Morgunblaðið - 03.01.1958, Qupperneq 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. jan. 1958.
— Nýjársávarp
forseta Islands
Framh. af bls. 1
beðið að skila kveðju og þökk
til íslendinga. Á sama hátt minn-
umst við hjónin heimsóknarinn-
ar til Danmerkur á sinni tíð með
gleði og þökk. Við báðar heim-
sóknir tóku Danir vel undir,
bróðurlega og af áhuga, og heyrð
ist ekki óvingjarnlegt orð. Meg-
um vér og minnast þess, að við-
horf er gerbreytt frá því er
deilur voru harðar, og ekki eftir
nema eitt mál að kalla, sem bíð-
ur úrlausnar, handritamálið. Er
ég nú bjartsýnni en áður á, að
það mál verði leyst innan tíðar.
Þá hafa þeir Gústaf VI Adolf
Svíakonungur og Louisa drottn-
ing og Urho Kekkonen, Finn-
landsforseti, og frú hans, heim-
sótt oss í síðastliðnu sumri, og
er það öllum í fersku minni.
Gústaf Adolf er gamall fslands-
vinur, velunnari um bókagjafir
og stórfróður um íslenzk efni.
Kekkonen lét í ljósi við brott-
för sína undrun og aðdáun á því,
hve miklu fámenn þjóð gæti
áorkað. „fslendingar eiga örugga
og mikla framtíð fyrir höndum“,
varð honum að orði.
Slíkir þjóðhöfðingjar eru góðir
gestir, og ánægjulegt hvilíka at-
hygli ferðir þeirra vöktu í heima-
löndunum. Mér hefir verið það
Ijúf lesning, að fara yfir sænsk-
ar og finnskar blaðagreinar frá
þessum orlofsdögum, og sjá þann
skilning og áhuga, sem fram
kemur á íslenzkum efnum. í því
er meiri landkynning en vér eig-
um annars kost á. Og það hefur
V. mér virzt, að vér íslendingar
séum ærið viðkvæmir fyrir því,
sem um oss er sagt meðal er-
lertdra þjóða, stundum um of fyr-
ir smáaðfinnslum og köpuryrð-
um, sem lítið mark er tekið á. En
allir gleðjumst vér einlæglega,
þegar hróður íslands er fluttur
út um heim af þekking og dreng-
skap dómbærra manna. Er það
að vonum. Bak við liggur vitund-
in um það, að fámenn þjóð á
mikið undir alþjóðaáliti og al-
þjóðamannorði sínu.
ísland var um aldir afskekkt
og einangrað, og erlendis betur
trúað kynjasögum en einfaldri
frásögn af menning svo fámennr-
ar og fátækrar þjóðar. Þó eign-
uðust íslendingar marga vini
meðal hinna merkustu manna,
einkum á síðustu öld. Átti það
mest rót sína að rekja til vakn-
andi áhuga á hinum fornu bók-
menntum, sem var eins og ný-
fundið land í augum erlendra
fræðimanna. En fornbókmennt-
irnar eru ekki lengur nýnæmi,
og hafa aldrei náð til almenn-
ings í öðrum löndum en Noregi.
Og raunar lifir engin þjóð né
ríki á fornri frægð einni sam-
an til langframa, eins og sjá má
á örlögum ýmissa annarra þjóða,
sem skapað hafa sígildar bók-
menntir, t. d. grískar eða hebresk
ar, svo ég nefni tvö dæmi. Hin
forna frægð kemur þá fyrst að
fullum notum, ef það sýnir sig,
að atorkan lifir enn í kynstofn-
inum, og vitsmunir og skaps-
munir hrökkva til að mæta nýj-
um viðhorfum. Eftir þeirri and-
legu og verklegu menningu, sem
oss auðnast að skapa, og stjórn-
málaþroska verðum vér metnir.
Manngildi og menning ræður úr-
slitum um örlög fámennrar þjóð-
ar, að svo miklu leyti sem við
verður ráðið.
Ég er þess fullviss, að vér fs-
lendingar höfum hin beztu skil-
yrði til að vera vinsæl og vel
metin þjóð. Það hefi ég þráfald-
lega sannreynt. Og ég er þess
einnig fullviss, að fámennið þarf
ekki að vera dragbítur á lífs-
leið þjóðarinnar. Yegna fámennis
tölum vér sjálfir stundum um
land kunningsskaparins, meðal
annars í þeirri merkingu, að
mikil linkind sé sýnd í fram-
kvæmd hegningarlaga. Má vera
að nokkuð sé hæft í því, en það
þarf líka mikla miskunn til að
vega upp á móti g'immd fyrri
alda í hegningum fyrir yfirsjón-
ít, sem ekki eru lengur taldar
til afbrota. Kunningsskapurinn
felur í sér mildi og hjálpfýsi,
þrátt fyrir stóryrði og návígi, og
náungans kærleiki er hér nær-
tækari en í mannhafi milljón-
anna.
Kunningsskapurinn, eða við-
kynningin hver við annan, auð-
veldar lausn ýmissa vandamála
og gerir jafnvel kosningar, sjálft
lýðræðið, traustara en sums stað-
ar þar, sem.máske einn fulltrúi
er kosinn fyrir sama mannfjölda
og býr á öllu fslandi. Jafnræðið,
dreifing auðs og valda, er trygg-
ara í litlu þjóðfélagi en stóru,
og átökin um rekstrarfyrirkomu-
lag minni. Hvað sem fræðikenn-
ingum líður, heyri ég því ekki
haldið fram, að ríkið eigi að reka
vélbátaútveg eða landbúnað, og
engan mótmæla því að ríkið
skuli reisa hinar stærstu verk-
smiðjur, og rafstöðvar og reka
þær sjálft eða í samvinnu við
önnur almenn samtök. Samvinnu
fyrirtæki eru og sjálfsögð og lög-
vernduð. í þessum efnum eru að
vísu háðar ýmsar landamerkja-
skærur, og seint mun verða fullt
samkomulag um skipting auðs og
valda, og oft barizt á hvalfjöru.
Hitt er þó staðreynd, að þegar
um er að ræða ríkis- og einka-
rekstur, þá eru viðfangsefnin
einfaldari í framkvæmd og sjálf-
sagðari hjá smáþjóð en stórþjóð.
Ber þar margt til, sem hér verð-
ur ekki fulltalið. Fræðileg hug-
tök, svo sem ríkis- og einkarekst-
ur, frelsi og skipulag eru stund-
um talin ósamrýmanleg, en í fá-
menninu leysir lífið sjálft hnút-
inn. Sama máli er að gegna um
líf og breytni hvers manns, þar
verður frjálsræði, sjálfsagi og
landslög að renna saman í líf-
erni og lífsferli einstaklingsins,
hvað sem líður fræðilegum hug-
tökum. Ég vil bæta því við, að
þroska einstaklingsins á að vera
betur borgið í fámenni, en í
Babel-borgum og hjá frumstæð-
um þjóðfélögum, þar sem múg-
æsingin getur einn daginn breitt
klæði á veginn og veifað pálma-
greinum, en hrópar svo áður en
vikan er liðin: Krossfestið hann!
fsland þolir hvorugt, hvorki múg
æsing né algert einræði, við
hvern sem það er kennt. Má vera,
að sá tími komi, að smáríki
færi sér svo vel í nyt góð skilyrði,
að það verði talið til fyrirmynd-
ar, og þau njóti að lokum fulls ör-
yggis með öllum þjóðum. Þar á
vor litla þjóð leik á borði, hvern-
ig sem til tekst.
Þessar hugleiðingar um kosti
fámennisins eru miðaðar við oss
fslendinga sjálfa, og aðrar þrosk
aðar þingræðisþjóðir. Fámennið
hefir galla, sem eru þrautræddir,
og því hefi ég heldur dregið fram
kostina, og ef þeirra byr stendur
í seglin, þá má sneiða hjá boðun-
um. Fámenn þjóð í stóru og hálf-
numdu landi, hefir auk þess oln-
bogarúm, sem ekki fæst í þéttbýl
ustu löndum. Gras sem vísinda-
mönnum og Þórólfi ber saman um
að drjúpi af smjör, og miklir rækt
unarmöguleikar. Sævargrunnið
kringum allt landið, sem er frum
skógur fiskanna, afl í fossum og
jarðhiti skapar þjóðinni vaxtar-
skilyrði, svo engir þurfa að leita
úr landi, ef rétt er á haldið. Fólks
fjöldi er með minnsta móti, og
má margfaldast, án þess að týnist
sá arfur fámennrar menningar-
þjóðar, sem ég hefi rætt um.
Tæknin eykur afköstin til móts
við þau lönd, sem bezt eru talin,
og sjálfir sitjum vér við stýrið,
svo ekki verða aðrir sakaðir um.
í BLAÐINU Frjáls þjóð frá 14/12
er gerð tilraun til að hnekkja
áhrifum fermingarræðu minnar,
sem birtist í Morgunblaðinu 8/12.
Aðferð sú, sem þar er notuð er
sú sama, sem flestir stjórnmála-
skussar viðhafa þegar þeir vinna
skemmdarverk. Aðferðin er sú að
slíta einstakar setningar úr sam-
hengi, en draga fjöður yfir það,
sem máli skiptir.
Yfirskrift athugasemdar blaðs-
ins er ákaflega sakleysisleg:
„Mildur kristindómur á Sleð-
brjót“. En það er víst átt við
annað: Blaðinu finnst boðskapur
inn of mildur. Það er svo að sjá,
að blaðinu finnist Móselögmáli
gert of lágt undir höfði í ræðu
minni. En hver er svo fagnaðar-
boðskapur Móselögmálsins? Það
er „auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn“, ef eitthvert boðorðanna
er brotið. Á seinni hluta miðalda
og upp úr þeim forheimskuðu
sumar þjóðir sig á því að gera
þetta lögmál að gildandi refsi-
rétti, og á svo vanvirðandi vísu
að yrði maður manni að bana á
einhvern veg, þá átti að lífláta
hann á nákvæmlega sama hátt.
Þetta virðist vera sá kristindóm-
ur, sem blaðið Frjáls þjóð óskar
að verði endurvakinn. Svo eru í
blaðinu talin upp boðorðin og
harmað, að algildi þeirra sé dreg
ið í efa. En af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum er einu sleppt.
Blaðið fellir niður boðorðið:
„Þú skalt ekki girnast konu ná-
unga þíns, ekki þrael hans eða am
bátt, ekki uxa hans eða asna, né
nokkuð það, sem náungi þinn á“.
Ef til vill hefir Frjálsri þjóð ekki
litizt á blikuna þegar blaðið sá að
konan var talin með í gripaeign
manns. Bæti þá líka komið til
mála, að um skattsvik væri að
ræða hvarvetna, þar sem konan
væri ekki talin fram.
Ég vil í sambandi við
þessa boðorðaathugun benda
Frjálsri þjóð á konu nokkra, sem
um getur í Nýja testamentinu.
Það er kona, sem hafði stigið
víxlspor í lífinu. Hún hafði
brotið eitt boðorðið. En sam-
kvæmt rikislöggjöf Móse átti
þessi kona að grýtast. Svar Krists
var þetta: „Sá kasti fyrstur steini,
sem saklaus er“. Svar Frjálsrar
þjóðar mundi' vera: of mildur
kristindómur. Að öðru leyti vil
ég upplýsa Frjálsa Þjóð um það
að boðorð gamla sáttmálans eiga
ekkert skylt við kristindóm. Þau
urðu til þúsundum ára fyrir
En vér lifum í minnkandi heimi,
og verðum að hafa samflot fleiri
þjóða. Þegar þjóðin fékk full-
veldi 1918 var þörfin á samstarfi
sjálfstæðra þjóða aðkallandi, þó
það tæki langan tíma að skiljast
til fulls, og þegar íslenzka lýð-
veldið var stofnað 1944 var al-
þjóðasamstarf nauðsyn, sem lá í
augum uppi. Sjálfstæði og sam-
starfsþörf kom yfir oss fslend-
inga á sama tíma.
Síðan hefir margt breytzt, og
skylt að geta þess, að eins og nú
er komið viðskiptum, samgöng-
um á sjó og í lofti, vígbúnaði og
allri tækni, þá geta fámennar
þjóðir ekki staðið einar og varn-
arlausar. Öll vopn eru nú geig-
vænlegri en í síðustu styrjöld.
Þar er enginn samanlxirður. Það
er viðurkennt af leiðtogum stór-
veldanna, að stórstyrjöld verði
ekki takmörkuð við tiltekið
svæði. Hlutleysi virðist ekki
lengur hugsanlegt í ófriði, enda
vísar reynslan til þess, og hlut-
leysi á friðartímum þarf ekki að
tryggja. í upphafi stóðu vonir
til þess að Hinar sameinuðu þjóð-
ir héldu uppi alþjóðalöggæzlu,
en þegar það brást, var Atlants-
hafsbandalag stofnað. En sú hug
sjón og von vakir, sem fyrirheit
var gefið um, við stofnun Hinna
sameinuðu þjóða, að unnt verði
að skapa öryggi með afvopnun,
eftirliti og friðarvilja, sem komi
fram í verki. Til þess að svo
megi verða liggja knýjandi rök.
Engin þjóð getur lengur unnið
Kristsburð. Ekki veit ég heldur
til þess, að þau hafi nokkurn
tíma verið ættleidd til kristin-
dóms nema það hafi þá komizt í
kring á síðasta flokksþingi
Þjóðvarnarmanna. Það er blað-
ið segir, að ég hafi lagt ferm-
ingarstúlkunum „ríkt á hjarta . . .
að taka varlega mark á boðorð-
um“ er vissulega uppspuni einn.
Það eina, sem ég lagði þeim ríkt
á hjarta og brýndi fyrir þeim var
það að feta veg þjónustunnar eftir
þeirri náð, sem þeim er gefin.
Þá virðist blaðinu ekki falla
vel í geð að ég skuli minnast á
fall, reisn og hulda hönd við ferm
ingarstúlkurnar. Út af þessu vil
ég minna Frjálsa þjóð á söguna
um hinn glataða son. Sjáum Vér
þar ekki fagra mynd af falli, reisn
og hulinni hönd? Frjáls þjóð mun
segja: of mildur kristindómur.
En þá vildi ég spyrja: Hverjum
kæmi betur mildur kristindómur
en einmitt Þjóðvarnarmönnum?
Ég þykist vita að Þjóðvarnar-
mönnum hafi þótt miður að Morg
unblaðið fékk ræðu mína til birt-
ingar. Þeir óttast að hún kunni að
hafa einhver áhrif Sjálfstæðis-
mönnum til hagsbóta við næstu
bæjarstjórnarkosningar. Fyrir þá
sök er gerð þessi heimskulegu at-
hugasemd um mildan kristindóm.
Þar er eitt „klámhöggið".
í fyrra lézt að heimili sínu
eftir stutta legu Þjóðvarnarflokk
ur íslands. Var víst hvergi flagg-
að í hálfa stöng. Jarðarförin fór
fram í kyrrþey eins og nú er
stundum farið að tíðkast. Eitt
sinn voru íslendingar ákaflega
hræddir við afturgöngur. Var þá
leitað ýmissa ráða til að kveða
þær niður. Gáfust þau ráð oft vel.
Nú er Þjóðvarnarflokkurinn að
burðast við að ganga aftur, en ís-
lendingar orðnir óhræddir við
afturgöngur. Þau meðul, sem í
gamla daga gáfu góða raun við
að kveða niður drauga duga að
vísu ekki lengur. En meðalið er
til og það er þetta: Kjósið engan
Þjóðvarnarmann hvorki til bæj-
ar- og sveitarstjórna né til Al-
þingis. Þjóðvarnarflokkur ís-
lands er með öllu málefnalaus.
Eina stefnumál hans er að hafa
landið óvarið svo að hvers kyns
óaldarflokkar geti gert strand-
högg við strendur íslands. Þeir
vilja hafa landið opið fyrir nýju
Tyrkjaráni og nýjum hundadaga-
kón&um.
Eini rétti Þjóðvarnarflokkur Is
lands er Sjálfstæðisflokkurinn.
Járn- og stálvörur
rafmagnsvörur
Útvegum frá umbjóðendum vorum:
MOTOKOV, Prag:
Baðker
Raflagningarefni
Rafmagnsbúsáhöld
Vasaljós, rafhlöður
perur o. fl.
R. Jóhannesson hf.
Hafnarstr. 8, sími 1-71-81
FERROMET, Prag:
Saum, allar gerðir
Gaddavír
Múrhúðunarvírnet
Móta- og bindivír
Húsgagnaf j aðrir
Smíðajárn, alls konar
Pípur
Fittings
Tréskrúfur, o. fl.
Orðsending til Frjálsrnr þjóðar
neitt á með stórstyrjöld, heldur
er mannkyn allt í hættu. Rökin
eru þung, og friðarþráin rík. Og
Islendingar munu að sjálfsögðu
leggja því sitt lið, að hinar ýtr-
ustu tilraunir séu gerðar til að
skapa það alþjóðaöryggi, sem all-
ur heimur þráir. Viðfangsefnin
eru örðug og víða ýfingar, kyn-
stofnar og þjóðir á mismunandi
þroskastigi, og sumir herskáir, þó
þeir veiti friðnum augna- eða
öllu heldur orðaþjónustu. En ef
þeir sem öflugastir eru, ná saman
í verki, og ekki eingöngu orði
kveðnu, þá er árangur vís. Það
væri mikið fagnaðarár, sem nú er
að hefjast, ef það auðnaðist að
stíga nú hin fyrstu spor til sátta
og friðar. En vísast tekur full-
komin afvopnun hugarfarsins
langan tíma.
Vér lifum á öld óvissunnarr en
óttinn einn bjargar engu. Mar-
tröðin má ekki koma í stað fram-
tíðardraumanna. Það er hugrekki
að sjá hætturnar, en halda þó
áfram ferðinni. Bezta ráðið til
að sigrast á kvíða fyrir hvern
einstakan og þjóðina í heild er,
að sýna trú og tilgang í lífi sínu
og starfi, trú á tilgang lífsins og
gróandi þjóðlíf í frjálsu landi.
Ég lýk svo máli mínu með
vorri gömlu, daglegu bæn, fyrir
þjóð vorri og öllum mannheimi:
„Tilkomi þitt ríki. Verði þinn
vilji svo á jörðu sem á himni!“
Og endurtek óskina og vonina
um gott, farsælt og gleðilegt nýtt
ár.
Með þeirri forystu, sem hann nú
hefir er hann einn allra flokka,
sem er þess umkominn að vernda
og virða íslenzka hagsmuni. Styðj
ið Sjálfstæðisflokkinn við næstu
bæ j arst j órnar kosningar.
Sigurjón Jónsson.
Fjöhenn féfagsvisf
á Akranesi
AKRANESI, 2. jan. — Sjálfstæð-
isfélögin á Ákranesi efndu til fé-
lagsvistar á nýjársdagskvöld og
var spilað á 60 borðum og er
það fjölmennasta félagsvist sem
haldin hefur verið hér á Akra-
nesi. — Oddur.
Aldarminning
Halldórs Jónssonar
ALDARAFMÆLI átti 12. des.
Halldór Jónsson frá Hrauni í
Ölfusi. Hann var giftur Vilborgu
Jónsdóttur frá Urriðakoti og
bjuggu þau síðustu 18 árin að
Gullbringum í Mosfellssveit og
verður honum bezt lýst með
sjómannavísum þessum, sem
gerðar voru um hann þegar hann
var ungur.
Hlunna gota hér um mar
Halldór völdum stýrir.
Bezt og snotur bóndi þar
býr í koti Vilborgar.
Sínum góða siglum mar
sævar glóða hirðir snar.
Hleypir á slóðir hnýsunnar
Halldór bróðir Magnúsar.
Hrauni frá ég Halldór finn
hart þó löginn freyði.
Fram á bláan fiskakinn
fokkumávinn temur sinn.
A knerri súða krappamaður
heitir
Halldór Jónsson hugaður.
Hann er gildur sjómaður.
Kunnugur.
PARÍS, 30. des.: — Mendés
France, hinn kunni franski stjórn
málamaður, bar í dag fram í
franska þinginu ályktunartillögu
um að ríkisstjórnin láti gera alls-
herjaráætlun um stórleg: aukna
fræðslu í vísindum og tækni.