Morgunblaðið - 18.12.1957, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvilcudagur 18. des. 1957
Hlustað á útvarp
Árni Einarsson, kaupm.
Minning
INNAN um endalausar jólaaug-
lýsingar um alls konar varning.
sem kaupmenn og kaupfélög hafa
á boðstólum — svo og morgun-
tónleika, hádegistónleika, mið-
dagstónleika, kaffitímatónleika,
miðaftanstónleika, tónleika í
Hátíðasal Háskólans, verk eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson • og
loks danslagaplötuspil Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur, heyrði mað-
ur á sunnudag ágætt erindi séra
Gunnars Árnasonar, nefnt Sunnu
dagserindið: Átrúnaður þriggja
íslenzkra höfunda eins og hann
birtist í ljóðum þeirra, fyrsta er-
indið, um viðhorf Bjarna Thor-
arensens til trúar. Var erindi
þetta framúrskarandi vel samið
og áheyrilegt hjá hinum gáfaða,
lærða og áhugasama presti og
skáldi, höfundi og útvarpinu
mjög til sóma. Bjarni Thoraren-
sen var trúmaður einlægur, eins
og víða kemur fram í ljóðum
hans.
Síðari hluta dags auglýsti
Norðri bækur þær, er forlag
þetta hefur nú á boðstólum. Með-
V» al bókanna er skáldsagan Sól á
náttmálum eftir Guðmund G
Hagalín, sem eg tel víst að sé
bezta og veigamesta skáldsagan
þetta árið, heilsteypt verk og
þaulhugsað. Hef eg þegar lesið
þá bók, einu sinni, en mun lesa
hana aftur, til nánari athugunar.
Um ísland til Andesþjóða heitir
bók, sem Norðri sér um, eftir
Erling Brunborg, vel er látið af
bók þessari, sem er ferðasaga og
má víst allt gott um hana segja,
svo merkir menn hafa hælt henni.
Frú Elinborg Lárusdóttir las upp
Úr bók er hún hefur skráð um
dulrænar gáfur Kristínar Kristj-
ánsson. Frú Kristín segir fyrir
óorðna viðburði og kaflar þeir er
lesnir voru í þetta sinn, eru
eftir Sigurð Þórðarson, tónskáld
Hann er viðurkenndur sæmdar-
maður og dettur engum, er hann
þekkir, í hug, að hann fari ekki
með rétt mál. Ég hef lesið þessa
bók og þykir forspárnar merkileg
ar mjög. Annars er bókin vönd-
> uð að allri gerð eins og aðrar
bækur um sama efni eða líkt,
sem frú Elínborg hefur skrifað
Efalaust kaupa bókina margir.
Bókin heitir Forspár og fyrir-
bæri. Þá var talað við Ólaf Jóns
son um hið mikla verk hans
Skriðuföll og snjóflóð, sem fyrst
og fremst er vísindarit. — Einar
E. Sæmundsson hefur ritað bók
er Sleipnir nefnist um hesta, las
dr. Broddi Jóhannsson úr bók-
inni. Nú vilja ungir menn víst
helzt tala og lesa um bíla, flug-
vélar og mótorhjól. — Jón Ey-
þórsson las úr fjórða og síðasta
bindi þeirra Pálma Hannessonar
Hrakningar og heiðavegir. Var
það saga um mann er villtist í
stórhríð en komst, furðu lítið
meiddur, til byggða. Fyrstu bind-
in af þessi riti voru einkum á-
gæt, enda naut ritsnilld og frá-
sagnargáfa Pálma rektors sín þar
fullkomlega. Þá var loks lesinn
kafli úr þýddri bók eftir munk
einn frá Tíbet, sú bók er
skemmtileg og svo ótrúleg að
gengur næst verstu reyfurum
Rider Haggards og slíkra höf
unda. Ég hef lesið.bók Lobsangs
munks. Fleiri bóka Norðra var
getið, svo sem bókar um Hóla-
stað og myndabókar með húsum
þeim er Guðjón Samúelsson
teiknaði. Sá sem um þá bók gat,
lét í ljós þá skoðun, að ef Guð
jóns heitins hefði ekki notið.
mundu helzt engin af þeim hús-
um er hann teiknaði hafa verið
byggð! Heldur fáránleg skoðun!
Hitt er satt að Guðjón teiknaði
mörg fögur hús, þótt stundum
þætti honum vera nokkuð mis-
lagðar hendur.
Tónlcikarnir í Háskólanum,
verk eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson. Flytjendur Hljómsveit
Ríkisútvarpsins, Guðrún Símon-
ar, Guðmundur Jónsson, Þor-
steinn Hannesson og Dómkirkju-
kórinn, stjórnandi var dr. Páll
Isólfsson, fóru ljómandi vel L rm
--------------
og hafa eflaust orðið mörgum til
ánægju, einkum þó þeim, er í
hátíðasalnum voru. —
Um helgina var helzt þáttur frá
Hornströndum, verst að maður sá
er sagði frá einsetulífi sínu þar
o. fl. talaði allt Of hart og var
svo óskýr í málfari að hlustend-
ur gátu ekki fylgzt með nærri
því öllu er hann sagði. Hafði
hann lent í ýmsu norður þar,
var einbúi í 7 ár. — Þá var þátt-
ur um rúbína og aðra eðalsteina,
eitthvað í sambandi við bók
Mykle?) Annars fróðlegt að vita.
að hér eru slípaðir steinar svo
sem glerhallar, hrafntinna o. fl.
steinar. —•
★
Það er dálítið erfitt að skrifa
um útvarp, þegar ekki er vænt-
anlegt að það, sem ritað er, verði
birt fyr en eftir kannske 8—10
daga. Aðrir blaðamenn hafa þá
birt það, sem veigamest er, fyrir
löngu og lagt út af því í blað-
inu í löngu máli. Eða þá að heilar
ræður hafa komið í blaðinu, sem
maður er svo að reyna að segja
aðalefnið úr í fáum orðum. —
Nú — jæja! Maður gerir sitt
bezta og við það situr.
★
Séra Jakob Jónsson talaði um
daginn og veginn mánudag 9.
des. Talaði hann skörulega og
kom víða við. Sagði, að kvik-
mynda þyrfti gömul vinnubrögð
meðan þau væru enn í hefð. Þetta
er satt. Hver heíur t. d. séð vögur
og hey dregið upp af votlendi á
þeim? Eru þær enn notaðar ein-
hvers staðar? Örnefnum þarf að
safna, einkum í sveitum sem farið
hafa í eyði, þær sveitir byggj-
ast væntanlega aftur, kannske
þó ekki í bráð, — eftir 80—100
ár? Engin veit það. — M. a.
talaði séra Jakob um flutning
fólks til Canada, hann hefur sjálf
ur dvalið þar. Taldi ekki ráðlegt
að leita þangað. — Verst er að
varnarlið Bandaríkjamanna flyt-
ur út kvenfólk vort. Hvað ætn
mörg þúsund íslenzkar konur
ungar og fagrar, hafi gifzt er-
lendum hermönnum síðastl. 17
ár? Að síðustu óskaði séra Jakob
VIÐ þekkjum öll Nikolai Al-
exandrovich .., “ sagði Krús
jeff, þegar hann tilkynnti æðsta
ráði Rússaveldis, að Bulganin
væri orðinn forsætisráðherra. Sú
staðhæfing orkaði reyndar tví-
mælis. Því er ekki að furða, þó
að við hér úti á íslandi þekkjum
ekki ýkja mikið til hans annað
en að hann er aldraður, gráhærð-
ur náungi með geitarskegg, sést
oft á myndum við hliðina á Krús-
jeff og hefur nú skrifað undir
langt bréf til Hermanns þar sem
hann býðst til að taka ábyrgð á
öryggi okkar — ef vissum skil-
yrðum er fullnægt.
Bulganin varð forsætisráðherra
snemma árs 1955, þegar Malen-
kov stóð allt í einu upp og sagðist
ekki vera hæfur til að gegna
þeirri miklu vanda- og ábyrgðar-
stöðu.
Bulganin er nú á 63. aldursári.
fæddur í Njisni Novgorod, sem
nú heitir Gorkij. í opinberum
heimildum segir, að hann sé
verkamannssonur, en faðir hans
mun hafa verið skrifstofumaður.
Er talið.að Bulganin hafi stundað
nám í tækniskóla og fengið góða
menntun í stærðfræði, eðlisfræði
og þýzku, sem hann talar lýta-
laust. Annars er það sem kunnugt
er eitt af einkennum hins komm-
úniska heims, að öruggar, opin-
berar fréttir þaðan eru torfengn-
ar og erfitt fyrir blaðamenn að
kynna sér málin af eigin reynd.
Hvað sem því líður er víst, að
Bulganin gekk í bolsevíkkaflokk-
inn 1917, rétt fyrir nóvember-
þess að menn gættu hófs á kom-
andi jólum í nautn áfengra
drykkja til þess m. a. að auka
ekki ástvinum þjáning meo
drykkjuskap. Ef til vill verðui
ræða sér Jakobs komin á prent
áður en þessi orð birtast. Ræðan
á það vel skilið að sem flesti:
lesi hana.
Fæstum mun þykja takast vel
þátturinn er nefnist Leitin að
Skrápskinnu. Það á að vera til-
raun að koma á einum gaman-
þætti og er ekki ómögulegt, að
einhvér hópur fólks geti brosað
að. Annars virðist þeim er nú
í vetur ráða útvarpinu, helzt
annað betur gefið en að koma
af stað gamanþáttum. Hinn ungi
nýbakaði formaður útvarpsráðs
hefur víst öðru að sinna en því
og hefur kannske ekki mikinn á-
huga í þá átt.
Ekki var erindi Sveins hag-
fræðings Ásgeirssonar á fimmtu-
daginn um Alþjóðlega samvinnu
neytenda eiginlega gamanþáttur
En þó var ekki laust við að það
væri dálítið broslegt, svona bak
við tjöldin, að heyra, að í landi
þar sem er mat á flestu,. af opin-
berri hálfu, fiskimat, ketmat, ull-
armat, sildarmat, eftirlit með
mjólk, vörueftirlit yfirleitt o. s.
frv. þurfi, ofan á allt, að bætast
„prívat“ félag neytenda til þess
að endurmeta eða betrumbæta
allt þetta kostnaðarsama og vold-
uga opinbera mat og eftirlit. En
kannske er ekki vanþörf á því og
á þessari miklu félagsmálaöld er
ágætt að fá ennþá eitt tækifæri
til þess að vera í norrænni sam-
vinnu og alþjóða-félagsskap með
árlegum fundum í Stokkhólmi og
París. — Já, blessuð gangið í
Neytendafélagið, svo tala félags-
manna verði ekki undir sex þús-
undum. Sjálfsagt hefur félags-
skapur þessi margt til síns ágæt-
is.
Erindi Þórðar Björnssonar, Er
lendir gestir á öldinni sem leið
var um James Bryce og nefndist
Iávarður við Langjökul. Sir
James fór landveg frá Seyðisfirði
til Reykjavíkur, fór Vatnahjalla-
veg og Kjöl og ritaði ferðaminn-
ingar. Hann kunni íslenzku og
var jafnan vinur íslands síðan,
heiðursfélagi Bókmenntafélags-
ins (dó 1922). Þættir Þórðar
Björnssonar um ferðir útlendinga
á 19. öld hafa verið ágætir. Þeim
er nú lokið.
byltinguna, og fyrsta starf hans
varðaði áróður meðal vefara. Yf-
irmaður hans þá var Kaganovits,
sem nýlega missti völd og veg-
tyllur eins og menn muna. Kagan
ovits sendi Bulganin til Moskvu
og þar var hann gerður að raf-
stöðvarstjóra. Síðan var hann
borgarstjóri Moskvuborgar 1931-
1937, lét þá allmikið að sér kveða
og ferðaðist víða um lönd. Síðar
varð hann aðalbankastjóri Rúss-
landsbanka og háttsettur maður í
hergagnaiðnaðinum.
Þegar stríðið skall á var til-
kynnt, að Bulganin hefði gerzt
sjálfboðaliði. Hann varð fljótlega
hershöfðingi, en starfið var ekki
i því fólgið að ákveða, hvernig
bardögum skyldi hagað. Bulgan-
in var sem sé stjórnmálaerindreki
EINN af þeim borgurum Reykja-
víkur, sem settu svip sinn á bæ-
inn og tóku undir orð skáldsins,
sem kvað: „Þú rís og blómgast,
Reykjavík, sem rós við landsins
hjarta“, er látinn, Árni Einars-
son, kaupmaður. Hann lézt 12.
desember rúmlega 87 ára gamall
og hafði legið sjúkur síðustu
þrjá mánuðina.
Árni Einarsson var fæddur 9.
september 1870 ■ í nágrenni
Reykjavíkur. en fluttist með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur
eins árs gamall. Árni kvæntist
1896 Guðrúnu Kristínu Sigurðar-
dóttur. Eignuðust þau þrjú börn,
Sigurð, er dó 1914, 18 ára og
var mikill harmdauði foreldrum
hans, Egill, stórkaupmaður, og
frú Sigríður. Guðrún Kristín dó
árið 1928. Árni kvæntist í annað
sinn 9. janúar 1937 hinni góð-
kunnu listakonu Vigdísi Kristjáns
dóttur, sem lifir mann sinn.
Árni Einarsson fór mjög ung-
ur að fást við verzlunarstörf og
var hin fyrstu árin hjá Gunnari
Einarssyni, er hafði mikla verzl-
un um skeið í stóru húsi, er hann
byggði á horni Kirkjustrætis og
Tjarnargötu. En árið 1906 setti
Árni á stofn verzlun á Lauga-
vegi 24. Nokkrum árum seinna
flutti hann verzlun sína á Lauga-
veg 28. Hafði hann þar um
margra ára skeið umfangsmikla
verzlun bæði við bæjarmenn og
í hernum og er sagður hafa hafzt
eitthvað heldur skuggalegt að á
bak við víglínurnar, þegar rauði
herinn tók að æggja undir sig
landsvæði, þar sem Þjóðverjar
höfðu áður komið upp andkomm-
úniskum hreyfingum.
Skömmu eftir stríð var Bul-
ganin gerður að marskálki og
landvarnarráðherra, e. t. v. af
því að hann hafði nægilega marg
ar orður og þó nægilega lítinn
hetjuljóma til að falla Stalin í
geð. Síðan var hann tengiliður
hers og ríkisstjórnar og þótti far-
ast það liðlega úr hendi, enda
orðinn þjálfaður í list stjórnlagn-
innar og með mikla reynslu að
baki. Bulganin hafði þó að því er
virðist hægt um sig, menn sögðu
að hann væri sá, sem opnaði
Í dyrnar fyrir þeim, er vildu erfa
völd Stalins. En fyrr en varði
skaut honum upp við háborðið.
Bulganin er að ýmsu leyti ólík-
ur Krjúsjeff. Hann er'rólegur og
vingjarnlegur, þegar hann vill
það við hafa, með hreinar neglur,
vel klæddur, — og angar af Köln
arvatni. „Sannur riddari", sagði
frönsk dansmær einhvern tíma,
þegar Bulganin hafði farið fögr-
um orðum um fegurð hennar og
fimi. En hinu má ekki gleyma,
að Bulganin er þó fyrst og fremst
kommúniskur forsætisráðherra
hins heimsveldissinnaða Rússarík
is, gamall byltingarmaður, með
flekkaða fortið. Og bréfin, sem
hann sendir út um heim, hafa
sinn tilgang eins og allir vita.
utanbæjarmenn. Rak hann verzl-
unina af sínum alkunna dugn-
aði og lipurð, en á kreppuárinu
1922 varð Árni fyrir miklum
áföllum fjárhagslega og varð þá
að selja verzlunina og hús sitt.
Jafnframt kaupmennskunni
hafði Árni í 8 ár á hendi heil-
brigðisfulltrúastarf fyrir Reykja-
vík og var sá fyrsti í því starfL
Gegndi hann því starfi með
mikilli prýði en varð að hætta,
er verzlun hans hafði aukizt það
mikið að hún krafðist allrar
starfsorku hans.
Eftir að Árni hætti að verzla,
tókst hann ýmis störf á hendur.
Var í mörg ár umboðsmaður
ýmissa þekktra danskra fyrir-
tækja, sem seldu vörur til ís-
lands. Einnig sá hann í mörg ár
um innheimtu og ýmis önnur
störf fyrir systurnar í Landa-
koti. Er mér kunnugt um, að
þær mátu hann mikils. Öðru
hvoru var hann starfsmaður á
afgreiðslu Sameinaða gufuskipa-
félagsins, og einnig starfaði hann
um skeið hjá raftækja- og véla-
verzluninni Heklu.
Þá er að minnast á hið annað
ævistarf Árna Einarssonar, en
þa|S er hans mikla og gifturíka
starf fyrir verzlunarstéttina í
Reykjavík, sem hann vann af
framúrskarandi ósérplægni og
áhuga. Á ég þar við störf hans
í þágu Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og Styrktar- og
sjúkrasjóðs verzlunarmanna. Um
50 ára skeið nutu þessi félags-
samtök verzlunarmanna hans
eldlega áhuga og fórnfýsi.
Fyrstu kynni mín af Árna voru
aðallega í Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur. Fáum árum áður
en ég varð formaður félagsins
1922, hafði Árni bjargað eign-
um félagsins, sem verið höfðu í
hinni mestu vanhirðu, þegar
félagið lá niðri um skeið. Og má
með sanni segja, að það hafi
verið honum fyrst og fremst að
þakka að félagið var endurreist.
Síðan hefur það staðið allt til
þessa dags í miklum blóma og
varð heimili og forustufélag
verzlunarstéttarinnar. Og Árni
átti enn eftir að starfa mikið
fyrir félagið, því að þau 9 ár,
sem mér var falin forusta
félagsins, er hann mér einna
minnisstæðastur af þeim mönn-
um, sem ég kynntist í félaginu.
Ósérplægni, viljakraftur hans og
áhugi var öllum til fyrirmyndar.
Hann beið aldrei til morguns að
gera það, sem honum var falið
að vinna í dag. Ég hef fáa þekkt,
sem voru félagslyndari en hann.
I En skærust er minningin í
| huga mínum, er ég hugsa um
hann meðal hinna mörgu barna
á jólatrésskemmtunum félagsins,
því að þá ljómaði hann af gleði,
og hið göfugmannlega bros hans
sýndi þá hinn mikla kærleika
hans til alls og allra.
Fyrir sitt mikla, fórnfúsa og
heillaríka starf í þágu þeirrar
stéttar, sem er ein af mikilvæg-
ustu stéttum í þjóðlífi okkar, var
hann af forseta íslands sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar ár-
ið 1945. Hann var og að sjálf-
sögðu bæði heiðursfélagi í Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur og
Styrktar- og sjúkrasjóði verzl-
unarmanna.
Það má segja, að hann var
gæfumaður. Samborgarar hans
elskuðu hann og virtu, hann eign
aðist ágætar konur, sem sköp-
uðu honum unaðslegt heimili, og
elskuleg börn, sem urðu honum
til mikillar ánægju.
En hann varð líka eins og flest-
ir að mæta ýmsum örðugleikum
á langri ævi, en hans létta lund
og ódrepandi kjarkur og vilji
unnu alltaf sigur.
Ég kom oft á heimili þeirra
Vigdísar og hans og naut margra
ánægjustunda á þessu listfenga
heimili, þar sem Vigdís skapaði
svo að segja daglega ný lista-
verk með málverkum og vefnaði.
Árni studdi konu sína af mikl-
um áhuga í þessu starfi og vildi
Framh. á bls. 23
Þorsteinn Jónsson.
skrifar úr
daglega lífínu