Morgunblaðið - 18.12.1957, Síða 4
*
4
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvik’udagur 18. des. 1957
í dag er 353. dagur ársins.
MiSvikudagur 18. des. ‘
Imbrudagur.
Árdegisflæði kl. 02,56.
SíSdegisflæSi kl. 15,13.
SlysavarSstofa Reykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L
R (fyrir vitjanirl er á sama stað,
fré kl, 18—8. Sími 15030.
NæturvörSur er í Laugavegs-
apóteki, sími 24050. Lyfjabúðin Ið-
unn, Ingólfs-apótek, Reykjavíkur-
apótek, eru opin daglega til kl. 7,
nema laugardaga til kl. 4. —
Ennfremur eru Holts-apótek, Apó
tek Austurbæjar og Vesturbæjar-
apótek opin daglega til kl. 8, nema
á laugardögum til kl. 4. — Þrjú
síðasttalin apótek eru öil opin á
sunnudögum milli kl. 1 og 4. —
Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl. 9—20, nema á
laugardögum 9—16 og á sunnudög
um 13—16. Sími 34006.
Kópavogs-apólek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. Sími 23100.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga
frá kl. 9—16 og helga daga frá
k„. 13—16. — Næturlæknir er
Hrafnkell Helgason.
Hafnarf jarðar-apótek er opið
alla virka daga kl. 9- —21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
d_ga kL 13—16 ->g 19—21. Nætur-
læknir er Eiríkur Björasson, sími
50235. —
Akureyri: — Næturvörður er í
Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur
læknir er Stefán Guðnason.
I.O.O.F. 7 =s 13812188% = J.V.
KMR — Föstud. 20. 12. 20. —
VS — Jólam. — Hvb.
Brúökaup
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band, Kolbrún Hreiðars og Sigurð
ur Tómasson. — Heimili þeirra er
að Freyjugötu 10.
Hjónaefni
Nýlega opinberuðu trúlofun
MANCHETTSKYRTUR
nýkomnar
hvítar og mislitar
með einföldum og tvöföldum
líningum
Fallegar — Vandaðar
allar stærðir
Ceysir h/i
Fatadeildin
J0SS
FERDIISIAISID
sína ungfrú Þorbjörg Guðmunds-
dóttir, Hringbraut 37 og Baldvin
Ársælsson, Seljavegi 9.
RgFlugvélar-
Flufélag íslands h.f.: — Milli-
landaflug: Hrímfaxi fer til Osló,
Iíaupmannahafnar og Hamborgar
kl. 08,30 í dag. Væntanlegur aft-
ur til Reykjavíkur kl. 16,10 á morg
un. — Innanlandsflug: t dag er
áætlað að fljúga til Akureyrar,
Isafjarðar og Vestmannaeyja. —
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals,
Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers
Patreksf jarðar og Vestmannaeyja.
Skipin
sjötta búð Kaupfélags S.-Borgfirð
inga á Akranesi. Er kjörbúðin til
húsa að Skipholti 2, í nýju húsi,
sem Kaupfélagið hefur látið
byggja á tveim undanförnum ár-
um. Innréttingar í verzlunina voru
að nokkru smíðaðar í Danmörku
og að nokkru á Selfossi að danskri
fyrirmynd. Undir kjörbúðinni er
frystihús, og eru þar m. a. frysti-
hólf, sem leigð eru bæjarbúum.
Söfn
Eimskipafélag íslands h. f.: ——
Dettifoss fór frá Ventspils 16.
12. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór
frá Siglufirði í gærkveldi til Ak-
ureyrar og þaðan til Liverpool, —
London og Rotterdam. Goðafoss
fór frá Reykjavík 11. þ.m. til
New York. Gullfoss fór frá Rvík
í gærdag til Isafjarðar, Siglufjarð
ai- og Akureyrar. Lagarfoss var
væntanlegur til Riga í gærdag,
fer þaðan til Ventspils. Reykja-
foss fór frá Hafnarfirði í gærdag
til Isafjarðar, Súgandaf jarðar,
Akraness og Reykjavíkur. Trölla-
foss fer væntanlega frá New York
í dag til Reykjavíkur. Tungufoss
fór frá Akureyri £ gærkveldi til
Hofsóss, Sauðárkróks, Skaga-
strandar, Djúpavíkur og þaðan til
Austfjarða, Gautaborgar og Ham-
borgar. Drangajökull kom til Rvík
ur 16. þ.m. frá Kaupmannahöfn.
giYmislégt
OrS lífsins: Sérhver góð g jöf og
sérhver fullkomin gáfa er ofan að
og kemur niður frá Föður Ijós-
anna, en hjá honum er hvorki um-
breyting né umhverfingwrskuggi.
(Jak. 1,17.).
Nýjar verzlanir. — Ný búð var
opnuð á Akranesi s.l. laugardag,
í stórhýsi Þorgeirs Jósepssonar
og Einars Helgasonar að Kirkju-
braut 2 við Silfurtorg. Er það
verzlunin Huld, sem hefur flutt
vefnaðarvöruverzlun sína í þessi
húsakynni.
1 gær var fyrsta kjörbúðin opn-
uð á Akranesi. Er það nýlendu-
vöru- og matvörubúð, og er það
Listasafn Einars Jónssonar, —
Hnitbjörgum, verður lokað um óá-
kveðinn tíma.
Aheit&samskot
Keldnakirkja. — Áheit og gjaf-
ir: Halldór Vigfússon, Laufásvegi
43, kr. 100; Valdima-- á Álfhólum
100; Þórunn á Bitru 100; Böðvar
á Kaldbak 200; Sigurður á Þing-
skálum 50; Sæmundur á Korn-
brekkum 100; Guðbjörg og Sveinn
Tryggvagötu, Selfossi (tvö áheit)
kr. 50 og 75; Aldís á Móeiðarhvoli
700; Björn Guðmundsson frá
Rauðnefsstöðum (áheit) 100,00. —•
í minningu Tómasar og Guðrún-
ar, Reyðarvatns-hjóna frá N N
kr. 1000. 1 minningu Jónasar
Árnasonar á Reynifelli frá N N
kr. 200. 1 minningu Elínar Hjart-
ardóttur frá Rauðnefsstöðum frá
N N kr. 500; Guðný Ólafsdóttir
frá Reyðarvatni 150; Hafliðína í
Króktúni á Landi kr. 100; séra
Sigurður Pálsson, Selfossi kr. 100.
Innilegar þakkir fyrir hönd
kirkjunnar, færi ég gefendum öll-
um. — Keldum, 12. des. 1957. —.
Guðmundur Skúlason.
Jón Grímsson ísafir&i
s/Ötugur
ALLIR þeir, sem eru ísfirðingar
nú, og hinir, sem fluttir eru
þaðan, þekkja Jón Grímsson. Að
þeim árum fráteknum, er hann
dvaldist í Súgandafirði, sem
verzlunarstjóri útibús Ásgeirs-
verzlunar og síðar eigandi þess,
hefir hann verið Isfirðingur, og
var raunar þau ár með 'annan fót
á Isafirði.
Hann er sjötugur í dag, fæddui
á ísafirði 18. des. árið 1887.
Foreldrar hans voru þau hjón-
in, Grímur Jónsson, prests á
-meJf
/ \\B& f*f*•
6Uo Jil--..
er löngu hætt að hugsa um
:rnig þessi andstyggðar stóll er
settur upp.
Rómverjinn Cato gamli sagði
eitt sum, er verið var að tala um
það hve mörgum mönnum væri
reistur minnisvarði:
Ég vil heldur að fólk spyrji,
hvers vegna Cato hafi ekki verið
réistur minnisvarði, heldur en að
það spyrji, hvers vegna honum
hafi verið reistur minnisvarði.
★
Kvæntir menn lifa ekkert leng-
ur en ókvæntir menn. Þeim finnst
það bara.
★
Við erum fædd í þennan heim
til þess að hjálpa öðrum, en til
hvers þeir eru, veit Guð einn.
Kvennagullíð
Gilsbakka Hjartarsonar, og Ing-
veldur Guðmundsdóttir, présts 1
Arnarbæli Johnsen. Frú Ingveld-
ur var greindarkona, en mikið
orð fór af gáfum Gríms Jónsson-
ar, sem var óvenjulega fjölgáfað-
ur maður. Jafnvígur virtist hann
á stærðfræði, tungumál og tón-
list. Glæsileg voru þau hjón bæði
ásýndum.
Á ísafirði ólst Jón Grímsson
upp í næsta nágrenni við mikinn
og öflugan frændgarð. Voru þeir
Gilsbekkingar, föðurbræður hans,
áhrifamenn um bæjarmálefni, og
föðursystir hans gift Þorvaldi
Jónssyni lækni, áhrifamanni um
fleira en heilsufar ísfirðinga.
Kom allt þetta fólk mikið við
sögu Isafjarðar um langan aldur,
bæði á friðar- og róstutímum.
Snemma bar á því, að Jón
Grímsson væri prýðilegum gáf-
um gæddur, og kornungur var
hann sendur utan til verzlunar-
náms. Hann starfaði síðan — og
raunar fyrr — sem verzlunar-
maður og verzlunarstjóri við Ás-
geirsverzlun, sem var um skeið
eitt öflugasta og sterkasta fyrir-
tæki hér á landi. Er Jón einn
þeirra þriggja manna, er ég minn
ist í svip, sem gegndu trúnaðar-
störfum við það fyrirtæki á
blómaskeiði þess, unz selt var og
stóð þá enn með miklum blóma.
A síðari árum hefir Jón Gríms-
son starfað á ísafirði sem lög.
giltur endurskoðandi og mál-
færslumaður, þótt ekki sé lög-
Iærður.
Vafalaust kippir honum um
gáfui- í kyn til föður síns, þótt
ekki muni hann vilja kallast
jafnoki hans. Hann er fjölfróður
maður, bókhneigður, minnugur.
og segir skemtilega frá, Iifandi
maður í lund og háttum, enda
vinsæll af þeim, sem hann bland-
ar geði við.
Þótt hann væri búsettur um
skeið í næsta firði, má kalla,
að hann hafi alið aldur allan á
Isafirði, enda munu nú fáir fróð-
ari honum um hagi gamla ísa-
fjarðar, menn og málefni: Sást
það af fróðlegri og skemmtilegri
ritgerð um ísafjörð á æskuárum
hans, er hann birti í Söguriti
ísafjarðar á liðnu ári. Gangur
mála er svo greindum manni ljós,
og margt kann hann að segja af
eldri ísfirðingum, sem nú eru af
sjónarsviðinu og sumir fyrir
löngu, skoplegum hliðum þeirra
og alvarlegum og öllum þar á
milli. Væri æskilegt að hann
færði fleira í letur um gamla
ísafjörð en æskuminningarnar í
Söguritinu í fyrra.
Jón Grímsson er kvæntur góðri
og skörulegri konu, Ásu Thord-
arson, sem er nokkuð jafngamall
Isfirðingur sjálfum honum.
Barnahópurinn er vaxinn úr
grasi og farinn að heiman. Búa
þau nú í kyrrð í gamla húsinu,
sem var heimili glæsimennisins
Ásgeirs Ásgeirssonar yngra, er
hann dvaldi á sumrum með fjöl-
skyldu sinni á IsafirðL
Gamlir vinir að vestan senda
Ásu og Jóni Grímssyni hlýjar
kveðjur í dag.
Jón Auðuns.