Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 8
8 MORCVN BLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Vandaðar SKJALAMÖPPUR j úr /eðrí Amerískir NORGE kæliskápair HAMILTON BEACH hrærivélar ARMSTRONG strauvélar Brauðristar 4 teg. verð frá kr. 197.00 Straujárn 5 teg., verð frá kr. 73.00 Suðuplötuir 3 teg., verð frá kr. 175.00. Hringofnar, verð frá kr. 270,00. Rafmagnsofnar, verð frá 145.50. Hitapúðar, verð kr. 243.75. Vöflujárn, verð kr. 365.00. Hárþurtrkur, verð kr. 381.00. Hraðsuðukatlar, verð frá kr. 285.00. Hringljós í eldhús, kr. 345.00. Útiljósaseríur, 16 mislit ljós. Rafmagnsperur 15—200 watta. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 1-31-84 BOKAÞATTUR: * ' m * Saga Islendinga Fyrri hluti níunda hindis Magnús Jónsson: Saga fslend- inga, IX, 1. Tímabilið 1871— 1903, Landshöfðingjatímabil- ið. 479 bls. Menntamálaráð og Þjóðvinafélag. Reykjavík 1957. Það er gömul saga, sem rifjast jafnan upp við lestur góðra sögu- rita, að einn bezti lykillinn að nútíðinni er staðgóð þekking á liðinni tíð. Að vísu skapar hver tími sín eigin, sérstöku vanda- mál, sem tekin eru nýjum tökum, en hitt er jafnvíst, að flest vanda- mál nýja tímans eiga einhverjar rætur í fortíðinni, og viðbrögð manna við þeim eru að einhverju leyti ákvörðuð af arfinum, sern feðurnir lögðu þeim í blóð og færðu þeim á spjöldum sögunnar. Dr. theol. Magnús Jónsson, sá margvísi hæfileikamaður, hefur í þetta sinn gefið okkur brot úr spegli sögunnar. Hann hefur sam ið níunda bindið af „Sögu íslend- inga“, hinu mikla verki sem Menntamálaráð og Þjóðvinafé- lagið eru að gefa út. Er fyrri hluti níunda bindis nú kominn á markaðinn, mikið rit og vel úr garði gert. Það er að sjálfsögðu varla á valdi annarra en fræðimanna að dæma slíkt rit eftir ströngustu reglum sagnfræðinnar, enda mun þess ekki freistað. En þar sem þetta rit er fyrst og fremst samið fyrir almúgann, má kannski rétt- læta það, að almúgamaður fari um það nokkrum orðum. Níunda bindið tekur yfir síð- ustu 30 árin á öldinni sem leið, landshöfðingjatímabilið svo nefnda, og fjallar fyrri hlutinn um þjóðmál og atvinnuvegi, en í síðara hluta verður fjallað um menningu og Vesturheimsferðir. Það ræður af líkum, að af miklu var að taka, því á þessu tímabili færðist ritað mál á íslandi mjög í aukana. Hefur höfundi verið mikill vandi á höndum við að velja og hafna. Við fljótlegan yfirlestur er ekki annað sýnna en það hafi tekizt vel. Bókin er skipulega skrifuð. Þar er mikill fróðleikur saman kominn. og höf undur hefur lag á að gæða efnið lífi, láta hinn þrönga stakk hvergi þjarma svo að sögunni. að hún verði ekki annað en beinagritid þurra staðreynda. Fyrri hluti bókarinnar, sá er fjallar um þjóðmálin, er mat- meiri, og þá einkum kaflinn um blöð og blaðamenn. Vera má, að þessi dómur stafi að einhverju leyti af stéttvísi minni, en hinu ber ekki að leyna, að menn eru alltaf miklu skemmtilegri en mál efni, og meðal blaðamanna á síð- ustu öld voru margir litríkustu og atkvæðamestu menn aldarinnar, menn eins og Jón Guðmundsson, Hannes Þorsteinsson, Björn Jóns- son, 'Skúli Thoroddsen, Matthías Jochumsson, Valdimar Ásmunds- son, Gestur Pálsson, Þorsteinn Erlingsson, Einar Benediktsson, Valtýr Guðmundsson, Þorsteinn Gíslason og síðast en ekki sízt Jón Ólafsson, einhver skemmti- legasta persóna sem ísland hefur alið um langan aldur. Það er í senn furðulegt og að- dáunarvert, hve iðnir Islendihgar voru við blaðaútgáfu á þessu skeiði, sem einkennist af póli- tískri kyrrstöðu. En hér var sáð ýmsum þeim fræum, sem síðar báru mikinn og merkilegan ávöxt í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Hin nafntogaða sundurþykkja og ein- staklingshyggja íslendinga kem- ur skýrt fram á þessu tímabili og bendir til framtíðarinnar. Stjórnmálaþvargið var svipvinda samt þá ekki síður en nú, en upp úr öldurótinu standa nokkrir menn eins og klettar, sterkir menn og sérkennilegir. Það er harmsefni hve fáa slíka við eig- um nú á tímum mikilla átaka og afdrifaríkra ákvarðana. Höfundur segir vel og skipu- lega frá öllu, sem máli virðist skipta. Hann byrjar bók sína á allýtarlegri lýsingu á ástandinu í Danmörku og þróun mála þar, en snýr sér síðan að hinni hörðu en seinunnu stjórnmálabaráttu hér heima, unz hilla tekur undir heimastjórn. Við þessa sögu komu margir menn og mætir, en hæst ber þá Benedikt Sveinsson, Magn ús Stephensen, Valtý Guðmunds- son og Hannes Hafstein. Auk kaflanna um stjórnarskrár- baráttuna og blaðamennskuna eru í fyrra helmingi bókarinnar stuttir kaflar um sveitastjórn og félagsmál, fjárhagsmál og sam- göngumál. Gnæfir þar persóna Tryggva Gunnarssonar yfir alla aðra. Seinni hluti bókarinnar fjallar um atvinnuvegi og skiptist í fjóra meginkafla um landbúnað, sjáv- arútveg, verzlun og iðnað. Er saga þessara atvinnuvega rakin af mikilli nákvæmni og augljósri þekkingu. Að baki þessara kafla hlýtur að liggja geipivinna, því hér er saman dreginn meiri fróð- leikur en völ mun vera á í nokkru öðru riti. Höfundur hefur víða yfirsýn og gerir þessa sundur- lausu sögu hinna fyrstu umbrota í atvinnulífi okkar að samfelldri heild. Hér koma margir ágætismenn fram á sjónarsviðið, dugmiklir bændur og útgerðarmenn, fram- sýnir kaupmenn og atvinnurek- endur, menn sem lyftu þjóðinni upp úr aldalöngu framtaksleysi og deyfð og gerðu hana þess um- komna að hagnýta hið aukna frelsi, sem stjórnmálamennirnir voru smám saman að heimta á sínum vettvangi. En allt er þetta athafnalíf í fremur smáum sniðum, enda þjóð oeíVÍ Dfc\WeQV bandbox sham poo fæst í flestum verzlunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.