Morgunblaðið - 18.12.1957, Qupperneq 1
24 síður
44. árgsfrigur.
288. tbl. — Miðvikudagur 18. desember 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins-
Náin samráð NATO-ríkjanna
ákveöin um svör til Bulganins
Tiirtum með „Ailas“ heppnaðist
CANAVERAL-HÖFÐA, 17. des. — (Reuter). — Bandaríski flug-
herinn tilkynnti í dag, að skömmu fyrir hádegi hefði verið skotið
á loft langdrægu flugskeyti af tegundinni „Atlas“. Xilraunin
neppnaðist að þessu sinni og féll flugskeytið niður í hafið þar
sem ákveðið hafði verið.
Alitið að fresta verði
ákvörðun um stofnun
eldflaugastöðva í
Vestur-Evrópu
PARÍS, 17. des. — Einkaskeyti frá NTB
MEÐAL þeirra mála sem rædd voru á fundum ráðherra NATO-
ríkjanna í dag voru bréf þau er Búlganin hefur að undaiiförnu
sent þátttökuríkjum bandalagsins.
Þótt ekki hafi verið gefin út endanleg skýrsla um þessar um-
ræður þykir það nú ljóst, m. a. af umsögn Paul Henri Spaak, að
NATO-ríkin öll hafi samstöðu í svarbréfum til Bulganins. Því
snmstarfi verður hagað svo, að fastaráð NATO mun taka bréfin
til nákvæmrar yfirvegunar og marka meginstefnu svarsins. Síðan
mun hvert einstakt NATO-ríkjanna svara í samræmi við það.
Á ráðherrafundunum í dag var einnig rætt um afvopnunar-
málin og aimennt um sambúðina við Rússa. Virtist sú skoðun
ríkjandi að Atlantshafsríkjunum beri enn að reyna að nálgast
Rússa til að freista þess að koma á samkomulagi um afvopniun,
samciningu Þýzkalands og fleiri deilumál. Eru menn þó svartsýnir
á, að Rússar séu fúsir til samkomulags, þrátt fyrir fögur orð í
bréfum Bulganins. Fyrst í stað ætti hvert einstakt ríki að þreifa
fyrir sér í Moskvu um friðsamleg samskipti. Ef það gæfi góða
raun, mætti efna til stórveldafunda um deiiumálin.
Fyrr á þessu ári voru gerðar tvær tilraunir með að skjóta
Atlas-flugskeyti á loft, en þær misheppnuðust baðar. Ekki er vitað
um stærð Atlas-flugskeytisins, en menn telja að það vegi 100 smá-
lesíir og geti farið með 17 þús. km hraða á klst. Það er kúnið
þremur eldflaugarhreyflum.
Uppreisnir vegna mat-
vælaskorts í Indónesíu
Tveir fundir
í morgun var haldinn fundur
hinna 15 utanríkisráðherra
NATO-ríkjanna og síðdegis hófst
fundur forsætisráðherranna, þótt
þar vantaði Drees forsætisráð-
herra Hollands.
Á báðum þessum fundum voru
rædd stjórnmálaviðhorfin al
mennt. Þar á meðal kom til um-
ræðu tillaga sú, sem pólska
stjórnin bar fram fyrir nokkru,
að koma á hlutlausu svæði í
Mið-Evrópu, er tæki yfir Þýzka-
land, Pólland og Tékkóslóvakíu
og mætti þar hvergi hafa flug-
skeytastöðvar né heldur geyma
þar atómvopn. Mæltu fulltrúar
nokkurra ríkja með því að þessi
tillaga Pólverja yrði vandlega
íhuguð.
Forusta Gerhardsens
Það er einkum Einar Gerhard-
sen, forsætisráðherra Norðmanna,
sem hefur beitt sér fyrir því aö
þessi tillaga Pólverja verði tek-
in til vinsamlegrar athugunar, en
honum fylgja í þeirri skoðun
m. a. H. C. Hassen, forsætisráð
herra Dana, Adenauer forsætis-
ráðherra Þjóðverja og Diefenbak-
er forsætisráðherra Kanada.
Eftir ræðu þá sem Einar
Gerhardsen flutti í gær, er í
rauninni litið á hann sem for-
ustumann ákveðins ríkjahóps
í NATO, sem vill fara sér
hægt í staðsetningu eldflauga-
stöðva í Evrópu. Eru stjórn-
málafregnritarar þeirra skoð
unar, að vegna mótstöðu
þeirra kunni svo að fara að
engin ákvörðun verði tekin að
sinni um stofnun eldflauga-
stöðva á meginlandi Evrópu.
Telja kunnugir, að sú leið
verði farin, að fela hermála-
nefnd NATO, að semja her-
fræðilega skýrslu um það,
hvar nauðsynlegt sé að koma
upp eldflaugabækistöðvum til
öryggis Vcstur-Evrópu. End-
anlegri ákvörðun yrði frestað
þar til slíkt sérfræðingaálit
lægi fyrir.
Forsœtisráðherra
Finna
Fyrir nokkru var mynduð í
Finnlandi utanflokkastjórn.
Tveir stærstu flokkarnir Jafn-
aðarmenn og Bændaflokkurinn
höfðu ekki getað komið sér
saman um stjórnarsamstarf.
Ilinn nýi forsætisráðherra von
Fieandt, sem hér birtist mynd
af, var áður bankastjóri Finn-
landsbanka.
DJAKARTA, 17. des.
Einkaskeyti frá Reuter.
NÝ vandræði steðja að í Indó-
nesíu. Aðskilnaðarmenn á hinni
þéttbýlu eyju Amboina í austur-
hluta ríkisins hafa gert upp-
reisn. Er sagt, að þeir hafi grip-
ið tækifærið, þegar farið var að
gæta matvælaskorts á eynni. —
Uppreisnir hafa einnig brotizt út
á eynni Celebes. Fréttir af þess-
um atburðum eru enn óljósar.
Matvælasknrturinn stafar m. a. af
því að skipasamgöngur hafa legið
niðri, þar sem öll hollenzk skip
hafa verið kyrrsett í höfnum.
í Djakarta herma fregnir að
forsetar þingsins hafi nú gengið
í það mál að reyna að sætta Su-
karno forseta og Mohamed Hatta,
en þeir eru tveir helztu forustu-
menn þjóðarinnar. Hatta sagði af
sér embætti varaforseta fyrir
réttu ári til að mótmæla sam-
starfi Sukarnos við kommúnista.
Síðan hefur verið lítt friðvæn-
legt í ríkinu.
I dag var bönnuð útkoma sex
dagblaða á Jövu, sem skýrt höfðu
frá því fyrir nokkrum dögum,
að Sukarno forseta hefði verið
sýnt annað banatilræði. Segir
stjórnin að þessar fregnir séu
uppspuni, og telur að þær hafi
verið birtar til að auka á ólguna.
í dag gerðist sá merki at-
burður á Jövu, að yfirstjórn
hcrsins bannaði öllum að
hrófla hið minnsta við tækjum
og öðrum eignum hollenzka
olíufélagsins DPM, sem er dótt
urfélag Shell. Annast félag
þetta dreifingu á olíu og
benzíni á Jövu. Sjá Indónesar
það fyrir að ef starfsemi þess
yrði hindruð myndi fljótlega
skorta hin nauðsynlegustu
brennsluefni.
15-20 milljénir
WASHINGTON, 16. des. —
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld
hafa skýrt frá því, að vitað sé
um 15—20 milljónir tilfella af
Asíuinflúenzu í Bandaríkjunum
frá því veikin barst þangað í
september sl. Læknar segja, að
faraldurinn hafi nú náð hámarki.
Áslandið hörmalegt á
§arðsk|álitasvæðina
TEHERAN, 17. des. — Stórfelldar jarðhræringar urðu í morgun
að nýju í vesturhéruðum Persíu. Varð enn mikið tjón á húsum
í þessum jarðskjálftum, hrundu mörg þau hús nú til grunna,
sem laskazt höfðu um daginn. Hins vegar mun ekki hafa orðið
mikið manntjón.
Það þykir nú Ijóst, að í jarð-
hræringunum, sem urðu um
daginn á þessu sama svæði, hafi
um 2500 manns látið lífið, en
6000 slösuðust svo að þeir eru
ekki ferðafærir. Nú bætist það
við, að fólk er farið að hrynja
niður af hungri og kulda.
Enn ver'ð'a þúsundir manna að
Framh. á bls. 23.
Kosningalagafrv. miðar að því að gera
rétt Reykvíkinga minni en annarra
Nefndarálit trá SjáHstæðismönnum
RáðVverrafundi IMATO lýkur í dag
1 GÆR var útbýtt á Alþingi nefndaráliti frá minnihluta allsherjar-
nefndar neðri deildar, þeim Bjarna Benediktssyni og Birni Ólafs-
syni, um kosningalagafrumvarpið. Leggja þeir til, að því verði
visað frá með svohljóðandi rökstuddri dagskrá:
„Þar sem frumvarp þetta mun bersýnilega hafa þveröfug áhrif
við það, sem stuðningsmenn þess segja tilgang sinn með flutningi
þess, er þegar af þeirri ástæðu þörf á því, að það verði athugáð
af milliþinganefndinni, sem nú starfar að endurskoðun kosninga-
Iaga til Alþingis. Deildin telur því ekki rétt að afgreiða málið,
tyrr en nefndinni hefur gefizt kostur á að láta uppi álit sitt um
frumv., og tekur fyrir næsta mál á dagskrá."
1 nefndarálitinu eru rakin ýtarlega frekari rök fyrir afstöðu
Sjálfstæðismanna og m. a. á það bent, að frumv. mi'ðar að því
að skapa mismunandi aðstö'ðu fyrir flokka og kjósendur, eftir því,
hvort um er að ræða strjálbýli eða þéttbýli og þá fyrst og fremst
Rtykjavík. — í álitinu segir:
PARÍS 17. des. — Á morgun
(miðvikudag) heldur ráðherra-
fundur NATO áfram og er búizt
við að honum ljúki síðari hluta
dags. Hefur þremur utanríkis-
ráðherrum, þeim Lloyd frá Bret
landi, Larock frá Belgíu og
Smith frá Kanada verið falið að
gera uppkast að lokaályktun
fundarins, sem væntanlega verð-
ur birt á morgun.
í dag var lokið formlegum um
ræðum um stjórnmálaástandið,
en á morgun verður snúið að her
málunum. Þá munu flugskeyta-
stöðvar og hernaðarleg þörf
þeirra í Evrópu rædd og einnig
lagt fram yfirlit um áætlaðan
her'styrk Rússa, þar á meðal hve
langt þeir séu komnir á veg með
að útbúa hersveitir sínar lang-
drægum eldílaugum.
Spaak framkvæmdastjóri
NATO skýrði fréttamönnum frá
því í kvöld, að á fundunum í dag
hefði náðst samkomulag og ein-
ing í afvopnunarmálunum og
varðandi sameiningu Þýzkalands.
Hann gat þess að líklegt væri að
í lokaályktun fundarins mætti
lesa eins konar fyrsta svar NATO
ríkjanna við bréfum Bulganins.
Einstök ríki myndu síðan svara
þeim ýtarlegar.
Lausnarbeiðni
lekin afíur
LA VALETTA 17. des. — Mintoff
forsætisráðherra Möltu tók í dag
aftur lausnarbeiðni, sem hann
hafði lagt fyrir landsstjórann sl.
laugardag. Rök hans fyrir lausn-
arbeiðninni voru á laugardag, að
hann nyti ekki framar trausts
verkamanna. Nú hafa félög verka
manna fullvissað hann um að þau
treysti honum. — Reuter.
Eisenhower boðar
aukna efnahags-
absfoð
PARÍS 17. des. — Eisenhower
forseti tilkynnti á fundi forsætis-
ráðherra NATO-nkjanna í dag,
að hann hefði hug á að auka veru
lega efnahagsaðstoð við þau ríki
sem skammt eru komin í iðnaði.
Hann kvaðst mundu leggja frum-
varp fyrir Bandaríkjaþing í jan-
úar um að auka þessa aðstoð um
625 milljónir dollara. Auk þess
yrðu gerðar ráðst.afanir til að
Export-Import bankinn lánaði
umræddum ríkjum um 2 millj-
arða dollara.
Forsetinn kvaðst mundu bera
frumvarp þetta fram, enda þótt
sýnt væri að framlög til eld-
flaugatilrauna yrðu að stórauk-
ast. Mestmegnis myndi þessi nýja
efnahagsaðstoð fara til ríkja í
Asíu og Afríku. Henni væri m.a.
ætlað að mæta sívaxandi íhlutun
og áhrifum Rússa í þessum lönd-
um.
Furðulegur aðdragandi
Frv. þetta ber að með furðu-
legum hætti.
Sérstök milliþinganefnd er
starfandi til a'ð endurskoða kosn-
ingalögin. Þar eiga sæti fulltrúar
allra þingflokka. Mætti því ætla,
að beðið yrði með breytingar á
kosningalögunum, þangað til sú
nefnd lýkur störfum, en upplýst
er, að hún hafi nú þegar unnið
mikið verk. Þetta frv. er þó
hvorki samið né flutt að tilhlutan
nefndarinnar. Ekki hefur hún
heldur fengið það til umsagnar.
í stað þess hafa stjórnarflokk-
arnir verið að pukrast við samn-
ingu frv. undanfarnar vikur. Þeir
hafa þreifað fyrir sér um undir-
tektir við einstök ákvæði frv. í
bæjarstjórnum Reykjavíkur og
Framh á Us. 23