Morgunblaðið - 19.12.1957, Side 12

Morgunblaðið - 19.12.1957, Side 12
12 MORCVNBIAÐIÐ Fimmtudagur 19. des. 1957 CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðamtstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. NIÐURLÆGING FJÁRMÁLA- RÁÐHERRANS UTAN UR HEIMI Erfið starfsskilyrði vestrœrma frétta- manna í Moskvu — þaS eru ekki allir, sem vilja eta hatt sinn URRÆÐI“ Eysteins Jóns- sonar og vinstri stjórn- arinnar til þess að jafna greiðsluhalla fjárlaganna eru nú komin í ljós. Þrautaráð fjármála- ráðherrans er að falsa niðurstöðu fjárlaganna, kippa út úr þeim meginhlutanum af þeirri upp- hæð, sem ætluð hafði verið til niðurgreiðslna á verðlagi innan- lands. Af þeim 105 millj. kr., sem teknar höfðu verið upp í fjárlagafrumvarpið í þessu skyni er nú 65 millj. kr. kippt út. 40 millj. kr. standa hins vegar eftir. Ennfremur er hætt við að taka upp í fjárlög þær 20 millj. kr., sem skýrt var frá í grein- argerð fjárlagafrv. að væru af- leiðing af auknum niðurgreiðsl- um vegna hækkaðs verðs á land- búnaðarafurðum á s. 1. hausti. Fjármálaráðherrann hefur þannig í raun og veru kippt 85 millj. kr. af dýrtíðarniöur- greiðslum ut úr sínu eigin fjárlagafrumvarpi til þess að svo geti heitið að það sé af- greitt greiðsluhallalaust! Að öðru leyti jafnar hann greiðsluhallann með því að hækka áætlaðar tekjur af toll- um og sköttum, ásamt tóbaki og brennivíni, um 26,5 milljónir króna. Þar af nemux áætluð hækkun á hágnaði af áfengis- verzlun og tóbakssölu um 10 milljónum króna. Nýir skattar Af þessum tölum er auðsætt að enda þótt fjármálaráðherra hafi með því að falsa niðurstöðu fjárlaga á Alþingi nú fyrir jól- in tekizt að komast hjá því að afla raunverulega nýrra tekna til þess að rísa undir greiðslu- halla fjárlagafrumvarpsins, sem nú er um 85 millj. kr., þá sleppur hann samt ekki við að afla þess- arar upphæðar í ríkissjóð síðar á þessu þingi, með nýjum álögum á þjóðina. Eystein vantar í raun og veru a. m. k. 85 millj. kr. til þess að geta afgreitt fjár- lög greiðsluhallalaus. Hann hef- ur nú farið inn á þá furðulegu braut að reyna að jafna greiðsm- hallann með því að kippa út úr fjárlagafrumvarpinu stórfelldum greiðslum, sem ríkissjóður óum- flýjanlega verður að standa straum af eftir sem áður. Þær 85 millj. kr. af dýrtíðarniður- greiðslum, sem Eysteinn Jónsson hefur sett utangarðs við fjárlög verður að greiða engu síður eri þær 40 millj. kr., sem ráðherr- anum þóknast að taka upp í fjár- lög til þessara sömu þarfa. Allt sýnir þetta út í hvert kviksyndi fjármál ríkisins eru komin undir stjórn Eysteins Jónssonar. Hver^? örlar á swarnaði Undanfarið hefur Eysteinn Jónsson oft brugðið þeirri af- sökun fyrir sig að fjárlög hafi hækkað undanfarin ár vegna ágengni Sjálfstæðismanna og krafna um fjárveitingar til margs konar framkvæmda. En nú er Framsóknarflokkurinn í stjórnarsamvinnu við aðra menn og „ábyrgari", að því er leiðtog- ar hans segja. Ætla mætti því að nú gæti Eysteinn farið að spara og láta hagsýni sína og „fjármálaspeki" njóta sín til fullnustu. En það undarlega hefur gerzt: Hvergi örlar á sparnaði hjá fjár- málaráðherra Framsóknarflokks ins. Eina viðleitni hans í þá átt að spara fólst í því að stórlækka framlög til vega-, brúa- og hafn- argerða, þegar hann lagði fjár- lagafrumvarp sitt fram. Annan sparnað gat ekki að líta á fjár- lagafrumvarpin „dreifbýlisvin- arins“. Enda þótt Eysteinn Jónsson hafi nú fengið „ábyrga“ sam- starfsmenn, sem hann ekki þarf að standa í stríði við eins og Sjálfstæðismenn, um fjárveit- ingar til sjúkrahúsa, skóla, vega, hafna og brúa, þá tekst honum samt ekki að spara. Ríkisbáknið heldur áfram að þenjast út í höndunum á hon- um og dýrtíð og verðbólga magnast í landinu. En Fram- sóknarmenn halda áfram að syngja fjármálaspekingi sín- um lof og dýrð. Einnig þeir . verða að hafa sitt goð á stalli, alveg eins og kommúnistar Stalin á sínum tima og Krúsjeff nú. Erfiðleikar sjávar- útvegsins Fölsku fjárlögin verða vænt- anlega afgreidd í þessari viku frá Alþingi. En með þeim hefur enginn vandi verið leystur. Eftir stendur vandamálið sem í því er fólgið að raunverulega vant- ar 85 milljónir króna til þess að fjárlög ríkisins fyrir árið 1958 séu greiðsluhallalaus. En fleiri vandamál standa óleyst um þessi áramót. Útvegs- menn benda á að tilkostnaður þeirra við útgerðina hafi aukizt verulega, meðal annars hafi verðlag á vélum og varahlutum, ásamt mörgum öðrum nauðsynj- um útgerðarinnar, hækkað um allt að 38% vegna ráðstafana vinstri stjórnarinnar. Þá hafa sjómenn nú krafizt mikilla kauphækkana og má gera ráð fyrir að nauðsynlegt verði talið að koma verulega til móts við óskir þeirra, ekki síst vegna þess mikla skorts, sem er á mann afla á íslenzk fiskiskip um þess- ar mundir. Það er þess vegna auðsætt að ríkið kemst trauðla hjá því að afla sér töluvert aukinna tekna til þess að mæta auknum rekstr- arhalla sjávarútvegsins. Þannig blasa alls staðar við vandræði og erfiðleikar und- ir forystu vinstri stjórnarinn- ar. Hún stendur alls staðar uppi úrræðalaus, þrátt fyrir öll sín glæstu loforð um skjóta lausn á öllum vandamálum þjóðfélagsins. Niðurlæging hennar er mikil. En mest er þó niðurlæging fjármálaráð herrans með fölsuðu fjárlög in. Það er ekki heiglum hent að afla frétta í Moskvu E I N N af fréttariturum banda- ríska vikuritsins Newsweek er nýkominn úr Moskvuför og sagði ó dögunum í stuttri grein frá að- búnaði og starfsskilyrðum vest- rænna starfsbræðra sinna í Moskvu. Þar dveljast nú að stað- aldri 24 fréttaritarar frá Vestur- löndum. Ekki er aðbúnaði né starfsskilyrðum hrósað mjög, því að húsnæðisskortur er slíkur í borginni, að einungis einum þessara fréttaritara hefur tekizt að fá íbúðarhúsnæði í borginni. Allir hinir hýrast í hrörlegurr. hótelherbergjum. Það er tvennt ólikt að stunda fréttamennsku Moskvu og einhverri höfuðborg á Vesturlöndum. Nær einu frétta uppspretturnar auk „Pravda" eru erlendir sendimenn og drykkju- veizlur í hinum ýmsu sendiráð- um. Og enda þótt fréttamönnum takist að smjúga inn í margar veizlurnar og boðin er ekki þar með sagt að þeir nái tali af höfð ingjunum í Kreml — séu þeir þar staddir. Krúsjeff og félagar hans eru jafnan umgirtir lífvörð- um og túlkum við slík tækifæri — og þegar boðið er til Kreml eða í eitthvert sendiráð lepp ríkjanna er það viðtekin regla, að blaðamönnum er vísað inn í önnur salarkynni en æðstu íor ingjum. Það er því jafnan undir hælinn lagt hvort fréttamenn- irnir fá að heyra foringjana ræð- ast við — og venjulega reyna fréttamenn því að vera á varð- bergi við dyr og á göngum. Það er heldur ekki auðhlaupið að því fyrir vestræna fréttamenn að ná tali af Krúsjeff eða ein- hverjum félaga hans einslega Biðin eftir slíku samtali tekur vikur og mánuði — og yfirleitt fæst það ekki. En fari svo, að fréttamönnunum sé veitt áheyrn verða þeir að leggja spurninga listann fram skriflega fyrir við- talið. Hins vegar munu komm- únískir fréttamenn eiga greiðari aðgang í Moskvu og að því leyti eru aðstæður erlendra fréttaritara í Moskvu mjög mis (jafnar. Hinir 24 fyrrgetnu eru hins vegar allir frá andkomm- únískum blöðum og hlutlausum fréttastofum. En erfiðleikum Moskvufrétta- ritaranna er ekki lokið, þegar þeim hefur loksins tekizt að afla einhverra frétta. Skeytaritskoð- un er jafnströng í Rússlandi sem áður — og stundum eru fréttirn- ar skornar niður í nær ekki neitt áður en heimilað er að senda þær. Hirin rauði blýantur rit- skoðunarinnar er ekki sparaðui í Moskvu og oft vill það fara svo, að strit fréttaritaranna ber lítinri eða engan árangur. Ekki eru allir Danir matvandir Stórorðir menn hafa það stund- um að máltæki, þegar þeir leggja dóma á menn og málefni, að þeir leggi höfuð sitt að veði fyrir hinu og þessu. Dani einn er hins vegar vanur að segja, að hann mundi éta hattinn sinn, ef þetta eða hitt færi ekki eins og hann ætlaði. Fyrir um það bil ári kom þessi Dani að máli við kunningja sinn og nábúa í Kaupmannahöfn og ræddu þeir um Ameríku. Hvor- ugur kunni stakt orð í ensku, er. báða langaði til þess að bregða sér vestur um haf. Kunninginn sagðist viss um það, að hægt væri að ferðast með góðu móti um Bandaríkin án þess að kunna stakt orð í ensku. Hmum varð að orði að hann skyldi éta hatt sinn upp til agna, ef kunningja hans tækist það. Auðvitað sagði hann þetta ekki í alvöru, en ltunning- inn greip í hönd hins stórorða og sagði, að bezt væri að binda þetta fastmælum —• og þá var of seint að taka orð sín aftur. Nú er vinur hins stórorða ó leið heim til Danmerkur eftir 10 mánaða ferðalag um Bandaríkin þver og endilöng. Áður en hann fór að heiman gerðu tvímenning- arnir samkomulag um það, að ekki mætti hann hafa í farareyri nema 1,000 dollara og hann skyldi hafa 10 mánaða útivist. Og þetta stóðst allt. Þegar Daninn hélt heim höfðu bandarískir blaðamenn viðtal við hann — auðvitað með aðstoð túlks. — Spurðu þeir hann hvernig hann hefði komizt alla þessa vega- lengd „mállaus", með aðeins 1,000 dollara í vasanum. „Ég brosti bara“. sagði Daninn. „Með- an ég brosi við heiminum brosir heimurinn við mér“. Hann sagð- ist hafa búið til 200 litlar brúður klæddar dönskum búningi áður en hann fór að heiman. Brúðurn- ar gaf hann síðan Danmerkur- vinum, sem hann rakst á vestra — og þá voru allar leiðir opnar. Allir reyndu að greiða götu hans — og hann var borinn á hönd- um, ef svo mætti segja. Hann ferðaðist um nær öll ríki Banda- ríkjanna — og á þann hátt rætt- ist margra ára draumur hans. En mesta ánægjan var samt eftir: Að sjá nábúann stífa hatt sinn úr hnefa. Þessi slungni ferðamaður gerði málið opinbert til þess að tryggja það, að vinur hans kæm- ist ekki hjá því að éta hatt sinn, eins og hann hafði heitið honum, ef ferðalagið heppnaðist. Ekki er enn vitað á hvaða hátt hattur- inn verður matreiddur. Danir eru hinir mestu snillingar við matseldun, danskur matur er sagður gómsætur og Danir miklir matmenn. Hins vegar er óvíst, að margir öfundi hattgleipinn af þessari dönsku fæðu, sem er einstök í sinni röð á friðartím- um. Ferðalangurinn ætlar ekki að gefa vini sínum eftir veðmál- ið — og segja má, að þessi Bandaríkjaferð hafi ekki orðið með öllu árangurslaus. Það er ekki á hverjum degi, sem Danir éta hatta sína. Framtíðarskipið? Bretar eru nú að gera tilraunir með neðansjávarolíuflutninga- skip, sem á. að verða knúið kjarn- orku. Að vísu er smíði skipsins ekki hafin, en tilraunir eru gerð- ar með lítið líkan af hinu vænt- anlega skipi, sem verður tölu- vert stærra en Queen Elizabeth. í laginu verður olíuflutningaskip þetta eins og hvalur, en gang- hraði þess á að verða um 60 hnút- ar, sem er helmingi meira en flestra hinna hraðskreiðustu of- ansjávarskipa. Það er og nýstár- legt við smíði þessa, að skipið verður ekki knúið með spöðum, heldur eins konar „þrýstisjó- hreyfli" (samanber þrýstilofts- hreyfill). Undanfarna daga hefur verið stöðugur straumur hollenzkra flóttamanna frá Indónesíu. Þessi mynd var tekin á flugvellinum í London af nokkrum flóttamannanna, sem ygirgáfu allar eigur sinar í Indónesíu og standa nú með tvær hendur tómar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.