Morgunblaðið - 22.12.1957, Blaðsíða 16
16
MORCVN BLAÐIÐ
Sunnudagur 22. des. 1957
íslenzk fónverk
Drentuð, fást hjá Tónskáldafélaginu,
Freyjugötu 3. —
Opið til klukkan 10 í kvöld.
Ingimundur Stefánsson
kennari — fimmtugur
Frú Kristín
Mirmingarorð
„Oss langar að líkna og bæta
og lækna og hugga og kæta“.
Þessar ljóðlínur koma mér
íyrst í huga, er ég minnist Krist-
ínar Gísladóttur. Hún var vissu-
lega ein þeirra kvenna, sem hug-
urinn hneigðist til að gleðja
aðra, líkna öðrum, hugga og
bæta.
Kristin var fædd 26. október
1897 í Vestmannaeyjum. Dóttir
hjónanna Jóhönnu Árnadóttur og
Gisla Lárussonar, gullsmiðs. Ólst
hún upp hjá foreldrum sínum 1
Vestmannaeyjum í hópi fjögurra
systkina og lifði æskuár sín þar.
Ltng giftist hún Bjarna Sighvats-
syni, Bjarnasonar, og bjuggu þau
fyrstu hjúskaparár sín í Vest-
mannaeyjum, en lengst bjuggu
þau í Reykjavík, eða þangað til
hann gerðist bankastjóri í Vest-
mannaeyjum og þáu fluttu þang-
að aftur. Mann sinn missti Krist-
in 1953 og fluttist hún þá til
Reykjavíkur. Börn þeirra hjóna
voru fimm og eru þrjú þeirra á
lífi. Jóhanna og Lárus, búsett í
Reykjavík, en Sighvatur í Vest-
mannaeyjum.
Kxástín var glæsileg kona, bæði
í sjón og háttum. Heimili þeirra
var ekki aðeins fallegt og minn-
isstætt fyrir það, heldur fyrst og
fremst fyrir þann hlýja, milda
heimilisbrag, sem jafnan ein-
kenndi það. Þar áttu þau bæði
hjónin óskipt mál. Ljúfari og
betri gestgjafa varð ekki á kosið.
Oft skein hamingjusólin á líf
Kristínar og hennar var notið af
Císladóttir
heilli sál, en ský dróg fyrir á
köflum og þá sást bezt hvern
þroska hún hafði til að bera.
Kristín var kona, sem bæði kunni
að gleðjast og njóta lífsgleði, en
Iíka að taka sorgum, enda sóttu
þær hana einnig heim.
Vmum Kristínar verður margt
minnisstætt og hugljúft frá liðn-
um samverutimum og mörgum
mun koma fyrst í huga, sérstakt
trygglyndi hennar og umhyggja
fyrir vinum sínum og vanda-
mönnum.
Heimili Kristínar stóð um langt
skeið nærri stóru sjúkrahúsi og
margar ferðir átti hún þangað til
að heimsækja sjúka vini og kunn
ingja. Þangað flutti nún ætíð
hlýja gleði og uppörxfun og var
þvi aufúsugestur þav sem ann-
ars staðar.
Stutt er síðan Kristín minnt-
ist sextugsafmælis síns, með öll-
um börnum sínum, barnabörnum
og vinum. Enda þótt margir
dveldu á heimili hennar þann dag
hefðu þó sjálfsagt margir fleiri
kosið að tjá henni vináttu sína.
Hún var þá glöð og hress og mun
engan hafa grunað, að innan
tveggja mánaða yrði hún horfin
frá jarðnesku lífi. Svo skjótt
bregður sól sumri. Kristín and-
aðist í St. Jósefsspítala 17. þ.m.
og verður jarðsett á morgun.
Krisun, þú beidur nú heiiög
jól með ástvinum þínum á æðra
lífssviði. Þrátt fyrir sorgir ba-na
þir.na og vina, munu jólin þó
einnig færa þeim frið og g'eði,
þar sem rnmr.mgin um þig varp-
ar mildum biæ á jólaheigi þeirra.
Kax' Helgason.
a
jólunum
EINN af mínum beztu vinum í
Bolungarvík, Ingimundur Stefáns
son, kennari, á fimmtugsafmæli
í dag, og þykir mér því hlýða
að senda honum kveðju mína á
þessum degi, þótt sú kveðja eigi
hvorki að vera löng né innihalda
tæmandi upptalningu á störfum
hans á langri ævi.
Ef til vill er heldur ekki rétt
að tala um langa ævi, því að
maðurinn er ekki ellilegur, og
þaðan af síður sporlatur, og eng-
in værð yfir hann fallin, hvorki
andlega né líkamlega.
Ingimundur er fæddur „á
eystri bakka Kúðafljóts", eins
og hann sjálfur segir, að Rofabæ
í Meðallandi í Skaftafellssýslu,
alinn upp á góðu bændaheimili
við skipströnd og vogrek, og á
þaðan margar og skemmtilegar
éndurminningar. Faðir hans
Stefán Ingimundarson og afi
Ingimundur Einarsson voru báð-
ir hreppsstjórar í Leiðvallar-
hreppi, og eru báðir látnir fyrir
alllöngu, en móðir hans, Mar-
grét Árnadóttir frá Undirhrauni
í sömu sýslu lifir og býr háöldr-
uð hjá syni sínum hér. — Að
Ingimundi standa traustir skaft-
feilskir stofnar í báðar ættir.
Hugur Ingimundar stóð
snemma til náms og mennta.
Langskólanámi varð hann þó að
hætta í 5. bekk Menntaskólans
af fjárhagsástæðum, en hafði
hugsað sér að nema náttúrufræði.
og þá einkum skordýrafræði.
Hann ferðaðist um landið með
Lindroth, hinum sænska skor-
dýrafræðingi, og gat sér þar svo
gott orð fyrir vísindamennsku,
að Lindroth getur hans sérstak-
léga vinsamlega í hinu merka
riti sínu „Die Insektenfauna Is-
lands“, sem út kom í Uppsöl-
um 1931.
Ingimundur lauk því næst
kennaraprófi 1938, og er síðan
kennari á ýmsum stöðum syðra
hefur þetta birzt á prenti, en
ekki væri það ósennilegt, að á
þessu sviði ætti Ingimundur eft-
ir að hasla sér völl eftirminni-
legar, er tímar líða.
Um Ingimund hefur oft staðið
styrr, og menn hafa ekki alltaf
verið á eitt sáttir um hann, en
slíkt hefur jafnan í íslandssögu
verið talið mönnum til álitsauka,
fremur en hið gagnstæða. En
ævinlega er Ingimundur boðinn
og búinn til þess að hjálpa til
við allt, sem til gagns má verða,
leika í leikritum, vélrita hlut-
verk og yfirleitt allt, sem í valdi
hans stendur til að gera gagn,
bæði í félagslífi og á öðrum
sviðum.
Eins þáttar í ævi Ingimundar
*er þó ógetið, og ekki hins sízta,
og það er hið ágæta hjónaband
hans. Á kennaraárum sínum
syðra kynntist hann finnskri
konu, Ulricu Aminoff, sem kom-
in er af merkum höfðingjaætt-
um í Finnlandi. Gengu þau í
hjónaband 1937. Ulrica er mikil-
hæf kona, listfeng með afbrigð-
um og málari góður. Hún hefur
búið manni sínum og þrem börn-
um þeirra ásamt tengdamóður
sinni, gott heimili, þótt ástæð-
urnar hafi ekki alltaf verið hin-
ar beztu. Hygg ég að Ingimund-
ur telji það stærstu gæfuna f
lífi sínu að hafa eignast svo
ágæta konu að lífsförunaut.
Lengri áttu þessar línur ekki
að verða. Aðeins til þess að óska
þér og fjölskyldu þinni, kæri vin-
ur, allra heilla á þessum hátíðis-
degi þínum frá mér og minni
fjölskyldu, og veit ég, að ég mæli
þar fyrir munn fjölmargra Bol-
víkinga.
Feginn vildi ég njóta vináttu
þinnar sem lengst.
Lifðu heill!
Friðrik Sigurbjörnsson.
mw~lT
soose I
fram til ársins 1944, að hann
flytzt til Bolungarvíkur, og hef-
ur verið kennari við barnaskól-
ann hér síðan.
Mörgum öðrum störfum hefur
hann gengt hér, m. a. staðið frarn
arlega í hópi Góðtemplara og í
verkalýðsfélaginu. Setið hefur
hann í hreppsnefnd Hólshrepps
síðasta kjörtímabil, og þar áður
oft varafulltrúi. Bókavörður
bókasafnsins hefur hann og ver-
ið um langt skeið.
Þetta er hinn ytri rammi um
ævi Ingimundar, sem að almenn-
ingi snýr, en við, sem átt höf-
um því láni að fagna að kynn-
ast honum nánar, vitum, að þar
með er langt frá því að vera
allt upptalið. Maðurinn er sem
sé fæddur „húmoristi", og svo
leikinn með penna sinn, að menn
veltast um af hlátri, þegar lesnir
eru gamankaflar eftir hann.
Um þenna þátt í fari Ingi-
mundar vita fáir, því að ekki
Ný uppskera
Sætari — safameiri
Matvörubúðir
Til jólagjafa
Kven-inniskór
ur leðri og flóka
Aðalstraeti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38
Snorrabraut 34 — Garðastræti 6
I