Morgunblaðið - 03.01.1958, Page 6

Morgunblaðið - 03.01.1958, Page 6
e MORGUNBLAÐ1Ð Fðstudagur 3. jan. 1958. ftritS sem Eeið var athninamesla ár í scgu knattspyruunuar hér 2 lcmdsleikir á árimi 1958 og athugað usn tvöf&lda umferö 1. deildar KNATTSPYRNUSAMBAND ís- lands hélt ársþing sitt, hið 11 í röðinni hér í Reykjavík dagana 30. nóv. og 1. des. Sóttu þingið 50 fulltrúar frá 9 sérráðum eða samböndum. Björgvin Schram setti þingið með ræðu, þar sem hann bauð fulltrúa og gesti vel- komna; en meðal gesta voru for- seti ÍSI, form. ÍBR, form. KRR og formaðúr Olympíunefndar. Forseti Í'SÍ og form. KRR fluttu KSÍ árnaðaróskir og þakkir fyrir ágætt samstarf. Afhenti form. KRR sambandinu fundahamar að gjöf í tilefni af 10 ára afmælinu. Er hamar þessi hinn glæsilegasti gripur, gjörður úr indverskum rósaviði. Formaður KSÍ þakkaði árnað- aróskir og gjöfina. Fundarstjórar voru kjörnir Hermann Ouðmundsson fram- kvstj. ÍSÍ og Guðm. Sveinbjörns- son. Einar Björnsson var kjörinn fundarritari. Athafnamesta ár knattspyrnunnar Skýrslur allar og reikningar sambandsins lágu fyrir þinginu fjölritað. En formaður skýrði skýrslu stjórnarinnar nánar í stuttri ræðu og gjaldkerinn reikningana. Skýrslan ber með sér að þetta hefur verið athafna mesta ár knattspyrnunnar hér- lendis tii þessa. Tekið var þátt í heirnsmeistarakeppninni í knattspyrnu, og leikið heima og heiman, í Belgíu og Frakklandi. Þá voru leiknir landsleikir við Dani og Norðmenn. Auk þess- ara heimsókna komu hingað flokkar til keppni frá Tékkó- slóvakíu og Rússlandi, úrvals- lið frá Tékkóslóvakíu og Dyna- mó-Kiev frá Rússlandi, komu þessir flokkar í boði Víkmgs og Vals. Ýmsir flokkar fóru utan til keppni, yngri flokkar frá Rvík, bæði Vals, KR og Þróttar, og eldri flokkar frá ísafirði, Kefla- vík og Sandgerði. Þá hefur aldrei verið meiri eða almennari þátttaka í knatt- spyrnu innanlands en á þessu ári, og ekki áður farið fram jafnmörg mót eða leikir verið háðir en á sl. starfsári. ÍUbreiðslufu Stjórn KSÍ gekkst fyrir út- breiðslufundum um knatt- spyrnumál á árinu, bæði í Rvík, Akranesi og víðar, voru þar flutt erindi um heilsufræðileg efni og þjálfun, kvikmyndir sýndar o. fl. Er þetta nýmæli og var því vel fagnað af áhuga- mönnum um þessi mál. Á árinu efndi sambandið til happdrættis, fjárhag sinum til styrktar, vinningurinn var bif- reið Fiat 1400. Unnið var að því að fá kvik- myndir um knattspyrnuþjálf- un. Haldið áfram með hæfnispróf in undir stjórn unglinganefnd- ar sambandsins. Alls hafa 198 piltar hlotið bronze-merkið, 30 silfurmerkið og 7 gullmerki sambandsins fyrir knatthæfni. Landsleikir næsta ár Ákveðnir hafa verið tveir landsleikir á árinu 1958, við ír- land (Eire) í Reykjavík í ágúst- mánuði nk. og England þar í landi í september, auk þess verða leiknir þar tveir auka- leikir. Síðar mun svo íslenzka landsliðið leika í írlandi. Þjálfaramál Eitt mesta vandamál sam- bandsins er útvegun þjálfara. Karl Guðmundsson hefur unn- ið mikið og gott starf fyrir sam- bandið á þessu sviði undanfar- in ár, en mun nú hverfa af landi brott til Noregs um skeið. Auk hans hafa þeir Hermann Her- mannsson, Ellert 'Sölvason, Örn Ingólfsson og Steinn Guðmunds- son notað sumarfrí sín til knatt- spyrnukennslu út á landi. Þess- ir menn störfuðu á vegum KSÍ. Unglingalandsleikir Innan stjórnarinnar voru ræddir möguleikar á því að stofna til unglingalandsleikja og koma á fót unglingalands- liði (þ. e. leikmanna undir 20 ára aldri). Einn leikur unglinga innan þess aldurs fór fram á unglingadeginum í sumar, þar sem úrvalslið Reykvíkinga og utan Reykjvíkur áttust við. Tókst þessi leikur mjög vel, bæði fjörugur, skemmtilegur og vel leikinn. Á árinu átti finnska knatt- spyrnusambandið 50 ára af- mæli. KSÍ var boðið að senda fulltrúa og þekktist það boðið og fór ritari KSÍ utan af því til- efni. Miklar umræður urðu um Bjorgvin Schram skýrslu stjórnarinnar og létu menn almennt í ljós ánægju með störf hennar. Æfinganefnd. Meðal tillagna, sem samþykkt- ar voru á þinginu voru þessar: „Ársþing KSÍ 1957 ákveður að framvegis skuli stjórnin skipa þriggja manna nefnd, æfinga- nefnd KSÍ, þegar að loknu árs- þingi, til eins árs í senn. Nefndin geri tillögur til stjórnarinnar fyr ir 1. marz ár hvert um á hvern hátt verði bezt komið við aðstoð af hálfu KSÍ við sambandsaðiia og knattspyrnufélögin í þjálfun- armálum". „Ársþing KSÍ 1957 heimilar stjórninni að standa undir kostn- aði við að senda erindreka til sem flestra aðila KSÍ á árinu 1958 til að kynna sér störf þeirra á knattspyrnusviðinu, halda út- breiðslu- og hvatningafundi, sýna kvikmyndir og stofna til námskeiða fyrir þjálfara o. fl., eftir því sem við verður komið". Unglingalandsleikir „Ársþing KSÍ 1957 heimilar stjórninni að leita eftir samstarfi við erlend knattspyrnusambönd um unglingalandsleik (aldur sé undir 20 ára) miðað við að fyrsti landsleikurinn geti farið fram hér 1958 eða 1959“. Bæjarstjórn og borgarstjóra þakkað. „Ársþing KSÍ 1957 lýsir yfir á- nægju sinni í tilefni þess stór- merka áfanga, sem náðist á sl. sumri, í framkvæmdum við bygg ingu íþróttasvæðisins í Laugar- dal og lætur í ljós þakkir til Laugardalsnefndar, framkv.stj. hennar, borgarstjórans í Reykja- vík, og bæjarstjórnarinnar og annarra aðila sem stuðluðu að því, að hægt var að taka knatt- spyrnuvöllinn í Laugardal í notk un í sumar. Þess er ennfremur vænzt að framkvæmdunum verði haldið áfram með sem mestum hraða til þess að gera öðrum í- þróttagreinum fært að fá afnot af íþróttasvæðinu í Laugardal. Auk þeirra tiliagna, sem hér eru greindar, voru og ýmsar aðr ar samþykktir gerðar, svo sem um heiðursmerki sambandsins og veitingu þeirra. Um kosningu full trúa og rétt þeirra. Reglugerð um þátttöku í opinberum knatt- spyrnumótum, mikill bálkur í 27 greinum, saminn af milli- þinganefnd. Um tekju- og gjald- skiptingu af landsmótum, ferða kostnað flokka o. fl. í því sam- bandi. Um endurskoðun áhuga- mannareglna í samráði við Í3Í. Um tilhögun tvöfaldrar keppni í 1. deild, skipun nefndar í því máli, sem skila skal áliti til stjórnarinnar fyrir 1. febr. n.k. Skýrslur nefnda Auk skýrslu stjórnarinnar, sem fyrr getur, lágu fyrir skýrslur Landsliðsnefndar, formaður Gunnlaugur Lárusson, Unglinga nefndar, formaður Frímann Helgason og Dómaranefndar, for maður Guðjón Einarsson, sem ekki gat mætt, en Halldór Sig- urðsson flutti skýrslu nefndar- innar í hans stað. Þessar nefndir 1 1 sl?rlf*ar úr :i jji| daglega lífinu J Eftir áramótin GLEÐILEGT ár, lesendur góðir, Ég vona að ykkur hafi liðið bærilega um áramótin, þið hafið borðað góðan mat, talað við skemmtilegt fólk og haft gaman af útvarpinu, ballinu eða hvað sem það kann að hafa verið, sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Velvakandi hlustaði mikið á útvarpið þessa daga. Hann lætur þó öðrum eftir að ræða um dag- skrána, en langar aðeins til að koma einni smáathugasemd á framfæri. Mætti ekki koma því svo fyrir, að ræða forsetans hæf- ist svolítið síðar á nýjársdag, t. d. kl. 1,30 eða 2? Vafalaust vill það bregðast allvíða á heimilum að hádegisverði eða a. m. k. hús- mæðraönnum sé lokið kl. 1 þenn- an dag. Um tíuleytið á gamlaársdag fór Velvakandi heiman að frá sér og í annað bæjarhverfi. Það log- aði í mörgum spýtnahrúgum á leiðinni, sums staðar í úthverfun- um virtust ekki nema 100—200 m á milli brennanna. Þessir eldar voru víst flestir kulnaðir eða mjög teknir að minnka, þegar kveikt var í hinum stóru bái- köstum, sem íþróttamenn höfðu komið upp. Klukkan var þá á tólfta tímanum og mun margt manna hafa farið út til að horfa á brennurnar. Veðrið á gamlaárskvöld var fallegt, þó að nokkuð væri kalt og margir sjáist nú með trefla á götunum eftir að hafa staðið úti við bálin. Geysimörgum flugeld- um var skotið á loft og virtust sumir komast nokkuð hátt, en fæstir voru ýkjafallegir. Flug- eldarnir, sem nú voru seldir í búðunum, munu flestir hafa ver- ið af ódýrum tegundum og ljós almanökum. Kennir þar margra þeirra lítið. grasa. En þó var gaman að skreppa Sunnan frá Ítalíu er komið út á tröppur á miðnætti: Að inn- glæsilegt safn af litlum litprent- unum á málverkum frá Eggerti Stefánssyni og konu hans. Sjálft veggspjaldið og hlífðarblað fram an á dagtalinu er miðaldamál- verk í ryðrauðum og gráum lit- um. Því miður varð að rífa hlífð- arblaðið af, en þá skapar hluti myndarinnar ramma utan um önnur málverk, — eitt fyrir hverja viku. Fyrst er hluti af málverki Giotto af barnamorð- unum í Betlehem, er Heródes lét myrða öll sveinbörn í borginni og nálægum héruðum, þau er voru tvævetur og yngri. Síðast er mynd af götu, húsum og trjám eft ir Utrillo.Fyrra málverkið er rúm lega 500 ára gamalt, hið síðara sennilega málað fyrir nokkrum árum. Þar á milli er svo svolitið ágrip af sögu málaralistarinnar í myndum. En þeir, sem gefa út dagatöl, eru ekki allir að reyna að kenna mönnum sögu listanna eða eitt- hvað álíka göfugt. Sumiv hafa mikla tilhneigingu til að minna á sköpulag kvenna, aðrir á vega- gerðartækni í Ameríku eða jafn- vel skíðaferðir í Sviss. Og svo má læra talsvert í tungumálun. á því að lesa þau fáu orð, sem fylgja með tölustöfum dagtal- anna. Vitið þið, hvað janúar er á ítölsku? Gennaio. Eða vikudag- arnir: lunedi, martedi, mercoledi, giovedi, venerdi, sabato, domen- ica. Og svo er það finnskan. Á þeirri tungu nefnist janúar tammikuu og vikudagarnir: sunn untai, maanantai, tiistai, keskivi- Til Morgunblaðsins hefur að und j ikko, torstai, perjantai og lauan- anförnu drifið mikið af vegg-1 tai. an heyrðist klukknahijómur frá útvarpinu. Víða á svölum og í görðum voru krakkar með stjörnuljós eða blys úti, en pabb- ar og mömmur horfðu á. Uppi í loftinu sprungu flugeldarnir hver af öðrum en karlinn í tungl- inu horfði á vel hálfur, nægilega borubrattur til að mynda dular- fullan glampa á hjarninu og sýna okkur svört sundin og Esjuna bláa og hvíta í fjarska. Um dagatöl EITT af því, sem menn verða að afla sér nú um áramótin eru vasabækur og önnur dagtöl. höfðu unnið mikið starð á árinu. Starfandi nefndir á þinginu voru þessar: Kjörbréfanefnd, for maður Haraldur Guðmundsson. Allsherjarnefnd, form. Ólafur Jónsson. Fjárhagsnefnd, formað ur Ármann Dalmannsson. Laga- og leikreglnanefnd, form. Sig- urjón Jónsson. Loks skal geta einnar tillögu sem samþ. var umræðulaust og í einu hljóði: „Ársþing KSÍ samþykkir að leggja fram kr. 2500 úr sjóði KSÍ í söfnun til styrktar lamaða i- þróttamanninum, Ágústi Matthí assyni“, Stjórnarkjör Björgvin Schram var endur- kjörinn formaður KSÍ með lófa- taki, sömuleiðis voru þeir Guð- mundur Sveinbjörnsson og Ingvar Pálsson, sem ganga áttu úr stjórninni, endurkjörnir með lófataki. Stungið var upp á sömu varamönnum i stjórn- ina og áður, þeim Sveini Zoega, Páli Pálssyni og Haraldi Snorra- syni. Haraldur baðst eindregið undan kosningu, en Sveinn og Páll veoru endurkjörnir, og Axel Einarsson í stað Haraldar. í knattspyrnudómstól K'SÍ voru þessir kjörnir: Bogi Þor- steinsson, Sigurjón Jónsson og Brandur Brynjólfsson. Vara- menn: Ólafur Sigurðsson og Hörður Felixson (KR). Endurskoðendur voru endur- kjörnir þeir Haukur Eyjólfsson og Hannes Sigurðsson. í lok þingsins ávarpaði for- maður þingheim, þakkaði traust það, er sér hefði verið sýnt með einróma endurkjöxi, þá bauð hann samstarfsmenn sína bæði í aðalstjórn og vara- stjórn velkomna til starfa að nýju. Þakkaði hinum fráfar- andi varastjórnarmanni, Har- aldi Snorrasyni, ágæt störf í þágu sambandsins á liðnum ár- um og bauð hinn nýja vara- mann velkominn til starfa í hans stað. Þakkaði síðan fud- arstjóra ágæta fundarstjórn og skoraði síðan á alla fulltrúa að vinna sem virkast og jákvæð- ast í félögum sínum og fá aðra til að gera hið sama, að sem mestum og beztum framförum á sviði knattspyrnunnar á ís- landi. Þingforseti bað fulltrúa siðan hrópa ferfalt húrra fyrir knatt- spyrnuíþróttinni, og sleit svo 11. þingi KSÍ. IKF. vtuin ÍB. rasð 44:22 Keflavíkurflugvelli, 2- jan — Á sunnudaginn milli jóla og ný- árs kom flokkur ÍR-inga til Keflavíkurflugvallar og keppti við IKF í körfuknattleik. Leikar fóru svo að IKF sigraði með 44: 22. ÍR-ingar eru núverandi ís- landsmeistarar í körfuknattleik. — BÞ. Falasund í Sundhöll Hafnarfjarðar SUNDHÖLL Hafnarfjarðar býð- ur öllum þeim er þess óska, að koma og þreyta fatasund, laugar- daginn 4. janúar nk., kl. 1—7 e. h. Föt verða menn að koma með sjálfir, og verða þau að vera hrein. Vonast sundkennarar skól- anna sérstaklega eftir því að nem endur noti sér þetta, þar sem ekki er hægt að láta fara fram fata- sund þegar sundpróf eru tekin. En nauðsynlegt er að menn viti hvernig það er, að synda alklædd ur. Sundhöllin verður síðan lokuð frá 4.—17. janúar vegna hreins- unar á tækjum laugarinnar. Böð- in verða þó opin á þessu tima- bili, frá kl. 1—7.30 e. h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.