Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. desember 1957
MORCTJN RLAÐIÐ
3
Kvikm yndirnar hamla
gegn áfengisneyzlu
Frá umrœðum á ASþingi í goer
Á FUNDI í neðri deild Al-
þingis í gær fylgdi Bjarni
Benediktsson úr hlaði frum-
vörpum þeim, sem hann flyt-
ur um fjöröflun til menning-
arsjóðs. Leggur hann til, að
sjóðurinn fái 3% af hreinum
ágóða Áfengisverzlunar ríkis-
ins en fellt verði niður gjald
það, sem nú er lagt á aðgöngu-
miða að kvikmyndahúsum og
dansleikum.
Ný fjáröflunaraðferð
í framsöguræðu sinni sagði
Bjarni Benediktsson m. a.:
Á síðasta þingi var samþykkt
löggjöf um auknar fjárveitingar
til menningarmála, æðri vís
inda, menntamálaráðs o. fl. Um
nauðsyn þessarar löggjafar er
ekki deilt, en frumv. þau, sem
hér liggja fyrir, eru hins vegar
flutt til að fá tekna upp nýja
aðferð við að afla þess fjár, sem
hér er um að ræða.
í fyrra varð ofan á sú tillaga,
sem mér er ekki grunlaust um
að sé runnin frá Eysteini Jóns-
syni fjármálaráðherra, að taka
skuli 2 kr. af hverjum aðgöngu-
miða að dansleik og 1 kr. af
hverjum miða að kvikmynda-
sýningu. Fyrsta tillagan um mál-
ið gerði hins vegar ráð fyrir,
að gjald yrði tekið af áfengissölu
í þessu sambandi.
Röng aðfeiö við fjáröflun
Það hefur oftar komið til tals
að leggja skatt á kvikmynda-
húsamiða til að afla fjár til til-
tekinna menningarmála. Ýmsir
lögðu t. d. eindregið til, að það
yrði gert til að fá fé til sinfóníu-
hljómsveitar. Ég er og hef verið
þeirrar skoðunar, að slíkan skatt
eigi ekki að leggja á miða aö
kvikmyndasýningum. Hann mun
valda því, að sú starfsemi verð-
ur óvinsæl, sem skattgjaldsins
nýtur og skattheimtan byggist á
vanmati á því, hversu mikilvæg-
ur þáttur í hollu skemmtanalii'i
kvikmyndirnar eru.
Kvikmyndir og drykkjuskapur.
Það er mikill misskilningur,
sem fram kom á Alþingi nýlega,
að kvikmyndirnar eigi þátt í
auknum drykkjuskap. Ég og aðr-
ir, sem vel þekkja til í Reykja-
vík, vita þó, að kvikmyndir eru
holl og góð skemmtun og eiga
drýgsta þáttinn í að halda ungl
ingunum frá þeim skemmtunum.
sem leiða beint til áfengisneyzlu.
Það má segja, að kvikmyndir
eigi ekki saman nema nafnið.
Það gildir líka um bækur og ann
að, sem þykir hollt. Aðalatriðið
er, að iðjuleysið er upphaf all
ills. Þegar unglingarnir þvælast
á götum, sjoppum og dansleik-
um, er viðbúið, að þeir lendi
óreglu.
Er ég var dómsmálaráðherra
kom það fyrir af tilviljun, að
yfirheyra þurfti þá, sem sátu
tiltölulega saklausri kaffistofu
síðari hluta laugardags. Þar var
bannað að viðlagðri refsingu að
hafa vín um hönd, en þó kom
í ljós, að hér um bil allir, sem
þar sátu þennan dag voru undir
áhrifum áfengis.
Taka á af áfengisgróðanum
Ég hef hins vegar aldrei til
þess vitað, að menn hafi verið
ölvaðir í kvikmyndahúsum. Kem
ur það af því, að menn hafa þá
enga ánægju af myndinni. Má
því ljóst vera, að kvikmyndasýn
ingar eru raunsæ leið til að
stemma stigu við óreglu. Skiptír
miklu, að þeim sé ekki íþyngt
með sköttum. Gróði ríkisins af
áfengissölunni er hins vegar svc
mikill, að sáralitlu munar, þó að
af honum verði tekið það, sem
hér er farið fram á. Er það ekki
„Tíminn" gefur verka-
mönnum ráðleggingar
nema lítið brot af því, sem gróð
inn hefur í stjórnartíð Eysteins
Jónssonar farið fram úr þeirri
upphæð, sem gert hefur verið ráð
fyrir í fjárlögum hverju sinni.
Það er von mín, að mál þetta
verði ekki gert að flokksmáli.
Verði samþykkt þess hindruð nú,
mun það síðar ná fram að ganga
Menntamálaráðherra yrði maður
að meiri, ef hann vinnur nú að
því að málið nái fram að ganga,
en lætur það ekki bíða þess tíma,
er völd hans verða minni en nú
er.
Svör menntamálaráðherra
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra tók næstur til máls.
Hann sagði m. a., að yrði fé tek-
ið eins og lagt er til í frumvarp-
inu af nettótekjum áfengisverzl-
unarinnar, jafngilti það því, að
það kæmi úr ríkissjóði, þar sem
hagnaður verzlunarinnar væri nú
einn af mikilvægustu tekjustofn-
um hans. Um beinar fjárveiting-
ar til þessara mála hefði hins
vegar aldrei náðst samkomulag
til þessa.
Þá sagði ráðherrann, að kvik-
myndir væru vissulega mikilvæg-
ur þáttur í skemmtanalífinu
Hins vegar væri skattur á þeim
lægri hér en í nágramialöndun-
um og því hefði ekki þótt athuga-
vert að leggja á það gjald, sem
ákveðið var í fyrra.
Að ræðu Gylfa lokinni vax'
umræðunni frestað.
EINS og kunnugt er, vill
flokkskiíka Framsóknar-
manna hér í Reykjavík,
að kommúnistum verði
ekki veitt viðnám í verka
lýðsfélögunum. Þessi
flokksklíka vill ekki
styðja það samstarf lýð-
ræðissinna innan verka-
lýðsfélasanna, sem nú er
fyrir höndum um að
Framboðslisii
Slálfstæðismanna
í Eyjum
VESTMANNAEYJUM, 16. des. —•
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
lagt fram framboðslista sinn við
væntanlegar bæjarstjórnarkosn-
ingar og eru þessir menn aðal-
menn listans: Ársæll Sveinsson,
forseti bæjarstjórnar, Guðlaug-
ur Gíslason bæjarstjóri, Sighvat-
ur Bjarnason skipstjóri, Pálx
Scheving vélstjóri, Jón Sigurðs-
son hafnsögumaður, Sigfús J.
Johnsen kennari, frú Þóra Frið-
riksdóttir, Torfi Jóhannesson
bæjarfógeti og Bergsteinn Jónas-
son hafnarvörður.
— Bj. Guðm.
&TAKSTEINAR
Kommar skamma
,,Þjóðvörn“.
Blað Þjóðvarnarmanna hefnr
undanfarið deilt harðlega i
kommúnista fyrir svik þeirra í
„hernámsmálunum“. Eru komm-
ar nú greinilega orðnir smeykir
við þetta nudd í „Þjóðvörn“ litlu.
Ræðst „Þjóðviljinn“ allharkalega
á hana sl. sunnudag í forystu-
grein sinni. Krefst hann nú „sam-
stöðu gegn herstöðvahættunni“.
En hvað er þetta, ríkir ekki sam
staða milli stjórnarflokkanna um
afstöðuna í varnarmálunum? Ber
ekki öll ríkisstjórnin ábyrgð á
því að samið var um áframhald-
óbreyttir Framsóknarmenn muni j and- dyöl vamarliðsins á |siandi
ekki hlyða fynrskipunum flokks-
hamla á móti kommún-
istum innan samtaka
verkalýðs og launþega.
Sl. sunnudag sendi Tíminn út
„aðvörun“ til verkamanna, sem
var á þá lund, að Tíminn „var-
aði alla einlæga verkalýðssinna
við því að hafa samstarf við er-
mdreka Sjálfstæðisflokksins í
verkalýðsfélögunum". Sjálfstæð-
ismenn í verkalýðsfélögunum
hafa tekið höndum saman við
aðra lýðræðissinna um sameigin-
lega afstöðu við stjórnarkosning-
ar í félögunum, sem nú fara í
hönd, en Tíminn er einmitt að
„vara við“ þátttöku Sjálfstæðis-
manna í slíku samstarfi. Þá má
telja nokkurn veginn fullvíst, að
Hœppadiættislán Flagfélagsins
LAGT liefur verið fram stjórnar-
frumvarp uin liappdrætti í sam-
bandi við skuldabréfalún Flugfó-
lags íslands. Segir þar, að félag-
inu slxuli veitt lieimild til að hafa
happdrætti í sambandi við útgúfu
skuhhibréfa, sem það hyggst seljn
innanlands. Ætlar féhsgið að gefa
ii l 100 kr. skuldabré- með 5%
ársvöxtum lil 6 úra. Verður lieild-
aruppliæð hréfanna 10 n illj. kr.
Greiðast þau eftir 6 úr í einu Iagi.
Á hverju vori þangað til, verður
dregið um vinninga, alls að upp-
hæð 300 þús. krónur ú úri. Vinn-
ingarnir verða flugfarseðlar eða af-
slúttiir af farseðlum.
1 greinargerð segir að kostnað-
ur við kaup á nýjum millilanda-
vélum Flugfélagsins á s.l. vori hafi
verið um 48 millj. kr., og hafi ver-
ið tekin lán að upphæð 33 millj.
kr. erlendis í því sambandi. Ætl-
unin hafi verið að selja nokkrar
af eldri vélum félagsins til að
klíkunnar um að hjálpa komm-
únistum, heldur ganga til sam-
starfs gegn kommúnistum með
öðrum andstæðingum þeirra.
Það fyrirbæri, að „flokkur
bændanna“ á nú að ganga fram
við hlið kommúnista innan
samtaka launþega og verkalýðs,
er einn þátturinn í kaupskap
Hermanns Jónassonar og komm-
únista. Framsóknarbroddarnir
hafa lofað að styðja kommúnista
í verkalýðsfélögunum og af
því er ,aðvörun‘ Tímans til verka-
manna sprottin.
Lúcíuhátíð tslenzk-
það þyki nú ekki hagkvæmt og því
muni félagið hjóða út skuldabréfa
lán það, sem að framan getur.
Frumvarp þetta var tekið fyrir
á þremur fundum í efri deild í
gær og afgreitt til neðri deildar.
Bátur kcyptur
til Olafsvíkur
ÓLAFSVÍK, 16. des.: — 1 ofsa-
veðri á laugardaginn, tók hér
heimahöfn, í fyrsta skipti, vélbát-
urinn Þorsteinn, sem Hraðfrysti-
hús Ólafsvíkur festi fyrir nokkru
kaup á norður á Siglufirði. — Er
þetta fjórði bátur hraðfrystihúss-
ins, 53 tonna bátur, 13 ára, með
nýrri vél. Skipstjóri á bátnum er
Jón Magnússon frá Patreksfirði.
Lætur hann vel yfir Vátnum, sem
hreppti hið versta veður 'á leiðinni
af norðan. Alls verða nú gerðir
greiða hluta af kaupverðinu, en I héðan út, 12 bátar. — Bjarni.
Er belra að kjésa bæjarsfjérnir í júníi
Á FUNDI í neSri deild Alþingis í
gter fór frum 1. umr. um frum-
varp Jóns Púlmasonar um breyt-
ingar ú lagaúkvæðunum um kjör-
skrúr við sveitarstjórnarkosningar.
Eins og rakið var í Mbl. í fyrra-
dag, er efni frumv. þaS, aS koma
í veg fyrir að menn missi atkva-ö-
isrétt eins og nú er, ef þeir flytjast
úr sveit i kaupstað eða kauplún
úrið úður en 'xosið er.
Jón Pálmason fylgdi frumvarp
inu úr hlaði. Hann minnti á, að
við kosningar þær, sem fara fram
nú í janúar, yrði kosið eftir kjör-
skrám, er gerðar voru eftir mann-
tali 1. desemher 1956. Þeir, sem
flutzt hefðu í bæi og þorp eftir
þann tíma, fengju ekki að kjósa
þar. Þeir fengju ekki heldur að
kjósa í sinni fyrri heimilissveit,
þegar hreppsnefndir verða kjörn-
ar þar í júní n.k., þar sem þá
verður gengin í gildi kjörskrá, sam
in eftir manntalinu 1. desember
þessa árs. Vill Jón lúla semja kjör-
skrúr í desember ár hvert, en gera
sérstakar uukakjörskrár til að
bæta úr þessu misrétti í sambandi
við kosningarnar nú í janúar.
Púll Þorsteinsson rakti þau
kvæði um kjörskrár, sem nú gilda.
Hann kvað rétt vera, að um mik-
ið misrétti væri að ræða að því er
varðar það atriði, sem Jón Pálma-
son vill bæta úr. Hins vegar taldi
hann tormerki á framkvæmd til-
lagna hans, einkum þar sem tími
væri ekki i.ægur skv. þeim til að
ganga tryggilega frá kjörskrám.
Taldi Páll vænlegra til árangurs,
að hafa kosningar í þéttbýlinu
ekki í janúar heldur annaðhvort
í júnílok eða í marz eða apríl.
Jón Púlmason taldi að unnt ætti
að vera að ganga nægilega
snemma frá kjörskrám, þc að þær
væru samdar í desember. Hins veg
ar kvaðst hann telja það aðalatrið-
ið, að hót yrði ráðin, nú þegar,
á misrétti því, er hann vill leið-
rétta. Kæmi tillaga Pál Þorsteins
sonar um flutning kjördags við
bæjarstjórnarkosningar og hrepps
nefndarkosningar í þorpum vel til
álita í því sambandi.
Frumv. var vísað til 2. umræðu
og nefndar.
ÍSLENZK-SÆNSKA féiagið hélt
hina árlegu Lúcíuhátíð í Þjóð-
leikhúskjallaranum föstudaginn
13. desember. Formaður félags-
ins, Guðlaugur Rósinkranz. þjóð-
leikhússtjóri, bauð gesti vel-
komna, en ræðu flutti Gunnar
Rocksén, ræðismaður. Ræddi
hann um sænsk-íslenzka sam-
vinnu, en hann er þeim málum
manna kunnugastur, þar eð hann
hefur unnið hér í þágu slíkrar
samvinnu, síðan 1930. Var ræða
hans hin skörulegasta. — Krist-
inn Hallsson, óperusöngvari.
söng með ágætum Bellmans-
söngva með undirleik dr. V.
Urbancic. Síðan sungu Lúcía og
þernur hennar söngva sína, en
Lúcía var ungfrú Sigríður Geirs-
dóttir. Sýnd var kvikmynd af
sænsku jólahaldi og síðan var
getraunaþáttur samantekinn af
Bo Almquist og Sigurði Þórarins-
syni, og skyldi þar könnuð þekk-
ing gestanna á Svíþjóð og sænsk
um bókmenntum. Sigurvegari
varð frú Kerstin Vilhjálmsson
Að lokum var dans stiginn af
miklu fjöri, einkum þá er stignir
voru sænskir þjóðdansar og sá
lystilegi dans, sem nefnist hambo.
Fjölmenni var á samkomunni.
fyrir rúmu ári síðan, ráðherrar
kommúnista líka?
Vissulega. En „Þjóðviljinn“
heimtar „samstöðu“ við Þjóðvörn
einnig, um Það að svíkja allar
fyrri yfirlýsingar um afstöðuna
til dvalar varnarliðsins.!! Er nú
eftir að sjá, hverjar undirtektir
Þjóðvarnarmanna verða.
Lán og landvarnir.
Eysteinn Jónsson lagði mikið
kapp á það í fjárlagaumræðun-
um á Alþingi fyrir síðustu helgi
að hreinsa sig af öllu samandi
milli erlendra lántaka og
áframhaldandi dvalar varnarliðs-
ins í landinu. En honum gekk
þetta illa. Sætir það engri furðu.
Hvert mannsbarn á íslandi veit
að lánið sem Bandaríkin veittu
íslandi fyrir jólin í fyrra var
lirein borgun fyrir snúning
vinstri stjórnarinnar í varnar-
málunum. Var því líka lýst yfir
í fullri hreinskilni af einum
stjórnarflokknum, að svo væri.
Blað kommúnista skýrði margoft
frá þessu í dcsember í fyrra. Það
gekk meira segja svo langt að
tala um „30 silfurpeninga“ í
þessu sambandi. Hlýtur það að
hafa verið leiðinlegt fyrir Eystein
að fá slíka nafngift á 65 millj. kr.
lánið, sem veitt var úr „sérstök-
um sjóði“, sem forseti Bandaríkj-
anna hefur yfir að ráða og getur
gripið til þegar þörf er ráðstaf-
ana til þess að treysta öryggi
þeirra.
Létu kaupa sig frá sam-
þykktinni 28. márz
Það liggur þannig fyrir sannaS
og viðurkennt af sjálfum þátt-
takendum vinstri stjórnarinnar,
að þeir hafi látið kaupa sig til
þess að ógilda hina frægu sam-
þykkt frá 28 marz 1956.
Sú samþykkt er nú endanlega
úr sögunni, eins og Áki Jakobs-
son vakti réttilega athygli á eftir
að samið hafði verið um áfram-
haldandi dvöl hersins hér á landi.
Það er því hreinn skrípaleikur
þegar Tíminn og Þjóðviljinn eru
að tala um þessa samþykkt, sem
lifandi bókstaf sem sé ennþá í
fullu gildi. Það er ekki einn staf-
ur af þeirri viljayfirlýsingu, að
herinn skuli rekinn í burtu af
íslandi, á Iífi. Vinstri stjórnin er
búin að semja um áframhaldandi
dvöl hersins um óákveðinn tíma.
Kommúnistar hafa tekið þátt í
þessum samningum. Yfir það geta
þeir ekki breitt. Þess vegna getur
enginn vitiborinn maður tekið
minnsta mark á þeim þegar þeir
heimta „samstöðu gegn herstöðva
hættunni“ af Þjóðvarnarmönnum
eða öðrum.
Vinstri stjórnin situr uppi með
þá smán að hafa gert varnir fs-
lands að verzlunarvöru. Mun sú
skömm hennar lengi verða uppi.