Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. desem’oer 1957 — Bréf Bulganins Frh. af bls. 1 vorra fyrir sakir misskilnings eða ágreinings. Sovétstjórnin get ur fyrir sitt leyti fullvissað ís- ienzku rikisstjórnina og íslend- inga um, að Sovétríkin hafa jafn- an stefnt að því að viðhalda vin- samlegum samskiptum við fs- land. Oss er ánægja að því, að hagstæð og gagnkvæm viðskipta- tengsl milli Sovétríkjanna og fs- lands hafa orðið traustari á und- anförnum árum. Viðskiptamagn landanna hefur aukizt verulega. Hefur Sovétstjórnin jafnan vilj- að mæta fslendingum á miðri leið, að því er varðar þróun verzl unarviðskipta, enda tekið fram af hálfu íslendinga, að þau hafi mikla fjárhagsþýðingu fyrir land yðar. Sovétríkin stefna að frekari þróun vinsamlegra skipta við fs- land og önnur lönd á grundvelli jafnréttis, virðingar fyrir full- veldi annarra og íhlutunarleysis um innanlandsmál. Er það skoðun vor, að sú aukning verzlunarviðskipta milli Sovétríkjanna og Is- lands, sem orðið hefur á und- anförnum árum, skapi hag- stæð skilyrði fyrir því, að vel megi takast um samskipti þjóðanna á öðrum vettvangi jafnframt. Teljum vér, að framþróun samskipta vorra á öllum sviðum geti orðið bæði Sovétþjóðunum og ís- lendingum til hlessunar, treysti vinabönd þeirra og efli þar með málstað friðar með- al allra þjóða heims. Ég leyfi mér, herra forsætis- ráðherra, að láta þá von í Ijós, að ríkisstjórn íslands muni ger- hugsa þau sjónarmið, sem fram eru sett í þessu bréfi. Það er sann færing vor, að allar þjóðir, stórar sem smáar, geti með virkum hætti lagt sitt af mörkum til þess að lægja þá spennu, sem nú ríkir þjóða i milli, og til þess að efla frið. Fyrir sitt leyti mun Sovétstjórn in reiðubúin til þess að athuga j vandlega álit það og tillögur, sem ! ríkisstjórn fslands telur sér bera 1 að leggja fyrir stjórn Sovétríkj- anna. Yðar einlægur N. Bulganin“. Herra Hermann Jónasson, forsætisráðherra íslands, Reykjavík. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 16. des. 1957. ★ Annað efni bréfsins er svo- hljóðandi: „Kæri herra forsætisráðherra. Sovétstjórnin hefur fyrir skemmstu tekizt á hendur gagn- gera rannsókn á ástandi og horf- um í alþjóðasamskiptum. Höfum vér þungar áhyggjur af þróun al- þjóðamála og teljum nauðsyn bera til að vekja athygli íslenzku ríkisstjórnarinnar á sjónarmið- um vorum með tilliti til þeirra ráðstafana, er nauðsyn býður að gera án tafar í því skyni að koma í veg fyrir, að sambúð þjóða í milli verði enn stirðari en orðið er. Það er örugg sannfæring vor, að engin ríkisstjórn getur talið ! sig lausa við ábyrgð, hvorki á 1 örlögum þjóðar sinnar né heldur á friði um heim allan, og getur því ekki látið sig litlu skipta hið alvarlega ástand, sem nú ríkir, og vaxandi ófriðarhættu. Færi svo, að ný heimsstyrjöld brytist út til bölvunar öllu mannkyni, þá er það víst, að ekkert ríki, stórt né smátt, getur talið sig öruggt. í þessu sambandi fer ekki hjá því, að vér hljótum að líta það alvarlegum augum, að á fundi þeim, sem Norður-Atlantshafs- bandalagið (NATO), sem fsland «r einnig aðili að, hefur boðað til í desember, er ætlunin að ræða tiltækileg ráð til þess að herða enn á vígbúnaðarkapphlaupinu og gera drög að hernaðaráætlun- um, þar sem gert er ráð fyrir notkun kjarnorku- og vetnis- vopna. Ennfremur mun ætlunin að koma upp herstöðvum í nokkrum NATO-ríkjanna til geymslu og sendingar eldflauga. Þá mun einnig hugað á að leggja meiri áherzlu á hervæð- ingu Vestur-Þýzkalands og að notfæra hernaðar- og iðnaðar- Kaupið þessa óvenjulegu skáldsögu áður en það verður um seinanf og þér hafið eignazf bókr sem þér munuð lesa off og HVAÐ SEGJA MENH UM HINA NÝJU SKÁLD- SÖGU 10FTS GUDMUNDSSONAR JÓIMSMESSUNÆTUR Martröð Á FJALLIIVU HELGA morgum sinnum og hafa æ meira gaman og gagn af. Gefið vinum yðarr heima og erlendis hana í jólagjöf, og þeir munu verða yður æ þakkláfari fyrir eftir því sem þeir lesa hana oftar. BÓKAFORLAG ODDS BJÖREUSSOIUAR SÉRA BENJAMÍN KRISTJÁNS- son í íslendingi: KRISTMANN GUÐMUNDSSON í Morgunblaðinu: . . . ein af allra skemmtilegustu skáldsögum, er skrifuð hefur verið á íslandi . . . frumleg að gerð og merkileg að efni . . . Skáldsaga Lofts Guðmundsson- ar boðar nýja tíma og meiri djúp- sýn í skáldskapnum. ÞORSTEINN JÓNATANSSON í Verkamanninum: Bókin er bráðskemmtileg við fyrsta lestur, en ber þó greini- lega þau einkenni góðrar bókar, að hún muni reynast því betur, sem hún er lesin oftar. Hún mun því verða varanleg eign hverj- um þeim, sem hana eignast . . . HELGI VAUTÝSSON í Degi: Þetta er furðulegasta saga, sem skráð hefur verið á vora tungu! Og hana þarf að tví- og þrílesa eða helzt oftar. — Og í hvert skipti mun birta yfir henni. — Jónsmessunæturmartröð á Fjall- inu helga er glæsileg bók, 290 bls. í stóru broti, og prýðilega vönduð að öllum frágangi. Hún er heilsusamlegur lestur þrosk- uðum unglingum og öllu hugs- andi fólki, og því tilvalin jóla- gjöf á vetrar-jólum. — En í sögunni eru einnig jól um há- sumarið! — En þau eru af öðru tagi! V.S.V. í AlþýWublaðinu: Það verð ég að segja, að þetta er ein furðulegasta skáldsaga, sem ég hef lesið eða nokkurn tima heyrt um. Bókin er efnisrík, og skáldið fer víða hamförum . .. Þegar á allt er litið, verður að telja útkomu sög- unnar merkisviðburð á bók- menntasviðinu. BRAGI SIGURJÓNSSON í Alþyðumanninum: Það hefur verið sagt um Martröð Lofts, að hún eigi sér enga hlið- stæðu í íslenzkri bókmenntasögu. Þetta er rétt. Segja má kannske, að hún sé kvistur á sama tré og Heljarslóðarorrusta Gröndals, en það skilur þó mjög á milli, hve ádeilan hjá Lofti er augljósari og beinskeyttari . . . .... ætti ég að nefna einn einstakan kafla bókarinnar, sem ósvikið púður frá fyrsta orði til hins síðasta, mundi ég nefna kaflann 62, þar sem svo miskunn- arlaust og nakið, en þó skemmti- lega einfalt er gert gys að kalda stríðs karpi stórveldanna. Það væri held ég heillaráð að snara honum á ensku og senda Sameinuðu þjóðunum hann til yfirlestrar og áminningar fyrir hvern dagfund sinn. HELGI SÆMUNDSSON í Alþýöublaðinu: Svona skrifar enginn nema Loft- ur. Handbragð listamannsins dylst heldur ekki . . . Samtölin hitta í mark, eins og þetta sé skotkeppni . . . Sagan skipar honum á bekk með þeim rithöf- undum, sem kunna og þora að taka á hlutunum. mátt þess til hins ýtrasta í þágu hernaðarmarkmiða NATO’s. „Kenning" sú um, að NATO- löndin skuli „hvert öðru gagn- kvæmt háð“, sem ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa nýlega sett fram, þjónar einnig áætlunum um ófriðarundirbún- ing. Lýsir „kenning“ þessi þeirri fyrirætlun, að hagnýta allan hern aðarmátt, vísindaþekkingu, fjár- hagsgetu og mannafla þessara landa í því skyni að herða á víg- búnaðarkapphlaupinu og aukn- um ófriðarundirbúningi með notk un kjarnvopna. Leikur tæpast á því vafi, að framkvæmd slíkrar „kenningar" er gersamlega and- stæð þjóðarhagsmunum margra landa, einnig íslands. Þá hljóta og fyrirætlanir um sameiningu á hernaðar- og stjórn málabandalögum þeim, sem fyrir hendi eru í ýmsum hlutum heims — NATO, SEATO og Bagdad- bandalaginu — með einum eða öðrum hætti, að vekja alvarleg- ar áhyggjur. Myndi slík sam- eining ná til margra landa í Evrópu, Asíu og öðrum heims- álfum og grafa undan öllu starfi sameinuðu þjóðanna, með því að verulegur hluti aðildarríkja þeirra ætti óhægt með að ræða vandamál á vettvangi S.Þ. af ó- hlutdrægni og rökhygli, þar eð meðlimir og aðilar hinna sam- einuðu hernaðar- og stjórnmála- bandalaga væru fyrirfram bundn ir tilteknum hernaðar- og stjórn- málaskyldum, bæði sín í milli og allir sameiginlega — gagnvart öðrum þjóðum. Samtök Sameinuðu þjóðanna myndu með þessu móti vera svipt möguleikum til þess að inna með eðlilegum hætti af höndum skyld- ur sínar, svo sem ráð er fyrir gert í stofnskrá þeirra. Oss er ekki mögulegt að loka augunum fyrir þvi, að undanfarið hafa Bandaríkin stefnt að því að færa út herstöðva- og vígbúnað- arkerfi sitt í öðrum löndum. Er enginn vafi á því, að þau hafa komið upp sumum slíkra bæki- stöðva fjarri eigin landi í því skyni að hafa þær sem lengst í burtu frá helztu og veigamestu miðstöðvum Bandaríkjanna. Þessu samfara er verið að reyna að lýsa herbækistöðvum erlendis svo sem þær séu nokkurs konar „óvinnanleg brynja“ og látið í það skína, að þær geti forðað þessum löndum frá ógnum nú- tíma styrjaldar. Ég tel það víst, herra for- sætisráðherra, að þér munuð vera mér sammála um það, að ef árásarríki skyldi not- færa sér bækistöðvar erlendis, þá er á tímum kjarnorku- og eldflaugavopna ekkert öi'yggi gagnvart því, að lönd sem leyft hafa afnot slíkra bæki- stöðva sæti hættu af óhjá- kvæmilegri gagnárás með kjarnvopnum með þeim ógn- um, sem af henni leiða. Nú er mikil áherzla lögð á þann möguleika meðal hernaðar- fræðinga á vesturlöndum, að upp kunni að koma „staðbundnar“ eða „smáar“ styrjaldir, þar sem not- uð yrðu hin svonefndu „taktísku kjarnvopn". Það væri þó háska- leg blekking að ímynda sér, að nú á tímum yrði hægt að tak- marka styrjöld við tiltekið svæði. Hafi báðar heimsstyrjaldirnar hafizt með staðbundnum hernað- araðgerðum, þá er enn síður á- stæða til að ætla, að með þróun hertækninnar verði hægt að koma í veg fyrir, að hernaðar- svæðin breiðist út. Þarf hér raun- ar ekki annað en hugleiða það, að tugir þjóða í ýmsum hlutum heims eru bundnar í hernaðar- samtök, sem samsvara hvert öðru og eru tengd ákveðnum ábyrgð- um. Þær ráðstafanir NATO’s, sem beinast að því að herða á víg- búnaðarkapphlaupi og ófriðar- undirbúningi, eru gerðar í and- rúmslofti tilbúinnar taugaveikl- - unar og ótta við meinta „ógnun**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 287. tölublað (17.12.1957)
https://timarit.is/issue/110513

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

287. tölublað (17.12.1957)

Aðgerðir: