Morgunblaðið - 03.01.1958, Qupperneq 2
2
MORCUN BLAÐIÐ
Föstudagur 3. jan. 1958.
Aldraður maður hverfur
í Eyfum. Húfan fundin
Krakkar við' eina gamlárskvöldsbrennuna.
Reykvíkingar kvöddu gamia
árið með mikilli sfillingu
GAMLA árið kvaddi Reykjavík
og Reykvíkinga án þess að til
stórtíðinda drægi. Hér í bænum
var hið fegursta vetrarveður,
túnglskinsbjart, andvari af norð-
austan og þó nokkurt frost.
Úti um allan bæ, að heita má.
höfðu bálkestir verið hlaðnir og
taldist slökkviliðinu svo til að á
65 stöðum hefðu verið brennur.
Það voru ungiingarnir, sem fyr-
ir þessum áramótabrennum stóðu
og heppnuðust þær yfirleitt allar
vel. Voru þær flestar brunnar um
kl. 11 á gamlárskvöld.
Kl. 11.15 var kveikt í aðai-
brennunum tveim við Háskóla-
hverfið og við Laugardalsleik-
vanginn. Góðri stund áður en
eldurinn var borinn að kesti
brennunnar við Háskólahverfið,
hafði safnazt þar saman ótrúleg-
ur mannfjöldi. Á öllum nærliggi-
andi götum var gífurleg umferð
bíla, t. d. má heita að samfelld
bílaröð, tvöföld, hafi verið eftir
allri Hringbrautinni.
Rétt í sama mund og kveikt
var í kestinum, hvessti snögg-
lega og varð þá mörgum kalt, þó
allir væru yfirleitt kappklæddir
Fólk dró sig nær hitanum frá
eldinum, sem á svipstundu læsti
sig um hinn 13 metra háa bál-
köst. Rakettum var skotið á loft
við bálið. Að svo sem 15 mínút-
um liðnum var kösturinn tekinn
að hallast mjög og að lítilli
stundu liðinni hrundi hann
að mestu. Fór áhorfendahópurinn
þá skjótlega að minnka. Fólk var
þarna margt með börn sín og
svo að sjálfsögðu unglingarnir,
sem höfðu af þessu hina mestu
ánægju.
Á gamlárskvöld var slökkvi-
liðið nokkrum sinnum á ferðinni,
en ekki var þá um neinar veru-
legar íkviknanir að ræða. í sum-
um tilfellum voru brunaverðir í
eftirlitsferðum í sambandi við
brennurnar í bænum.
Niðri í Miðbæ var fátt fólk
á ferli utan strákalýður, sein
reyndi að egna lögregluna en
varð lítt ágengt. Þar var nokkr-
um heimatilbúnum sprengjum
varpað, án þess þó að slys hlytust
af. Nokkra drengi tók lögregl-
an til yfirheyrslu, en flutti þá
heim til foreldra sinna og vanda-
manna um miðnætti.
í samkomuhúsum voru dans-
leikir og voru sum þeirra hvergi
nærri fullskipuð gestum.
Um miðnættið blandaðist sam-
an í Miðbænum klukknahringing
kirknanna og flaut skipa í höfn-
inni og um það leyti náði flug-
eldahríðin hámarki sínu. Töldu
margir mun færri flugelda hafa
verið á lofti nú en við áramótin
í fyrra.
ölvun var ekki tiltakanlega
mikil og ekki meiri brögð að
henni en á venjulegu laugardags-
kvöldi. Yfirstjórn lögreglunnar
telur þessi áramót þannig hafa
verið með allra rólegasta móti.
Gull í gæsum
LUNDÚNUM, 2. jan. (Reuter).
Moskvuútvarpið skýrði frá því
fyrir skömmu, að gullmolar
hefðu fundizt í nokkrum gæsum,
sem ætlaðar voru í nýjársmatinn.
Þetta gerðist í Norður-Kazak-
hstan.
VESTMANNAEYJUM, 2. jan. —
Fjöldi Vestmannaeyinga hefur í
dag leitað um allar eyjarnar að
öldruðum manni, sem hvarf hér
í bænum á gamlársdag. Tíðindin
um hvarf hans spurðust ekki út
meðal bæjarbúa fyrr en á nýjárs-
dag og var þá þegar hafin leit.
Siðdegis í dag fannst húfu manns
ins á floti í höfninni.
Maður sá, sem hér um ræðir,
hét Eyjólfur Sigurðsson, frá
Laugardal hér í bænum, kominn
á áttræðisaldur. Hann hefur um
fjölda mörg ár fengizt við tré-
smíðar.
Eyjólfur fór að heiman frá sér
um kl. 8 á gamlársdagsmorgun,
til vinnu sinnar í smíðastofu niðri
við höfnina. Þangað hefur
hann komið, þó ekki kæmi hann
heim til sín í morgunkaffið eða
um hádegisbilið. Það var ekki
beint talin ástæða til þess heima
hjá honum að undrast um hann,
fyrr en síðarihluta dagsins. Tóku
þá nánustu ættingjar að grennsl-
ast fyrir um ferðir gamla manns-
ins meðal vina og kunningja í
bænum. Leitin bar ekki árangur.
Seint á gamlárskvöld var leitað
til lögreglunnar, sem þegar hóf
eftirgrennslan.
Rannsókn hennar leiddi brátt
í ljós, að maður nokkur hafði
hitt Eyjólf um kl. 2 á gamlársdag
inn við Friðarhöfn. Ræddi mað-
ur þessi litla stund við Eyjólf.
Kvöddust þeir með áramótaósk-
Friðsælt gamlárs-
kvöld í Bolungarvík
BOLUNGARVÍK, 2. jan. —
Gamlárskvöld var hér friðsælt
Veður var vont fyrrihluta kvölds
ins en gerði ágætt veður síðar.
Tvær brennur voru hér, allmynd
arlegar, önnur í Bólunum uppi
undir Traðarhyrnu en hin á
múrhúsunum hjá Erni. Mikið var
um flugelda, sérstaklega um ára-
mótin sjálf. Um nóttina var hér
haldinn dansleikur í félagsheim-
ilinu. — Fréttaritari.
AKRANESI, 2. janúar. — Brenna
mikil var haldin hér á gamlárs-
kvöld. Stóð hún við yztu mörk
íþróttavallarins.
Kl. 8,30 var kveikt í kestinum,
en í honum voru m. a. sex gamlir
bátar, 15 bílar af úrgangstimbri
og um 100 gamlir hjólbarðar.
Vont veður.
Æsiveður stóð af norðri um
hríð. Yfir 200 manns komu til
að horfa á brennuna og var óslit-
in bílaröðin frá mjólkurstöðinni
og inn að velli. Kl. 12 á miðnætti
söng karlakórinn Svanir 5 lög
á kirkjutröppunum, undir stjórn
Geirlaugs Árnasonar. Þá var flug
eldum skotið alls staðar í bænum.
Slys af völdum sprengju.
Talsverð brögð voru að því,
að unglingar væru með heima-
tilbúnar sprengjur. Munu flestar
hafa verið búnar til þannig, að
púður var látið í eldspýtustokka
og í það «helt einum dropa af
„nítróglusseríni". En dæmi sönn-
uðu nú um áramótin, að hætta
getur stafað af þeim. Með þessum
heimatilbúnu sprengjum brutu
unglingar rúður í fimm húsum í
bænum. Einn kveikti í sprengju
og sprakk hún samstundis í hönd
um hans. Rifnuðu við það neglur
af þrem fingrum, en blossinn
um. Síðan hefur enginn orðið
Eyjólfs var. Á nýjársdag lét lög-
reglan kafa við bryggjur hér en
árangurslaust. I dag hófu skát-
ar og sjálfboðaliðar skipulagða
leit um allar eyjar. Seinnipart
dags fundu drengir húfu Eyjólís
á reki í höfninni inni í svonefnd-
um Botni, skammt frá olíu-
bryggju Skeljungs. Þykir mönn-
um sýnt hver orðið hafi örlög
þessa aldraða manns, sem lætur
eftir sig konu og uppkomin börn.
Hann var ern vel og vann að
smíðum alla daga frá morgni til
kvölds. — B. Guðm.
BOLUNGARVÍK, 2. janúar. —
Kvenfélagið Brautin, hélt hina ár
legu nýjársskemmtun sína í fé-
lagsheimilinu kl. 5 síðd. á nýjárs-
dag. Frú Elín Þorgilsdóttir setti
skemmtunina með ávarpi og
stjórnaði henni.
Friðrik Sigurbjörnsson lögreglu
stjóri, hélt ræðu á samkojnunni.
Ræddi hann um kröfur íslend-
inga á hendur Dönum og hverjar
leiðir væru færar í þeim efnum.
„Syndir annarra".
Þá var flutt leikritið „Syndir
annarra", eftir Einar H. Kvaran.
Leikstjóri var Friðrik Sigur-
björnsson. Leikendur voru þau
Ósk Guðmundsdóttir, Þórður
Hjaltason, Hildur Einarsdóttir,
Halldór Halldórsson, Júlíana
Magnúsdóttir, Ósk Ölafsdóttir,
Ingimundur Stefánsson, Valdi-
mar Ólafsson, Karvel Pálmason,
Kristín Magnúsdóttir, Lilja Þor-
bergsdóttir og Helga Helgadóttir.
Farðarar voru þau Guðbjartur
Oddsson og Ulrika Minoff. Ljósa-
meistari Guðmundur Jónsson.
Sviðið höfðu útbúið Guðbjartur
Oddsson og Birgir Sigurbjörns-
son.
Skrautsýning.
Þótti leikurinn takast vel og
skildi eftir brunasár á andliti og
hálsi.
Komið í veg fyrir slys.
Stærstu sprengjurnar voru
sprengdar á Merkurtúni, en þar
er autt svæði. Opnuðust þá hurð-
ir í eldhússkápum í húsi sem er
um 150 metra frá sprengjustaðn-
um Þessar sprengingar áttu sér
stað frá kl. 12,15 til kl. 12,30.
e. m.
Lögreglan skarst í leikinn þegar
mest gekk á og tók hún sprengju
af einum piltinum, sem komið
var fyrir í pípulagningarhné og
voru tappar í báða enda. Hefði
þar getað orðið stórslys, ef ekki
hefði verið að gert í tæka tíð.
-Oddur.
Félag Volvo-eigenda
STOFNAÐ hefur verið félag
Volvobifreiðaeigenda hér á landi.
Stofnfundur hefur nýlega ver-
ið haldinn í félagi Volvobifreiða
eigenda. Samþykkt hafa verið
lög fyrir félagið, stjórn kosin og
rædd ýmis áhugamál félags-
manna. Stjórnin væntir þess, að
sem flestir Volvobifreiðaeigend
ur gerist félagar og láti einhvern
úr stjórn félagsins vita, en hana
skipa: Form.: Hjörtur Hafliða-
son, Barmahlíð 38, sími 14491.
Ritari Sigurður Sigurjónsson,
Háteigsveg 20, sími 17244. Gjald
keri Viggó Sigurðsson, Brávalla-
götu 40 ,sími 18606. Varastjórn:
Magnús Þorgeirsson og Sigurður
Haukur Sigurðsson.
voru leikarar og leikstjóri kall-'
aðir fram að loknum leik og hyllt
ir. Þá fór fram skrautsýning
„Dagur og nótt“, eftir Kristínu
Sigfúsdóttur, undir stjórn frú
Óskar Guðmundsdóttur. Með að-
alhlutverk fóru þær frú Sigrún
Halldórsdóttir og frú Elín Þor-
gilsdóttir. Undirleik annaðist frú
Sigríður Nordquist. Var gerður
góður rómur að sýningunni.
Dansleikur.
Um kvöldið var svo dansleikur
í félagsheimilinu. Húsfyllir var á
nýjársskemmtun þessari, en und-
irbúning hennar annaðist nefnd,
sem Ósk Guðmundsdóttir stóð
fyrir. —Fréttaritari.
— Sjómenn
Frh. af bls. 1.
hennar, hvað þá heldur að gera
minnstu tilraun til þess að
tryggja áframhaldandi rekstur
skipa hennar.
Þá hefur ekki ennþá verið
gengið frá samkomulagi við fisk-
kaupendur. En útvegsmenn settu
það skilyrði fyrir samkomulagi
sínu við ríkisstjórnina að samn-
ingar næðust við fiskkaupendur
um fiskverðið.
Fellt í Vestmannaeyjum
og Keflavík
Loks hefur það gerzt, að sam-
tök sjómanna í Keflavík og Vest-
mannaeyjum hafa fellt að ganga
að samkomulaginu um fiskverð-
ið og ýmis önnur atriði, sem
rætt hafði verið um milli sjávar-
útvegsmálaráðherra og fulltrúa
LÍÚ. — Á Akranesi lítur út fyr-
ir að skortur á sjómönnum muni
a. m. k. í upphafi vertíðar draga
verulega úr útgerð. Það er af
þessu auðsætt að sjávarútvegs-
málaráðherra kommúnista hefur
engin afrek unnið í sambandi við
útgerðina á komandi vertíð. Að
henni steðja margháttuð vand-
ræði, sem ríkisstjórnin hefur eng
in úrræði átt til að leysa.
Sjómenn í Vestmannaeyjum
héldu fund um samkomulagið við
LÍÚ á gamlársdag. Stóðu sjó-
mannafélagið Jötunn og Vél-
stjórafélagið að fundinum. A
þessum fundi var samkomulagið
fellt, eins og fyrr segir. — í gær-
kvöldi boðaði Jötunn til nýs
fundar um málið og var honum
ekki lokið, er blaðið hafði sein-
ast spuruir af.
Frá „25 króna
veSf ufini”
VELTAN er nú í fullum gangi og hefir mikill fjöldi fólks tekið
þátt í henni bæði með því að koma á skrifstofuna í Sjálfstæðis
húsinu og greiða kr. 25.00 og skora um leið á aðra 3 menn, og
eius með því að verða við áskorun er aðrir hafa sent. Þrátt fyrir
mjög góðan árangur er þó þörf að brýna fyrir fólki að láta ekki
dragast að svara áskorunum heldur að koma greiðslunni og nýja
áskorunarseðlinum, helzt samdægurs er áskorunarbréfið berst, á
skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu, sem er opin alla virka daga frá
ki. 9 að morgni til kl. 7 að kveldi.
Æskilegt er einnig að mcnn fylgist með því hvort þeir,
sem þeir sjálfir skora á, hafa orðið við áskoruninni eða ekki.
Takmarkið er að sem allra flestir Sjálfstæðismenn taki
þátt í veltunni.
Veltuþátttakendur komið eða sendið á skrifstofuna strax
i dag, gerið skil og látið velta.
Sími skrifstofunnar er 16845 og 17104.
EruB þér á kjörskrá?
KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 5. janúar næst-
komandi. Rétt til að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa þeir,
sem þar voru búsettir í febrúarmánuði sl.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4.
aðstoðar við kjörskrárkærur.
Skrifstofan er opin í dag frá kl. 9—12 og frá kl. 1—6.
Símar 1-71-00 og 2-47-53.
Heimatilbúm spieagja olli slysi
ú Akranesi ó gomlárshvöld
Lögreglan fók sprengjur af unglingum til þess
aS firra voSa
Ánæggulegur nýgúrsfognaður
hveníélagsins í Bolungarvík