Morgunblaðið - 18.12.1957, Side 3

Morgunblaðið - 18.12.1957, Side 3
Miðvik'udagur 18. des. 1957 MORCTJN BLAÐIÐ 3 StjórnarHðið tellir, að kjördagar verði fveir að vetrarlagi Samþykkír hins vegar tillögu frá Eysteini um að hengja megi áróöurs- merki á ishús Framsóknarflokksins! ÞRIÐJA UMRÆÐA í neðri deild Alþingis um kosningalagafrumv. ríkisstjórnarinnar fór fram í gær. Jón Pálmason bar fram tillögu um að kjördagar skyldu vera tveir, þegar kosningar fara fram að vetr- arlagi. Þá tillögu felldi stjórnarliðið. Jóhann Hafstein lagði þá til, að kjörstjórnir fengju heimild til að hafa 2 kjördaga, ef veður hefur verulega hair.lað kjörsókn. Fylgismenn stjórnarinnar vildu ekki heldur fallast á það. Hins vegar réttu þeir upp hendurnar, þegar leitað var atkvæða um tillögu frá Eysteini Jónssyni, sem mun hafa átt að tryggja, að ekki yrði óvart bannað að hengja kosn- ingaspjöld og merki á íshús Framsóknarflokksins við Tjörnina í Reykjavík! Frumvarpið var að lokum endursent efri deild með 19 atkv. gegn 10. — Miklar umræður urðu um málið í gær. á að gera, kom fram í umræð- unum á laugardaginn, þegar f jár málaráðherra kom í þingsalinn bugaður og órólegur eftir fjár- lagaumræðurnar nóttina áður og hrópaði orð sem sögðu það ótví rætt að frumvarpinu væri stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum Reykjavík. Ég hygg, að þingmenn stjórn Eysteinn Jónsson tók fyrstur til máls. Hann sagði m.a.: Ég hef hlustað á þær aðfinnslur, sem bornar hafa verið fram gegn þessu frumv. Mér finnst að það sé rétt, að ákvæði 6. gr. um bann við merkjum „á næstu húsum og í aðliggjandi götum“, séu ó- ljós og vil því leggja til, að orðalagið verði haft hið sama og er í núgildandi lögum: „í næsta nágrenni“. Bjarni Benediktsson: Þessi breytingatillaga Eysteins Jóns- sonar er mjög upplýsandi um eðli þessa máls og vinnubrögð þau, sem höfð eru í sambandi við það. Ég veit ekki hvort bent var á hið gallaða orðalag, sem hér er um að ræða, í efri deild. Víst er, að það var gert þegar við 1. umr. í neðri deild, en það er fyrst nú, eftir lestur nefndar- álits okkar Sjálfstæðismanna, sem fjármálaráðherra áttar sig á því, að ákvæðin í frumv. nú banna ótvírætt að hafa merki á íshúsi Framsóknarflokksins við Tjörnina. Þá hleypur hann til og vill gera breytingu á frumvarp- inu. Þögnin í meirihlutaálitinu Á frumv. þessu hafa verið gerðar miklar breytingar síðan því var útbýtt. Aðalhöfundur þess mun hafa verið Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og stjórnarliðar hér á þinginU hafa mátt viðurkenna fjöldann allan af firrum í hinu upphaflega frumv. í því var ákvæði á þá leið, að bannað var að hafa með sér nokkra skrá á kjörstað, lík- lega bæði símaskrár og hurða- skrár. Þessu hefur nú verið vik- ið við og ýmsu öðru. En eftir stendur þó aðalatriðið: það á aS sporna við því, að fylgzí sé með hverjir kjósa. Það er athyglisvert, að i nefnd aráliti meirihluta allsherjarnefnd ar er hvergi að þessu atriði vik- ið. Hefur því sómatilfinning þeirra stjórnarsinna, sem að álit- inu stóðu, verið svo mikil, að þeir hafa kosið að ganga fram hjá þessu aðalatriði málsins. Það hefur verið talað um, að það sé einkamál hvers kjósanda, hvort hann kýs eða ekki. Þó er það svo, að í sumum elztu lýð- ræðislöndum heims er ekki tal- ið, að svo sé. Er þar lögboðið að viðlögðum refsingum, að menn kjósi. Valdníðsla En hvernig sem það er, er hitt vist, að það verður engin leynd yfir því hér eftir fremur en hingað til 1 hinum smærri kjördæmum — Framsóknarkjör- dæmunum — hér á landi, hvort menn hafa kosið, enda er það víða tíðkað þar, að frambjóðend- ur senda sameiginlega bíla til að sækja menn á kjörstað. Slíkt er ekki bannað — og ekki heldur að heimsækja fólk, hringja í það, eða hvetja það með öðrum ráð- um til að kjósa. Það, sem hér arflokkanna • skammist sín fyrir þetta frumv., þó að nú eigi að koma því gegnum þingið vegna ofurkapps Eysteins Jónssonar og löngunar hans til að beita valdi og sýna sig sem meiri mann en hann hefur því nsiður sýnt sig vera. Hér um valdaníðslu að ræða, sem þingmenn væru menn að meiri, ef þeir kæmu í veg fyrir. „f því moldviðri er engin glóra“ Eysteinn Jónsson: Stjórnarand staðan hefur haldið hér dæma- lausar ræður. í því moldviðri er engin glóra nema að orðalagið á 6. gr. orkar tvímælis. Það er talað hér um valdníðslu. Menn gera sig að skrípum með því að fjargviðrast og fara með slíkt slúður. Sjálfstæðisflokkurinn hef ur mörg hundruð trúnaðar- menn í Reykjavík og það eru engar hömlur á það lagðar, að þeir hvetji fólk til að kjósa. Það hefur verið reynt að æsa menn upp gegn þessu frumv., en það hefur ekki tekizt, og nú er úr Sjálfstæðismönnum mesti móður inn. Óljós breytingartillaga Björn Ólafsson: Það kom í ljós hér hjá fjármálaráðherra, að sannleikanum er hver sárreiðast- ur. Ég minnist þess ekki að hann hafi lengi verið jafnheitur og nú. Ég vil spyrja: hvers vegna má enginn vita, hverjir hafa kosið? (Skúli Guðmundsson grípur fram í: Hverjum kemur það við?) Það er óframkvæmanlegt að fram- fylgja því að fullkomin leynd sé um þetta atriði og Sjálfstæðis- flokkurinn telur ekki rétt að koma í veg fyrir þá fyrirgreiðslu, sem verið hefir í sambandi við kosningar undanfarið. _____ Nú er komin fram breyt.til. frá fjármálaráðherra, en það er enn óljóst hvort heimilt er að setja merki á hús stjórnarflokk- anna við Tjörnina. Tillagan sker ekki úr því. Rökstudd dagskrá Um frumv. þetta er mikið rætt manna á meðal og fólk furðar sig á því, hvernig með því er reynt að koma fram valdníðslu í póli- tískum tilgangi. Því er beinlín- is lýst yfir af fjármálaráðherra, að þetta frumv. eigi að afgreiða fyrir bæjarstjórnarkosningar, og það eigi að brjóta niður skipulag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Svo er talað um frið á kjördegi og menn setja upp helgisvip og pennar þeirra eru fullir af hræsni. En hér er ekki verið að friða kjördaginn og ef eitthvert atriði í frumv. væri þess eðlis, að það hefði raunverulega þýð- ingu til bóta væri löngu búið að koma þeim umbótum fram. Við Bjarni Benediktsson höf- um lagt fram tillögu um rök- studda dagskrá og bendum á, að frumv. ætti að leggjast fyrir milli þinganefndina um' kosningalögin. Það hefur ekki verið gert. Það hefði stjórnin þó vafalaust ekki hikað við, ef hún hefði talið sig fá meðmæli úr þeirri átt. Sú vanræksla er enn ein sönnun fyr- ir því að stjórnarflokkarnir skammast sín fyrir þetta frumv. og þeir óttast kjósendur. Getur ekki hlustað á rök. Gísli Guðmundsson: Hér er komin fram breytingartill. frá fjármálaráðh. Ég geri ráð fyrir að meirihl. allsherjarnefndar muni geta fylgt henni, en þar sem efazt hefir verið um það hér á fundinum, að tillagan sé til bóta, er e.t.v. réttara að halda hinu fyrra orðalagi. Það hefur verið ætlunin að merkingin væri sú sama og framkvæmdin yrði í samræmi við fyrri venju. Það hefur verið talað um að þessu frv. hafi verið mikið breytt í þinginu. Slíkt er oft gert. Yfirleitt held ég, að sú gagnrýni sem komið hefir fram á þessu frv. stafi af misskilningi. Því er ekki beint gegn einum flokki sérstak- lega, og tekur jafnt til þeirra allra. Ég get varla hlustað á önnur eins rök og flutt hafa verið fyrir því, — það hafa ekki í raun- inni verið nein rök. Það eru ekk- ert meiri erfiðleikar í þéttbýli en i sveitum í sambandi við kosn- ingar — nema síður sé. Ég held ekki heldur að frv. leiði til þess að ónnæði á kjördegi verði meira. Kjördagar verði tveir. Jón Pálmason: Eins og ég gerði grein fyrir í ræðu í gærkvöldi tel ég það mikið óráð og mikla áhættu að kosningar til bæjar- stjórna og hreppsnefnda í kauptúnum skuli fara fram um hávetur. Ég flyt þvi hér með breytingatillögu þess efn- is, að kjördagar skuli vera tveir, þegar kosningar fara fram að vetri til. Ég vil minna á, að þetta var talið nauðsynlegt, þegar þing- kosningar fóru fram í vetrar- byrjun 1942. í lýðveldiskosning- unum voru kjördagarnir jafnvel þrír, svo að allir gætu komið því við að kjósa. Það kom fram hjá síðasta ræðu manni, að aðstöðumunur væri ekki í sveitum og þéttbýli að því er varðar þau atriði, sem þetta frv. fjallar um. Ég hefði þó hald- ið að nokkru skipti, hvort nokk- ur hundruð manna kjósa á hverj- um kjörstað eða á 7. þús., eins og í Reykjavík. Aðstaðan er auðvit- að önnur. í mínu kjördæmi tíðk- ast t. d. sá siður, að frambjóð- endur fá sameiginlega bifreiðir til að fara milli bæja og flytja kjósendur á kjörstað. Kostnað- inum er svo skipt niður eftir á í hlutfalli við atkvæðatöluna. Ég vil ítreka það, að ég tel þetta frv. algerlaga óþarft og ef það hefir einhverja þýðingu, þá er það til iLs. Erfiðir samningar. Jóhann Hafstein: Það má e. t. v. segja, að þetta frv. sé ekki stór mál í sjálfu sér. En sé tilgangur þess og forsaga athuguð, verður annað uppi á teningnum. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var snemma farið að tala um ráð til að hnekkja meirihlutaaðstöðu Sj álfstæðií flokksins í Reykjavík. Reynt var að semja um sameiginlegt fram- boð. Það mistókst og upp komu mikil vandræði hjá minnihlut- anum í bæjarstjórninni. Klofn- aði hann enn meir en áður hafði verið. Þá hófust viðræður um lög kosningabandalög. Ýmsir töldu að þau myndu gera illt verra. Þá var eitt eftir: beiting þingvaldsins til að gera aðstöðu flokkanna í kosningum misjafna og til þess er þetta frv. fram komið. Gísli Guðmundsson segir, að það taki jafnt til allra flokka. Það hefir verið marghrakið hér, það er t. d. augljóst að þótt frv. verði samþykkt, er auðvelt að fylgjast með því í fámenninu, hverjir hafa kosið, en það er óger legt í Reykjavík. Það hefur líka komið berlega fram úr herbúðum stjórnarandstöðunnar að frv. sé beint gegn Sjálfstæðisflokknum, þótt Gísli Guðmundsson segi, að það sé ekki. Ég vil í því sam- bandi benda mönnum á skrif Þjóð viljans um þetta mál. Tveir kjördagar Jón Pálmason hefur borið hér fram tillögu um að kjördagar skuli vera tveir, þegar kosið er að vetrarlagi. Ég vil eindregið mæla með þessari tillögu. Það er skoðun mín, að kosningar eigi ekki að fara fram um miðjan vet ur og má í rauninni telja mikla heppni, að ekki hefur leitt til vandræða af því, hvernig þessu er nú hagað. Hvað líður kjördæmamálinu? Flutningsmenn þessa frumv hafa hrakizt úr hverri víglín unni eftir aðra hér í þinginu, Það er eðlilegt, að flokkar semji um leikreglur í kosningum eins og gert hefur verið t. d. í sam bandi við útvarpsauglýsingar og bíla úti um land, en það hlýtui að vekja grunsemdir, þegar illa undirbúið frumv. er knúð gegn um þingið rétt fyrir kosningar Menn trúa því varlega, að hér sé stefnt að því að bæta löggjöf ina. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var hins vegar lof að að leiðrétta kjördæmaskip unina. Ekkert hefur þó heyrzt, hvernig þeim umbótum miðar áfram. Með friði og gegn áróðri Gunnar Jóhannsson: — Það er merkilegt að Sjálfstæðismenn skuli beita sér gegn því að þetta frumvarp nái fram að ganga. Ég álít. að hver kjósandi eigi að hafa frelsi til að ákveða, hvort hann neytir atkvæðisréttar sins. Það hefur hins vegar mjög viljað við brenna, að menn verði fyrir næði, ef þeir vilja ekki fara kj örstaði, og ég tel að ákvæði þessa frumv. muni stemma stigu við óhæfilegum áróðri og verða til þess að friða kjördaginn. Þvi álít ég, að þau verði mjög til bóta. Misskilningur leiðréttur Bjarni Benediktsson: — Síð asti ræðumaður talaði skynsam lega um frelsi manna á kjördegi eins og hans var von og vísa. En það var engu líkara en hann hefði eitthvað ruglazt í því frum- varpi, sem hér liggur fyrir. Hann talaði um, að það myndi skapa frið og draga úr áróðri. Fjár- málaráðherra hefur þó þegar tek- ið skýrt fram, að það er ekki verið að draga úr áróðri. Það hefur verið sagt áður við þessar umræður, að við Sjálfstæðismenn erum vissulega til viðtals um ráð til að draga úr óhóflegum áróðri, en það er ekki verið að gera það með þessu frumv., heldur þvert á móti. Þá undraðist Gunnar Jóhanns- son, að Sjálfstæðismenn væru á móti frumv. Fjármálaráðherra, hrópaði þó um það hér á laugar- dag, að því væri stefnt gegn flokki okkar og hældist um. — Framh. á bls. 22 SMSTEINAR Aðferðin gagmýnd Stjórnarblöðin hafa reynt að snúa út úr gagnrýni Sjálfstæðis- manna í sambandi við lántöku- umleitanir ríkisstjórnarinnar er- lendis. Sjálfstæðismenn eru ekkl andvígir því að tekin séu erlend lán til nauðsynlegra fram- kvæmda. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir margoft haft forgöngu um slíkt. Island hefur mikla þörf fyrir erlent fjármagn við hið nýja landnám og uppbyggingu at vinnuveganna á nútímavísu. — Gagnrýni Sjálfstæðismanna hef- ur þess vegna ekki snúizt um að tekin séu nauðsynleg lán, heldur eru það aðferðir stjórnarflokk- anna í þeim efnum, sem hafa ver- ið gagnrýndar. Þessari gagnrýni hefir ekki verið unnt að hrinda með rökum. Þess vegna er gripið til þess að snúa út úr því, sem Sjálfstæðismenn hafa sagt um þessi mál. ísland og bandamenn þess Þann 28. marz 1956 samþykktu stjórnarflokkarnir hina frægu ályktun á Alþingi um brottvikn- ingu varnarliðsins. í kosninga- baráttunni var því hátíðlega lof- að af öllum flokkunum, að end- urskoðun varnarsamningsins skyldi fara fram og bandalags- þjóðir okkar þá sviptar rétti til að hafa hér varnarlið á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þetta var höfuðmál flokkanna í kosn- ingunum. Afstaða stjórnarflokk- anna í þessum málum vakti al- heimsathygli. Rússar hlökkuðu en vestrænu þjóðirnar hörmuðu staðfestuleysi íslands innan varn- arsamtakanna í vestri. En loforð- in, sem stjórnarflokkarnir gáfu þjóðinni voru öll rofin. Rikis- stjórnin samdi um að her skyldi vera í landinu um óákveðinn tíma og ber öli ríkisstjórnin á- byrgð á þeim samningi. Að þessu loknu var svo farið að leita hóf- anna um peningalán hjá At- lantshafsþjóðunum og eru um- leitanirnar varðandi samskota lánin meðal þeirra þjóða, það síðasta, sem gerzt hefur í þeim efnum. Jafnframt þessu er því svo hampað framan í bandamcnn okkar, að ef þeir vilji ekki lánu okkur fé, sé hægt að fá það fyr- ir austan járntjald. Álitshnekkir fyrir þjóðina Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt þennan gang málanna að því leyti að þeir telja ekki rétt að tengja lánbeiðnir okkar við áframhald- andi veru hers í landinu. Sjálf- stæðismenn telja augljóst að tví- skinnungurinn og hringlið í varn armálunum hafi orðið til að spilla áliti okkar erlendis. Stjórnar- flokkarnir fórnuðu virðingu utanríkismála okkar á altari kjósendaveiða innanlands. Sjálf- stæðismenn gagnrýna ekki að út- vegað sé nauðsynlegt f jármagn til landsins en aðferðin, sem hefur nú verið höfð við það, er land- inu til álitshnekkis. Sjálfstæðismenn hafa ætíð ver- ið talsmenn þess, að íslendingar héldu staðfastri tryggð við vest- ræna samvinnu. Þeir hafa varað við tvöfeldni og tvískinnungs- hætti í þeim efnum. Af því mundi m. a. leiða, að lánstrausti þjóðar- innar yrði spillt. En stjórnar- flokkarnir fóru þveröfuga leið og það gagnrýna Sjálfstæðismenn harðlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.