Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1958 Handovinnunómskeið Byrja næsta námskeið 13. janúar. Kenni íjölbreytt- an útsaum, hekla, orkera, gimba, kúnststoppa o. fl. Áteiknuð verkefni fyrirliggjandi. Nánari upplýsingar milli kl. 2—7 síðd. ÓLlNA JÓNSDÓTTIR, handavinnukennari. Bjarnarstíg 7, sími 13196. Sylvía N. GuBmundsdóttir Minningarorb ÞEGAR líður að jólum hvarflar hugur okkar tíðum til liðinna stunda og horfinna vina. Efst í huga mínum verður að þessu sinni Sylvía, mágkona mín, sem andaðist í Landsspítalanum 22. okt. sl. Eg hefi hvergi séð hennar minnzt í dagblöðum ennþá. En Sylvía var svo merk kona og mikilhæf, að vel fer á því að brot úr sögu hennar geymist í víð- lesnu blaði og því eru þessar lín- ur ritaðar, þó seinna sé en skyldi. Eg heimsótti Sylvíu síðast þrem dögum fyrir andlát hennar og við ræddum ýmis hugðarmál að venju og ráðgerðum að talast við — vegna ákveðins máls — sem fyrst eftir helgina, helzt á þriðjudaginn, en — það samtal fór aldrei fram. Þann dag barst okkur helfregn- in, skyldmennum hennar og vin- um. Við vissum reyndar að hún hafði tekið banvænan sjúkdóm, en dauðinn kom samt sem áður óvænt. — „Mínir vinir fara fjöld“, kom mér í hug. Það er ein fylgja ellinnar, að jafnaldrar Og vinir hverfa því fleiri, sern menn verða eldri. Andlátsfregn vinar fylgir jafnan sársauki og tómleiki. Það er eins og elfa tímans staðnæmist augnablik Minningarnar um hinn látna koma í hugann viðstöðulaust. Svo fór mér að þessu sinni. Frú Sylvía var svo sterkur persónu- leiki, að henni gleymir enginn. sem eitt sinn þekkti hana, vimr hennar urðu fátækari við fráfall hennar og fjölmennur ættbálkur hefur misst eina styrkustu stoð sína. Hér skulu nú rakin helztu atriði ævi hennar. Sylvía fæddist að Stóru-Háeyri á Eyrarbakka 13. ág. 1884. For- eldrar hennar voru þau hjónin Guðmundur ísleifsson, bóndi og útvegsmaður og Sigríður Þor- leifsdóttir, Kolbeinssonar hins ríka, Jónssonar í Ranakoti á Stokkseyri, sem fluttist norðan úr Þingeyjarsýslu í byrjun 19. ald- ar og var dóttursonur séra Þor- leifs Skaptasonar í Múla, sem var gáfumaður mikill og margar sagnir eru um. Móðir Þorleifs á Háeyri var Ólöf Hafliðadóttir Þórðarsonar, bónda á Háfi í Holt- um, en Þórður var áður ráðs- maður hjá tveim Skálholtsbisk- upum, Jóni Vídalín og Jóni Árnasyni. Móðuramma Sylvíu var Elín Þorsteinsdóttir frá Simbakoti á Eyrarbakka, er var seinni kona Þorleifs á Háeyri. Foreldrar Guðmundar á Háeyri voru hjónin ísleifur Guðmunds- son og Ragnhildur Jónsdóttir frá Skógum. Móðir ísleifs var Sig- ríður ísleifsdóttir, gamla í Skóg- um af Höfðabrekkuætt. Skal það ekki lengra rakið hér. Er í þess- um ættum margt stórmerkra manna og gáfaðra, sem kunnugt er. Sylvía ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt 7 systkinum. Há- eyrarheimilið var, sem kunnugt er, í röð stærstu og fremstu heim- ila austanfjalls á þeim tíma. Há- eyrarhjónin létu sér mjög annt um uppeldi barna sinna, þrátt fyrir miklar annir. Skólar voru þá fáir á landi hér, en góður barnaskóli var á Eyrarbakka og nutu þau systkin þess. En heim- ilið mun hafa verið þeim bezti skólinn og áhrif góðra foreldra, einkum móðurinnar, sem altítt er Sigríður á Háeyri var frábær húsmóðir og móðir, sem hafði óvenjulega sterk og góð tök á uppeldi barna sinna, enda hlaut hún óskerta ást þeirra allra og virðingu. Engan hefi eg þekkt. sem betur gæti innrætt börnum sínum hinar fornu en sígildu dygðir: iðjusemi, sparsemi, ráð- deild og ráðvendni. Á æskuárum sínum var Sylvía um tíma í Reykjavík og lærði þar hannyrðir o. fl., sem ekki voru tök á að nema heima. Árið 1906 giftist Sylvia Ólafi Ó. Lárussyni, Pálssonar homo- pata, Jónssonar, prests að Kálfa- felli. Langamma Ólafs var Guð- ný dóttir séra Jóns Steingríms- sonar að Kirkjubæjarkiaustri. sem kunnur er frá tímum Móðu- harðindanna. Ólafur var við læknisnám, er þau giftust, en lauk embættis- prófi 1910. Það var sjaldgæft á þeim tíma að giftir menn væru við nám, svo örðug var lífsbar- áttan, en hinum umræddu ungu hjónum tókst búskapurinn vel. Kom þar til góðar gáfur beggja, reglusemi, hagsýni og dugnaður Fjárhagur þeirra mun hafa ver- ið þröngur fyrr á árum, en batn- aði er á leið ævina, enda þótt miklu væru kostað til menntun ar börnunum. Árið 1911 var Ólafur skipaður héraðslæknir í Hróarstunguhér- aði og óri síðar í Fljótsdalshér- aði. Voru þau hjón fyrst á Eið- um, en fluttust 1912 að Brekku í Fljótsdal og bjuggu þar til 1925, að Ólafi var veitt héraðs- læknisembættið í Vestmannaeyj- um. Þar var svo heimili þeirra til æviloka Ólafs 1952. Hann lét af störfum árið áður, eftir 40 ára þjónustu. Þegar litið er yfir búskap þess- ara hjóna, er það mál kunnugra, að heimili þeirra hafi jafnan ver- ið viðfrægt fyrir gestrisni og höfðingsskap, hvort sem þau bjuggu í sveit eða við sjó og þau alla tíð samhent og samhuga í öllu starfi sínu, hvort sem um var að ræða uppeldri barnanna eða almenningsheill. Á Brekku höfðu þau stórbú og ráku sjúkra- hús. Þar var jafnan fjölmenni og þau hjón afar vinsælir húsbænd- ur enda hjúasæl. — Börn þeira hjóna urðu 10 alls og fæddust flest á Brekku. Er það augljóst mál, að húsfreyja þessa heimilis hefur unnið mikið starf. Enn- fremur má minnast þess að á hennar herðum hvíldi oft stjórn heimilisins, þegar læknirinn var að heiman langtímum saman að vetrarlagi í misjöfnu veðri og færð. Það var erfiðara að ferð- ast um land vort á fyrstu læknis- árum Ólafs, en nú er og Fljóts- dalshérað með erfiðustu læknis- héruðum landsins. — í Vest- mannaeyjum tóku svo við ferðir héraðslæknisins út í skipin. Oft voru ferðir þær hættulegar. En Ólafur læknir lét aldrei veður né færð aftra sér frá skyldustörf- um, ef nokkur von var um að komast áfram. Skyldurækni hans var frábær og kjarkurinn óbil- Peningamenn Hafið samband við okkur sem fyrst. Hvað er framundan? Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofan Laugavegi 15. Sími 10059. andi. Geta má náerri, að angist og kvíði er oft hlutskipti læknis- konunnar, þegar um slík ferða- lög ræðir, en Sylvía lét lítt á því bera og studdi mann sinn með ráðum og dáð i hvívetna. Það mun allra álit að hún hafi rækt hið margþætta lífsstarf sitt með afbrigðum vel, bæði sem ágæt móðir, sköruleg húsfreyja og ástrík eiginkona, sem einnig var góður aðstoðarmaður manns síns, við allar læknisaðgerðir í sjúkrahúsunum. Var henni mjög sýnt um þau störf og vann þar mikið verk. Sylvía átti mörg hugðarmál, sem hún rækti eftir mætti alla tíð, og því meir, sem lengra leið og umsvif urðu minni á heimilinu. Hún unni fegurð í öllum myndum og hafði því mikið yndi af blóma- og trjá- rækt. Hún ræktaði m. a. fagran skrúðgarð við heimili sitt í Vest- mannaeyjum, þótt við marga örðugleika væri að etja. Hún tók og mikinn þátt í slysavarna- og líknarstarfsemi, var stofnandi Eykyndils, slysavarnafélags kvenna í Eyjum og formaður þess í mörg ár. Síðar var hún kjörin heiðursfélagi þess, svo og SÍBS. Kirkju- og kristindómi unni hún af alhug og var bæði frjálslynd og víðsýn í trúmálum. Hún sýndi glöggt hug sinn til þeirra mála með því að greiða ævigjald til Hins ísl. biblíufélags nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Hvert gott mál átti vísan stuðn- ingsmann þar sem hún var. Eitt þeirra var dýraverndunarmálið. Þau hjón höfðu um tíma „fugla- spítala", sem frá er sagt í síðasta blaði Dýraverndarans. Sylvía var fríð kona og fyrir- mannleg, gædd ágætri greind, sterkri skapgerð og miklu þreki. Kom það gleggst í Ijós á sorgar- stundum, þá er hún missti tvö uppkomin börn sín og eiginmann, svo og í síðustu baráttunni við banvænan sjúkdóm vikum sam- an. Aldrei bilaði hugarró hennar og andlegur styrkleiki. Hún var ein þeirra, sem virtist vaxa við hverja raun. Frú Sylvía fluttist til Reykja- víkur nokkru eftir lát manns síns og bjó hér síðustu æviárin, í eig- in íbúð á Miklubraut 62. Heim- ilið var með sama myndarbrag og fyrr. Frændur og vinir heim- sóttu hana og áttu þar skemmti- ‘sgar stundir. Hún var frábær gestgjafi og rausnarleg húsfreyja til hinztu stundar. Börnum sín- um og barnabörnum var hún bezti ráðgjafi, skjól og skjöldur til hins síðasta. Börn þeirra Ólafs eru þessi* Gunnhildur, saumakona, Magnús, heildsali, Guðrún, húsfreyja, Lárus, lyfjafræðingur, Guð- mundur, verzlunarmaður, Axel, lögfræðingur, Halldór, loftsigl- ingafræðingur, — flest gift og öll búsett hér í Reykjavík — og Jakob bankafulltrúi í Vest- mannaeyjum. Látin eru þau Sig- urður, verzlunarmaður og Sig- ríður, sem bæði voru gift og áttu börn. Var mikill harmur kveðinn að vandamönnum við fráfall þeirra. — Eitt fósturbarn áttu þau læknishjónin, Eddu Sveinsdóttur, dótturdóttur sína, sem er gift og búsett í Vestmanna eyjum. Afkomendur þeirra fylla nú bráðum fjóra tugi. Er það allt mannvænlegt fólk og myndar- legt. Frú Sylvía var gæfukona, i þrátt fyrir sorgaratburði þá, sem urðu á vegi hennar og enginn kemst hjá. Hún giftist afbragðs- manni og átti góð börn, sat hús- freyjusessinn með prýði hálfa öld og vann mörg þjóðnytjastörf. Hún naut velvildar og virðingar samborgara sinna í ríkum mæli. Kom það í ljós á margvíslegan hátt, m. a. í veglegum gjöfum og heiðurssamsætum, sem þeim hjónum voru haldin á ýmsum tímamótum. Og að síðustu við kveðjuathöfn hér i Rvík og jarð- arför í Vestmannaeyjum 30. okt. sl., þar sem mikið fjölmenni var saman komið. — Slíkra kvenna er gott að minnast og mikils- vert fyrir hverja þjóð að eiga sem flesta þeirra líka. 21/12 1957 Ingimar Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.