Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 24
★ 'k 2 k k DAGAR TIL JÓLA k -k DAGAR TIL JÓLA 292. tbl. — Sunnudagur 22. desembér 1957. Jólasöngvar sungnir í kirkjum í dag I DAG kl. 2 verða sungnir jóla- söngvar í kirkjum innan vé- banda þjóðkirkjunnar. Er það æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar, sem hefir beitt sér fyrir því, en jólasöngvarnir fara fram á veg- um safnaðanna. Þeir Ásmundur Guðmundsson biskup og séra Bragi Friðriksson, formaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur, ræddu um þetta við blaðamenn fyrir skömmu. Er það von æsku- lýðsnefndarinnar, að það verði fastur siður sem víðast að syngja jólasöngva síðasta sunudag fyrir jól. O—*—O Jólasöngvar fóru fram í húsi KFUM sl. sunnudag og tókust vel, og í dag fara þeir fram á eftir- töldum stöðum: í Dómkirkjunni mun kirkjukórinn leiða sönginn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar, en hann leikur ennfremur ein- leik á orgel og Guðmundur Jóns- son syngur einsöng'. t Neskirkju munu börn úr Melaskólanum taka þátt í jólasöngvunum und- ir handleiðslu söngkennara síns, en fólk úr kirkjukórnum og org- anisti aðstoða. Börn úr Austur- bæjarskólanum syngja jóla- söngva í Hallgrímskirkju undir stjórn söngkennara síns, og kirkjukór og organisti taka einn- ig þar þátt í söngvunum. Kirkju- kór og organisti leiða sönginn í hátíðasal Sjómannaskólans, og þar leikur strokhljómsveit barna undir stjórn Rut Hermanns. Börn úr Laugarnesskólanum með að- stoð söngkennara syngja í Laugarneskirkju, ásamt kirkju- Guðmundur í. kom- inn. Hermann lasinn ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær- kvöld, að Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra hefði komið heim síðdegis í gær af ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins í París. Hermann Jónas- son forsætisráðherra varð eftir í Lundúnum. Hann hefir venð lasinn að undanförnu, og ráðlagði læknir honum að fresta förinni heim þangað til á morgun (mánU' dag). kór og organista. Við allar þess- ar guðsþjónustur flytja prestar ávörp. o-*-o Þó að börnin séu kjarni þess- ara söngvaguðsþjónusta, ósamt kirkju og safnaðarkórum, er þess engu síður vænzt, að söfnuðir al- mennt taki þátt í jólasöngvunum. Við undirbúning þessa hefir ver- ið haft samstarf við söngnáms- stjóra og söngkennara í skólum. Æskulýðsráð Reykjavíkur tekur einnig þátt í þessu starfi og styð- ur það fjárhagslega. í fyrra var efnt til jólasöngva í Gamla-Bíói, og tókust þeir ágætlega. Stúlkan flutt heim í gærdag 3TÚLKAN sem varð fyrir snjó- skriðunni í fyrradag af þaki hússins í Bankastræti 7 (ekki Málaranum eins og sagt var í blaðinu í gær) var flutt heim til sín af slysavarðstofunni í gær en hún fékk mikið tauga- áfall við þetta. Stúlkan heitir Jóna Vestmann. Faðir hennar sem látinn er fyrir allmörgum árum lézt með þeim hætti norður á Akureyri, að klakastykki féll af húsþaki og kom í höfuð hon- um með þeim afleiðingum að hann beið samstundis bana af. Er því ekki að undra þó stúlkunni skyldi verða mikið um er snjó- skriðan steyptist yfir hana. Fmmboðsiisti Sjólistœðismanna d ísaiirði lagðar fram ÍSAFIRÐI, laugardag. — Framboðslisti Sjálfstæðismanna á ísa- firði við bæjarstjórnarkosningarnar var ákveðinn á sameiginleg- um fundi Sjálfstæðisfélaganna hér í gærkvöldi. Áður hafði full- trúaráð flokksins samþykkt hann á fjölmennum fundi. Jón Fáll Halldórsson var framsögumaður uppstillingarnefndar. Samkvæmt tillögum hennar, sem samþykktar voru einróma á fundinum í gærkvöldi, er listinn þannig skipa'ður: 1. 2. Matthías Bjarnason frkvstj. Marzelíus Bernharðsson skipasmíðameistari. 3. Símon Helgason hafnar- vörður 4. Högni Þórðarson banka- gjaldkeri. 5. Ásberg Sigurðsson fram- kvæmdarstjóri. 6. Jól Páll Halldórsson fulltrúi. 7. Kristján Tryggvason klæðskerameistari. 8. Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri. 9. Maríus Helgason umdæmis- stjóri. 10. Einar B. Ingvarsson bankastjóri. 11. Eyjólfur Bjarnason raf- virkjameistari. 12. Albert Karl Sanders skrifstofumaður. 13. Kristján Guðjónsson verka- maður. 14. Ragnhildur Helgadóttir frú. 15. Gísli Jónsson sjómaður. 1G. Símon Olsen útgerðarmaður. 17. Jóhannes Þorsteinsson vél- smiður. 18. Úlfur Gunnarsson læknir. Mikill baráttuhugur ríkir með- al Sjálfstæðismanna á ísafirði. Alþýðuflokkurinn, Framsókn og kommúnistar munu bera fram sameiginlegan lista. — Fréttar. FaUtmuáðsfundiur kl. 2 í dag í DAG kl. 2 verður fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavílt. Kjörnefnd skilar tillögum sínum og tek- in verður ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 26. janúar n. k. — Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu og þurfa full- trúaráðsmenn að sýna skírteini sín við innganginn. Jólatónleikar í Kristskirkju í KVÖLD kl. 9 verða haldnir jóla tónleikar í Kristskirkju, Landa- koti. Dr. Páll ísólfsson leikur ein leik á orgel og blandaður kór og kvennakór syngja undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Hjalti Guðmundsson syngur einsöng með kór. Aðgangur er ókeypis, en börn innan 14 ára fá ekki að- gang nema í fylgd með fullorðn- um. Dr. Páll leikur Prelúdíu og Fúgu í f-moll eftir Hándel, Fantasíu í G-dúr eftir Bach, Sálmforleik og Litla prelúdíu í G-dúr eftir Pál ísólfsson, og Sálmforleik eftir Brahms. Kórinn syngur Hodie Christus natus est: Tónlag, Lof- söng eftir Schröter, Jólakvæði eftir Sigvalda S. Kaldalóns, o. fl. Frá „ 2 5 k r ó n a veit unni 99 Börnin hlakka mikið tii litlu jólanna, sem haidin eru hátíðleg í skólunum síðustu dagana, áður en jólafríið hefst. Á litlu jólunum er mikið um dýrðir, og margt til skemmtunar, sýndar skuggamyndir, kvikmyndir og leikþættir og Lúðrasveitir barna- skólanna leika. Á myndinni sjást börn í Melaskólanum dansa umhverfis jólatré ásamt kennara sínum. (Ljósm. ÓI. K. M.) Konur á Siglufirði vilja láta sfækka sjúkrahúsið nú þepr Bjóðast til að ábyrgjast 1 millj. kr. í þessu skyni. SIGLUFIRÐI, 21. des. — Kven- félögin hér í bænum, hafa nú ákveðið að taka upp einarðlega baráttu fyrir því, að róðist verði í að stækka hið gamla sjúkrahús hér í bænum, en slíkt er nú orðið mjög aðkallandi. Hafa konurnar VELTAN er nú í fullum gangi og hefir mikill fjöldi fólks tekið þátt í henni bæði með því að koma á skrifstofuna í Sjálfstæðis húsinu og greiða kr. 25.00 og skora um leið á aðra 3 menn, og eins með því að verða við áskorun er aðrir hafa sent. Þrátt fyrir mjög góðan árangur er þó þörf að brýna fyrir fólki að láta ekki dragast að svara áskorunum heidur að koma greiðslunni og nýja áskorunarseðlinum, helzt samdægurs er áskorunarbréfið berst, skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu, sem er opin alla virka daga frá kl. 9 að morgni til kl. 7 að kveldi og í dag frá kl. 1.30—7 e. h. Æskilegt er einnig að menn fylgist með því hvort þeir, sem þeir sjálfir skora á, hafa orðið við áskoruninni eða ekki. Takmarkið er að sem allra flestir Sjálfstæðismenn taki þátt í veltunni. Veltuþátttakendur komið eða sendið a sknfstofuna strax í dag, gerið skil og látið velta. Sími skrifstofunnar er 16845 og 17104. Framboðslist SjálfstæSisflokks- ins í Ólafsfirði ÓLAFSFIRDI 21. des.: A fjöl- mennum fundi Sjálfstæðismanna hér í kaupstaðnum í gær, var endanlega gengið frá framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við væntanlegar bæjarstjórnarkosn- ingar og er listinn skipaður þess- um mönnum: Ásgrímur Hartmannsson bæj- arstjóri, Jakob Ágústsson raf- veitustjóri, Þorvaldur Þorsteins- son bókari, Sigvaldi Þorleifsson a framkvstj., Magnús Gamalielsson sundlaugarvörður, Guðmundur Þór Benediktsson skrifstofu- maður, Sigurður Baldursson, út- gerðarmaður, Jónmundur Stef- ánsson vélstjóri, Finnur Björns- son bóndi, Jón Magnússon bifreið arstjóri, Guðmundúr Williamsson verkamaður og Jón Ásgeirsson, vélstjóri. —J. Jólakortum - frí- merktum stolið INGI LÖVDAL loftskeytamaður, kom sem snöggvast í ritstjórnar- skrifstofur Mbl. í gærkvöldi og ;agði farir sínar ekki sléttar. Hann hafði í gærmorgun verið inni í sundlaugum, en þar er hann tíður gestur orðið fyrir því óhappi, að 30 jólakortum, frí- merktum, til vinafólks hér í bæn um var stolið. Hafði verið um þau búið í einum böggli. Var þeim stolið úr bíl hans á stæðinu fyrir framan sundlaugarnar. Ég gat ekki læst bílnum, því að læsing- in í annari framhurðinni er bil- uð. Vildi ég biðja þann sem kort- in tók, að póstleggja þau fyrir mig. Þar sem kortin eru fri- merkt er það útlátalaust fyrir hann, sagði Ingi. skrifað bæjarstjórninm út af máli þessu. Bréf kvenfélaganna, en þau eru Kvenfélag sjúkrahússins og Kvenfélagið Von, var tekið fyvir á fundi bæjarstjórnarinnar í gær. Formaður Kvenfél. sjúkrahússins er Hildur Svavarsdóttir, en Von- ar Freyja Jónsdóttir. Kvenfélögin tilkynna bæjar- stjórninni í bréfi þessu að þau hvetji bæjarstjórnina til þess að láta nú þegar hefjast handa um viðbyggingu við sjúkrahúsið. Konurnar bjóðast til þess að leggja fram nú þegar 300,000 krónur og að ábyrgjast alls 1 milljón kr. framlag til fram- kvæmdanna. Konurnar gera ráð fyrir að kostnaðurinn af þessu verði alls um 3 milljónir króna. Myndi það þýða að framlag ríkis ins yrði um 1,2 millj. kr. en bæj- arsjóðsins 800 þús. krónur. Á fundi bæjarstjórnarinnar í gær var samþykkt að kjósa 7 manna bygginganefnd, verða í henni auk yfirlæknis sjúkrahúss- ins Ólafs Þ. Þorsteinssonar, 4 bæjarfulltrúar og tvær konur er kvenfélögin skulu tilnefna. — Stefán, Gengið frá efni loffferðasamnings Dagana 10.—17. þ. m. fóru fram viðræður í Bonn um loft- ferðasamning milli fslands og Þýzkalands. Form. ísl. samn- inganefndarinnar var dr. Helgi P. Briem ambassador, en þeirrar þýzku Kallus, yfirmaður flug- málaadeildar þýzka samgöngu- málaráðuneytisins. Þann 17. þ. m. var endanlega gengið frá efni samningsins og skipzt á erindum um flugleiðir. Samningurinn tekur til allra loftflutninga milli íslands og Þýzkalands með millilendingum í öðrum löndum. (Frá utanríkisráðuneytinu. Sjálfstæð- isfolk í Reykjavík KJÖRSKRÁ liggur frammi í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að athuga, hvort það er á kjörskrá, sérstaklega þeir, sem flutzt hafa til Reykjavíkur fyrir febrúarlok 1957. Áríðandi er, að skrifstofan fái upplýsingar um alla, sem verða fjarverandi á kjördegi, 2G. janúar n.k. Símar kosningaskrifstofunnar, Vonarstræti 4 eru 24753 og 17100. Opið frá kl. 9—12 og 1—G. Sunnu daginn 22. des. verður opið frá kl. 2—5 e.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.