Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 2
2 MORCT1NBL4Ð1Ð Þriðjudagur 7. janúar 1958 Hillary biður Fuchs að tefla ekki á tvœr hœttur Fuchs neitar, en miðar hægt LONDON, 6. jan. — í gær fór Hillary ásamt feröafélögum sín- um flugleiðis frá Suðurheim- skautinu til Scott-bækistöðvanna við ströndina. I dag var skýrt frá því, að Hillary hefði sent foringja brezka leiðangursins, Fuchs, skeyti þar sem hann hvatti hann tU þess að láta af fyrirætluninni um að komast frá heimskautinu í ár landveginn. Fuchs á enn rúmlega 500 km. ófarna tU skautsins — og í dag komst hann skammt vegna illrar færðar og bUunar á sleðum. í skeytinu sagði Hillary m. a., að mjög óhyggilegt væri fyrir hann að halda áætluninni. Færð færi nú versnandi svo og veður og því væri það að tefla á tæp- asta vað að halda fast við fyrri áætlun. — Hillary kvað sjálfan sig og menn sína þreytta eftir ferðina. Þeir hefðu ekki treyst sér til að bíða Fuchs né fara á móti honum lengra. Hvatti hann Fuchs til að skilja útbúnað STOKKHÓLMI 6. jan. — Sænska stjornin hefur gefið út Hvíta bók þar sem skýrð er afstaða Svía til hernáms Noregs og Danmerkur í síðari heimsstyrjöldinni. í febr- úar 1945 mun norska útlaga- stjórnin í London hafa skipzt á orðsendingum við sænska ráð- herra um það hvort Svíum bæri að gera innrás í Noreg og Dan- mörk — og gera tilraun til þess að hrekja nazista úr landi. Af- staða sænsku stjórnarinnar í heild til málsins er ekki skýrð, en getið er efnis einstakra orð- sendinga milli ráðherranna. Kem ur fram, að Svíar hafi talið, að innrás þeirra mundi valda eyði- leggingum í löndunum tveim, sem hægt yrði að komast hjá þar eð fall Þýzkalands var yfirvof- andi. Þá segir og að Bandaríkja- menn og Rússar hafi ekki talið sænska innrás æskilega. Hins vegar fóru bæði Norðmenn og Danir þess á leit við Svía að þeir léðu herafla til þess að reka Þjóðverja úr landi. Taldi norska stjórnin, að ekki þyrfti stóran her til þess að stugga við Þjóðverjum og reka þá í sjóinn. Þrek þeirra hafði þá dvínað stór- um — og töldu Norðmenn að erfitt mundi fyrir Þjóðverja að halda sambandi við hernámsliðið í Noregi ef rétt yrði að farið. Svíar höfnuðu þessu algerlega. í apríl barst norsku stjórninni síð- an svar frá Svíum þar sem sagði, að æskilegt væri að þýzkt vald í Noregi yrði afnumið með sinn eftir á skautinu og fara flugleiðis til strandar. Bíða þar sumars og fljúga þá aftur til skautsins og halda ferðinni áfram. ★ f svarskeyti sagði Fuchs, að hann mundi fara eftir fyrirfram gerðri áætlun. Kvaðst hann gera sér grein fyrir að ekki mætti tæpara standa. Veður færu nú versnandi og færð einnig. En samt sem áður yrði hann að taka þessu sem hverju öðru áfallL Hann mundi halda áfram að settu marki. ★ Þess má geta, að ætlunin var aldrei sú, að Hillary færi alla leið til heimskautsins. Það var Fuchs sem átti að fara yfir heim- skautið og mæta Hillary hand- an þess. Ferð Fuchs hefur hins vegar gengið mun ver en áætlað hafði verið og hélt Hillary upp á sitt eindæmi áfram alla leið til skautsins. „friðsamlegum aðgerðum". Svíar væru ekki þess fýsandi að gera neitt sem gæfi Þjóðverjum ástæðu til þess að ætla að Svíar væru þeim andvígir eða vildu ráðast á þá. Á þessum grundvelli tókust samningaviðræður milli Svía og Þjóðverja um þýzka herinn í Nor egi. En þær viðræður urðu aldrei annað en upphafið eitt, því að Þjóðverjar gáfust upp nokkrum dögum síðar. Fljótandi flugskeyfasfoðvar LONDON, 6. jan. — Yfirstjórn brezka sjóhersins hefur nú tekið til athugunar hvort ekki verði heppilegt að breyta fimm flug- vélamóðurskipum flotans í fljót- andi flugskeytastöðvar. Enda þótt úr verði mun ekki verða hætt við að reisa þær flugskeytastöðv- ar á landi, sem þegar hafa verið staðsettar. Mun bygging þeirra verða látin ganga fyrir öllu öðru. Flugskeytasföðvar WASHINGTON, 6. jan. — í dag ræddust þeir Dulles og sendi- herra Frakka í Washington við um væntanlegar flugskeytastöðv- ar í Frakklandi. Eru viðræðurn- ar til undirbúnings samningum um málið. Sukorno leitnr liðsinnis DJAKARTA, 6. jan. — Sukarno, forseti Indónesíu, hélt í dag flug- leiðis frá Djakarta í sex vikna för um Asíu og Afríkuríki. Fyrst er ferðinni heitið til Indlands, Pakistan, Egyptalands — og síð- an um Afríku, en ferðinni mun Ijúka í Japan. Við brottförina sagði Sukarno, að förin hefði ver- íð skipulögð fyrir nokkrum mán- uðum samkvæmt ráðleggingum lækna. Orðrómur um að hann væri hrakinn úr landi væri til- hæfulaus. Fullt samkomulag væri með honum, forsætisráð- herranum og yfirstjórn hersins. Bað hann Indónesíumenn að hafa hægt um sig meðan hann væri í brott — og efna ekki til neinna átaka. Fréttaritarar segja að mönnum sé það hulin ráðgáta hvers vegna Sukarno fer úr landi á svo örlagaríkum tímum fyrir þjóð hans nema ef vera skyldi til þess að fá stuðning annarra ríkja í baráttunni um Nýju Guineu. Hungraðasti maður í heimi? LONDON, 6. jan. — Maður einn í Englandi leitaði á dögunum til læknis vegna þverrandi matar- lystar. Við rannsókn kom í Ijós, að nauðsynlegt reyndist að gera magauppskurð á manninum. Upp skurðurinn reyndist ekki til einsk is gerður, því að læknar fjar- lægðu úr maga mannsins 366 hálf penny, 11 penny, 17 3 pence, 26 6 pence, 4 shillinga. Samtals voru þetta 424 peningar. Undrar því engan, að maðurinn gat ekki bætt meiru á sig — en feiki- mikla lyst hefur hann haft áður. Stœrsta fjolskyldan NIORT, Frakklandi, 6. jan. — 47 ára gömul kona hér í bæ lét í dag skýra 25. barn sitt. Hefur hún farið fram á viðurkenningu stjórnarvaldanna og óskað eftir að fjölskylda hennar verði út- nefnd „Stærsta fjölskylda Frakk lands“. —Reuter. Ástand og horfur WASHINGTON, 6. jan. — Eisen hower Bandaríkjaforseti hefur boðað til fundar öryggisráðs Bandaríkjanna á morgun og verð ur bréf Búlganins rætt þar. Þá munu landvarnarmáiin verða rædd — og mun forsetinn síðan ræða ýtarlega niðurstöðurnar í þjóðþinginu á fimmtudag n.k. er hann gerir grein fyrir ástandi og horfum í málum ríkisins á sam- eiginlegum fundi beggja þing- deilda. „Höfuðborg Evrópu“ PARÍS 6. janúar — Utanríkis- ráðherrar landanna sex, sem standa að Evrópumarkaðinum og kjarnorkumálasamvinnunni urðu í dag sammála um að þjóðþing og fulltrúar ýmissa stofnana og menningarfélaga viðkomandi landa kæmu saman innan tíðar til þess að ræða hugmyndina um „Höfuðborg Evrópu". Hins vegar kom utanríkisráðherrunum sam- an um það, að ekki bæri að taka neina ákvörðun um það hver sú borg yrði að svo komnu máli. Löndin sex, sem hér um ræðir, eru Frakkland, V-Þýzkaland, ít- alía, Belgía, Holland og Luxem- burg — og lönd þessi byggja samtals 160 milljónir manna. í ræðum ráðherranna kom það greinilega fram í dag, að hver og einn vill, að „Höfuðborg Evrópu“ verði í eigin landi svo að ólíklegt er að samkomulag náist um það mál fyrirvaralaust. — Útvegsmálin Frh. af bls. 1. hverri verstöðinni á fætur annarri. Fellt í Reykjavík, samþykkt í Hafnarfirði • Sl. sunnudag voru haldnir fundir í sjómannafélögunum hér í Reykjavík og Hafnarfirði um þessi mál. Varð niðurstaðan sú hér í Reykjavík, að sjómenn felldu bæði tillöguna um fisk- verðið og kauptrygginguna. Fullkomin óvissa ríkir því enn um það,.hvenæruróðrar geta haf- izt hér. í Hafnarfirði var hins vegar bæði fiskverðið og kauptrygging- in samþykkt, nema af matsvein- um. '* Situr við sama á Akranesi og í Keflavík A Akranesi og í Keflavík situr við hið sama og áður. Sjómenn hafa fellt ákvæðið um kaup- trygginguna og róðrar eru vart eða ekki hafnir í þessum stærstu verstöðvum við Faxa- flóa. í Vestmannaeyjum hefur Vél- stjórafélagið ekki ennþá sam- þykkt samkomulag sjávarút- vegsmálaráðherra og L. í: Ú. 1 ofangreindum verstöðvum hefur enn ekki verið boðað til verkfalla, enda þótt samningar séu lausir. Ekkert mark takandi á Lúðvík Jósefssyni Þegar á allt þetta er litið sætir það engri furðu þótt hvorki sjó- menn né útgerðarmenn taki nú orðið mark á Lúðvík Jósefssyni. Hann fullyrðir við útgerðar- menn fyrir áramót að hann hafi tryggt samkomulag við sjómenn um ákveðna kauptryggingu. Þeg- ar þetta gerist hefur ráðherrann ekkert samráð haft við samtök sjómanna í einstökum verstöðv- um. Hann hefur aðeins rætt við Alþýðusamband Islands, sem kommúnistar stjórna eða 7 manna nefnd, sem kosin hafði verið af sjómannaráðstefnu, sem boðað hafði verið til, en sem kunnugt er eru kommúnistar meira og minna lausir úr tengsl- um við sjómannastéttina. Vitanlega telja allir það illa farið að vertíðin skuli hefjast með langvinnum deil- um og átökum um fiskverð og kauptryggingu. Er auðsætt, að af þessu hefur þegar leitt óvenjulegan drátt á að róðr- ar geti hafizt. En sjávarútvegsmálaráð- herrann getur sjálfum sér um kennt. Hann hefur komið fram eins og ábyrgðarlaus flumbrari í meðferð þessara mála allra, farið með rang- færslur og blekkingar, sem eru ósamboðnar yfirmanni þýðingarmestu atvinnumála þjóðarinnar. Skortur á sjómönnum og vandræði togaranna Af hálfu ríkisstjórnarinnar eða sjávarútvegsmálaráðherra hefur heldur ekkert verið gert til þess að ráða fram úr þeim vandræð- um, sem steðja að útgerðinni vegna skorts á sjómönnum. Sjálf- stæðismenn á Alþingi hafa bæði í vetur og í fyrravetur borið fram tillögur um skattfríðindi sjó manna, og fleiri úrræði er aukið gætu þátttöku í sjómennsku og fiskveiðum hér á landi. — En vinstri sjórnin hefur staðið gegn þessum tillögum. Þess vegna ?r nú svo komið, að í einstökum verstöðvum er aðeins hægt að manna hluta af bátaflotanum og í heild mun töluverður hluti hans ekki komast á veiðar, ef ekki verður úr þessu bætt. Vandræði togaraflotans, sem er að stöðvast vegna halla reksturs, hefur 'sjávarútvegs- málaráðherrann ekki svo mik ið sem reynt að leysa nú um áramótin. Hann hefur látið við það eitt sitja að láta blað sitt flytja um sig skrum og skjall, sem aðeins hefur orðið til þess að auka vansæmd hans í augum alþjóðar. Fundir útvegsmanna í gær Fulltrúar útvegsmanna í þeim verstöðvum, þar sem samningar hafa ekki ennþá tekizt, áttu i gær fund með stjórn og verð- lagsráði Landssambands ísl. út- vegsmanna. Voru þessi vandamál þar til umræðu. Er blaðinu kunn- ugt um, að sú skoðun ríkti al- mennt meðal útvegsmanna að þeir teldu ekki mögulegt að hækka kauptrygginguna frá því, sem gert hafði verið ráð fyrir, er sjávarútvegsmálaráðherra þóttist hafa tryggt samkomulag við sjómenn um þá kauptrygg- ingu, er nefnd var hér að ofan. Yrði frekar að leysa deiluna um kauptryggingu með hækkuðu fiskverði. Útvegsmenn hafa verið á stöð- ugum fundum undanfarna daga vegna þessara vandamála. ★ FRÁ Keflavík var símað í gær- kvöldi: Samninganefnd úr Kefla- vík, sem semja á um kauptrygg- ingu til bátasjómanna, var í dag á fundi í Reykjavík með sjávar- útvegsmálaráðherra og nefnd frá L.I.Ú., en ekkert samkomulag náðist. — Ingvar. 4 millj. undir vopnum LONDON 6. janúar — Ráðstjórn- in tilkynnti í dag, að dregið yrði úr herafla hennar sem næmi 300.000 manns. Jafnframt yrði herafli hennar í Ungverjalandi minnkaður um 17 þús. og í A- Þýzkalandi um 41 þús. manns, en herafli Rússa þar er nú talinn 400.000. Talið er, að Rússar hafi nú 4 milljónir manna undir vopn um. — Reuter. Óhuganlegur atburður ESKILSTUNA 6. jan. — Á sunnu dag myrti faðir son sinn og svipti sjálfan sig lífi skammt utan við Eskilstuna. Faðirinn, sem var 54 ára að aldri, veitti syni sínum, 29 ára, bana með öxi. Ekki segir í skeytum á hvaða hátt gamli maðurinn fyrirfór sér, en hins vegar munu feðgarnir hafa farið til skógarhöggs á sunnudag — og þegar þeir voru ekki komnir heim í morgun var farið að undr- ast um þá. Við leit í skóginum fannst lík unga mannsins — og síðar föðurins. Frá „25 króna veltunni” VELTAN er nú í fullum gangi og hefir mikill fjöldi fólks tekið þátt í henni bæði með því að koma á skrifstofuna í Sjálfstæðis- húsinu og greiða kr. 25.00 og skora um leið á aðra 3 menn, og eins með því að verða við áskorun er aðrir hafa sent. Þrátt fyrir mjög góðan árangur er þó þörf að brýna fyrir fólki að láta ekki dragast að svara áskorunum heldur að koma greiðslunni og nýja áskorunarseðlinum, helzt samdægurs er áskorunarbréfið berst, á skrifstofuna i Sjálfstæðishúsinu, sem er opin aila virka daga frá kl. 9 að morgni til kl. 7 að kveldi. í dag kl. 2—6 e. h. Æskilegt er einnig að menn fylgist með því hvort þeir, sem þeir sjálfir skora á, hafa orðið við áskoruninni eða ekki. Takmarkið er að sem allra flestir Sjálfstæðismenn taki þátt í veltunni. Veltuþátttakendur komið eða sendið á skrifstofuna strax i dag, gerið skil og látið velta. Sími skrifstofunnar er 16845 og 17104. U tankjörstaðakosning ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglcga. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar: 171 00 og 2 47 53. Upplýsingar um kjörskra í síma 1 22 48. Svíor vildu ekki vekja grun Þjóðverjn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.