Morgunblaðið - 03.01.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 03.01.1958, Síða 9
Föstudagur 3. jan. 1958. MORGUNBLAÐ1Ð 9 Ragnar Jónsson; Deilt urm sál í tónverki óspurður að gera veika tilraun til þess að svara því af mínum sjónarhóli. Fyrstu merki þess að sál tónverks gerist áleitin við mig lýsir sér oft með þeim ólistræna hætti, að mér finnst hálsmálið á skyrtunni minni þrengja að mér. Einhver annarleg gerjun í undir- vitundinni, eða kannske bara í æðunum, fær blóðið til þess að streyma til höfuðsins og þrýsta á einhverjar skiptistöðvar, þann- ig að hinn þreytandi, sviplitli hversdagsheimur víkur fyrir öðr um fjölbreytilegri og upphafnari. Mér hafa alltaf fundizt mikil listaverk vera í sett við vorleys- ingar, eldsumbrot — lífsháska af einhverju tagi. Og á hættustund- um lífsins finn ég svo glöggt að hin almáttuga hönd forsjónarinn ar er nálægari en endranær. Ég hefi litið á þetta sem vísbend- ingu um að við eigum að halda okkur þar sem hættan er. R. J. Veckamaiinablaðið málgaga lýðræðissmna í Dagsbrán LÝÐRÆÐISSINNAR í Verkamannafélaginu Dagsbrún eru fyrir nokkru byrjaðir að gefa út blað er þeir nefna „Verkamannablað- ið“. Hafa komið út af því tvö tölublöð, 21. desember og 30. des. Ábyrgðarmenn blaðsins eru þeir Þorsteinn Pétursson og Guð- rnundur Nikulásson. í ávarpsorðum i 1. tölublaði að orði á þessa leið: „Verkamannablaðið er gefið út af Dagsbrúnarmönnum, sem bundist hafa samtökum til þess að vinna að því að hrinda af höndum Dagsbrúnarmanna stjórn þeirri, sem farið hefur með völd í Dagsbrún nú um 15 ára skeið. Binda endi á þá ósvinnu að láta kommúnistum haldast uppi að nota stærsta verkalýðsfélag Þessi mynd var tekin rétt eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hóf fundi sína í haust. Á henni sjást fastafulltrúar íslands og Noregs á þinginu, þeir Thor Thors (t.v.) og Hans Engen, ræðast við. (Ljósm. Sameinuðu þjóðanna). A KVIKMYNDIR * SKÖMMU fyrir jólin reis mjög óvenjuleg deila milli tveggja þjóðkunnra menntamanna um sál í tónverki. Það sem vakti athygli í þessari ritdeilu, var þó ekki niðurstaðan, sem deilurnar leiddu til, því þær gufuðu upp áður en til alvarlegra tíðinda drægi, heldur hitt, sem á margan hátt er táknrænt fyrir pex ýmissa lærdómsmanna um þessar mund- ir, að þeim virðist tíðum hug- stæðara að deila um skegg ein- hvers fjarlægs keisara, en brenn- andi vandamál líðandi stundar hér heima. Vegna þeirra sem ekki lesa blaðið Þjóðviljann, skal ég reyna að lýsa deilumálum stuttlega: Tilefnið er konsert, sem nýlega var fluttur af Sinfóníuhljóm- sveitinni, eftir ungt tónskáld, Jón Nordal, en listdómari blaðsins, Björn Franzson fullyrti að í verk ið vantaði hvorki meira né minna en sálina. Annar mennta- maður, dr. Jakob Benediktsson, spyr svo vegna þessara dóms- niðurstöðu, hvað sé sál í tón- verki, en Björn svarar aftur, eins og raunar lá alveg beint við, að um það þyrfti enginn að spyrja, það væri hverju barni auðskilið mál. Það er mjög fjarri mér að vera með afskiptasemi vegna vopna- viðskipta þessara manna, að því er snertir orðaleikinn um sálina. Ég hef hins vegar beðið mjög óþreyjufullur yfir hátíðarnar eft- ir því að svo tónelskur maður og ábyrgur sem dr. Jakob Benedikts son er, léti aftur til sín heyra vegna sleggjudóms Björns Franz sonar um verk Jóns, sem ég hafði þótzt skilja að væri tilefni fyrir- spurnarinnar. Ég hafði sem sé vonað að hér væri hinn eldheiti aðdáandi fagurra lista, að gefnu tilefni, að láta skína í vígtennurn ar, en ekki orðabókarhöfundur- inn á hnotskóg eftir orðskýringu. ★ ★ ★ Björn Franzson er hálærður mað ur í tónvísindum, tónskáldskap og tónlistarflutningi. Hann hefir frá blautu barnsbeini haft náin kynni af æðri tónlist og dáð hana. Ekki getur því menntunarleysi afsakað það frumhlaup hans að dæma mjög nýstárlegt tónverk, er hann hefir heyrt flutt aðeins tvisvar, sálarlaust, samtímis því að viðurkenna þó að það sé vel samið. Einn ritfærasti maður þessa lands fyrr og síðar, Þor- bergur Þórðarson, hefir í minni viðurvist staðfest þau orð Osc- ars Wilde, að bók væri vel eða illa skrifuð, það sé allt og sumt. Mundi þá ekki eitthvað líkt gilda um tónverk? En það er ekki þessi orðaleikur, sem ég ætlaði mér að taka þátt í, heldur var hitt aðal- atriðið fyrir mér: Hver er hlutur tónverks Jóns Nordals í þessari deilu um sál og anda? Fann dr. Jakob Benediktsson sjálfur sál- ina í því, eða fann hann eitthvað annað, sem fáfróðum almenningi, er kann að eiga eftir að heyra það flutt, gæti að gagni komið til skilnings á tónverkinu sjálfu, og því hvernig nýr tími flæðir yfir lönd og iýði þrátt fyrir óbil- gjarna andstöðu manna, sem lok- azt hafa inni með einhverju af- mörkuðu tímabili í þróunarsögu mannsins, neita að halda áfram að lifa lífinu, og hóta jafnvel að stöðva framgang þess með valdi. Erfiðasti hjallinn á sóknarleið mannsins til ríkari lífshamingju, er þó ekki eins og margir halda, hinn blóðugi slagur við fávísa hrokagikki, sem fara berserks- gang í blöðum og hátölurum og hóta að höggva niður mynda- styttur og brenna bókmenntir. Þetta er oft mjög skemmtilegt og og nauðsynlegt fólk, sem venju- lega hefir króazt inni fyrir augna bliks ofstæki nýrra kenninga. En hið nístandi tómlæti sjálfra menntamannanna, sem margir virðast ekkert hafa lært, á sinni langskólagöngu, eða gleymt því aftur, er hið sárgrætilegasta af öllu. Það kemur þó sannarlega úr hörðustu átt, er tveir þeirra manna, sem átt hafa þátt í því hér á undanförnum árum, hvor í sínum hópi, að auka skilning fólks á listum yfirleitt, taka að karpa frammi fyrir augliti skjól- stæðinga sinna um anda og hold, hafandi að leiksoppi í því ófrjóa snakki fjöregg íslenzkrar æsku, sem er rétt að byrja að lifa í landi þeirra. ★ ★ ★ Aldavin minn og velgerðar- mann, Björn Fanzson, langar mig að minna á eftirfarandi: í nær áratug sátum við kvöld eftir kvöld, stundum heilar nætur, í þolinmóðri leit að sál í tónverk- um, ákveðnir í því að gefast aldr- ei upp fyrr en fullsannað væri að við hefðum raunverulega lent í geitarhúsi að leita ullar, eins og vel gat hent okkur tiltölulega óþroskaða unglinga. Og vissulega var stundum djúp á andanum. En sú markvissa ganga gaf líka oft- ast mikið í aðra hönd og í hlut- falli við erfiðið. Ekki lærðirðu á okkar samvistardögum að beita því yfirlætisfulla orðalagi, sem þú ert farinn að temja þér núna síðari árin í skiptum við þá lista- ' menn okkar, sem ekki hafa hæfi- leika til að fara í öllu tróðnar leiðir. Og við Jakob Benedikts- son, sem ég undanfarna áratugi hefi setið á næsta bekk við á öllum góðum tónleikum, finnst mér ég geti leyft mér að segja, af því líka það er hann, sem hefir það á samvizkunni að ég hrasaði útí að leggja hér orð í belg: Er það ekki einmitt í anda jafnaðarstefnunnar, að þegar við sjáum og heyrum eitthvað áhrifa mikið eða uppörvandi; eitthvað sem við erum sannfærð um að erindi eigi til fjöldans, að kveða upp úr um það? Hvers vegna læt urðu þá ekki, góði vin, til þín heyra þegar þér finnst að hættu- legir sleggjudómar séu kveðnir upp yfir þeirri æsku, sem gegn ofurefli iðnaðartækni, með til- heyrandi smáborgaralegum þankagangi, eru að reyna að brjótast áfram með stærra mark- mið fyrir augum? Ekki um það hvort félagi Stalín hafi haft rautt eða kannske hreinlega brúnt skegg, meðan hann var enn mað- ur, eða hvaða nafn þú ætlar að gefa því, sem við B. F. köllum „sál í tónverki“, í stóru orðabók- inni, sem þú ert að búa til handa okkur, heldur einfaldlega um það hvort þú hafir orðið dýr- mætri reynslu ríkari á nefndum tónleikum J. N., hvort þú hafir fundið sálina í tónverkinu. ★ ★ ★ Eftir að hafa heyrt konsert Jóns Nordals tvisvar í Þjóðleik- húsinu, gat ég ekki setið á mér að fá kynnzt verkinu nánar og hefi nú heyrt það aftur tvisvar af tónbandi. Og ég hefi fundið sálina í því, Skora ég nú á B. F. að fara að mínu dæmi og sýna sama lítillætið og í gamla daga. Mér er að vísu ljúft að viður- kenna að þetta áhrifamikla, frum lega tónverk, hefir á ný gert mér erfiðara fyrir um útlistun á mein ingu orðsins ,,sál í tónverki." Nafnið hefir fengið nýja og víðari merkingu, og orðin sem gætu tjáð hana láta í svipinn á sér standa. En ég hefi af kynnum mínum af þessu listaverki orðið dýrri reynslu ríkari, og mun hér eftir aldrei setja mig úr færi að kynn- ast nýjum tónsmíðum eftir þenn- an djarfa, andríka listamann, sem ég held alveg tvímælalaust að eigi eftir að brjóta sér leið gegn- um klakalag norræns stærilætis og sjálfsblekkingar. Og af því að í þessum skrifum er spurt um sál í tónverki, og ekkert svar virðist ætla að ber- ast, bið ég ykkur félaga afsök- unar á því að ég leyfi ipér „Anasfasia" í Nýja biói í JÚLÍMÁNUÐI 1918 barst út um heiminn sú hryllilega fregn, að Nikulás II. Rússakeisari og fjölskylda hans hefði verið myrt af handbendum bolsivika í kjall- ara einum í Jekatarinburg í Síberíu. Meðal barna keisarans var Anastasia þá seytján ára gömul. — Nokkru síðar fluttu stríðsfangar, sem komu frá Rúss- landi þá fregn að þessi dóttir keisarans hefði komizt undan blóðbaðinu, en enginn vissi hvar hún væri niður komin. Skömmu síðar, eða árið 1922, kom fram á sjónarsviðið ung stúlka, er full- yrti að hún væri þessi dóttir Rússakeisara. Sagði hún með hverjum hætti henni hefði verið bjargað úr höndum hinna rúss- nesku böðla og sagði jafnframt frá mörgu, sem borið hefði við í hirðsölum keisarans á uppvaxt- arárum hennar þar, og hefur mörgum, sem kunnugir voru hirð lífi keisarans, þótt frásögn „Anas tasiu“ bera það með sér að hún sé sannleikanum samkvæm. En fleiri eru þó þeir, ekki sízt ætt- ingjar keisarans, sem halda því fram að stúlkan sé svikari og að baki henni standi menn, sem með þessari sögu hyggist kló- festa þær 10 milljónir sterlings- punda, sem keisarinn átti í Eng- landsbanka og eru þar geymd- ar. Hefur fram á þennan dag staðið mikill styrr um þessa konu, sem nú er 56 ára gömul og býr í hrörlegu húsi skammt fyr- ir utan Stuttgart. Reyndi hún á sínum tíma að fá viðurkennt með dómi, að hún væri raunverulega Anastasia keisaradóttir, en ár- angurslaust. Og nú nýlega hafa borizt þær fréttir, að hún sé i þann veginn að höfða nýtt mál til staðfestingar á því að hún sé keisaradóttirin. Um ævi og baráttu þessarar konu hefur verið samin kvik- mynd í litum og Cinemascope á vegum Fox-félagsins í Bandaríkj- unum og er myndin sýnd í Nýja Bíói. Kvikmyndin víkur í mörg- um atriðum frá hinum raunveru- legu atburðum, en engu að síður er hún mjög athyglisverð, ágæt- lega gerð og frábærlega vel leik- in, enda fara þar með aðalhlut- verk hin mikilhæfa og glæsilega leikkona Ingrid Bergman, er leik- ur Anastasiu, Yul Brynner, hið1 nauðasköllótta kvennagull, er leikur fyrrverandi hershöfðingja Rússakeisara og aðalpersónuna að baki Anastasiu og Helen Hayes, er leikur ekkjudrottning- una, móður Rússakeisara. — Hlaut Ingrid Bergman verðlaun amerískra kvikmyndadómara fyr ir leik sinn í þessu hlutverki. — Helen Hayes hefur um langt skeið verið talin í allra fremstu röð amerískra leikara og Brynn- er fékk í fyrra Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í hlutverki kóngs- ins í kvikmyndinni „Kóngurinn og ég“ og hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í „Anastasiu“. „Verkamannablaðsins“ er komizt landsins sem verkfæri í hinni pólitísku valdabaráttu kommún- ista. Allir, sem nokkuð þekkja til starfsaðferða kommúnista hér á landi vita, að yfirráð þeirra í Verkamannafélaginu Dagsbrún hafa verið mesta lyftistöng komm únistiskra áhrifa á íslenzk stjórn- mál. Svo skefjalaus og ófyrir- leitin hefur misnotkun kommún- ista á Dagsbrún verið, að í einu og öllu hefur Dagsbrúnarstjórn- in haft það að leiðarljósi, að þjóna pólitískum áróðurssjónar- miðum Sósíalistaflokksins. Hags munir félagsins, verkamann- anna, hafa alla tíð orðið að þoka fyrir hmni pólitísku þjónustu- semi, sem Dagsbrúnarstjórnin hefur haft að leiðarljósi. Þannig hefur allt félagslegt starf legið í dróma. Kommúnistar hafa ekki mátt sjá af einu dagsverki til þeirra mála. Allt hefur snúist um það eitt að nota Dagsbrún og Dagsbrúnarmenn til framdráttar pólitískum hagsmunum Dags- brúnarstj órnarinnar. Verkamannablaðið mun leit- ast við að kynna fyrir verka- mönnum störf eða öllu heldur starfsleysi Dasbrúnarstjórnarmn ar á undanförnum árum. Ræða hin ýmsu hagsmunamál verka- manna og koma á framfæri til- lögum til úrbóta. Vænta útgef- endur blaðsins þess, að verka- menn láti blaðinu i té greinar um þau mál sem snerta hags- muna- og menningarmál stéttar- innar, öryggi á vinnustöðum og annað, sem núverandi Dagsbrún- arstjórn hefur vanrækt með öllu. Af nógu er að taka, því hvar sem hendi er drepið niður, ber allt að sama brunni, Dagsbrúnar- stjórnin hefur vanrækt allt, nema skrifstofustörfin og hinn póli- tíska áróður, sem hefur verið þungamiðjan í starfi hennar, að fyrirlagi þess stjórnmálaflokks, sem hefur það markmið eitt að nota verkalýðshreyfinguna sem tæki í valdabaráttu sinni. Valda- baráttu, sem stefnir að því með- al annars, að þurrka frjáls verka- lýðssamtök út með öllu.“ Einróma meðmæli NOKKRU fyrir þingfrestun fyrir jól skilaði heilbrigðis- og félags- málanefnd efri deildar Alþingis áliti um frumvarp Gunnars Thor- oddsens um húsnæði fyrir fæð- ingarheimili Reykjavíkurbæjar. Efni frumvarpsins er, eins og áð- ur hefur verið rakið hér í blað- inu, að heimilt skuli vera að taka íbúðarhúsnæði, sem er i eigu Reykjavíkurbæjar, til afnota fyr- ir fæðingarheimili. Hefur bæjar- stjórn nýlega samþykkt að koma slíku heimili upp í húsunum Eiríksgötu 37 og Þorfinnsgötu 16, en þar hefur að undanförnu búið fólk, sem bærinn sér fyrir hús- næði. Er því samkvæmt gildandi löggjöf um afnot íbúðarhúsnæðis ekki heimilt að stofna fæðingar- heimili í þessum húsum og þess vegna kom lagafrumvarpið fram. í áliti nefndarinnar xnælir hún einróma með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Ego. Ný Ijóðahók eftir Sveinbjörn Beinteinsson ÚT ER KOMIN ný ljóðabók eft- ir Sveinbjörn Beinteinsson og nefnist hún Vandkvæði. I bókinni eru bæði stökur og kvæði. Bókin er allnýstárleg útlits, prentuð á litaðan pappír og hefur Hörður Ágústsson séð um frágang allan. Bókin er prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.