Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1958 Hlustað á útvarp SUNNUDAGINN 29. des. var þáttur er nefndist: Hvað hafið þið lesið um jólin? Voru nokkrir útvaldir, konur og menn kallaðir að hljóðnemanum, sögðu þar nokkur „vel valin orð“ og lásu svo, flestir kafla úr bók. Sumir lásu það, sem maður átti sízt von á, því eðlilega mátti búast við köflum úr nýjum bókum, innlendum og ef til vill útlend- um engu síður. Hinn góðkunni fyrrverandi þulur, nú hæstarétt- ardómarafrú, Sigrún ögmunds- dóttir, las t. d. kafla úr Brekku- kotsannál eftir Laxness auðvitað góðan kafla, en hver hefur ekki lesið þá bók, sem annars les nokkuð? Fólkið kom svo með kafla úr mörgum bókum, eink- um íslenzkum, en einkennilegt þótti mér, að enginn gat um beztu skáldsögu haustsins né heldur bezta sagnfræðiritið. — Svo var þar einn maður, sem kvaðst hafa lesið franskar bókmenntir, þar á meðal leikrit. í þessu leikriti voru þessi orðaskipti milli þriggja manna: A. : „Trúir þú á guð“? B. : „Réttu mér konfektmola"! C. : „Er rotta í eldhúsinu“? Tók maðurinn þetta úr leik- riti er hann sagði að væri eftir skáld, sem mér skildist hann telja í fremstu röð franskra rit- höfunda nú. — Jæja, enginn ger- ir svo öllum líki og svo er það ogNjneð skáldskap og bókagerð. — Að höfðatölu hefur Guðrún frá Lundi flesta lesendur og svo koma aðrir á eftir, Hagalín, Lax- ness, Gunnar. Sjálfsagt hugga þessi skáld sig við það, að þau hafi á sínu bandi „betri“ höfuð, þótt færri séu. En ekki má líta á þetta sem neitt last um skáld- Árni Óla. Lítill smali og liundurinn hans. — IÐUNNARÚTGÁFAN hefir gef- ið út bók með ofangreindum titli eftir Árna Óla ritstjóra. Ég las hana í einni lotu, enda er þetta ekki stór bók, rúmlega 100 bls„ og hafði ánægju af. . Árni Óla er enginn viðvaning- ur með pennann. Hann er slyng ur rithöfundur, stórfróður um margt og kann þá list að segja vel og skipulega frá. Og þessi bók hans ber honum gott vitni. Bókin segir frá sveitadreng og er frásögnin í 13 smáköflum. Þeir eru þessir: Að verða stór. Vorið kemu’’. Fráfærurnar. Fyrsta h'já setunótt. Maður með mönnum. Sauðféð. Kunningsskapur. Há- tíðisdagur. Amma kemur í heim- sókn. Lítið skáld. í tómstundum. Sveppatími og þoka. Ævilok Skruggu. Eins og sést á þessari upptaln- ingu er gripið hér á mörgu. Drenginn langar til að verða stór og taka virkan þátt í störfum heimilisins og verða að liði. Þetta var á tímum hinna eldn búskapar hátta, þegar fært var frá, lömb setin og anum smalað kvölds og morgna. Hann fær fljótlega nægileg verkefni, eins og flestir drengir þá. Hann íær að vaka yfir tún- inu, sitja hjá lömbunum og elta ærnar um búfjárhagana. Og margt og mikið gerist við allt það stjá, sein vænta má. Hann lærir margt í þeim lífsins skóla, reynir sitt af hverju, en verður vitrari og stæitari við hverja raun. En hann er ekki einn. Félagi hans er tíkin Skrugga, vitur og trygg. Þau verða miklir vinir og lenda í ýmsum ævintýrum við smala- mennskuna. Því verður mikill söknuðurinn þegar hundapestin leggur þennan ferfætta vin í val- inn. Ekki skal frekar rætt um efni konuna, heidur aðeins að ég vildi benda á smekk þessarar miklu bókmenntaþjóðar. Næst hlustaði ég á Hljómsveit ríkisútvarpsins eftir kvöldfrétt- ir. Langmest þótti mér til koma einleiks dr. Páls ísólfssonar og söng dóttur hans frú Þuríðar. — Þátturinn Um helgina fór að mestu framhjá mér, sökum trufl- ana, þó heyrði ég frásögn Erlings Filippussonar um lækningar þær er hann gerir á mönnum og eru undraverðar. Þýðir ekki á móti því að mæla að slíkar lækningar gerast, bæði meðalalækningar (grasaseyði) og svo handlækn- ingar með blóðtöku og öðrum fornum aðferðum. Stundum er hér um trú sjúklinganna að ræða, en þökk sé þeim mönnum er geta framkallað þá trú er til lækn inga verður. Sú trú er, að miklu leyti órannsakað mál, en afar athyglisvert, því miður virðast „vísindin" andvíg rannsókn þeirra mála. Margir segja að fs- lendingar standi vel að vígi í þessu máli, en hræddur er ég um að prófessorarnir í háskóla vorum, að þeim ólöstuðum þó, séu ekki áhugasamir fyrir slík- um rannsóknum þar í skólanum, lægi þó beint við að þeir hefðu forustuna. ★ Á mánudaginn talaði Gísli Kristjánsson um landbúnaðinn og Davíð Olafsson um sjávarútveg- inn, áramótahugleiðingar, er þeirra getið í blöðum annars stað ar en í þessum þætti. Leiðinlegt að hlusta á barlóminn á öllum sviðum. Þá gerði Eysteinn Jóns- son, í útvarpi, grein fyrir nýju stórláni, vissu allir að von var á því. Merkilegast fannst mér er hann sagði að núverandi stjórn bókarinnar, enda benda heiti kafl anna nægilega á það. Hins má geta, að allt efni hennar ber þess greinilega vott, að höf. er gagn- kunnugur því, sem hann er að Ární Óla lýsa og segja frá. Frásögnin er þannig sönn og veitir trúverðuga innsýn í líf og starfsháttu í sveit á þessum tíma. Og bókin er rit- uð á máli, sem fellur prýðisvel við efnivið allan, og er auðugt af orðum og talsháttum, sem þarna eiga heima og láta kunnuglega í eyrum gamalla smala, en fyrnast nú óðum. Ég hygg að sveitadrengir hafi ánægju af að lesa þessa bók, og sennilega allir drengir, sem eitt- hvað þekkja til sveitalífs og sauð- fjár af veru sinni í sveit. Og fyr- ir kaupstaðadrengi er hún stór- fróðleg, og væri þarft verk að lesa hana með þeim, og kynna þeim málfar og starfsháttu þess- ara horfnu tíma, sem þó eru enn svo nærri, að afar þeirra hafa lif- að þá. Bókin er rammíslenzk að efni og anda. Hafi höf. þökk fyrir hana. — Sn. S. hefði tekizt að herja út svo mikil lán utanlands að við skulduðum nú helmingi meira þar, en þegar ráðuneyti Ólafs Thors fór frá völdum. Sjálfsagt á þetta allt að verða til framkvæmda, oft nefndi Eysteinn „dreifbýlið“ sem er leiðinlegt nafn á sveitum lands- ins. — Ég hef ekki mikla trú á löngum lánum, tel gott að geta fengið stutt lán, er á liggur, og standa þá vel í skilum. — Sig- urður Magnússon, fulltrúi, talaði um daginn og veginn. Var það um nauðsyn friðar, annaðhvort væri að fylgja hinum fagra boð- skap frá Betlehem um frið á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnunum eða þá að sú tortím- ing kæmi er að vísu flytti frið, en það væri friður dauðans. Tíu cobalt-sprengjur væru tald- ar geta afnumið allt líf á þessari plánetu. Var ræða Sigurðar hin ágætasta. Hann kvaðst nýlega hafa verið í Ameríku. Á leið- inni heim varð hann samferða mjög merkum manni. Barst þá m. a. í tal að íslendingar, hin litla þjóð, ætti að taka forustu í því að efla til friðar, og að hér ætti að stofna félag í þeim tilgangi. Þeir Sigurður og ferða- félagi hans voru í flugvél og hafa, að sjálfsögðu verið mjög hátt uppi. ★ Um áramót var að venju mik- ið um ræðuhöld æðstu manna landsins. Ræða forseta vors, herra Ásgeirs Ásgeirssonar hef- ur verið birt í blaði þessu áður. Það var fögur, látlaus og góð ræða. Enginn efi er á því, að heimi vorum væri vel borgið, og engin hætta á ferðum, ef for- seti vor fengi að ráða. — Ég vil aðeins minna menn á fáein orð úr ræðu forsetans. Þau eru þessi: „Ég er þess fullviss, að vér fs- lendingar höfum hin beztu skil- yrði til þess að vera vinsæl og vel metin þjóð. Það hef ég þrá- faldlega sannreynt". — Það hlýt- ur að gleðja hvern góðan íslend- ing að forseti vor sagði þetta og vera okkur hvatning og öðrum til drengskapar og dáða. — Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson, prédikaði á nýárs- dag, var ræða hans sköruleg og þrungin af óbifanlegri trú á Guð eins og hann birtist í syninum Jesú Kristi. Trúum á Krist sagði biskup. — Það er háskalegt að breyta móti röddu sannleikans. Trúfræðirit kirkjunnar eru lítil- væg, nema þau gagntaki sálina. Efla þarf þroska samvizkunnar. — Margt fagurt og áhrifamikið sagði biskup og vona ég að þjóð- in hafi hlustað með athygli á ræðuna. — Á gamlárskvöld tal- aði Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri, rétt fyrir miðnætti, flutti áramótaræðu útvarpsins, prýðilega ræðu að vanda. Og svo hófst 1958 með þjóðsöng vorum, eimpípublæstri skipa, klukkna- hljómi og rákettuskotum. Eftir það lokaði ég fyrir útvarpið mitt. — Ég ætla ekki að geta um ræð- ur stjórnmálamannanna, er það ekki mitt hlutverk. — Gaman- þátturinn á gamlárskvöld var nokkuð góður einnig Samfelld dagskrá úr fréttum og frétta- aukuin á nýársdags-kvöld er Högni Torfason tók saman. ★ Kvöldvaka var á fimmtudag 2. jan. Talaði þar fyrstur séra Sig- urður Einarsson í Holti og sagði ferðasögu frá landinu helga, fyrra erindi af tveimur. Nefndi hann það „Myndir og minningar frá Jerúsalem. Allmargir hér- lendir menn hafa nú, á síðari árum, komið í þessa frægu borg, er stendur á háhrygg Júdeufjall anna.“ Sú borg sem á fjalli stend ur fær ekki dulizt“. Séra Sigurð- ur kom austan úr Jórdaníu og lá leið hans upp brattar brekk- urnar frá ánni Jórdan, um Jeríkó, upp til Jerúsalem. Séra Sigurð- ur er ræðuskörungur mikill, og tókst að gera frásögnina að lif- andi myndum, svo að athugull hlustandi horfði á hina helgu staði með ræðumanni. — Lesinn var upp ferðaþáttur eftir Þor- björn Björnsson á Geitaskarði er hann nefnir Jól í Danmörkru. Hafa þau Þorbjörn og kona hans 1. Ásmundur B. Ólsen kaupm. 2. Guðjón Jóhannesson tré- smíðameistari. 3. Jakob Helgason skrifstofum. 4. Ari Kristinsson sýslumaður. 5. Jónas Magnússon sparisjóðs- stjóri. 6. Ólafur Kristjánsson, netja- gerðarmaður. 7. Jón Þórðarson skipstjóri. 8. Jóhannes Árnason stud. jur. 9. Þórunn Sigurðardóttir símstöðvar st j óri. 10. Sigfús Jóhannsson vélstjóri. dvalið í Khöfn. Var þetta vel sagður þáttur er greinir meðal annars frá því, hve skammt er oft milli gleði og sársauka og sorga, þó allt færi sæmilega vel, í þetta sinn. Á föstudag, 3. jan. flutti frú Sigríður J. Magnússon erindi er hún nefndi Áhrif ið'naffarins á stöffu kvenna í þjófffélaginu, hið fyrra af tveimur erindum um þetta efni. Erindið var ágætlega samið og flutt, aðallega fræði- legar skýringar á stöðu kvenna í þjóðfélaginu fyrr og nú. Fannst frúnni konur ekki njóta þeirra réttinda er þeim ber og ekki láta eins mikið til sín taka sem rétt væri. I síðara erindinu, sem flutt mun verða á föstudaginn kemur, kvaðst frú Magnússon koma með tillögur til úrbóta. Laugardagsleikritið var „Litla kliðandi lind“, gamalt kínverskt ævintýri, fært í letur af S. J. Hstung, þýtt af Halldóri skáldi Stefánssyni. Ég man ekki hvort leikritið, sem er að mörgu leyti áheyrilegt og athyglisvert, hef- ur verið leikið hér áður, en víst er það, að ég hef heyrt það fyrr, eða lesið. Þorsteinn Jónsson. □------------------------n Héraffsdómslögmaffur misritaðist í stað hæstaréttarlögmaffur við nafn Páls S. Pálssonar, er myndir voru birtar í blaðinu í gær af frambjóðendum Sjálfstæðis- manna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. 11. Ottó Guðjónsson bakara- meistari. 12. Ingvar Guðmundsson skip- stjóri. 13. Árni Bæringsson bifreiðastj. 14. Friðþjófur Jóhannesson forstjóri. Frambjóðendur Sjálfstæðis- manna á Patreksfirði við kjör sýslunefndarmannanna eru Jón- as Magnússon sem aðalmaður og Aðalsteinn P. Ólafsson sem vara- maður. — Listinn er D-listi. sbrifar úr dagiega lífinu Þrettándinn var í gær IGÆR var brettándinn. Jóla- sveinarnir eru þess vegna all ir komnir heim til sín upp í fjöll- 'in hvít og jólin eru búin. Þið hafið vonandi munað eftir að bera jólatréð út í öskutunnu og að taka niður jólaskrautið í gær- kvöldi, ef eitthvað skyldi hafa verið eftir á veggjum og neöan á loftum. Það er sem sé alls ekki viðeigandi að halda lengur upp á jólin en þar til á þrettándanum. Mér hefur alltaf fundizt að van- ræksla á að taka niður jólaskraut ið sé álíka mikil smekkleysa og að syngja Heims um ból 17. júní. Hið eina, sem minnir á jóiin og hér eftir er leyfilegt, er að senda krakkana á barnaball. Kappganga til Suðurskautsine UNDANFARNA daga hafa bor- izt margar fréttir um tvo litla flokka, sem hafa verið á heldur óvenjulegu ferðalagi. Það eru heimskautsfararnir undir stjórn þeirra Sir Edmunds Hill- ary og dr. Vivians Fuchs. Þeir hafa sem kunnugt er stefnt að sama marki: Suðurskautinu. Hillary fór fyrir flokki manna, sem gerður var út af stjórn Nýja- Sjálands, en dr. Fuchs er með menn úr heimalandi Elísabetar drottningar. Fyrri flokkurinn er nú komin á heimskautið, á fund þeirra Bandarjkjamanna, sem þar voru fyrir og komið höfðu í flug- vélum. Dr. Fuchs og menn hans munu enn vera á ferðalagi. Vel- vakandi getur hins vegar ekki upplýst, hversu langa leið þeir eiga ófarna, því að eftir fréttum að dæma eru þeir nú talsvert lengra frá pólnum en þeir voru um skeið fyrir stuttu! Fyrir 46 árum ÞESSI kappganga á ísbreiðun- um minnir á 46 ára gamla sögu um togstreituna milli þeirra Amundsen og 'Scott um það, hvor yrði fyrstur manna á suðurskaut ið. Hinn 14. desember 1911 kom Amundsen, sem var Norðmaður eins og allir vita, á pólinn. Hann segir svo frá: „Stolt og gleði ljómaðj í aug- um 5 manna, þegar þeir heyrðu hvína í fánanum og horfðu á hann breiðast út og blakta yfir heimskautinu. Ég hafði ákveðið að við skyldum allir eiga hlut að þeim sögulega atburði, er fán- anum var komið fyrir. Engir.n einn maður átti rétt á að gera það . . .“ Scott var á leiðinni að pólnurn. Hinn 16. janúar 1912 kom hann á slóð Amundsen og sá, að hann hafði beðið ósigur. Daginn eftir komst hann á leiðarenda. Hann segir í dagbók sinni: „16.-janúar, þriðjudagur. Okk- ur hefur hent hið versta, sem fyrir gat komið — eða svo til. Okkur miðaði vel áfram í morg- un og við komumst við 71/2 mílu . Bowers er manna bezt eygður og þegar við höfðum gengið á annan klukkutíma kom hann auga á eitthvað, sem honum sýndist líkj- ast hrúgu. Hann var órólegur vegna þessa, en sagði, að það hlyti að vera skafl, sem vindur- inn hefði blásið saman . . . Við héldum áfram og sáum, að þetta var svartur fáni, bundinn á skíði undan sleða. Rétt hjá voru leifar af búðum, för eftir .skíði, sleða og greinileg spor eftir hunda — marga hunda. Þett.a sagði okkur alla söguna. Norð- mennirnir höfðu komizt fram úr okkur og orðið fyrstir á heim- skautið . . Allir draumarnir eru horfnir — heimferðin verður þreytandi . . .“ Hún varð sem kunnugt er meira en þessir hraustu menn þoldu. Þeir urðu allir útí. Litill smnli og hundurinn huns □---------------□ Framboðslisti Sjálfstœð- ismanna á Patreksfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Patreksfirffi hafa lagt fram framboffs- nsta sinn viff sveitastjórnarkosningarnar. Er hann skipaffur þess- um mönnum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.