Morgunblaðið - 19.12.1957, Síða 6
6
MORCUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 19. des. 1957
* KVI KMY N Dl R *
Spœnskar kvikmyndir
SPANVERJAR hafa kvatt sér
hljóðs á vettvangi kvikmynd-
anna. Reyndar hafa þeir gert
kvikmyndir í 60 ár, en nú eru
upprisnir af bröndum borgara-
styrjaldarinnar ungir listamenn
sem eru í óðaönn að endurreisa
merki spænskrar myndlistar.
Fjöldi spænskra kvikmynda er
með ólíkindum, og í fyrri heims
styrjöldinni komst framl. upp í
400 myndir á ári Flestar þeirra
eru óþekktar og áttu ekki erindi
út fyrir landamæri Spánar. Á
þriðja tug aldarinnar kemur Luis
Bunuel fram á sjónarsviðið og
gerir nokkrar myndir á Spáni, en
bezta mynd hans „Terre sans
Pains“ var þó bönnuð í heima-
landi hans. Siðan hefur Bunuel
eins og margir aðrir spænskir
listamenn heldur kosið að starfa
erlendis en í föðurlandi sínu
Bunuel er fyrir löngu orð-
inn heimskunnur leikstjóri. Gerði
hann meðal annars „Los Olivida-
dos“, sem Bæjarbíó sýndi fyrir
nokkrum árum.
Eftir borgarastyrjöldina á
Spáni var frjáls kvikmyndagerð
keyrð í dróma, kvikmyndaiðnað-
urinn settur undir strangt eftirlit
ríkis og kirkju. „Opus Dei“ (verk
Guðs) heitir stofnun kaþólsku
kirkjunnar, sem fer m. a. með
kvikmyndamál og hefur fulltrúi
„Opus Dei“ neitunarvald í kvik-
myndamálum. Svo ber ekki að
skiija, að kvikmyndagerð hafi
legið niðri á Spáni undanfarin ár.
Stjórnin lagði þegar í upphafi
mikla áherzlu á kvikmyndagerð,
skipulagði hana, veitti fé og stofn
aði ágætan skóla í kvikmynda-
gerð í Madrid. En það var kyrk-
ingur í stríðskynslóðinni, upp-
dráttarsýki og blóðleysi í lista-
og menningarlífinu. Orsakir þessa
eru öllum kunnar. Nú hafa stjórn
arvöldin losað nokkuð skrúfurn-
ar, enda leið ekki á löngu þar til
kvikmyndagerð kviknaði til nýs
og betra lífs með auknu, en þó
mjög takmörkuðu frelsi.
mm . * *
ystuna , þökk sé framkvæmda-
stjóra þess fyrir frumkvæðið.
Hlaut að koma að því, að Hafnar-
fjarðarbíó yndi sér ekki öllu leng
ur i skugga Bæjarbíós, og færi á
stúfana um útvegun mynda beint
frá útlöndum.
Ladislao (Lászlo) Vajda
Það er athyglisvert, að leik-
stjóri myndanna beggja, sem
Hafnarfjarðarbíó hefur sýnt, svo
og þeirrar næstu, er ekki spænsk-
ur, heldur ungverskur. Laszlo
Vajda fæddist í Búdapest árið
1906 en hefur dvalizt mestan
hluta ævi sinnar utan heimalands
síns, einkum í Þýzkalandi. Lét
hann þar mjög til sín taka á ár-
unum fyrir strið og var jaínvígur
á handritasmíði og leikstjórn.
Alls hefur hann samið 10 kvik-
myndahandrit og stjórnað 24
Bunuel (1930)
fékk uppreist. Litli snáðinn Pab-
lito Calvo á mikinn þátt í við-
gangi myndarinnar, eíida hefur
varla jafnsnjall barnaleikur sézt
á hvítu tjaldi síðan Jackie Coog-
an lék með Chaplin í „The Kid“.
„Marcelino“ verður mönnum
lengi hugstæð, einkum er fyrri
hlutinn hjartansljúfur, áður en
guðlegheitin bera listina ofurliði.
tJr „Bienvenido Mr. Marshall“. — t miðið: Heyrnarlausi
borgarstjórinn.
myndum. Meðal mynda hans eru
„Die Liebe der Jeanne Ney“
(1927), „Nur Du“ (1930) og „Vest
front 1918“. Síðan hefur hann
verið nokkurs konar farandleik-
stjóri í Evrópu og hafnaði loks á
Spáni árið 1942, þar sem hann
hefur dvalizt síðan.
Vajda var flestum gleymdur,
er „Marcelino" var sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes 1956.
Myndin vakti athygli og Vajda
Myndin naut eðlilega sérstakra
vinsælda á Spáni, og var kjörin
bezta mynd ársins 1954. Er ekki
ólíklegt, að margir fslendingar
kysu hana beztu mynd, sem sýnd
var hér órið 1957. Fáar myndir
hafa talað eins beint til hjartans
og „Marcelino". Sama verður
varla sagt um „Tarde de Toros“,
sem talar til grimmdarlostans.
Að pynda dýr — með vatnið í
munninum — þykir ekki löstur
í Suðurlöndum, frekar en hnefa-
leikar eða hvalskurður í Vestur-
löndum. („Tarde de Toros“ mun
hafa verið bönnuð á Bretlandi.)
Að frátekinni misþyrmingunni
fer ékki hjá því, að fimi og leikni
toreodora, matadora, picadora og
banderillos veki fegurðarkenndir,
svo og skrautlegir búningar, rauð
ur litur blóðsins, sem vætlar um
svört hárin, og skuggar hins
spænska kvölds á gulum sandi.
Þessir tveir ungu listamenn
(þeir eru liðlega þrítugir) námu
báðir í kvikmyndaskólanum í
Madrid. Á námsárum sínum gerði
Berlanga tvær mjög athyglisverð
ar myndir „E1 Circo“ og „Paseo
Sobre una Guerra Antigua". Árið
1951 mynduðu þeir félagar eigið
kvikmyndafélag og hafa síðan
helgað sig kvikmyndalistinni ein
vörðungu. Kunnustu myndir
Bardems eru „Comicos" (1954),
„Felices Pascuas" (1954) og verð-
launamyndin „Dauði hjólreiða-
mannsins“. Vonandi gefst okkur
einhvern tíma tækifæri til þess
að sjá a. m. k. þá síðastnefndu.
Bardem þykir öllu snjallari svið-
setjari en Berlanga. Eitt hefur þó
Berlanga fram yfir vin sinn, og
það er, að hann sver sig öllu meir
í ætt við gamlar listvenjur þjóð-
ar sinnar, myndir hans eru
spænskari en hins, ef svo mætti
að orði komast.
Fyrir nokkrum árum gerði Ber
langa myndina „BienvenidO’ Mr.
Marshall", góðmótlega gaman-
mynd um Marshall-hjálpina.
Hlaut hún verðlaun í Cannes. Þá
gerði hann „Novio a la Vista“ um
ungar ástir á spænsku baðstrand-
arhóteli anno 1900 og hræsni
vandlætingarfullrar eldri kyn-
slóðarinnar. Árið 1954 gerði Ber-
lenga sér langa ferð til fátækustu
héraða Spánar og kynnti sér lífs
kjör alþýðunnar. f fylgd með hon
um var vinur hans Cesare Zavatt
ini, sem kunnur er fyrir handrit
margra ítalskra ágætismynda
(Hjólhestaþjófurinn, Sciusia, Um
berto D) Uppskera ferðarinnar
var nýtt kvikmyndahandrit, sem
þeir sömdu í sameiningu:
„Spænskar sögur“. Eru það svip
myndir úr daglegu stríði alþýðu-
mannsins, sagan af þorpsnauta-
bananum, sagan af bóndanum í
herþjónustu, sligan af barn-
inu, sem gat ekki brosað,
o. fl. sögur. Stjórnin hefur
bannað Berlanga að gera kvik-
mynd eftir handritinu, og þar við
situr. í fyrra lauk Berlanga við
„Calabuig“, sem við fáum að sjá
í Bæjarbíói hvað líður. Fjallar
myndin um atómprófessor, sem
leggur vísindin á hilluna og flýr
til lítils fiskiþorps í nágrenni Val
encia, þar sem hann skemmtir
þorpsbúum með flugeldum í stað
þess að skemmta skrattanum með
kjarnorkusprengjum. Bæði Rúss-
ar og Bandaríkjamenn komast á
snoðir um dvalarstað prófessors-
ins og gera honum gó_ð tilboð, sem
hann hafnar öllum. í hitteðfyrra
gerði Berlanga myndina „Los
Gancheros" og er hún um
spænska skógarhöggsmenn. —
Myndin var bönnuð á Spáni. Er
því ekki laust við að himr ungu
listamenn Spánar eigi við ýmsa
erfiðleika að etja, þar sem er hið
stranga kvikmyndaeftirlit ríkis
og kirkju.
Berlanga er eindreginn fylgis-
maður ný-raunsæisstefnunnar í
kvikmyndum, og áhugi hans bein
ist því einkum að vandamálum
smælingjans, sem á ytra borðinu
virðast hégómi einn, en verða
risavaxin og örlagarík, ef betur
er að gáð.
ALTER EGO.
Ævisaga Jessens komin
skráð hefur Cuðm. C. Hagalín
„í kili skal kjörviður" heitir
bók sem komin er út hjá
Noröra. Eru það minningar
M.E. Jessens skólastjóra Vél-
skólans í um það bil 40 ár.
Bókin er skrásett af Guð-
mundi G. Hagalín, mikið rit
og vandað, nálega 350 bls. að
stærð.
Þúsundir íslendingar kannast við
M.E. Jessen. Hann lagði öðrum
mönnum fremur grundvöllinn að
vélamenningu íslendinga, kom
shrifar úr 1
daglega lifinu
Berlanga
(arftaki Bunuels?)
Menningartengsl Hafnarf jarðar
og Madrídar
Nú í vetur hefur Hafnafjarðar-
bíó sýnt tvær athyglisverðar
spænskar myndir: „Marcelino
pan y vino“ og „Tarde de Toros“.
Sú þriðja mun vera á leiðinni:
„Mio Tio Jacinto" og ku hún
ekki standa hinum að baki. Fjall-
ar hún um börn, og leikur dreng-
urinn, sem lék Marcelino, aðal-
hlutverkið. Þá mun Bæjarbíó
hafa krækt sér í spænsku mynd-
ina „Calabuig" eftir hinn upp-
rennandi spænska listamann Ber
langa. Bætist þá Berlanga í hóp
þeirra öndvegisskálda kvikmynda
listarinnar, sem Bæjarbíó hefur
kostað kapps um að kynna ís-
lendingum. Það er samt Hafnar-
fjarðarbíó, sem hefur haft for
25 kr. veltan
KRÓNU VELTAN ER 1
„£j FULLUM GANGI“ stendur
í Morgunblaðinu í gær, og aðrar
orðsendingar um veltuna hafa
birzt undanfarna daga. Velvak-
andi botnaði hvorki upp né niður
í þessu fyrirbrigði, svo að hann
spurði fróða menn: Hvað er eigin-
lega þessi 25 krónu velta?
„Hvað er þetta, góði, er enginn
búinn að skora á þig?“ — var
svarið. „Ég held að það hljóti að
koma að því bráðlega". Hvað sem
því líður, þá er mergurinn máls-
ins sá, að hér er á ferðinn' nýjasta
nýtt á sviði fjáröflunar í kosninga
sjóð Sjálfstæðismanna fyrir bæj-
arstj órnarkosningarnar.
Veltan hófst með því, að nokkr
ir menn úr bæjarstjórnarflokki
Sjálfstæðismanna í Reykjavík
komu niður I Sjálfstæðishús og
lögðu 25 kr. hver í kosningasjóð-
inn. Um leið nefndu þeir til 3
menn hver, sem þeir vildu skora á
að leggja sömu upphæö af mörk
um.
Skrifstofa flokksins sá svo um
að koma áskoruninni á framfæri
til þessara 9 manna. Þeir komu
á flokksskrifstofuna og borguðu
hver sínar 25 kr., og tilnefndu
einnig 3 menn hver, sem þeir
skoruðu á að borga í sjóðinn.
Þrisvar sinnum 9 eru 27. Þess
ir 27 komu og lögðu sínar 25 kr.
á borðið hver og nefndu 3 ný nöfn.
Þá voru sendar áskoianir til 81
manns, sá hópur borgaði og skor-
aði á 243 menn o. s. frv.
Fyrirmynd þessa kerfis munu
ýmsir kannast við. Er það smellin
hugmynd að beita því nú til að fá
fé í kosningasjóðinn og verður
vafalaust brugðizt vel við.
Lítil slúlka tapar
penlngum
ÞAÐ komu tveir menn á skrifstof
ur Morgunblaðsins í fyrra-
kvöld og spurðu eftir Velvakanda.
Jú,hann var þar, bauð mönnunum
auðvitz' inn og sópaði nokkrum
blöðum af Tímanum og Þjóðviljan-
um af stólnum inni í kamersinu
sínu — auðvitað beint í bréfakörf
una. „Hvað skyldu þei: vilja, þess
ir“, hugsaði Velvakandi. „Líklega
hefur einhver búðardama verið ó-
notaleg við þá og þeir vilja láta
segja henni til syndanna". En það
var nú reyndar ekki erindið.
Mennirnir kváðust hafa lesið
það í Morgunblaðinu þá um morg-
uninn, að lítil stúlka hefði tapað
peningum. Sagan um telpuna var
i stuttu máli á þá leið, að hún fór
inn í Tryggingastofnun á mánu-
dag til að sækja barnalifeyri fyr-
ir móður sína, — 685 krónur. Þá
var kl. rúmlega 1. En með ein-
hverjum hætti glataðist féð og
telpan leitaði að þvi allt til kl. 9
hingað til lands ungur að árum
en fullhugi mikill og á að baki
glæsilegan, árangursríkan og
ánægjulegan starfsferil. Hann
man tímana tvenna frá því er
um kvöldið án árangurs. Mennirn
ir. sem komu til Velvakanda, vildu
biðja hann að benda fólki á að
koma til hjálpar, og sjálfir lögðu
þeir fram 100 kr.
En nú hefur komið f ljós, að
hvatningin var með öllu óþörf, þvi
almenningur hafði brugðizt vel við,
sent á lögreglustöðina 10.710 kr.
og beðið um, að peningunum yrði
komið til telpunnar eða móður
hennar. Það varð því góður endir
á þessari sorgarsögu.
Nýlt happdrættislán
FLUGFÉLAG íslands þurfti
að borga hvorki meira né
minna en 48 milljónir króna fyr-
ir nýju Viscount-vélarnar tvær,
sem komu 1 vor. Lán fengust að
vísu erlendis fyrir hluta kostnað-
arins, en all-mikið fé vantar enn,
ekki sízt þar sem ekki er talið hag
kvæmt að selja allar þær eldri
vélar, sem einu sinni var ætlunin
að láta upp í kostnaðinn.
Af þessum söknm hefur nú ver
ið ákveðið að selja Lappdrættis-
skuldabréf innanlands. Eiga bréf
in að kosta 100 kr. hvert og verða
þau endurgreidd eftir 6 ár. En á
livei-j u vori þangað til verður dreg
ið um flugfarseðla fyrir 300 þús.
kr. — Þá átt þú, lesandi góður,
þess kost að bregða þér út í heim
í vor fyrir rOO kr., ef heppnin er
með. —
M.E. Jessen
menn og skepnur fældust, er þeir
heyrðu mótorhljóð, þar til nú,
er vélar hafa tekið við vinnu
hestsins að mestu, og maðurinn
stjórnar léttri hendi afkastamikl-
um vélum.
Móðurlandið og fósturlandið
Bókinni er skipt í tvo megin-
kafla. Hinn fyrri fjallar um
æsku- og námsár í Danmörku,
baráttu stórhuga æskumanns til
að verða að nýtum manni. Sá
kafli ber heitið Móðurlandið.
Síðari kaflinn ber heitið Fóst-
urlandið og þar er nánast að
finna söguna um það er „kjölur“
var lagður að vélamenningu
landsmanna. Þar er um byltingu
að ræða á fáum áratugum og ævi
saga manns er lifað hefur og mót-
að slíka byltingu hlýtur að verða
hverjum nútímamanni fagnaðar
efni.
Guðm. G. Hagalín tekst frásögn
in vel, enda er hann löngu viður-
kenndur meistari á þessum svið-
um.