, og eftir að vesturveldin höfðu neitað að fallast á þá til- lögu, gerðum vér tillögu um að efna til griðasáttmála milli að- ilja að þessum hernaðarbandalög um. Vér höfum einnig stungið upp á því við stjórn Bandaríkj- anna að gera samning um vin- áttu og gagnkvæmt samstarf. Hefur Sovétstjórnin margsinnis sett fram tillögur í því skyni að auka viðskipti og efnahagsleg samskipti án þess að mismuna nokkrum. En þessar tillögur Sovétstjórn- arinnar í friðarátt hafa ekki hlot- ið stuðning þeirra ríkja, sem fremst standa innan Atlantshafs- bandalagsins. Verða tæplega bornar á það brigður, að nú er komið að æði þýðingarmiklum þáttaskilum í þróun alþjóðamála. Sovétríkin og jafnframt kín verska alþýðulýðveldið og aðrar friði unnandi þjóðir telja, að möguleiki sé til þess að afstýra hernaðarhættunni. Telja þær, að ófriður sé eigi óhjákvæmilegur. Sókn til friðar, til lækkunar spennu þjóða í milli, til afnáms „kalda stríðsins“, til eflingar á trausti milli þjóða fer í vöxt. I þessu sambandi vil ég geta þess, að ákvörðun AI þingis 28. marz 1956 mætti skilningi f Sovétríkjunum. Sú ákvörðun um heimkvaðningu erlends hers af íslenzku Iandi bar þeim áhyggjum vitni, sem Islendingar hafa af örlög- um lands síns. Sovétstjórnin telur nauðsyn bera til þess, f því skyni að tryggja frið og afstýra ófriði, að allar þjóðir skoði vandlega hið raunverulega ástand heimsmál- anna. Þegar þau eru skoðuð í Ijósi þeirrar nauðsynjar að tryggja alþjóðafrið, teljum vér óhjákvæmilegt að gera sér þá raunhæfu staðreynd Ijósa og skýra, að í heiminum búa saman þjóðir með tvenns konar þjóð- skipulagi — kapítölsku og sósí- ölsku. Enginn getur lokað aug- unum fyrir því, að hvers lconar tilraunir til þess að breyta þessu ástandi, hvort heldur með vald- beitingu, til þess að rjúfa ríkj- andi jafnvægi (,,status-quo“), eða til þess að þröngva til breyt- inga á landaskipan, myndu hafa örlagaríkar afleiðjngar. Það er ekki til nema ein stefna, þegar málum er svo háttað, og hún er sú, að stefna markvisst að friðsamlegri sambúð allra þjóða. Með því einu móti verður hægt að tryggja alþjóðafrið og ör yggi. Sovétstjórnin er sannfærð um það, að ef allar þjóðir stefndu að þessu meginmarkmiði — þeirri nauðsyn að varðveita og efla frið- inn — myndu þær ekki fallast á nokkrar ráðstafanir, sem að því beindust að auka ófriðarhættuna. Væri þá hægt að beita sér fyrir umbótum í alþjóðamálum og skapa skilyrði fyrir lausn alþjóð- legra deilumála. Hið þýðingarmesta skref í átt- ina til þess að skapa skilyrði til gagnkvæms trausts og varanlegs friðar þjóða í milli yrði án efa það, ef takast mætti að ná sam- komulagi um afvopnun. Sovét- stjórnin hefur gert og heldur á fram að gera sitt ýtrasta til þess að leysa þetta vandamál. Tillög- ur þær, sem hún hefur sett fram í þessu skyni öðrum þjóðum til athugunar, eru flestum kunnar. Engu að síður hefur afvopnun enn sem komið er verið ófram- kvæmanleg, sakir afstöðu vest- urveldanna. Nú er það alkunna, að sum al- þjóðleg vandamál, þar á meðal afvopnunarmálið, eru svo flókin að þau verða ekki leyst í einu vetfangi, eins og aiþjóðamálum er nú háttað, svo sem reynslan hefur sýnt. Fyrir þvi leggur Sovétstjórnin það til, að reynt verði að leysa vandamál þessi smátt og smátt, stig af stigi. fyrsta áfanga myndi það gagn- gert bæta alþjóðlegt samkomu- lag og vekja traust á samskipt- um þjóða milli, ef þjóðir þær, er hlut eiga að máli, vildu tak- ast þá kvöð á hendur að nota ekki kjarnorkuvopn og að fresta um að minnsta kosti 2 eða 3 ár tilraunum með sprengingar kjarn sprengja. Teljum vér, að hægt myndi að láta samning um bann við slíkum tilraunum ganga í gildi þegar frá 1. janúar 1958. Eins og nú standa sakir myndi það hafa mikla þýðingu, ef stór- veldin féllu frá því að staðsetja hvers konar kjarnvopn í öðrum löndum, þar með auðvitað á Is- landi. Gerir Sovétstjórnin það að tillögu sinni, að Bandaríkin og Bretland semji nú þegar um að staðsetja ekki kjarnvopn af nokkru tagi í Austur- og Vest- ur-Þýzkalandi. Næðist slíkt sam- komulag og semdu Sambandslýð- veldið Þýzkaland og þýzka al- þýðulýðveldið sín á milli um að framleiða ekki kjarnvopn né leyfa staðsetningu þeirra í Þýzka landi, myndu rikisstjórnir Pól- lands og Tékkóslóvakíu, í sam- ræmi við þegar gefnar yfirlýs- ingar þar um, ábyrgjast að fram- leiða ekki kjarnvopn né leyfa staðsetningu þeirra í löndum sín- um. Með þessu móti yrði víð- áttumikið landsvæði með meir en 100 milljónúm íbúa laust við kjarnvopn, en sú staðreynd, að landsvæði þetta liggur í Evrópu miðri, myndi stórlega draga úr hættunni af kjarnorkustyrjöld. Næsta þýðingarmikla skrefið yrði það að efna til griðasátt- mála milli ríkja þeirra, sem eru aðilar að Norður-Atlantshafs- bandalaginu, og þeirra, sem þátt taka í Varsjársamningnum. Gef- ur auga leið, að slík samnings- gerð myndi efla horfurnar fyrir friði að miklum mun. Nauðsyn ber einnig til að gera ráðstafanir til þess að hefta fjandsamlegan áróður í garð ann- arra ríkja. Myndi slíkt með virk- um hætti efla traust milli stór- veldanna. Einnig ber að stöðva allar tegundir styrjaldaráróðurs, sem nú er rekinn í blöðum og um útvarp margra vesturlanda. Sovétstjórnin telur, að með því að framkvæma framangreindar tillögur, sem í einu og öllu eru í samræmi við markmið og ætl- unarverk Sameinuðu þjóðanna og í engu brjóta í bága við öryggi eða hagsmuni nokkurs ríkis, myndi til mikils batnaðar bregða í alþjóðamálum og samskiptum ríkja í milli og það reynast þýð- ingarmikið framlag til eflingar friði um heim allan. Með þessu móti yrði hægt að auka traust milli ríkja og þjóða, en það myndi aftur skapa hagstæðari " skilyrði til lausnar öðrum veiga- miklum vandamálum, en þau eru meðal annars: minnkun herafla, algert bann við kjarnorku- og vetnisvopnum, afnám framleiðslu þeirra og eyðing þeirra birgða, sem safnazt hafa, afnám her stöðva erlendis, heimkvaðning er lendra herja smátt og smátt úr öllum löndum, einnig löndum þeim, sem aðilar eru að NATO og Varsjárbandalaginu, og stofnun sameiginlegs öryggiskerfis í Evrópu og Asíu í stað þeirra hernaðarbandalaga, er nú starfa. Þegar tillit er tekið til þess jákvæða árangurs, sem náðist á ráðstefnunni í Genf sumarið 1955 milli forsætisráðherra stórveld- anna fjögurra, hlýtur að mega álykta, að fundur háttsettra full- trúa kapitalskra og sósíalskra ríkja myndi hafa mikil áhfSf. Nauðsyn ber að sjálfsögðu til, að þátttakendur í slíkum fundi tækju fullt tillit til hins raun- verulega ástands og hefðu full- an hug á að komast að nauðsyn- legu samkomulagi. Sovétstjórnin er reiðubúin til þess að taka af fyllsta skilningi til athugunar þær tillögur, sem önnur lönd kunna að setja fram í því skyni að tryggja alþjóða- frið, einkum friðinn í Norður- Evrópu. Lítur hún með samúð á þær óskir, sem fyrir skemmstu hafa verið fram bornar af nokkr um stjórnmálamönnum Eystra- saltslandanna, að Eystrasalts- og Skandínavíulöndin lýsi því yfir, að þau muni ekki reyna að leysa þau vandamál, er upp kunna að koma þeirra í milli, með vald- beitingu. ★ Niðurlag bréfsins er birt hér að framan, eins og fyrr getur. riðrik í 6. sæti á amðtiniE í Bcsllsas Reshevsky og Gligorie deildu sigri FRIÐRIK ÓLAFSSON varð í 6. sæti á skákmótinu í Dallas. Efstir og jafnir urðu Reshevsky Bandaríkjunum og Gligoric Júgóslavíu með 8'/2 vinning hvor. Næstir og jafnir komu Szabo Ungverjalandi og Larsen Danmörku með 7V2. í 5. sæti varð Yanofsky Kanada með 7 vinninga, 6. Friðrik með GV2, 7. Najdorf Argentínu með 5% vinning og 8. Evans Bandaríkjunum með 5 vinninga. Góð frammistaffa Frammistaða Friðriks verður að teljast mjög góð. Hann og Yanofsky eru einustu þátttakend ur í mótinu sem ekki hafa stór- meistaratign. I annan stað er keppnin svo afar jöfn eins og bezt sést á því að aðeins 2 vinningar skilja 1. og 6. mann. Þar ofan á bætist að Friðrik ásamt þeim Larsen og 'Szabo kemur til þessa móts eftir hörkukeppni í Hol- landi, sem stóð í heilan mánuð og þar átti Friðrik hvað erfiðast- an hlut, þar sem biðskákir hlóð- ust á hann um tíma. í 13. umferð mætti Friðrik Gligoric og tapaði. í síðustu um- ferð mætti hann Szabo og þeir skildu jafnir. í 13. umferð mótsins urðu úr- slit þessi: Gligoric — Friðrik 1:0 Evans — Reshevsky Vz: V2 Larsen — Szabo Njadorf — Yanofsky f 14. umferð urðu úrslit þessi: Friðrik — Szabo Vz: Vz Larsen — Reshevsky V2: V2 Evans — Njadorf Yanofsky — Gligoric V2: V2 LokaB í dag frá kl. 12—14,30 vegna jarðarfarar Dr. Ólafs Daníelssonar Sjóvátryggingafélag íslands H.f. Ingólfsstræti 5 farðarför mannsins míns og föður okkar, JÓNS JÓHANNESSONAR, oifreiðarstjóra, fer fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 19 p. m. — Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hins látna Laugateig 17, kl. 1 e. h. Anna Benediktsdóttir, Sæmundur R. Jónsson, Loftur H. Jónsson. Móðir mín, GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR, andaðist 15. des. 1957. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju laugardaginn þann 21. des. kl. 10,30 f. h. Fyrir hönd aðstandenda. Ólafur Geirsson. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, ÁRNA EINARSSONAR, caupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 18. ?. m. kl. 2 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. — Þeir, sem vildu heiðra minningu hins látna, eru vinsam- lega beðnir að muna eftir Styrktar- og sjúkrasjóði verzlun- armanna. — Vigdís Kristjánsdóttir, Sigríffur B. Árnadóttir, Egill Árnason. Hér með tilkynnist að maðurinn minn, ELÍAS JÓNSSON, bóndi, Hallbjarnareyri, verður jarðsunginn miðvikudaginn 18. des. kl. 10,30 f. h. frá Fossvogskápellu. — Jarðarförinni ærður útv'arpað. Jensína Bjarnadóttir. Maðurinn minn, GUÐMUNDUR KJARTANSSON, frá Ytri Skógum, andaðist sunnudaginn 15. des. Margrét Bárffardóttir. Hjartanlegt þakklæti vottum við öllum þeim vinum og vandamönnum, sem með einum eða öðrum hætti sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför, BJARNA HALLDÓRSSONAR, yngra, frá Króki. Foreldrar, unnusta og systkini. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð við andlát og útför, ÞURÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR, frá Útgörðum, Stokkseyri. — Hjartans þakkir til allra, sem hjúkruðu henni og voru henni góðir á Elliheimilinu Grund. Guffrún Sæmundsdóttir, Gísli Markússon. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og fósturmóður, GUÐBJARGAR SÍMONARDÓTTUR, Njálsgötu 74. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Jón Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, SÓLVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR Arndís Helgadóttir, Ársæll Brynjólfsson, Jón Helgason, Margrét Kristjánsdóttir, Kristín Nielsen, Erling Nielsen, Guðrún Helgadóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarðarför systur okkar, SVEINBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Votmúla. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.