Morgunblaðið - 19.12.1957, Qupperneq 7
Fimmtudagur 19. ðes. 1957
MORCTJNBLÁÐIÐ
7
/CFÆAA/jDAfÆ
Greiddir verða 5% vextir og vaxtavextir
af skuldabréfunum
Auk þess verða greiddar árlega
KR. 300.000.oo í VINNINGUM
íslendingar eru ein mesta flugþjóð í heimi. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir flugsam-
göngum, enda tala tölur sínu máli. Á árinu, sem nú er að líða, flytja flugvélar Flug-
félags íslands um 80.000 farþega, eða sem svar ar helmingi allra landsmanna. Þessar tölur bera
ljósan vott um hina öru þróun í flugsamgöngum okkar. Flugfélag íslands hefur ávallt stefnt
að því marki að veita sem bezta þjónustu með bættum flugvélakosti og tíðari ferðum til sem
flestra staða.
Vegna mikillar fjárfestingar í sambandi v ið flugvélakaup og aukinnar þjónustu, erfélagið
hyggst veita í æ ríkari mæli í framtiðinni með því að efla enn frekar flugsamgöngur innan-
lands og milli landa, verður ekki hjá því komizt, að Flugfélag íslands afli sér aukins fjár-
magns. Með hliðsjón af framangreindu hefur stjórn félagsins ákveðið að leita stuðnings lands-
manna. Hefur Alþingi og Ríkisstjórn í því skyni heimilað Flugfélagi íslands útgáfu happdrætt-
isskuldabréfa að upphæð kr. 10.000.000.00.
Gefin verða út 100.000 sérskuldabréf, hvert að upphæð kr. 100,00. Verða þau að fullu
endurgreidd 30. des. 1963, með 5% vöxtum og vaxtavöxtum, eða samtals með kr. 134.00.
Hvert skuldabréf gildir jafnframt sem happdrættismiði, og verður eigendum sérskuldabréf-
anna úthlutað í 6 átr vinningum að upphæð kr. 300.000,00 á ári. Vinningar verða greiddir
í farseðlum með flugvélum Flugfélags íslands innanlands eða milli landa, eftir vali. Útdrátt-
ur á vinningum fer fram einu sinni á ári, í fyrst a skipti í apríl 1958.
VINNINGAR:
i
i
i
i
5
10
20
30
84
vinningur á kr. 10.000
---- - — 8.000
---- 7.000
-------------6.000
----- .. _ 5.000
---------------4.000
---- 3.000
---- - — 2.000
---- --------1.000
— kr. 10.000
------8.000
------7.000
------6.000
------ 25.000
------ 40.000
------ 60.000
------ 60.000
------ 84.000
Samtals kr. 300.000
-----SÖLUSTAÐIR:____________
Fyrst í stað verður sölu skulda-
hréfanna hagað sem hér segór:
Aðalsöluumboð verður hjá afgreiðslum og
umboðsmönnum Flugfélags íslands víðs vegar
um land. Auk þess munu I.andsbanki íslands,
títvegsbanki Islands og Búnaðarbanki Islands,
svo og útibú þeirra annast sölu happdrættis-
skuldabréfanna.
Gefið HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF Flugfélags íslands
í jólagjöf og eflið um leið íslenzkar flugsamgöngur