Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 1
20 síður Bærinn okkar nefnist sýning, sem opnuð var í gær í bogasalnum í Þjóðminjasafninu og skipulagsdeild Reykjavíkurbæjar hefur komið upp. Eru þar sýndir uppdrættir, líkön og ljósmyndir af Reykjavík á ýmsum tímum. Einkum er iögð áherzla á að menn geti kynnt sér þau svæði, sem skipulögð hafa verið á síðustu árum. Myndin hér að ofan sýnir hluta af geysistóru líkani af allri Reykjavík fyrir vestan Elliðaár. Laugarneshverfið er neðst á myndinni og breiða gatan neðst til vinstri er Kleppsveg- urinn. Af honum liggur hin fyrirhugaða Dalbraut austan við Laugardal. Gatan, sem Dalbrautin sker í hringtorgi ofarlega á myndinni, er Suðurlandsbraut. í Laugar- dal sést m. a. leikvangurinn mikli. Austan við Dalbraut er byggðin í Laugarásnum, Langholti og í Hálogalandshverfi. Til hægri á myndinni, fyrir ofan Suðurlands- braut, er hið nýja Háaleitishverfi, þar sem gert er ráð fyrir að 15.000 manns muni búa, og enn ofar á myndinni sér í Illíðarnar, Smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. (Ljósmynd Mbl.: Ólafur K. Magnússon) >- Öngþveiti í útvegsmálum Sjómenn í Reykjavík felldu sam komulagið um kaup- tryggingu og fiskverð Lúávik Jósefsson orðinn oð algeru viðundri ÖNGÞVEITI virðist nú vera að skapast í útvegsmálunum. Eins og kunnugt er lýsti Lúðvík Jósefsson því yfir í Þjóðviljanum fyrir áramótin, að hann hefði tryggt rekstur allra þátta útflutningsfram- leiðslunnar. Fullyrti hann m. a. við útvegsmenn að hann hefði sam- ið við fulltrúa sjómanna um ákveðna kauplryggingu, kr. 2530 í grunnlaun á mánuði. Skyldi þessi kauptrygging, sem miðaðist við 8 stunda vinnu og einnar stundar eftirvinnu gilda á svæðinu frá Breiðafirði, suður og austur um land, allt til Djúpavogs. Hafði engu samkomulagi náð Það er nú fyrir löngu kom ið í Ijós að sjávarútvegsmála- ráðherra hafði ekki komizt að neinu samkomulagi við sjó- mannasamtökin í hinum ein- stöku verstöðvum, þegar hann lét „Þjóðviljann“ til- kynna að samið hefði verið um alla þætti útflutnings- framleiðslunnar fyrir áramót. Hann hafði aðeins rætt við fáeina menn, aðallega komm- únista, sem ekkert heildarum- boð höfðu til þess að semja um þessi mál. Kom það því mjög illa við sjómenn í ver- stöðvunum þcgar þeir heyrðu „dagskipan“ Lúðvíks lesna upp í útvarp, án þess að nokkurt samráð hefði verið við þá haft. Niðurstaðan varð líka sú, að ákvæðin um kaup- trygginguna voru felld í Framh. á bis. 2 Fyrstu geim- ferðin hufin? MOSKVU, 6. jan. — Fréttamenn í Moskvu senda þær fregnir, að sú fiskisaga liafi flogið í Moskvu í dag, að Rússar hafi í dag skot- ið eldflaug með manni innan- borðs 300 km. út í gciminn. Ekki hefur þessi fregn verið staðfest opinberlega, en bent er á það, að rússnesk blöð staðhæfðu á dög- unum, að fyrsti geimfarinn yrði Rússi. I viðbótarskeyti frá Reuter seint i kvöld segir, að fréttamað- ur Reuters í Moskvu hafi reynt að fá þessa fregn staðefsta á „hæstu stöðum“, en árangurs- laust. Thorneycroff segir af sér Á Öndverðum meiði við stjórnina í fjármálum Peter Thorneycroft LONDON, 6. jan. — Seint í kvöld var það tilkynnt, að brezki fjár- málaráðherrann Peter Thorney- croft hefði sagt af sér ráðherra- embætti í dag. f tilkynningu, er Macmillan forsætisráðherra birti í þessu sambandi frá Downing Street 10 í kvöld segir, að Thorn- eycroft hafi sagt af sér i mót- mælaskyni við stefnu stjórnar- innar í f jármálum. Þá var greint frá því, að arftaki hans yrði fyrr- um Iandbúnaðarráðherra, Derich Heathcoat-Amory. Fyrrum her- málaráðherra, John Hare, tekur við landbúnaðarráðherraembætti en við hermálunum tekur af honum Christopher Soames, fyrr um aðstoðarflotamálaráðherra. Þá er þess getið, að í sam- bandi við lausnarbeiðni Thorney crofts hafi tveir fulltrúar í fjár- málaráðuncytiivu sagt af sér. Svarið til Bulganins KAUPMANNAHÖFN, 6. jan. — Á miðvikudag verður fulltrúa Danmerkur í fastaráði Atlants- liafsbandalagsins afhent svar H. C. Hansen við bréfi Búlganins frá fyrra mánuði. Verður svarið rætt á fundi fastaráðsins til þess að hægt verði að samræma það svörum annarra bandalagsríkja við bréfum Búlgnins. Áður en bréfið verðwr aflient Bulganin verður það og rætt í utanríkis- málanefnd danska þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.