Morgunblaðið - 19.12.1957, Side 24
i?
"k ~k
DAGAR TIL JÓLA
Jtlor^uiiMaíí
289. tbl. — Fimmtudagur 19. desember 1957.
DAGAR TIL JÓLA
Eina úrræði fjármálaráðherrans:
Enn komið með
Stóríelld fölsun á niðursfö ðum fjárlaga
85 millj. kr. tekjuoflun frestað fram í fehrúar
Stjórnarliðið sker niður framlög til framkvæmda í Reykjavik
slasaða sjómenn
PATREKSFIRÐI, 18. des. — En
hefur þýzkur togari leitað hér
hafnar vegna slasaðra skipverja.
Var þetta Bremerhaventogarinn
Perseus, sem kom með fimm
menn meira og minna meidda.
Togarinn hafði verið að veið-
í GÆR var útbýtt á Alþingi nefndaráliti frá meirihluta fjárveit-'t>
inganefndar. Koma þar í ljós „úrræði" fjármálaráðherrans til þess
að jafna hinn mikla greiðsluhalla á frumvarpinu tif fjárlaga fyrir
árið 1958. Aðaltillaga fjármálaráðherrans og meirihluta fjárveit-
inganefndar er sú, að greiðsluhallinn verði jafnaðoir með því að
lækka framlag til dýrtíðarráðstafana úr 105 millj. kr., eins og lagt
var til í frumvarpinu upprunalega, í 40 millj. kr. Framlagið til
dýrtíðarráðstafana er þannig lækkað um 65 millj. kr. Ennfremur
er ekki teknar upp í fjárlög þær 20 millj. kr., sem fjármálaráð-
herra lýsti ýfir í haust, að nota þyrfti til aukinna niðurgreiðslna á
vöruverði vegna hækkana á verði landbúnaðarafurða á sl. husti.
Fölsun fjárlaga
Urræ'ði fjórmálaráðherrans til
þess að jafna greiðsluhalla fjár-
laganna er því það eitt að falsa
niðurstöður fjárlaganna um 85
millj. kr., þar sem yfirlýst er, að
halda verður áfram óbreyttum
niðurgreiðslum úr ríkissjóði, þar
með reiknuð sú 20 millj. kr. aukn
Snjóbíll Guð-
mundar fastnr
við Tungnaá
SELFOSSI, 18. des. — Hinum
kunna öræfagarpi og ferðalang.
Guðmundi Jónassyni, hefur
hlekkzt eitthvað á með bíl sinn
austur við Tungnaá. Ekkert hef-
ur Guðmund þó sjálfan sakað eða
ferðafél. hans tvo. Annar þeirra
er Sigurjón R;r>t vatnamælinga-
maður. Guðmnndur fór í leiðang
ur inn að Fiskivötnum og víðar,
fyrra sunnudag á vegum raforku-
málastjórnarinunar. Mun Sigur-
jón Rist hafa verið að fram-
kvæma þar vatnsmælingar.
Þeir munu hafa verið á heim-
leið, er óhappið vildi til. Þeir
ætluðu að fara Tungnaá á ís, á
snjóbíl Guðmundar, en hann hef-
ur með einhverjum hætti orðið
fastur I krapaelg. Frá Reykjavík
fór í nótt hjálparbíll. Á stórum
vörubíl var skriðbíllinn „Kraki“
íluttur. Vonuðust ferðalangarnir
til þess að komast á vörubíln-
um upp í Sölvahraun, en ætluðu
að aka þaðan inn í Svartakrók.
Eru leiðangursmenn vel búnir að
hvers konar tækjum til að ná upp
snjóbíl Guðmundar.
Það er af Guðmundi og Sigur-
jóni að segja að segja, að með
þeim mun vera þriðji maður-
lnn. Þeir eru vel útbúnir. Báðir
eru þeir Guðmundur og Sigurjón
miklir ferðamenn og fáir munu
betur kunna að búa sig út til ör-
æfaferöar, hvort heldur er að
vetri til eða sumri, en þessir
garpar báðir. Von var á að skrið-
bíliinn Kraki kæmist i Svarta-
krók seint í gærkvöldi. —G.G.
ing, sem fjármálaráðherra gerði
ráð fyrir á sl. hausti vegna hækk
aðs verðs á landbúnaðarafurðum.
Þá kemur það fram í nefndar-
áliti meirihluta fjárveitinganefnd
ar að gert er ráð fyrir að hækka
áætlaðar tekjur af tollum og
sköttum, ásamt tóbaki og brenni-
víni um 26,5 millj. kr.
Það mun áform ríkisstjórnar-
innar að fresta tekjuöflun til þess
að standa undir ráðstöfunum
vegna dýrtíðarinnar fram yfir
bæjarstjórnarkosningar. Þorir
stjórnin ekki að sýna framan í
85 millj. kr. nýja skatta til þess
að ná raunverulegum greiðslu-
jöfnuði á fjárlögum, hvað þá
skattana sem þarf til að afla auk-
ins fjár til stuðnings útflutnings-
framleiðslunni.
Níðst á Reykjavík
Að öðru leyti bera tillögur
meiri hlutans með sér, að það
er ætlun stjórnarliðsins að níð-
ast á Reykjavík við setningu fjár
laga fyrir næsta ár. Ýmis fram-
lög til framkvæmda í bænum eru
stórlækkuð, svo sem framlag til
iðnskólans, framlag til bygging-
ar nýrrar lögreglustöðvar og
framlag til nýrra skólabygginga.
„E5 krénu
veltao“
„25 KRÓNU VELTAN“ er í
fullum gangi.
Sjálfstæðisfólk! Mætið á skrif-
stofu Fjáröflunarnefndarinnar í
Sjálfstæðishúsinu og takið þátt i
veltunni. Þið, sem skorað hefur
verið á, vinsamlegast gerið skil
hið allra fyrsta.
Skrifstofan er opin frá kl.
9—7 í Sjálfstæðishúsinu.
FJÁRÖFLUNARNEFND
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Frá Alþingi
3. umræða um fjárlögin hefst
í dag kl. 1.30.
YOrðsending frá
SjálfstæðisfBokknum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opnað skrifstofu, til
undirbúnings bæjarstjórnarkosninganna, í Vonarstræti 4
II hæð.
Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrár og aðstoðar
við kjörskrárkærur. Þar eru einnig veittar upplýsingar
varðandi utankjörstaðaratkvæðagreiðslu.
Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 9—6 daglega.
Símar skrifstofunnar eru: 24753 og 17100.
Stjórmœrlifiið vill ebki 2 kjördago
Kosnmgafrumvarpið aígreift seint
í gœrkvöfdi
Á TÓLFTA tímanum í gærkvöldi var gengið til atkvæða í efri
deild Alþingis um kosningalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Jón
Kjartansson flutti tillögu um, að kjördagar skyldu vera tveir að
vetrarlagi. Stjórnarliðið feldi þá tillögu. Þá lagði Jón til, að kjör-
stjórnir fengju heimild til að hafa 2 kjördaga, ef veður hamlar
kjörsókn. Ekki náði sú tillaga heldur fram að ganga. Stjórnarliðið
var á móti. Loks var frumvarpið samþykkt óbreytt eins og neðri
deild gekk frá því í fyrrakvöld og afgreitt sem lög. Fylgismenn
stjórnarinnar greiddu því atkvæði, Sjálfstæðismenn voru á móti.
um í Víkurúlnum. Búið var að
innbyrða trollið og stóðu skip-
verjar í fiskaðgerð á þilfari,
í versta veðri, en veðurhæðin
mun hafa verið 9—10 vindstig.
Togarinn ætlaði að ieita vars
en snögglega reið sjór yfir skipið
að aftanverðu, með þeim afleið-
ingum að fimm menn slösuðust
meira og minna sem fyir segir.
Læknirinn tók á móti hinum slös-
uðu sjómönnum. Einn þeirra
hafði fótbrotnað annar var rif-
beinsbrotinn, og sá þriðji var
fingurbrotinn. Tveir voru minna
meiddir og gátu farið út aftur
með togaranum, er læknir hafði
gert að meiðslum þeirra.
Nú liggja hér í sjúkrahúsinu
nlls 6 þýzkir togarasjómenn, sern
allir eru slasaðir. — Karl.
Ein af Dakotaflugvélum F. í.
Sola skuldobréia F. í.
hefst á morgun
Hvert skuldahréfanna gildir jaín-
framt sem happdrættismiði
EINS og kunnugt er, hefir Flug-
félag íslands fengið leyfi Alþing-
is og ríkisstjórnar til sölu happ-
drættisskuldabréfa, og hefst sala
skuldabréfanna á morgun í
Reykjavík og næstu daga annars
staðar á landinu, að því er for-
ráðamenn félagsins tjáðu blaða-
mönnum í gær. Skuldabréfin
verða til sölu í afgreiðslu félags-
ins, bönkum og sparisjóðum.
Verð skuldabréfanna alls
10 millj. kr.
Verð skuldabréfanna nemur
alls 10 millj. kr., og verða þau
endurgreidd að sex árum liðnum
með 5% vöxtum og vaxtavöxtum
Láni þessu er skipt í eitt hundrað
þúsund hluti, hver að upphæð
100 kr., og er tilgangurinn sá að
gera sem flestum kleift að kaupa
bréfin. Verð hvers bréfs er bví
nú 100 kr., en að sex árum liðn-
um verður það endurgreitt með
134 kr.
Auk þess að greiddir eru vextir
og vaxtavextir, gildir sérhvert
skuldabréfanna sem happdrætt
ismiði. Vinningarnir eru för með
flugvélum félagsins eða afsláttur
af flugförum. Verðmæti vinning-
anna nemur alls 300 þús. kr. á
ári og verður dregið um þá í
aprílmánuði hvert ár.
Frkvstj. F. í., Órn O. Johnson,
skýrði blaðamönnum frá tildrög-
um þess, að F. 1. hefur nú söiu
happdrættisskuldabréfa. Á þessu
ári byrjaði félagið að endurnýja
flugvélakost sinn. Sl. vor voru
fest kaup á tveimur nýjum milli-
landaflugvélum, sem ásamt nauð-
synlegum varahlutum, þjálfun
o. fl. kostuðu um 48 millj. kr.
Tjáði framkvæmdastjórinn
blaðamönnum, að Viscountflug-
vélarnar nýju hefðu reynzt mjög
vel, og flutningar félagsins milii
landa hefðu stóraukizt með til-
komu þeirra.
33 millj. kr. lán
En til þess að geta aflað þess-
ara farkosta varð félagið að taka
tvö stórlán erlendis, alls að upp-
hæð 33 millj. kr., en það fé, sem
á vantaði, hugðist félagið fá með
því að selja þrjár af eldri flug-
vélum sínum, þ. e. a. s. tvær
Dakotaflugvélar og aðra Sky-
masterflugvélina. Auk þess var
ráðgert að selja Skymasterflug-
vélina „Sólfaxa" á næsta ári.
Önnur Dakotaflugvélin var
seld á sl. vori, en Skymaster-
flugvélin ,,Gullfaxi“ er enn óseld,
og fyrirsjáanlegt er, að söluverð
hennar verður mun lægra en a-
ætlað hafði verið. Stafar það af
stórauknu framboði slíkra véla
á heimsmarkaðinum.
Nauðsynlegt a3 halda annarri
Dakotavélinni og „Sólfaxa“
Vegna sífelldrar aukningar
innanlandsflugsins, er nú Ijóst, að
félaginu er mikil nauðsyn á að
geta haldið annarri Dakotavél-
inni, sem áformað var að selja,
og einnig „Sólfaxa", sem er i
vaxandi mæli notaður til flug-
ferða innanlands. Hefir hann
einnig verið mikið notaður til
flutninga milii Danmerkur og
Grænlands og þannig aflað þjóð-
inni gjaldeyris.
Til þess að úr þessum fyrir-
ætlunum félagsins geti orðið,
þarf það mjög á auknu fjármagni
að halda. Að öðrum kosti mun
ekki hjá því komizt að selja
verði flugvélar, sem nauðsynleg-
ar eru, ef félagið á að geta rækt
þjónustuhlutverk sitt við þjóð-
ina, en á það hefir verið lögð
megináherzla. Starfræksla innan-
landsflugsins- er á ýmsan hátt
mun erfiðari en millilandaflugs-
ins, bæði tæknilega og fjárhags-
lega, en þar telur félagið aðal-
verkefni sitt vera, þó að einnig
sé nauðsynlegt að halda uppi
samgöngum til og frá landinu.
F. t. leitar stuðnings þjóðar-
innar allrar
F. í. hefir aldrei sótt um fjáx-
hagsaðstoð til hins opinbera, þó
að sumar flugleiðanna séu aug-
ljóslega reknar með tapi. En for-
ráðamenn F. í. hafa nú ákveðið
að leita til þjóðarinnar allrar um
stuðning við starf þess, þar sem
félagið á nú við mikinn fjár-
hagslegan vanda að etja vegna
mikillar fjárfestingar við endur-
nýjun og aukningu flugvéla-
kostsins bæði til flugferða innan-
lands og milli landa.
Á
Öll þjóðin á mikið undir því,
að samgöngur séu sem beztar og
tryggastar. Forráðamenn félags-
ins kváðust því vonast til þess,
að vel yrði brugðizt við mála-
leitan félagsins, að verzlanir og
fyrirtæki, sem eru mjög háð góð-
um samgöngum, og allur almenn-
ingur, hver eftir sinni getu,
styðji félagið með því að kaupa
skuldabréfin og nota þau jafnvel
til gjafa, ekki sízt til yngri kyn-
slóðarinnar, sem yrði þannig
vii'kur þátttakandi í veigamiklu
uppbyggingarstarfi.