Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1957, Blaðsíða 1
20 siður SOVETSTJÖRIMIIM villAbyrgj- AST ORYGGI ISLAIMDS Ákvörðun Alþingis 28. marz 1956 mætti skilningi í Sovétríkjunum66 Bréf Bulganins fil Her< manns Jónassonar UM HELGINA afhenti Pa- vel K. Ermoshin, sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni er gegnir störf um utanríkisráðherra, bréf frá N. Bulganin, forsætisráð- 'herra Sovétríkjanna, stílað til Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra. Fer efni bréfsins hér á eftir, en Mbl. lætur síðarihluta bréfsins, sem fjallar um ísland, koma á undan: Með því að ríkisstjórn Sovétríkjanna er það mjög í mun að efla friðinn í Norður- Evrópu, myndi hún vera reiðu búin til þess að styðja tillög- ur, er fram kynnu að vera bornar í því skyni að ábyrgj- ast öryggi Islands, til dæmis í formi tryggðs hlutleysis þess, þar sem einkum væri gert ráð fyrir því, að á land- inu yrðu engar erlendar her- stöðvar, heldur ekki flugbæki- stöðvar. Að því er beinlínis varðar samskipti Sovétríkjanna og ís- lands, er mér ánægja að því, herra forsætisráðherra, að taka það fram, að aldrei hefur borið neinn skugga á sambúð landa Framh. á bls. 18 Eysfeiitn fæsl ekki fil að svara í hverra umboði íslenzku ráðherrarnir tali á Parísarfundinum Neitar að lofa nokkru samráði við Alþingi eða ríkisstjórn um svar við bréti Bulganins ER FUNDIR HÓFUST í gær í neðri deild Alþingis kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir um bréf það, sem borizt hefur frá Bulganin, forsætisráðherra Rússlands, til fosætisráðherra íslands. Bjarni beindi nokkrum fyrirspoirnum til Eysteins Jónssonar varðandi þetta mál, — spurði m.a., hvort sam- ráð yrði- haft við Alþingi um svar við bréfinu, og þá þingið í heild, þingflokkana, utanríkismálanefnd eða ráðgjafarnefndina um utanríkismál. Við því fékkst ekkert svar. Hinu var heldur engu svarað, hvort ríkisstjórnin í heild myndi fjalla um svarbréfið. Minnti Bjarni Benediktsson í því sambandi á, að stjórnin er al- gerlega ósammála um stefnuna í utanríkismálum og spurði: í hvers umboði tala þeir Hermann Jónasson og Guðmundur í. Guðmundsson í París? Þeirri spurningu var svarað með þögninni einni. Bulganin Hvernig verður unnið að svari? Bjarni Benediktsson sagði m.a.: í hádegisútvarpinu í dag var frá því skýrt, að Búlganin, forsætis- ráðherra Rússlands, hefði sent forsætisráðherra íslands bréf, sem afhent hefði verið nú um helgina. Er það ekki vonum fyrr, Stalín ætlaði að ísland í Sovét Borgarastyrjöldin i Grikklandi og Kóreustríðið forleikur að innlimun margra ríkja Atlantshafsbandalagið og einorð stefna Bandaríkjanna bjargaði mörgum frjalsum þjóðum undan hrammi Stalíns inn lima SÆNSKA stórblaðið Syd- svenska Dagbladet hefur skýrt frá því, að Stalín hafi ætlað að innlima Island í leppríkjakerfi sitt, ásamt öðr- um Norðurlöndum, þó að Noregi undanskildum. Frétt- ina hefur blaðið úr Neue Zúrcher Zeitung, sem er þekkt um allan heim fyrir nákvæmni og áreiðanleika í fréttaflutningi. Frétt sænska blaðsins er svohljóðandi: Rússneski einvaldurinn Stalín var ákveðinn í því að hefja stríð gegn Svíþjóð, ef nauðsyn krefði og áætlanir hans sögðu svo fyrir en þær miðuðu að því að inn- lima allmörg ríki í Sovét. Frá þessu er skýrt í grein, sem birzt hefur í Neue Ziiricher Zeitung. Greinarhöfundur er Jurg Meister, sem nú er búsettur í Frakklandi. Hann er Svisslend- ingur og hefur einkum látið flota- mál til sín taka, hefur m. a. séð um útgáfu flotahandbóka á- samt öðrum. Tilgangurinn með grein hans er sá, að vekja at- hygli á stefnu Rússa í flotamál- um á undanförnum árum. Án þess að fara nánar út í þá sálma skýrir hann svo frá, að Stalín hafi 1950 haft á prjónunum áætlanir um að innlima í Sovétríkin, svo að lítið bæri á, eftirtalin ríki: Kóreu, Finnland, Svíþjóð, Danmörku, ísland, Tyrkland, Grikkland og e.t.v. einnig Persíu og Afganistan. Forleikur Höfundur bendir á, að Kóreu- stríðið og borgarastyrjöldin í Grikklandi hafi verið forleikur að þessari áætlun einvaldsins. NATO — bezta vörnin Þá segir greinarhöfundur, að Stalín hafi skort herskip, þegai hann gerði áætlun sína og gat hann því ekki látið til skarar skríða gegn öllum þessum lönd- um á tilteknum tíma. Þegar herir hans voru orðnir nógu öflugir, hafði ástandið í heiminum breytzt mjög hinum frjálsu þjóð- um í vil: Bandaríkjamenn brugðu skjótlega við í Grikklandi og Kóreu, en fyrst og fremst var það Atlantshafsbandalagið, sem bjargaði hinum frjálsu þjóðum. því að fyrir nokkrum dögum var tilkynnt, að Bulganin hefði sent bréf til allra ríkja í Sameinuðu þjóðunum um það efni, sem sagt er að bréf það, er hingað barst fjalli um. Það er eðlilegt, að þingmenn hafi hug á að kynnast efni bréfs þess, sem komið er hingað til lands. Ég vil því spyrja þann eina ráðherra, sem nú er í þingsalnum, Eystein Jónsson fjármálaráð- herra, að því f.h. ríkisstjórnar- innar, — hvort bréfið verði birt þingmönnum — hvort það verði lagt fyrir utanríkismálanefnd til athugunar eða þá sérstöku ráð- gjafarnefnd um utanríkismál sem lögboðið er að kjósa, en ekki hefur ennþá verið kosin — hvort stjórnin hafi hugsað sér að hafa með öðrum hætti samráð við þing menn varðandi bréfið, t.d. á opn- um eða Iokuðum þingfundi, — eða hvort hún hugsi sér alls ekki að láta það koma til þingsins kasta. Lögboðin kosning vanrækt í þessu sambandi hlýt ég að finna að því og harma það að formaður utanríkismálanefndar, Steingrímur Steinþórsson, hefur enn ekki látið kjósa ráðgjafar- nefnd þá, sem ég minntist á. Hún var aldrei kosin á síðasta þingi. Utanríkismálanefnd hefur haldið einn fund í haust, fyrir um mán- uði síðan. Sjálfstæðismenn hreyfðu því þá, hvort ekki ætti að kjósa ráðgjafarnefndina, en for maður kvaðst ekki vera reiðubú inn til að láta kosninguna fara fram. Ég vil nú spyrja forseta þessarar deildar, hvaða úrræði þingmenn hafi, ef nefndir skjóta sér undan því að gegna skyldu sinni skv. þingsköpum. Á að bera fram um það áskorun, að farið verði að lögum eða á e.t.v. aS setja ný lög um að framfylgja þeim lögum, sem fyrir eru? Spyr sá, sem ekki veit. Hér hafa komið nýir siðir með nýjum herrum. Misjafnar starfsaðferðir Fyrst hér hefur orðið tilefni til að minnast á utanríkismál, vil ég vekja athygli á því, hve ólíkar aðferðir hafa verið viðhafðar hér á landi og í öðrum löndum við undirúning Parísarfundarins. t Bandaríkjunum kvaddi stjórnin t.d. aðaltalsmann stjónarand- stöðunnar, Stevenson, á sinn fund til að hafa við hann samráð um tillögur og afstöðu Bandaríkj- anna á fundinum. Stjórnin bauð honum einnig að fara til Parísar og taka þátt í fundinum. Hann þekktist ekki það boð, en gerði sínar athugasemdir við tillögur stjórnarinnar og til þeirra var síðan tekið tillit. Hér á landi er hins vegar streitzt á móti því að framfylgt sé réttum lögum, sem heimila stjórn arandstöðunni, ef hún hefur r.ægi legt þingfylgi til, að fá einn af þremur mönnum í ráðgjafarnefnd ina um utanríkismál. Stjórnin hefur enga sameiginlega stefnu Segja má, að ríkisstjórnin hafi vissa afsökun. Hún hefur sjálf sem heild enga stefnu í utanríkis málum. Kom það fram í bréfum þeim, sem nýlega fóru á milli stjórnarflokkanna. Stærsti stuðn ingsflokkur stjórnarinnar, komm únistar, vildu að fylgt væri eftir loforðinu um brottrekstur varnar liðsins og jafnvel, að ísland segði sig úr Atlantshafsbandalaginu. Hinir flokkarnir voru andvígir því að samningar yrðu rofnir með slíkri úrsögn. Að því er varn arliðið varðar slær Framsóknar- flokkurinn hins vegar úr og í og vill láta skipa sérstaka nefnd til að finna stefnuna. Alþýðuflokk- urinn kveðst vera á móti’ brott- för vaixarliðsins í bili, en rök- semdir flokksins fyrir því eru Framh. á bls 2 fylgdi E K K I með blaðinu s.l. sunnudag. Næsta Lesbók verður Jóla Lesbókin, sem sennilega verður borin til kaupenda í þess- ari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.