Morgunblaðið - 22.12.1957, Síða 22

Morgunblaðið - 22.12.1957, Síða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Eldhœtta og öryggis- reglur Sigurður Ólafsson minning FLEST allir viðurkenna, að auk- in eldhætta sé fyrir hendi á heim ilum um jólahátíðina, og ára- mótin, og hafa þá réttilega í huga jólatré og jólaljós. Hins vegar virðast ekki jafn- margir skilja, að við aukna hættu þarf meiri aðgæzlu og varúð. Við Islendingar höfum, því miður, allt of oft orðið varir við að innbú fólks brenni eða eyðileggist af eldi bótalítið eða jafnvel bótalaust. Enn átakan- legri eru slíkir atburðir í með- vitund fólks, þegar þeir eiga sér stað rétt fýrir jólin eða á há- tiðinni sjálfri. Því hefur verið haldið fram að skiijanlegt væri að vátrygging gleymist í jóla-annríkinu, en er það ekki einmitt þá, þegar öll fjölskyldan sameinast um að gera heimilið sem vistlegast og skrýða það hátíðabúningi, sem öryggi heimilisins á ekki að gleymast, heldur vera í fynr- rúmi. Enda þótt innbúið sé vátryggt fuilu verði — miðað við núgild- andi verðlag — telja flestir ef ekki allir sér farnast bezt að sleppa við eldsvoða, og með því að temja yður aukna aðgæzlu eða varúð um jólahátíðina aukið þér líkurnar fyrir því að sleppa og fá þannig notið hlátíðarinnar, sem þér hafið lagt svo mikið á yður til að undirbúa. Fylgið því eftirtöldum öryggis- xeglum: Fyrir hátíðar: 1) Þér, sem búið í timburhúsum eða öðrum húsum, sem venju- legur útgangur getur teppzt af eldi, sjáið um að brunakaðlar eða stigar séu fyrir hendi þar sem nauðsynlegt er. 2) Athugið livort brunatrygging yðar er í lagi. 3) Athugið hvort handslökkvi- tæki yðar er í lagi. 4) Athugið hvort ljósasería yðar sé í lagi, og hvort þér eigið rafmagnsöryggi til vara. 5) Látið athuga kynditæki yðar. Um hátíðarnar 1) Hafið handslökkvitæki — eða í þess stað vatnsfötu — nær- tækt hjá jólatrénu. 2) Látið jólatréð aldrei standa hjá húsgögnum eða glugga- tjöldum né á óvörðum tepp- um. 3) Hafið aldrei logandi í jóia- trénu eða á kertum, nema ein- hver fullorðinn sé viðstaddur. 4) Lótið börnin aldrei leika sér með kerti í rúminu. Þegar þér gangið til hvílu lítið inn til barnanna og aðgætið hvort kertaljós loga hjá þeim. 5) Skjótið flugeldum aðeins úr nægilega löngum og tryggi- lega föstum járnhólk. Ef eldsvoða ber að höndum: 1) Kallið strax á slökkviliðið og aðvarið aðra íbúa hússins. 2) Reynið að innbyrgja eld- inn; þannig að loka hurðum og gluggum (ef unnt er) að herbergi því, sem eldurinn er laus í. 3) Ef mikill reykur torveldar yður að komast út, þá má oft skriða með gólfinu, því þar er minni reykur. Er þér kom- izt eigi út án utanaðkomandi hjálpar, þá skulið þér eigi opna glugga, nema í neyð, fyrr en slökkviliðið er komið á staðinn, og vekja þá athygli á yður. 4) Tilkynnið tryggingarfélagi yðar um brunann eins fljótt og' unnt er. S. B. Á. f. Jólastjarna á Akraensi AKRANESI, 19. desember. — „Jólastjörnu“ hefur verið kom- ið fyrir ofan á hinum 68 m háa reykháfi sementsverksmiðj- unnar „Stjarnan“ er á sífelldri hreyfingu, fer hún hálfhring fram og aftur. Er hún mikil smíði, eða rúrnir 3 m í þvermál. A kvöldin lýsa hana upp 50 stór- ar ljósaperur. Hef ég sannfrétt að hún sést um langan veg með berum augum. Hún sést til dæmis úr vesturbænum í Reykjavík það an, sem útsýn er bezt hingað upp á Akranes. — Oddur. Fjárhagsáæflun Akraneshaupstaðar AKRANESI, 17. des. — Fjárhags- áætlun Akranesskaupstaðar fyrir árið 1958 var afgreidd á bæjar- stjórnarfundi í gær. Tekjur eru áætlaðar rúmlega 9 millj. kr. Af þeirri upphæð eru útsvör áætluð 8,8 millj. kr. og fasteignagjöld 400 þús. kr. Helztu gjaldaliðir bæjarsjóðs eru: Til hafnarinnar 1,6 millj, kr., til bæjarútgerðar- innar 1,3 millj. kr., til ýmissa byggingaframkvæmda 1,3 millj. kr., til lýðhjálpar og lýðtrygg- ingar 1,4 millj. kr., til vega og holræsagerðar 800 þús. kr., til menntamála 600 þús. kr. og til afborgana fastra lána 600 þús. kr. — Aðrir gjaldaliðir eru lægri. Ofærð um Borgar- fjörð og Dali AKRANESI, 20. des. — Snjóað hefur talsvert síðustu daga í Hval firði og um Borgarfjörð og dró í skafla í gær. Langferðabíll var í morgun 3 klst. frá Hvanneyri hingað til bæjarins. Flutti hann nemendur í jólafrí sitt, einn Ak- urnesing og 27 nemendur aðra, suma úr Reykjavík, en hina víðs- vegar að af landinu. Norðurleiða bílar voru 9 kl. frá Reykjavík að Hvanneyri í gær. Lítið hefur snjó að í dag. ★ Meira en lítið hefur snjóað vestur í Dölum, því að frétzt hef- ur að bíll hafi ekið úr Laxárdal í gær og vestur að Hvammi í Hvammssveit og var hann 5 klst. þessa vegalengd, sem ekin er á 1 klst. að sumarlagi. —Oddur. LONDON, 19. des. — Bretar og Rússar hafa gert samning um að hafnar skuli flugsamgöngur milli London og Moskvu. I BLAÐAGREIN, sem birtist fyr- ir mánaðamótin, er Happdrætti Háskóla íslands gert að umtals- efni á þann hátt, að ekki verður hjá því komizt að ræða nánar um þau atriði, sem þar er á minnzt. Spurt er: Hvernig er eftirliti með happdrættinu hagað frá því opinbera? Er athugað í viðkom- andi kassa sem dráttur fer fram úr, hversu mikið af miðum haim inniheldur hverju sinni? Ff svo er ekki, hver er þá ábyrgur fyrir, að allt sé .rétt?“ Viðskiptamenn Viappdrættisins skipta tugum þúsunda, en fæstir þeirra munu hafa gert sér þess grein, hvernig þessu er háttað. Er því vel, að tækifæri gefst til lýs- ingar á því, hversu um er búið til tryggingar því, að allt fari rétt fram. Fjármálaráðuneytið skipar um hver áramót 5 manna happdrætt- isráð, sem hefur «f tirlit með drættinum. Formaður þess er Magnús Gíslason, fyrrv. ráðu- neytisstjóri en varaformaður Rannveig Þorsteinsdóttir héraðs- dómslögmaður. Hafa núverandi ráðsmenn verið endurkjörnir um árabil. Númerin eru keypt af fyrir- tæki í Þýzkalandi sem hefur slíka prentun að sérgrein. Er númerun um raðað þannig í öskjur, að auðvelt er að taka upp og skoða hvert það númer, sem óskað er eftir, og prófar happdrættisráð með slíkri könnun nokkur númer í þúsundi hverju. Öskjurnar koma innsiglaðar frá verksmiðj- unni. Við drátt er happdrættisráð við statt og hefur eftirlit með öllu. sem þar fer fram. Að loknum drætti er númera- hjólið innsiglað með 2 innsiglum, og hefur formaður happdrættis- ráðs annað. Daginn fyrir næsta drátt kemur happdrættisróð sam- an til undirbúnings drættinum. Hafa þá vinningsnúmerin í flokknum á undan verið prentuð upp á sams konar pappír sem BUDAPEST, 12. des. — Maður- inn, sem frelsaði ungverska kardínálann, Mindzsenty, hefur verið tekinn af lífi. Hann hét Antal Pallavicini major. Hann skipulagði aðförina að AVO-un- um sem gættu kardínálans og tókst að frelsa hann úr prísund- inni. Majorinn ók kardínálanum sjálfur til Búdapest í skriðdreka. Nú hefur hann þurft að gjalda fyrir hetjudáðina FYRIR NOKKRU fór fram jarðarför Sigurðar Ólafssonar bónda í Hábæ, Þykkvabæ. Hann andaðist að heimili sínu 2. des. þ. m. eftir langvarandi þrautir. Hann var fæddur 24. marz 1870 í Hábæ, foreldrar hans voru merkishjónin Ólafur Ólafs- son bóndi Hábæ og kona hans Ólöf Guðbrandsdóttir, sem bjuggu þar allan sinn búskap. Sigurður ólst uPP mtð foreldr- um sínum á því góða heimili, þar sem snyrtimennskan bar af bæði úti sem inni. Hann fékk gott upp eldi, sem reyndist honum vel í lífinu, enda naut hann ekki ann- arrar menntunar, en lítils háttar barnafræðslu. En sjálfmenntun íslendinga hefur lengi verið drjúgur liður í menningu þjóð- arinnar. Sigurður byrjaði búskap í Hábæ árið 1895 á móti föður sínum, en tók alla jörðina 1943 og bjó þar til 1943. Sigurður var í hinum vafningunum, og ber happdrættisráðið þau saman við vinningaskrána. Þau eru síðan látin í hjólið, og innsiglað með sama hætti. Happdrættisráð að- gætir jafnan, að innsiglin séu óhreyfð áður en hjólið er opnað. Höfundar fyrrnefndrar grein- ar segjast hafa átt 76 miða á þessu ári og í fyrra og ekki feng- ið nema 2 vinninga fyrra árið. Ef hgr er átt við 76 númer, þá áttu árið 1956 rúmlega 28 vinning ar að koma að meðaltali á þá tölu númera. Talið hefur verið saman, hversu margir vinningar komu á hvert hundrað það ár, og er þá átt við heil hundruð, t. d. 1-100, 2501-2600 o. s. frv. Lægsta talan reyndist 18 á hundrað, en hæsta talan 46. Tala vinninga er á þessu ári 10 þúsund, en númerin 40 þúsund. Nú er þess að gæta, að sama númer getur fengið vinning oftar en einu sinni, og verða því þau númer, sem upp koma, eitthvað færri en 10 þúsund. En þetta skiptir raunar ekki máli, mögu- leikarnir eru hinir sömu. Á næsta ári, þegar númerum verður fjölgað um 5000, upp í 45 þúsund, verður hlutfall núm- era og vinninga hið sama sem nú, vinningarnir verða þá 11250. Finnar fá bréf HELSINGFORS, 17. des. (NTB) — Finnska ríkisstjórnin fékk í dag bréf frá rússnesku stjórn- inni. Er það aðeins ein af mörg- um orðsendingum, sem Rússar eru nú að senda öllum meðlima- ríkjum S. Þ. í orðsendingu þessari láta Rússar í ljós ihyggjur vegna ástandsins í alþjóðamálum. Er ráðizt harðlega á stefnu Banda- ríkjamanna og Atlantshafsbanda- lagsins. Sérstaklega vekja Rússar athygli á því, að hætta geti ver- ið fólgin í nánara samstarfi NATO, STEATO og Bagdad- bandalagsins. Kadar hélt ræðu nýlega í litl- um bæ í austurhluta Ungverja- lands. Birtist útdráttur úr ræðu hans í blöðum kommúnista. — Hann sagði m.a., að ef nauðsyn krefði, mundi flokkurinn koma þeim forystumönnum sínum skil yrðislaust fyrir kattarnef, sem reyndu að koma I veg fyrir, að áfram yrði haldið á þeirri braut, sem mörkuð hefði verið. bóndi stórhuga og framtakssamur enda rak hann stórbúskap með miklum myndarbrag, fór vel með allan búpening sinn og hafði allt- af fyllstu tekjur af honum, vant- aði aldrei fóður fyrir hann. Það var ekki átakalaust að reka búskap í Þykkvabænum, þar til að Djúpós var tepptur árið 1923. Hann var allur um- kringdur af stórfljótum og engj- jarnar ekki nema hólmar sundur- skornir innan um vötnin, sem oft voru vatnsmikil og erfið yfirferð- ar með allan heyfeng. Eins var með allan annan aðdrátt til og frá heimilunum. Eitt af þeim stærstu mannvirkjum, sem fram kvæmd hafði verið í Rangárvalla sýslu var fyrirhleðsla Djúpóss- enda. Var þá svo komið fyrir Þykkbæingum, að ekki var um nema tvennt að velja, að flytja burt og láta Djúpós leggja Þykkvabæinn í auðn eða hlaða í hann. Það var stórk átak, með þeim tækjum sem þá voru. Sig- urður stjórnaði því verki og leysti hann það af hendi með mikilli prýði, eins og allt annað, sem hann átti að sjá um enda má þakka það hörku og harð- fylgi Þykkbæinga hvað það verk heppnaðist vel og hefur orðið mesta lyftistöng fyrir héraðið. Þar sem áður voru svartir sandar og árfarvegir eru nú orðið garð- lönd og gróin tún. Sigurður átti lengl sæti 1 hreppsnefnd og auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sí»a. Sigurður var giftur Sesselju Ólafsdóttur frá Hávarðarkoti, hinní mestu dugnaðar- og góðu konu, sem lifir nú mann sinn. Þau hjón eignuðust þrjá drengi, einn dó í æsku, en hinir sem upp komust eru Ólafur hreppstjóri og Óskar bóndi báðir giftir og búsettir í Hábæ, hinir mestu dugnaðar- og atorkumenn, sem hafa reynzt foreldrum sínum vel. Heimili þeirra hjóna var mjög ánægjulegt, þar sem reglusemi og góð stjórn á öllu bæði úti sem inni setti sinn svip á heimilislífið. Það var gott að koma að Hábæ, enda var þar oft gestkvæmt, það var eins og maður ætti þar allt og alla,enda voru þau hjón mjög samhent í því að greiða fyrir sínum samtíðarmönnum, sem að garði bar. Sigurður átti við vanmátt að stríða mörg síðustu árin, hann missti mikið til sjónina fyrir nær tuttugu árum og var þá í fullu fjöri. Þetta var þungt áfall fyrir hann, sem hann tók með mikilli þolinmæði og stillingu. Um leið og við erum að kveðja þá, sem fæddir voru fyrir og um síðustu aldamót, erum við að þakka fyrir hinn liðna tíma, þakka fyrir það, að hver kynslóð hefur rutt annarri braut og búið í haginn, af sinni reynslu fyrir þá næstu. Ég þakka Sigurði fyrir allar þær ánægjustundir, sem ég átti á heimili hans. Og allt sem hann varð sveit sinni, mun geyma minninguna um hann. Sesselju Ólafsdóttur votta ég mína innilegustu samúð. Þ. J. Athugasemd frá Happ- drœtti Háskóla íslands Iíadar liótar félögum sínum Frelsari Hindzsentys myrtur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.