Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjtidagur 7. ianúar 1958 Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaintstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Krisunsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjatd kr. 30.00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. r MARGHATTAÐ MISHERMI FORSÆTISRÁÐHERRA OLLUM kunnugum er það fyrir löngu ljóst, að hinn sléttmálgi sjávarútvegs- málaráðherra, Lúðvík Jósefsson, er manna óáreiðanlegastur. — Þessi staðreynd er nú einnig svo komin til vitundar almennings, að það vekur ekki eiginlega undrun, heldur aðeins verðskuld- aða eftirtekt, að fullyrðingar ráð- herrans og málgagns hans, Þjóð- viljans, um að búið væri að „semja um alla þætti útflutn- ingsframleiðslunnar fyrir ára- mót“, reyndust staðlausir stafir. Hitt veldur meiri furðu, að sjálfur forsætisráðherrann skuii í áramótaræðu sinni, sem haldin var eftir að helgi var gengin í garð, vera staðinn að ýmiss kon- ar ranghermi, svo að vægt ovð sé notað. Enginn getur sagt hon- um fyrir um, hvernig hann túlki staðreyndirnar, en þess verður að krefjast, að ráðherrann hermi rétt frá sjálfum staðreyndunum, sem hann byggir mál sitt á. ★ Látum það vera, að Hermann Jónasson segi það eftir á mis- lestur, er hann tilkvnnti, að hver stjórnmálaflokkanna ætti full- trúa í hinni nýju rannsóknar- nefnd efnahagsmálanna. Betur hefði samt farið á því, að for- sætisráðherrann hefði látið leið- rétta þann mislestur fyrr en að kvöldi hins 2. janúar, eftir að fram var komin yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum um að rangt hefði verið skýrt frá. Segjum þo, að þetta hafi verið afsakanlegur misgáningur. En með engu móti er hægt að afsaka það, þegar Her mann Jónasson sagði um sjávar- útveginn: „Þegar fjárlög voru afgreidd, lá ekki fyrir samningurinn við sjávarútveginn og því ekki viíað, hverra fjármuna var þörf til að halda uppi því kerfi, sem nú er í gildi. Nú er samningunum lok- ið og allt um þetta Ijósara en óður“. ★ Þegar forsætisráðherrann mælti þessi orð voru sjómenn í Keflavík þegar búnir að fella þennan samning. Um samþykki sjómanna annars staðar var með öllu óvíst, eins og reynslan síðan hefur sýnt. Þá var og enn ósamið við fisk- kaupendur. Er raunar sagt, að samningar við þá hafi tekizt síð- an. En það gat forsætisráðherr- ann ekki vitað, er hann hélt ræðu sína. Loks var með öllu ósamið um útgerð togaranna, en þær litlu viðræður, er fram höfðu farið, sýndu að því miður bar þá enn mjög mikið á milli. Vonandi tekst að leysa þann vanda. En það er enn ekki orðið, þegar þetta er skrifað, og enginn veit, hversu mikil aukin útgjöld úr ríkissjóði það muni kosta. Þegar rangt er sagt til um svo augljósar staðreyndir sem þess- ar, þar sem ranghermið hlýtur að komast upp áður en varir, hvernig mundi þá vera farið með þær staðreyndir, sem flóknari eru og frekar er hægt að feia eða villa um fyrir mönnum, hvers eðlis séu? •k Forsætisráðherra sagði og, að núverandi hagkerfi hafi vcrið „komið í þrot 1956, — framleiðsl- an að stöðvast.“ Leynir sér ekki, að þau þrot eiga að hafa verið því að kenna sem gerðist áður en hann sjálf- ur, Hermann Jónasson, kom til valda. En vissulega var hagkerf- ið ekki fremur komið í þrot 1956 en í árslok 1957. Við bæði þessi áramót og raunar áður einnig, þurfti nýjar ráðstafanir. Munur- inn líú og fyrr er sá, að áður var ekki með sama hætti reynt að leyna því, hversu miklar álögur og hvers eðlis eigi að leggja á landsmenn. Að þessu sinni á ekkert að gera í þeim efnum fyrr en að afloknum bæjarstjórnarkosning- um, og er það borið fyrir að skipuð hafi verið rétt ein rann- sóknarnefndin! ★ Þá ber það ekki vitni mikilh karlmennsku né sannleiksást, að kenna öðrum um það val, sem sjálf ríkisstjórnin hefur gert. En Hermann Jónasson lætur sig hafa að segja: — — hinar stóru vinnu- stéttir völdu enn þetta kerfi með breytingum við síðustu áramót __i( Ef það væri rétt, að öfl utan Alþingis og ríkisstjórnar hefðu tekið þær ákvarðanir, sem stjórn arskráin ætlar Alþingi og ríkis- stjórn að kveða á um, er það ærið íhugunarefni út af fyrir sig. En „hinar stóru vinnustéttir“ eru hér að mestu notaðar sein skálkaskjól. Jólagjöfin ársgam'a var allt annars eðlis en sam- þykktir Alþýðusambandsþings- ins rétt áður. Hún braut ger- ''ia j h?CTa við bær. Verka- mtua og bændur cttu þess eng- an kost að segja álit sitt um þá lausn, sem valin var. öllum gögn um og skýrslum var haldið fyrir sjólfu Alþingi, hvað þá öllum almenningi. Það voru einungis þrengstu forustuklíkur sjálfs stjórnarliðsins, sem fengu þær upplýsingar, er gerðu mögulegt að mynda sér raunhæfa skoðun um, hvað gera skyldi. Tilvitnunin í ákvarðanir ann- arra verður þeim mun vesal- mannlegri, þegar íhugað er, hvernig núverandi stjórnarherr- ar raunverulega líta á vald sitt Það kom glögglega fram í at- hugasemdum við fjárlagafrum- varpið nú á haustþinginu. Þar stendur m. a.: „Ríkisstjórnin telur sér engan veginn fært að ákveða það, án náins samstarfs við þingflokka þá, sem hana styðja, hvernig leysa skuli þann vanda, sem vió blasir í efnahagsmálum lands- ins---------Þess vegna er fjár- lagafrumvarpið lagt fram með greiðsluhallanum, en rikisstjórn- in mun, í samráði við stuðnings- flokka sína á Alþingi, taka á- kvarðanir um það, á hvern hatt tryggð verið afgreiðsla greiðslu- hallalausra fjárlaga". Þessar setningar eru lærdóms- ríkar um margt, ekki sízt það að þarna fullyrðir ríkisstjórnm formálalaust, að úrslitavaldið sé hjá henni sjálfn. Aðrir hafa ein- ungis tillögurétt, en það er hun sjálf, sem tekur ákvarðanir. En ef svo er, þá er hennar líka ábyrgðin umfram alla aðr- UTAN UR HEIMI Indíánarnir eru enn ekki búnir að sœtta sig við búsetu hvítra manna í Bandaríkjunum RAUDSKINNAR í Bandaríkjun- um vígbúast nú af kappi. Mo- hawk-ættflokkurinn, sem má þó muna sinn fífil fegri, er reiður — og foringi þeirra: Við beitum vopnum okkar ef nauðsyn kref- ur. Nú, eins og alltaf áður, ætla rauðskinnar að grípa til vopna vegna deilna um jarðnæði. Hvíti maðurinn er jafnan yfirgangs- samur og rauðskinnunum er ekk- ert um hann gefið. Áður og fyrr óttuðust hvítu mennirnir hina herskáu Mohawk-indiána, en nú eru indíánarnir vart til annars taldir nýtir en að vinna við bygg ingu skýjakljúfa eða fægja glugga skýjakljúfanna að utan- verðu. — Indíánarnir þola mun betur prílið en hvítu mennirnir og ekki hefur heyrzt getið um það, að indíána hafi svimað við slík störf. Frumstæðir Indíánar og bílar En það eru ekki allir índíánar, sem gefa sig fram til bygginga- vinnu og gluggafágunar. Þorri þeirra hefst við í friðlöndum, sem þeim eru æt'uð. Þar lifa þeir á Mohawk — sérstök þjóð. En hvað sem því líður — þá skulum við aftur snúa okkur að hinum vigreifu Mohawk-indíán- um. Ástæðan til þess að þeir hafa nú skorið upp herör gegn stjórn- arvöldunum er sú, að vegna bygg ingar St. Lawrence skipaskurðar- ins hrökkluðust 200 indíánar frá heimkynnum sínum í friðlöndun um. Fluttu þeir til annars gam- als friðlands í New York-fylki. \ firvöld fylkisins vildu ekki við- urkenna yfirráðarétt indiananna yfir þessu friðlandi, en íoringi Mohawk kveðurþetta land þeirra eign samkvæmt samingi þar að lútandi við Georg Washington árið 1784. Fylkisstjórnir. hefur svarað þessu á þá leið, að hún hafi fyrir fimm árum keypt land svæðið af indiánunum fyrir 700 dollara. Foringi Mohawk lætur hins vegar ekki snúa á sig. Hann heldur þvi fram, að samkvæmt bandarískum lögum sé stjórnum einstakra fylkja óheimilt að gera samninga við aðrar þjóðir. Mo- hawk-indíánar telja sig sérstalca þjóð. „Við förum til fundar við Eisen hower og leggjum málið fyrir hann“, segir indíánahöfðinginn — „og ef við náum ekki fullum rétti okkar á þai*n hátt snúum við okkur til Sameinuðu þjóð- anna. En ef S. Þ. veita okkur ekki lið, lokum við öllum vegum, sem liggja um okkar land og við munum verja okkar rétt með vopnum . . . Ætla ekki að láta í minni pokann. Þá krefjast aðrir indíánar í ná- grenni Albany 33 milljóna doll- ara í skaðabætur fyrir eyju eina í St. Lawrence skurðinum, sem þeim var í fyrndinni úthlutað. Nú er verið að byggja mikla raf- orkustöð á eyjunni og hafa indí- ánarnir orðið að víkja frá. — Stjórnarvöldin staðhæfa, að þessa eyju hafi indíánarnir selt árið 1856 fyrir 6,000 dollara, en nú segja indíánarnir að þessi sala hafi verið ólögleg. Ef ekki verði látið að kröfum þeirra muni þeir gripa til boga sinna og örva — og þá megi hvíti maðurinn vara sig. Stjórnarvöldin reyna á allan hátt að sefa indíánana, en allt kemur fyrir ekki: Að þessu sinni segjast þeir ekki ætla að látta í minni pokann fyrir „hvíta óvininum". „Engispretta“ heitir þetta und- ariega tæki. Þetta er veðurat- huganastöð, sem varpað er nið- ur í fallhlíf á einangraða og af- skekkta staði. Eins og mynd- irnar sýna, „rís engisprettan upp“ og sendir síðan um sjáif- virk senditæki margs konar veðurathuganir, senl hún gerir. Senditækin ganga fyrir raf- hlöðum, sem endast í tvo mán- uði — og þá er hlutverki „Engisprettunnar“ lokið. Miklir sfungöngnerfiðleiku í Snæfellsness- og Hnnppadaissýsin Foringi Mohawk-Indíánanna. landsins gæðum — en sumir hverjir afla sér þó tekna með minjagripasölu. Hnýsnir ferða- menn troða þessum indíánum oft um tær. Flestum indíánanna er illa við það, en nokkrir notfæra sér heimsóknirnar og selja smá hluti — svo sem boga og örvar, sem þeir búa til í þessum til- gangi. Allir þeir indíánar, sem á frið- löndunum lifa, búa við hin frum- stæðustu skilyrði. Venjulega haf- ast þeir við í tjöldum, strákofum eða jafnvel undir berum himni. Enda þótt lifnaðarhættir þeirra séu frumstæðir munu allmargir indíánar ekki hafa hafnað öllum þægindum hvíta mannsins — svo sem bílunum. Víða í Bandaríkj- unum eiga indiánar, sem þó lifa við hin frumstæðustu skilyrði, bíla sem þeir skjótast á „í bæ- inn“ til þess að ná í ísköggla í 'sskáp'rm. Jarðbönn hafa verið síöan um mi< BORG, Miklaholtshreppi, 2. jan, — Síðan um miðjan desember hefur hinn mesti óveðurskafli verið hér. Fönn hefur kyngr nið- ur, og talsverður bloti er í snjón- um og undir honum mikill krapa- elgur. Er jarðarumbúnaður þvi hinn versti. Heita má, að algjör innigjöf hafi verið á sauðfé síð- an um miðjan desember. Erfiðar samgöngur Þá hafa samgöngur truflazt vegna veðurs og snjóa. Mjólk hefur ekki komizt til Borgarness úr Eyjahreppi, Miklaholtshreppi og Staðarsveit í þrjá daga. í dag er verið að ryðja leiðina með ýtu og standa vonir til að leiðin opnist í nótt. Þá hafa verið mikl- ar símabilanir vegna veðurhams- ins. í nokkrum hreppum jan desember Varð að fresta jólafagnaði Á aðfangadagskvöld var eitt versta veður sem hér kemur, norðvestan stórviðri og fann- koma. Ekki urðu samt skaðar af völdum veðursins svo vitað sé. íþróttafélag Miklaholtshrepps ætlaði að halda sína árlegu jóla- samkomu 30. des. s. 1. Varð félag- ið að aflýsa samkomunni vegna samgönguerfiðleika og veður- fars. Hafa því verið óvenjulega hvít jól hér um slóðir. —Páll. AKRANESI, 6. jan. — Trillu- bátar hér eru hættir veiðum. Hafa þeir.haldið vel út. Síðasti róðurinn var farinn 3. janúar. Var þá ein trilla á sjó og fékk þij aðeins 100 kg. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.