Morgunblaðið - 03.01.1958, Síða 15
Föstudagur 3. jan. 1958.
MORGVNBLAÐIÐ
15
Hehrú rœðir við sfsórnmálaieiðfoga:
Fyrr en síðar verða Evrópu-
þféðirnar að yfirgefa ný-
lendur sínar í Asíu
Nýju Delhi, 2. jan. — (Reuter).
Á MORGUN byrjar Nehrú, forsætisráðherra Indlands, viðræður
við stjórnmálaleiðtoga frá Asíu- og Evrópulöndum. Þá kemur til
Nýju Delhí Viliam Siroky, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, sjötta
janúar kemur þangað Súkarno, forseti Indónesíu, sem fór að heiman
að ráði lækna sinna, og áttunda janúar kemur Macmillan, forsætis-
ráðherra Bretlands, til Indlands. Verður hann þar í fjóra daga og
er fyrsti forsætisráðherra Bretlands, sem heimsækir Indland.
Styðja Indónesíumenn
Á blaðamannafundi í dag sagð-
ist Nehrú ekki gera neina til-
raun til að fá Sukarno og Mac-
millan til að hittast í Indlandi
og ræða kröfur Indónesíumanna
til Nýju-Guineu. Þá gat hann
þess, að Indverjar styddu kröf-
ur Indónesíumanna í deilunni
við Hollendinga. Hann sagði, að
Indverjar hefðu þessa stefnu í
þeirri trú, að fyrr en síðar mundu
Evrópuþjóðirnar vera nauðbeygð
ar til að yfirgefa allar nýlendur
sínar í Asíu.
Athyglisverð tillaga
Þá sagði Nehrú, að sér fyndist
tillagan um hlutlaust belti í
Evrópu mjög athyglisverð. Hann
sagði, að heimurinn, sem við
byggðum væri „trylltur heimur“
og yfir höfðum okkar hengu
vetnissprengjur.
Þar reis strax
amiar bálköstur
KRAKKARNIR við Sörlaskjól
og nærliggjandi götur, vöknuðu
við vondan draum á gamlársdags
morgun. Þau höfðu með ærinni
fyrirhöfn viðað að sér miklu
efni í bálköst áramótabrennunn-
ar, en einhverjir pörupiltar
höfðu aðfaranótt gamlársdags
kveikt í kestinum, svo hann var
brunninn til ösku er þau vökn-
uðu Mörg tár hrundu um hvarma
vegna þessa atburðar. En ótrauð
ir tóku krakkarnir aftur til við
að safna í nýjan bálköst. Brenna
skyldi vera hvað sem hver sagði.
Um nónbil á gamlársdag var
kominn meiri og stasrri bálköstur
en krakkana hafði dreymt um
að koma upp fyrir gamlárskvöld.
Einn strákanna ,sem hafði stað
ið í fylkingarbrjósti sagði tíð-
indamanni blaðsins er bar þar að:
Fyrst komu tveir menn héðan úr
nágrenninu, síðan bættust fleiri
og fleiri við. Tveir menn komu
með vörubíla til efnisflutninga.
Nú eru komnir 10 fullorðnir
menn, pabbar krakkanna hér í
nágrenninu og bílarnir tveir.
Krakkarnir voru svo glöð yfir
þessum sigri á erfiðleikum sínum
að sum þeirra kunnu sér varla
læti. Um kvöldið var svo kveikt
í kestinum og var þessi brenna
meðal þeirra mestu hér í bæ á
gamlárskvöld.
Við mumim gera allt,sem
S.Þ. segja fyrir um,
Þökkum af alhug öllum þeim mörgu ættingjum, vinum
og vandamönnum sem heiðruðu okkur á silfurbrúðkaups-
daginn okkar 23. f.m. með blómum skeytum og miklum
periingagj öfum.
Guð blessi ykkur öll.
Lilja Matthíasdóttir,
Sölvi Jónsson.
Skrifstofur okkar
verða lokaðar til hádegis í dag.
Jón Loftsson h.f.
ViScurfélagið h.f.
Konan mín og móðir okkar
INGIBJÖBG HELGADÓTTIR
Frakkastíg 17, lézt í sjúkrahúsinu „Hvítabandið“ 1. jan.
Magnús Pálsson og synir.
Hjartanlega þökkum við sóimúð og vinarhug við andlát
og útför litlu dóttur okkar.
Eygló J. Gunnarsdóttir,
Ingvar D. Eiríksson,
segir forsefi Pakisfans
KARACHI, 2. jan. — Iskander
Mirza, forseti Pakistans, sagði í
viðtali við blaðamann í dag, að
brýna nauðsyn bæri til að Ind-
land og Pakistan leystu deilumál
sín hið fyrsta vegna þess að í
báðum þessum löndum væri ný
æska að vaxa úr grasi, sem lítil
kynni hefði hvor af annarri, og
gæti það aukið stríðshættuna til
mikilla muna. Ef þetta æskufólk
væri alið upp í hatri og fjand-
skap öllu lengur, getur það haft
hinar alvarlegustu afleiðingar,
sagði forsetinn. — Þá sagði hann,
að Indverjar hefðu gengið á
gerða samninga og ekki viljað
hafa herlið frá S. Þ. á hinum
umdeildu svæðum.
Sérstakur sendimaður frá S.Þ.,
dr. Frank Graham, kemur í heim
sókn til Pakistan innan skamms,
en honum hefur verið falið að
kynna sér alla málavöxtu í Kas
mírdeilunni. Um heimsókn hans
sagði forsetinn: „Við munum
gera allt, sem S. Þ. segja fyrir
um“.
Ennfremur sagði hann: Ef ekk
ert samkomulag næst um það,
hvernig nýta skuli vatnið í Ind-
us, breytast 3—4 millj. hektara
af landi í Pakistan í eyðimörk á
mjög skömmum tíma. Hann var
loks spurður um álit sitt á fundi
æðstu manna stórveldanna og
sagðist ekki trúaður á, að hann
mundi leiða til samkomulags,
WASHINGTON, 2. jan. _ Eisen-
hower Bandaríkjaforseti hefur
sent Voroshilov, forseta Ráð-
stj órnarríkj anna, nýj árskveðj ur,
þar sem hann segir, að ekki muni
standa á Bandaríkjastjórn að
stuðla að því, „að betri skilningur
ríki milli borgara Ráðstjórnar-
ríkjanna og Bandaríkjanna, svo
og annarra ríkja“. — Voroshilov
hafði sent Eisenhower nýjárs-
skeyti á gamlársdag ásamt þeim
Búlganin, forsætisráðherra og
Krusjeff, framkvæmdastjóra
kommúnistaflokksins. í skeyti
sínu kváðust þeir vona, að vin-
átta þjóða í milli mætti styrkj-
ast, svo að góður friður héldist.
Þess má og geta, að Krusjeff
var hrókur alls fagnaðar, sem
haldinn var í Moskvu til að fagna
nýju ári. Veizluna sátu 800
manns. Krusjeff skálaði fyrir
eins og málum væri nú háttað í
heiminum. Hann bætti því við
að efla bæri Bagdadbandalagið
og kvað það ósk lands síns, að
Bandaríkin gerðust aðili að því.
Sæmd Fálkaorðu
Á NÝJÁRSDAG sæmdi forseti ís
lands, að tillögu orðunefndar,
þessa menn riddarakrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu:
Agnar Kofoed-Hansen, flug-
málastjóra, fyrir embættisstörf
og önnur störf í þágu flugmála
íslands.
Guðmund Pétursson, útgerðar-
mann, Akureyri, fyrir störf í
þágu sjávarútvegsins.
Jón Nikulásson, bónda, Kringlu
Miðdalshreppi í Dölum, fyrir
búnaðarstörf.
Sigríði Bachmann, yfirhjúkrun
arkonu, fyrir hjúkrunar- og
kennslustörf.
Sigurjón-Sigurðsson, lögreglu-.
stjóra, fyrir embættisstörf.
Sigurð Björnsson, brúarsmið,
fyrir verkstjórn og brúarsmíði.
( Frá orðuritara).
LONDON, 30. des.: — Dr. Art-
hur James Ewins, kunnur brezkur
vlsindamaður, er látinn. Hann
fann, árið 1937, upp efnið Sulfa
Pyridin, sem hefur bjargað ótal
nönnum frá lungnabólgudauða.
Dr. Ewins ,7ar 75 ára er hann lézt.
Eisenhower og sagði, að ef Banda
ríkjamenn og Rússar gætu leyst
deilumál sín yrði friður í heim-
inum. — Síðar um kvöldið sat
hann að drykkju með bandaríska
sendiherranum í Moskvu og frú
hans. Var gleðskapur mikill, að
því er fréttir herma.
Nýjárskveðjur
iil forseta fslands
MEÐAL fjölda árnaðaróska, sem
forseta íslands bárust á nýjárs-
dag, voru heillaskeyti frá Frið-
rik IX Danakonungi, Ólafi V
Noregskonungi, Gústaf VI Adelf,
konungi Svíþjóðar, Urho Kekk-
onen Finnlandsforseta og O’Ceall
aigh, forseta írlands.
Ennfremur bárust forseta
heillaskeyti frá Mohammad
Reza Pahlavi íranskeisara,
Francisco Franco, ríkisleiðtoga
Spánar og þeim Voroshilov for-
seta Sovétríkjanna, Bulganin for
sætisráðherra og Krustsjof, aðal
ritara kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna.
Þá bárust og heillaóskir frá is-
lenzkum sendiherrum og ræðis-
mönnum erlendis og ýmsum öðr-
um.
Áramótamóttaka Forseta
fslands:
Forseti fslands hafði venju
samkvæmt móttöku í Alþingis-
húsinu. Meðal gesta voru ríkis-
stjórnin, fulltrúar erlendra ríkja,
ýmsir embættismenn og fleiri.
(Frá skrifstofu forseta íslands)
Kálfatjarnarkirkju gefin Guð-
brandsbiblía
Frú Valgerður Kristinsdóttir,
saumakona í Reykjavík, hefur
gefið Kálfatjarnai'kirkju ljós-
prentað eintak af Guðbrands-
biblíu til minningar um foreldra
sína hjónin Þorbjörgu Jónsdótt-
ur og Kristin Þorleifsson er
bjuggu í Nýlendu í Hlöðversnes-
hverfi í Kálfatjarnarsókn.
Fyrir þessa veglegu og höfð-
inglegu gjöf færum við gefandan
um okkar innilegasta þakklæti
með ósk um gleðilegt og farsælt
komandi ár.
F.h. safnaðar og kirkju Kálfa-
tjarnarsóknar.
Sóknarnefndin.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar Magnúsar H. Jónssonar
Prentsmiðjan Oddi h.f.
Sveinabókbandið h.f.
Krúsjeff skálar fyrir Eisenhower -
leiðtogar skiptast á nýjárskveðjum
Selfossi.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður minnar
GUÐBJABGAR GÍSLADÓTTUE
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Ólafur Geirsson.
Jarðarför
MAGNÚSÁR guðmundssonar
útgerðarmanns frá Ólafsfirði verður gerð frá Fossvogskirkju
Reykjavílc, laugard. 4. jan. n.k. kl. 10.30 f.h. og verður henni
útvarpað.
Fyrir hönd ættingja.
Hreinn Pálsson.
Móðir okkar
FRIÐGEBÐUB FRIÐFINNSDÓTTIR
frá Þverlæk lézt í sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1.
janúar. Kveðjuathöfn fer fram frá Akraneskirkju laug-
ardaginn 4. janúar kl. 18. Jarðarförin ákveðin síðar.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Börn hinnar látnu.
Maðurinn minn og faðir okkar
ÓLAFUR ÞORBERGSSON
/élstjóri, Öldugötu 47, andaðist í Landakotsspítala 30.
desember.
Anna Pálsdóttir og dætur.
Systir okkar
GUNNHILDUR MÖLLER
[ngólfsstræti 10, andaðist 31. des. á Landakotsspítala.
Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur hennar.
Þóra Mölier, Ásgeira Möller, Magnús Möller.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
SIGURRÓS BENJAMlNSDÓTTIR
Skúlagötu 66, andaðist 2. janúar.
Börn, barnabörn og tengdadætur.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim mörgu fjær
og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför míns ástkæra eiginmanns, fósturföður og
vinar
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
Þórukoti. Sérstaklega vottum við þakklæti okkar til safn-
aðar Keflavíkurkirkju og félögum sem heiðruðu útför
hans.
Guðrún Þorleifsdóttir
Þorleifur Björnsson, Guðlaug Stefánsdóttir,
Ragnheiður Björnsdóttir, Björn Þorleifsson.