Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1958, Blaðsíða 16
16 MORCTJN ItL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 7. janúar 1958 Weá cti reíLctn di Eftir EDGAK MITTEL HOLZER Svorrir Haraldsson á L u f fc ct andi mynd — en beiskju blandin, vegna hinna dapurlegu aðstæðna. Hún opnaði augun og horfði á skápinn. Neðst á hurðinni gat hún séð litla blýantsteikningu af ljótu andiiti — sem Berton hafði teikn- að einn sunnudag, þegar hann hafði verið lokaður inni í skrúð- húsinu, til þess að taka þannig út refsingu fyrir illa hegðun, meðan á altarisþjónustu stóð. Hann hafði látið hænufót detta niður á bakið á Dorotheu Buckmaster. Mikið hefði nú verið gaman, að stökkva upp af þessari körfu og þjóta út úr kirkjunni. Hún stóð á fætur og gekk fram í kirkjuna. Svo læddist hún á tán- um að norðurglugganum og lagði augað að einum af hinum mörgu blettum, þar sem græna málning- in hafði flagnað af rúðunum. Hún gat séð fólkið, sem stóð niðri við lendingarstaðinn — föður sinn, há Vaxinn, þreklegan, í hvítum stutt buxum og fráhnepptri skyrtu, móður sína, þriflega, í grænum, blómskreyttum kjól, Mabel háa og grannvaxna, í Ijósum kjól, Ber- ton í bláu vaðmálsbuxunum með Nbótina á rassinum og Carvey í nýju, gulu síðbuxunum sínum. — Hann sagðist ætla að hafa rautt hálsbindi, en hún gat ekki séð hvort hann hafði staðið við það, vegna þess að hann sneri bakinu að henni.....Auk þess sá hún litla bátinn úti á fljótinu, á leið til lands. Hún sá þá báða, Logan og Gregory, og auk þess stóru kist una — ekki brúna á litinn, svip- aða orgelinu, eins og hún hafði gert sér í hugarlund, heldur dökk bláa með mörgum merkispjöldum og tvo hvíta kassa, vörurnar sem S. Wreford & Co sendi frá New Amsterdam í hverri viku. Gregory virtist svo magur og fölur í útliti. En auðvitað var við því að búast, þar sem hann var svo veikur á taugunum. Styrjöldin á Spáni hafði eyðilagt þær. Hún fann að það lágu einhver tengsl frá henni til hans. Ástar-snara. Hún hafði ekki búizt við svona til- finningum hjá sér í hans garð.. Hún hafði alltaf séð hann fyrir sér sem sterkan, myndarlegan mann, með dökkt hár og kúreka- hatt á höfði (keyptan á Spáni) með tvær skammbyssur í belti. — Hann kynni jafnvel að hafa Lee- Enfield riffil. Hún hafði búizt við því að hún myndi fyllast aðdá- un, þegar hann gengi á land. Hún myndi leika „See the conquering hero comes“ og hann myndi standa brosandi og nlusta og þegar hún hefði lokið leiknum, myndi hann hneigja sig til hennar og hrópa: „Dásamlegt, undursamlegt". Nú gat hún greinilega óéð fá- nýti og fjarstæðu þessara dag- drauma sinna. Þessi föli, þunn- holda maður, Ijóshærður og star- andi beint fram fyrir sig, eins og hann sæi eitthvað sem fyllti hann ótta og áhyggjum, kallaði fra.n ást hennar og meðaumkun. Nú varð henni það fyllilega ljóst, að faðir hennar hafði gert alveg rétt þegar hann bannaði henni að fagna honum með orgelleik. Hún fann til sárrar hryggðar. Henni varð ljóst, að hún var ger samlega óhæfur dómari á menn og aðstæður. Hún var heimskur, rómantískur stelpukjáni, sem hafði látið skynsemina þoka fyr- ir barnalegum draumórum. Draumórar voru auðvitað góðir. í Berkelhoost voru þeir undirstaða. Hún gerði hlé á þess. r hugsan- ir sinar og tautaði: — „Leiðinlegt að ég skuli ekki geta horft á liann þegar hann stígur á land. En nú verð ég að fara inn í skrúðhúsið aftur“. Dicky var nefnilega kominn. Og það var orðið dimmt í kirkj- unni. Samt gat hún séð Dicky. Hann sat í aftasta stólnum. Hann hlaut að hafa komið inn um vest- urdyrnar. Hún var ekki vitund hrædd, aðeins örlítið óróleg. Hann gerði hana alltaf órólega. Hún gaf honum snöggt hornauga og var nú alveg viss í sinni sök. Hann var þarna, krjúpandi og laut höfði eins og í bæn. En sú óheppni ið hann skyldi nú endilega þurfa að koma á þessari stundu. Hún sneri sér frá glugganum og gekk til skrúðhússins. Leður- blökurnar voru nú aftur farnar að tísta og flögra uppi í kirkju- hvolfinu. Brátt myndu þær fara að fljúga um og smjúga út um gluggana í framkirkjunni, fyrir ofan altaristöfluna. Því að nú var nóttin næstum komin. Sólargeisl- inn skein nú ekki lengur á mynd- ina af Jesú og lambinu. Kulda- gustur fór um rökkvaða kirkjuna. Áður en hún fór inn í skrúðhús- ið, sneri hún sér við og horfði fram eftir Kirkjunni og sá að hann hafði ekki hreyft sig úr stað. Svipur hans var óljós og myrkur, ei. dökka, mikla hárið hans virtist jafnglansandi og áður. Dicky hafði verið góður maður, meðan hann lifði. Hann hafði korrvið til kirkju á hverjum sunnudegi, með konu sinni og dóttur og þá jafnan fært föður hennar egg og ávexti og grænmeti frá litla búinu sínu, neðar við fljótið. Hann hafði dáið úr blóðkreppusótt seint í janúar Járn- og stálvörur rafmagnsvörur Útvegum frá umbjóðendum vorum: : PdOTOKOV, Prag: Baðker Raflagnin garefni Rafmagnsbúsáhöld Vasaljós, rafhlöður perur o. fl. R. Jóhannesson hf. Hafnarstr. 8, sími 1-71-81 H afnaefjör&ur Unglinga eða eldri menn vantar til blaðburðar strax. Hátt kaup. — Talið við afgreiðsluna Strandgötu 29. 3 FERROMET. Praj Saum, allar gerðir Gaddavír Múrhúðunarvírnet Móta- og bindivír Húsgagnafjaðrir Smíðajárn, alls konar Pípur Fittings Tréskrúfur, o. fl. og hún hafði þá strax vitað með vissu, að hai.n myndi koma aftur og hafast við í kirkjunni. Einn sunnudagsmorgun, seint í febrú-' ar, þegar hún var inni í kirkjunni, að lokinni morgunmessu — hún varð stundum eftir í kirkjunni, þegar guðsþjónustan var búin, til þess að leika á orgelið — hafði hún snúið sér við og séð hann frammi í kirkjunni, í aftasta stóln um, stólnum sem hann hafði allt- af setið á, meðan hann lifði. Og þá, eins og nú, hafði hún alls ekki orðið ’rrædd, bara örlítið óró- leg. Hún hafði risið úr sæti sínu nokkrum mínútum síðar, þegar hún kom aftur fram í kirkjuna, var hann horfinn. Hún hafði ein- hvern veginn fundið það á sér, að hann myndi ekki fara, neuia ef hún gengi inn í skrúðhúsið. Iíún hafði séð hann tvisvar sinn um eftir það. í seinna skiptið var það á þriðjudag, um kl. 2 e. h., þegar hvm og Mabel voru að sópa rykmettaðan gust strjúkast um kinn sína. Hún fór að brjóta heil- ann yfir því, hvoi't það hefði raun verulega verið hún sjál,f er hvísl- aði. Hún hopaði á hæl inn í skrúð- húsið aftur, settist á körfuna, , studdi olnbogum á hnén, huldi andlitið í lófum sér og hlustaði á hljóðin, sem bárust frá ánni, áhugalaust og án þess að finna lengur til vonbrigða. Ifún starði niður á gólfið og sá hvernig það dökknaði í náttmyrkr inu, unz það varð samlitt því. 0 4. Gregory sá að þau voru öll bros andi, nema yngri drengurinn — sá magri, útlimalangi, í bláu bux unum. Hann hafði undarlegt ör á hægra hnénu, líkast L í laginu. Hann hafði stór augu, en tillit þeirra var fjarrænt, líkast því sem þær tilfinningar Qg hugsanir m skiptu hann mestu máli, væru alls ekki í honum, heldur hefðu þær gólfið og setja blóm í vasana á altarinu.. Mabel hafði ekki séð hann. Hún hafði fullvissað sig um það, með því að segja: — „Eruð | það blóm, sem þú skildir eftir þarna hjá skírnarskálinni, Ma- bel?“ Og Mabel hafði litið i áttina til skálarinnar — sem var rétt fyrir aftan yzta stólinn og svaraði: — „Blóm? Nei, það er rykþurrkan" og svo hafði hún haldið áfram að koma blómunum fyrir á altarinu, eins og ekkert hefði í skorizt. Þá sannfærðist Olivia um það, að Mabel væri ekki skyggn. Inni í skrúðhúsinu settist hún á körfuna og hlustaði á hljóðin, sem bárust frá lendingarstaðnum. Til- finningar hennar voru óvissar, lík ast því sem hún væri stödd í fín- gerðu mistri, sem á hverju andar- taki gat reynzt vera hrollköld rign ing eða sætur viðarreykur. Með- aumkun og ást, samvizkubit, kvíði, hug'boð um komandi atvik, skemmtileg og óskemmtileg, dökk- ar myndir sem hreyfðust um- hverfis hana, þefur af skógarmaur um, skvamp ára úti á fljótinu og raddir foreldra hennar, bræðra og systur. — Allt rann þetta saman í huga hennar, svo að hún gat naumast greint eitt frá öðru. Léttum, rykmettuðum gusti brá fyrir vit hennar. Ein leðurblakan hafði flögrað inn í skrúðhúsið og jafnskjótt fram í kirkjuna aftur. Hún stóð á fætur, hikaði eitt andartak, gekk svo út um opnar dyrnar, staðnæmdist framan við þröskuldinn og leit í kringum sig, skimaði í örtívaxandi húmi kirkj- ur.nar, þar sem hún rétt grillti í kirkjustólana, prédikunarstólinn og lesborðið. Biblían sem lá á les- borðinu líktist nú helzt dauðum, svörtum fug'li. Fugls-múmíu. Tvær leðurblökur héldu áfram að flögra og hringsóla frá einum glugganum til annars og hinn þvali kvöldsvali virtist berast með þeim gegnum vaxandi húmið. „Genie, ég get séð sjálfa mig á þessum sama stað“. Hvísl hennar barst eins og andvarp um kirkj- una. — „Eitthvert kvöld mun ég standa hér og litast um í myrkr- inu. Og þá verð ég, aðeins óáþreif- anleg.....Ég hefði annars gam- an að vita hvort þú ert hérna enn- þá í kirkjustólnum, Dicky. En þú ert svo gagnsær núna, að ég sé þig ekki“. Það fór hrollur um hana. Henni fannst hún finna annan svalan, horfið og yfirgefið hann, eins og einmanalegan fugl á sandrifi. Að baki fólksins gnæfði skógur inn upp í dökk-grænt rökkrið og bar við skin hinnar hnígnandi sól- ar. Timburkirkjan, blámáluð og upplituð og tvílyfta timburhúsið, ómálað og veðrað, virtust renna saman við gróður umhverfisins og verða eitt með honum. Plöntur með frammjóum, rauð- rákóttum blöðum, kyrkingslegt gras og fiðraðir burknar uxu með fram fljótinu og huldu endana á trjábolunum tveimur, sem dökkar bylgjur fljótsins sleiktu með ólund arlegu gnauði. Gregory horfði á trjábolina og plönturnar og dáðist að því með sjálfum sér hvernig þær hrintu hljóðlega og óþreytandi frá sér öllum áleitnum iðuföldum. Hann var enn að horfa á þennan leik, þegar hann steig upp úr bátinum og það var hrein tilviljun, að hunn leit upp um leið og séra Harmston heilsaði honum með vingjarnlegu brosi. „Yar ferðin skemmtileg, ungi maður?“ „Nei, alls ekki. Hitinn á skipinu var gersamlega óþolandi". „Já, hann getur orðið það á þessum slóðum. En hvað sakar það?. Nú er því lokið og ég er viss um að þér liður ágætlega, þegar þú ert búinn að þvo af þér ferða- rykið. Við höfum baðkerið fullt af heitu vatni heima. Þetta er Joan, kona mín — frænka þin“. Gregory brosti og rétti fram hendina í kveðjuskyni, en frú Harmston lézt ekki sjá það og kyssti hann á kinniria. ~rarir henn 3|Utvarpiö Þriðjudagur 7. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Glaðheimakvóld" eftir Ragnheiði Jónsdóttur; II. (Höfundur les). 18,55 Framburðarkennsla í dönsku. 19,05 Óperett'ilög (plöt- ur). 20,30 Daglegt mál ( Vrni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 F.rindi: Æviskrá íslendinga (Séra Jón Skagan æviskrái'ritari). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarps sagan. 22,10 „Þriðjudagsþáttur- inn“. — Jónas Jónasson og Hauk- Ur Morthens sjá um flutninginn. 23,10 Dagskrárlok. k p r i M A R K U S Eftir Ed Dodd VOU BETTER CALL DOC WALLACE, MRS. HOWARD ... FRANK HAD A FEW < DRINKS, AND COMING % OUTTA THE BAR HE FELL AND HIT IV HI5 HEAD / V THAT WORKED p PRETTY GOOD, / VEH / VOU MATTY/ y FIGGERED . J THAT ONE ,A ^ AWFUL S . SIIARR AjgA cap/ j I WELL, THANKS FOR THE HELP, lVJ MATTV...I'LL SLIP VOU A LITTLE CHANGE WHEN 1 GET BACK... RIGHT NOW I'M ON MV WAY TO THE TALKEETNAS WITH MARKTRAIL/ _ F 1e — 1) — Frú mín góð, þú ættir að kalla á lækninn. Fririk hefur drukkið of’ mikið S/o féll hann á höfuðið og slasaðist. 2) — Seinna — Þetta gekk eins og í sögu. — Já, þetta var mesta snjall- ræði hjá þér Króka Reíur. 3) — Ég þakka þér fyrir hjálp- ina, Matti. Ég get máske vikið að þér einhverjum launum, þegar ég kem aftur úr leiðangrinum. Nú verð ég að fara á fund Mark- úsar. Miðvikudagur 8. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustend- ur (Ingólfur Guðbrandsson nánis- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Óperulög (plötur). 20.30 Lestur fornrita: Þorfinns saga karlsefnis; I. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55 Tón- leikar (plötur). 21,30 „Leitin að Skrápskinnu", getrauna- og leik- þáttur; IV. og síðasti hluti. 22,10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.30 Islenzku dægurlögin: Janúar< þáttur S.K.T. — Hljómsveit Magn úsar Ingimundarsonar leikur. —• Söngvarar: xngibjörg Þorbergs og Haukur Morthens. Kynnir; Þorir Sigurbjörnsson. 23,10 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.