Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 10
14 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 22. des. 1957 — Fjárlögin Framh. af bls. 11 standa upp hér í þinginu innan skamms og útmála nauðsyn henn ar. Síðan skýrði Sigurður tillög- ur, sem þingmenn Arnesinga fluttu um framlag til sjúkrahús- byggingar á Selfossi og hrúar- gerðar á Fossá og Dalsá. Loks ræddi hann ýtarlega um leirböð- in í Hveragerði og mótmælti til- lögu meirihluta fjárveitinganefnd ar um að fella niður fjárveitingu til þeirra. Einari þykir of mikið verzlað Næsti ræðumaður var Magnús Jónsson. Hann sagði m.a.: Ein- ar Olgeirsson talaði hér áðan. Ekki skildi ég, hver var tilgang- ur ræðu hans, en hún var að ýmsu leyti fróðleg og í henni ýmsar vísbendingar. Ræðumaður vildi þjóðnýta verzlunina. Mér skildist helzt, að ástæðan væri sú, að honum þætti mikið verzl- að nú fyrir jólin og hann teldi ekki ástæðu til slíks. Það er ein- kennilegt, ef það telst ógæfa, að fólk geti keypt fyrir jólin, og tilgangur Einars með þjóðnýt- ingu verzlunarinnar er ekki sá að bæta verzlunarkjörin held- ur að afla tekna fyrir rikissjóð. Þá taldi Einar bjart framund- an, allt myndi Iagast, þegar ný framleiðslutæki kæmu. Það er gott að afla nýrra tækja, en það er ekki endalaust hægt að vitna til þess, sem eigi að gera, þegar ekkert er gert. Það dugar ekki að tala um togarakaup, þegar þau fara ekki fram og engar ráðstaf- anir eru gerðar til að tryggja það að íslendingar fáist til að vinna á fiskiflotanum. Sparnaðartillögur Þá talaði Einar Olgeirsson um æskilegan sparnað og að um hann myndi verða samið. En hver er það í ríkisstjórninni sem er nú á móti sparnaði? Eysteinn Jónsson vék einnig í ræðu sinni í dag að tillögum Sjálfstæðismanna um sparnað í ríkisrekstrinum. Hann staðfesti, að fjárveitinganefnd hefði verið synjað um álit sparnaðarnefnd- arinnar frá því í sumar, þar sem það væri ekki fullbúið. Hefði þó verið unnt að láta nefndina sjá það sem trúnaðarmál. Þá taldi ráðherrann tillögur Sjálf- stæðismanna magrar. Hvaða lýs- ingarorð vill hann nota um sparn aðartillögur meirihlutans, sem eru helmingi lægri? Yfirleitt vir'uist fjármálaráð- herra ekki sjá nein ráð til að spara. Þá fer mann að gruna, hver það var, sem Einar Olgeirs- son gaf í skyn að hefði verið á móti tillögum um niðurskurð á ríkisbákninu. Þá sagði fjármálaráðherra, að það myndi ekki hafa nein áhrif á fjárgreiðslur til ráðuneytanna, þó að tillaga Sjálfstæðismanna um að Iækka þær væri samþykkt. Hvað táknar þessi yfirlýsing? Stjórninni ber að fara eftir því sem þingið segir í fjárlögunum, og það er óþolandi hugsunar- háttur, að eftir þeim skuli að- eins farið ef fjármálaráðherra sýnist. Þá reyndi ráðherrann á allan hátt að gera lítið úr öðrum til- lögum okkar og var með skæt- ing um að við skyldum leyfa okkur að gera tillögu um lækkun á halla skipaútgerðarinnar. Hann reyndi að láta líta svo út sem það benti til fjandskapar við dreifbýlið, þó að við höfum margtekið fram, að þessum mál- um megi koma fyrir með ódýr- ari hætti. Yfirleitt get ég tekið undir þau orð Alfreðs Gíslason- ar, að áhugi á sparnaði virðist ekki mikill hjá stjórnarliðinu. Þó er vissulega tímabært að ein- hverjar verulegar sparnaðartil- lögur úr þeirri átt fari að sjá dagsins ljós, fyrst okkar ábend- ingar eru að engu hafðar. Þá sagðist Eysteinn Jónsson ekki vilja trúa því að óreyndu, að Ejálfstæðismenn myndu ekki benda á, hvernig ætti að brúa bil tekna og gjalda á fjárlög- unum. Þetta er fróðleg yfirlýsing. Mynduð hefur verið vinstri stjórn til að leysa efnahagsmálin án þátttöku Sjálfstæðismanna, og nú er allt í einu á síðasta stigi fjárlagaundirbúningsins hrópað á þá og lýst eftir úrræðum. Það er að sjálfsögðu alger gjaldþrota- yfirlýsing og eindæma ómyndar- skapur. Hannibal sigrar fjármáladólginn Bjarni Benediktsson: Það er að visu óvenjulegt að kveðja sér hljóðs um kl. 3 á nóttu. Rikis- stjórnin ætlar þó að þvinga okk- ur til að ljúka þessari umræðu í nótt og mun ég því gera hér nokkrar athugasemdir í sambandi við fjárlögin. Eg vil ennfremur geta þess, að þessi skyndiaf- greiðsla í nótt er sérstaklega víta- verð, þegar þess er gætt, að þetta er eina umræðan um fjárlögin, eftir að hinar endanlegu tillögur ríkisstjórnarinnar komu fram og fjárlagafrumvarp hennar var í raun réttri fullbúið. Ég vil í upphafi óska Hanni- bal Valdimarssyni félagsmála- ráðherra, sem hér situr nú, til hamingju með afgreiðslu fjár- laganna og viðurkenna, að hann er hinn raunverulegi sigurveg- ari í þessu máli. Hann hefur nú lagt að velii Eystein Jónsson, sem með leyfi forseta má e.t. v. kalla hinn mikla fjármáladólg. Ey- steinn fór í útvarpsumræð- unum i haust mörgum orð- um um erfitt útlit og nauð- syn mikilla átaka til viðreisn- ar. Þá kom upp í ræðustól- inn enn meiri fjármálajöfur, fé- lagsmálaráðherrann, klappaði á koll Eysteini og sagði í alþjóðar- áheyrn, að það væri ekkert að marka, þó að Eysteinn væri að berja sér. Hér væri allt í lagi og unnt væri að hækka tekjur og draga úr útgjöldum. Við sjá- um nú, hvað hann hefur átt við. Það er sú afgreiðsla, sem hér er verið að framkvæma, og þess vegna er ekki undarlegt, að Hannibal er sá eini af ráðherr- unum, sem ekki skammst sín fyr- ir að vera við umræðurnar. Ey- steinn sést lítið inni í þingsaln- um og ef hann lítur inn leggur hann kollhúfur og er hinn aum- asti, en sá, sem sigraði situr hér brosleitur og ánægður. Ég óska honum til hamingju. Þjóðviljinn og gengislækkwnin Einar Olgeirsson sagði hér áð- an, að Sjálfstæðismenn ættu bara eitt úrræði: gengislækkun. Á undanförnum mánuðum hef ég ekki séð stungið upp á gengis- lækkun nema í einu blaði. Það er í Þjóðviljanum en rithöfundur- inn og efnahagsmálaráðunautur- inn Haraldur Jóhannsson hef- ur skrifað þar hverja greinina eftir aðra og sagt í þéim, að ís- lenzka krónan væri ofskráð. Hann hef<ur líka sagt, að það yrði ekki eftirsóknarvert að sækja sjó nema þetta væri lag- fært, en að vísu bætt því við, að gera þyrfti ýmsar fleiri ráð- stafanir í þessu sambandi. Ekki hefur þó neitt heyrzt um þessar ráðstafanir annað en það, að í sambandi við gengislækkun þyrftu að fara fram útreikning- ar, sem tækju marga mánuði. Það skyldi þó aldrei verða, að Sigurður Ó. Ólafsson reyndist sannspár um það, að eftir nokkra mánuði talaði Einar Olgeirsson jafnfjálglega um nauðsyn gengis- lækkunar og nú um nauðsyn á samstarfi við þá, sem hann áður nefndi hernáms- og landráða- flokka. Framfarir síðustu ár Allt tal Einars Olgeirssonar um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilið við allt í strandi og hrörnun er á misskilningi byggt Atvinnu- líf og framkværndir á íslandi hafa aldrei verið örari en þær hafa verið samfleytt síðustu 15 árin. Á þessum tíma hafa orðið áru- skipti að því, hver áherzla hefur verið lögð á efíingu hinna ýmsu atvinnuvega. Um visst árabil var aðallega unnið að eflingu togara- flotans, og þá var um skeið minna gert fyrir landbúnaðinn, m.a. fyrir þröngsýni Framsóknar- flokksins. Þvi var óhjákvæmilegt, að gera síðar átak í þágu land- búnaðarins. Ég vil í þessu sam- bandi minna á ummæli Haralds Jóhannssonar í Þjóðviljanum ný- lega þar sem fram kemur, að eitt hið ískyggilegasta við þróun islenzkra efnahagmála sé það, hve mikið fé hefur runnið til land búnaðarins og hvílík óhófneyzla það sé að vinna eins og að undan förnu að rafvæðingu sveitanna. Það er eftirtektarvert í sambandi við þessi ummæli, að þeim hefur aldrei verið mótmælt í Tíman- um. Mikilvægi landbúnaðarins Ég er bæjarmaður, fæddur og uppalinn í Reykjavík, hef búið hér og er þingmaður fyrir Reykjavík. En ég vil segja, að ég tel íslenzku þjóðinni ekki síður nauðsynlegt að efla land búnað sinn en sjávarútveginn. Það væri beinn þjóðarvoði, ef meiri fólksflutningar yrðu úr sveitunum. íslenzk menning er að upphafi sveitamenning og ég vona, að íslenzkur æskulýð ur telji í framtiðinni að hag sínum sé jafn vel borgið við landbúnað og við sjósókn og iðnað. I.eiðir út úr vandanum Það er mikið talað um erfið- leikana í efnahagsmálunum Þó hafa fjárhagsvandræðin ekki verið meiri en svo, að allar ríkis- stjórnir hafa getað haldið at- vinnuvegunum gangandi. Það má deila um úrræðin. Stjórnarliðið segist nota sömu úrræði og við 'Sjálfstæðismenn notuðum. Við gagnrýnum hana út af fyrir sig ekki fyrir það heldur hitt, að hún lofaði að fara nýjar leiðir, en hefur ekki gert það. Við bend- um á að hún hefur ekki getað annað en fetað í okkar fótspor og að hún hefur magnað allt og fært út í öfgar það, sem hæpnast var í okkar ráðstöfunum. Og svo hefur Alþingi verið svipt mögu- leikanum til að gera grein fyrir því, sem raunverulega er að ger- ast. í fyrra vissi enginn þingmaður, varla stjórnin sjálf, hvað raunverulega fólst í löggjöf- inni um útflutningssjóð. Og því er nú svo komið, að sérstakir eftirlitsmenn hinna stjórnarflokkanna fylgja Lúðvík Jósefssyni eftir í samningum hans við útvegsmenn, hlusta á hvert orð hans og gefa öðrum ráðherrum skýrslur, um það, sem Lúðvík hefur raunverulega lof- að. Við hljótum að gagngrýna þess ar aðfarir stjórnarinnar og þau vinnubrögð, að birta tillögur sín- ar sem sérfræðingar hafa unnið að mánuðum saman, fyrir þing- inu 2—3 dögum áður en því er ætlað að afgreiða málin, fjárlögin nú og efnahagsmálin í fyrra. Síðan er svo lýst eftir tillögum frá Sjálfstæðismönnum. Við segjum og það er meginat- riði okkar málflutnings: Það eru engin töframeðöl til, sem leyst geti efnahagsvandann. En ríkis- stjórninni hefur tekizt miður en skyldi, og verst er, að áhrif þingsins eru gerð að engu. Fjár- lagaafgreiðslan nú er lágmark þess, sem þingið lætur bjóða sér. Hún er slíkt hneyksli, að til henn ar verður lengi vitnað sem vítis, sem ber að varast. Þó að þið þing menn stjórnarflokkanna munið að þessu sinni rétta upp hendurn- ar við atkvæðagreiðslur eins og ykkur hefur v-erið sagt, en veit ég, að þið skammizt ykkar fyrir að hafa gert að engu það trúnað- arstarf, sem kjósendurnir hafa falið ykkur, og munið ekki láta annað eins koma fyrir á öðru þingi. Skyldur þeirra, sem landinu stjórna í þessu sambandi vil ég rifja upp nokkur orð úr greinargerð- inni, sem fylgdi fjárlagafrumvarp inu í haust. Þar sagði m.a.: „Samkvæmt stjórnarskrá ber að leggja fram fjárlagafrumvarp ið í upphafi Alþingis. Ríkisstjórnin telur sér engan veginn fært að ákveða það, án náins samstarfs við þing- flokka þá, sem hana styðja, hvernig leysa skuli þann vanda, sem við blasir í efna- hagsmálum landsins, þ.á.m. hvernig mæta skuli þeim mikla halla, sem fram kemur á fjárlaga frumvarpinu. Ríkisstjórnin hefur ekkert tæki færi haft til þess að ráðgast við stuðningsflokka *ína á Alþingi um fjárlagafrumvarpið né við- horfið í efnahagsmálunum eins og það er nú eftir reynsluna á þessu ári. Þess vegna er fjárlagafrum- varpið lagt fram með greiðslu- hallanum, en rikisstjórnin mun, í samráði við stuðningsflokka sína á Alþingi taka ákvarðanir um það á hvern hátt tryggð verði afgreiðsla greiðsluhallalausra fjárlaga. Niðurstöður frumvarpsins gefa á hinn bóginn glöggt tii kynna, að slíkt er ekki auðvelt viðfangs- efni. .“ í þessum orðum er viðurkinnt, að frumvarpið var ekki lagt þann ig fram í haust, að í því væru til- lögur til að leysa úr þeim vanda, sem við er að glíma í efnahags- máiunum. Jafnframt er sagt, að sá vandi verði ekki auðleystúr, og hefur það reynzt orð að sönnu. Stjórnarliðið hefur hreinlega gefizt upp við að leysa vandann og því brugðizt þeirri skyldu, sem á þeim hvílir, er taka að sér að stjórna íslandi. Ég vil ennfremur spyrja: Er búið að breyta stjórnarskrárini og heimila stjórninni að ákveða þessi atriði? Hér hefðu venju- legir menn ekki talað urti að stjórnin ætlaði að ákveða, heldur að hún ætlaði að gera tillögur til Alþingis. Þeir kunna að taka stórt upp í sig þessir herrar — en ekki að standa við stóru orðin. Baráttuaðferðir Eysteins í ræðu sinni hér áðan sagði Ey- steinn, að í sambandi við þá af- greiðslu fjárlaganna, sem nú er fyrirhuguð, væri ekki reynt að telja fólki trú um, að allt væri með eðlilegum hætti. Hann vitn- aði í Tímann í morgun. Hann hefði átt að minnast á aðalfyrir- sögn Þjóðviljans málgagns stærsta stjórnarflokksins. Fjár- lagafrumvarpið verður afgreitt án tekjuhalla. Nánari skýringar koma að vísu síðar, en í Alþýðu- blaðinu er ein fyrirsögnin Fjár- lög hallalaus . . . Og þótt greinin þar sé lesin með logandi ljósi finnst þar ekki orð um eðli þess, að 65 millj. var kippt út úr frum- varpinu. Þá kom Eysteinn Jónsson hér og vitnaði í ræðu sem Ólafur ■Thors hélt í þinginu, er hann var forsætisráðherra, þar sem hin neikvæða gagnrýni þáverandi stjórnarandstæðinga er vítt. En Eysteinn reif tilvitnunina þannig úr sam- hengi, að hún gaf allranga mynd af því, sem Ólafur Thors sagði í raun og veru. Hann gagn- rýndi stjórnarandstöðuna ekki fyrr að láta hjá líða að benda á leiðir fyrir ráðalausa stjórn, held ur fyrir að gagnrýna stjórn, sem hafði ákveðna og skýra stefnu án þess að benda á neitt í hennar stað. Núverandi stjórn hefur enga stefnu og hefur þó lofað miklu. Og það er vissulega merki um að stjórnin sé að- þrengd, er hún hættir að beita heiðarlegum aðferðum og grípur til þess, er hún sjálf veit að er blekking. Níðst á Reykjavik Forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra hafa verið erlendis um skeið. Ákvarðanir um afgreiðslu fjárlaga voru teknar, áður en þeir fóru, eða á stjórnarfundum 7. og 8. desember. Hið minnsta, sem stjórnin gat gert, var að segja þegar frá ákvörðunum sínum, en hún hefur kosið að láta það bíða fram á síðustu stundu. I sambandi við þetta frumv. almennt er þess enn að geta, að stjórnarliðið hefur gert sér sér- stakt far um að níðast á Reykja- vík. Menn muna framkomu þeirra Hermanns og Eysteins gagnvart Reykjavík á eymdarárunum 1934 —1939. Nú er sama að verða uppi á teningnum aftur. Reykvíking- ar vita, á hverju þeir eiga von og munu kunna að svara fyrir sig. Einstakar breytingartillögur Bjarni Benediktsson vék þessu næst að breytingartillögum þeim, sem hann stóð að. Vörðuðu þær framlög til heilbrigðisstofnana skóla og leikvangs í Reykjavík og framlög til útrýmingar heilsu spillandi húsnæðis, umbóta á Þing völlum, byggingar stjórnarráðs- húss, til sögulegra málverka, starfsfræðslu barnamúsikskól- ans í Reykjavík og Starfskvenna- skóla Sumargjafar. Þá lagði hann til að listamannafé yrði skipt af 5 manna nefnd og að um framgreiðslur úr ríkissjóði yrðu bannðar nema með samþyki allra ráðherranna. Að ræðu Bjarna lokinni talaði Jón Pálmason fyrir tillögu frá þeim Emil Jónssyni varðandi þá grein fjárl. er fjallar um eftir- laun og styrktarfé. Fleiri kvöddu sér ekkl hljóðs og var umræðunni lokið. Var klukkan þá 4 á föstudagsmorgun. Atkvæðagreiðslunni var frestað og fór hún fram síðari hluta dags í fyrradag eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Snjóhreinsunarvél Reykjavíkurbæjar að verki á Vesturgötunni. (Ljósm. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.