Morgunblaðið - 10.01.1958, Síða 2
2
Föstudagur 10. jariúar 1958
MORC V N P. 7 A ÐIÐ
----------4--
Dagsbrúnarfundurinn sýndi vax-
andi andúð á stjórn kommúnista
Stjórn félagsins og rikisstjórnin
harðlega gagnrýnd
MIKLAR umræður urðu á fundi
Verkamannaíélagsins Dagsbrún-
ar í fyrrakvöld. Snérust þær að-
allega um gagnrýni á stjórn
kommúnista í félaginu og um frv.
það, sem lagt var fyrir Alþingi
um fastaráðningu verkamanna o.
fl. Eunfremur var harðlega deilt
á ráðherra kommúnista og þeir
sakaðir um að bera hagsmuni
verkamanna fyrir borð og svíkja
fjölmörg loforð, sem þeir höfðu
gefið, bæði áður en þeir fóru í
ríkisstjórn og eftir það.
Hannibal Valdimarsson var á
fundinum ailan tímann og var
hinn lúpulegasti undir hinni
markvísu og rökstuddu gagnrýni
verkamanna á framkomu hans.
Fyrsta mál á dagskrá fundar-
ins voru lagabreytingar. Undir
þeim dagskrárlið tók Jóhann Sig-
urðsson til máls. Mótmælti hann
þeirri málsmeðferð, sem stjórn
félagsins viðhafði, þar sem laga
breytingar væru fyrst teknar til
2. umræðu, þremur og hálfu ári
eftir að fyrri umræða hefði farið
fram um þær.
Þá hófust umræður um frum-
varp um fastráðningar verka-
manna. Hafði Edvarð Sigurðsson
þar framsögu. Reyndi hann á all-
an hátt að gera sem mest úr kost-
um þessa frumvarps, sem stjórn-
in hefur lagt fram á Alþingi.
Frumvarpið gagnrýnt
Næstur talaði Baldvin Baldvins
son. Vítti hann að stjórn Dags-
brúnar hefði ekki séð ástæðu til
þess að gefa verkamönnum kost
á að ræða efni þessa frumvarps,
áður en það var flutt á Alþingi.
Væri það ekki í fyrsta skipti sem
Dagsbrúnarstjórnin réði mikil-
vægum hagsmunamálum verka-
manna til lykta, án þess að hafa
nokkur samráð við félagsmenn.
Taldi hann ákvæðum frumvarps-
ins mjög áfátt og furðulegt að
forystumenn Dagsbrúnar skyldu
hafa léð því samþykki sitt.
Lagði hann síðan fram eftir-
farandi tillögu, sem samþykkt
var með samhljóða atkvæðum að
vísa til stjórnarinnar:
„Fundur í Verkamannafélag
inu, Dagsbrún, haldinn 8. jan-
úar 1958, lýsir ánægju sinni
yfir þeim ákvæðum frum-
varps til Iaga um rétt verka-
fóiks til uppsagnarfrests og
um rétt til launa í sjúkdóms-
og slysaforföllum, að því er
snertir greiðslu launa í sjúk-
dóms og slysatilfellum. Hins
vegar mótmælir Verkamanna-
féiagið Dagsbrún því harð-
iega, að gengið hefur verið
framhjá kröfum verkamanna
um fastráðningc og gerir
kröfu til þess að frumvarpinu
verði brevtt á þann veg, að
verkamönnum verði tryggð
föst atvinnuráðning. Felur
fundurinn stjórn félagsins að
fylgja þessum málum fast eft-
ir við ríkisstjórn og Alþingi’1.
Af hálfu lýðræðissinna í félag-
inu tók fyrstur til máls Þorsteinn
Pétursson. Gagnrýndi hann fyrr
greint frumvarp og átaldi meðal
annars að í því væru ekki sekt-
arákvæði, þannig að ekki væri
unnt að koma fram refsingu gegn
þeim atvinnurekendum, sem gerð
ust brotlégir við lögin.
Þá talaði Jóhann Sigurðsson.
Hann gagnrýndi einnig ýmis at-
r;ði frumvarpsins og benti meðal
annars á, að ákvæðið um 150
vinnustundir í síðasta mánuði
fyrir uppsagnarfrest, gerði at-
vinnurekandanum fært að stilla
svo til, að hlutaðeigandi verka-
maður ynni ekki nema til dæmis
149 vinnustundir þennan um-
rædda mánuð og væri þar með
búinn að missa ákveðinn mánað-
aruppsagnarfrest.
Sívaxandi verðbólga og dýrtíð
Jóhann Sigurðsson deildi einn-
ig mjög á stjórn Dagsbrúnar fyr-
ir frammistöðu hennar í kaup og
kjarainálum. Benti hann meðal
annars á að ýmsar hálaunastétt-
ir hefðu fengið verulegar kaup-
hækkanir á síðustu misserum, án
þess að stjórn Dagsbrúnar hefði
gert minnstu ráðstafanir til þess
að rétta hlut verkamannanna, í
sívaxandi dýrtíð og verðbólgu,
sem stöfuðu beinlínis af aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar í efnahags
málum.
Jóhann Sigurðsson sagði að
lokum, að forsætisráðherra
hefði í áramótaávarpi sínu
hvatt verkamenn til þess að
sýna þrautseigju og þolgæði.
En verkamenn lifðu ekki enda
laust á tómri þrautseigju og
þolgæði, jafnvel þótt Hanni
bal Valdimarsson og Hermann
Jónasson krefðust þess.
Þá talaði Jón Hjálmarsson og
ræddi aðallega um frumvarpið,
sem hann taldi gallað á ýmsa
lund.
Eftir að þessir verkamenn, á-
samt launuðum starfsmönnunr
Dagsbrúnar höfðu talað, var
ræðutími takmarkaður samkv.
tillögu formanns félagsiris. Var
auðsætt að kommúnistar voru
hræddir við gagnrýni verka-
manna á stjórn Dagsbrúnar og
vildu hliðra sér hjá ýtarlegum
umræðum um vinnubrögð henn-
ar.
Þá töluðu þeir Guðmundur
Nikulásson, Kristínus Arndal,
Emil Helgason, Nikulás Þórðar-
son og Sigurjón Bjarnason. Allir
þessir menn töluðu gegn stjórn
kommúnista í Dagsbrún og víttu
harðlega meðferð hennar á öll-
um hagsmunamálum félags-
manna og það ofbeldi, sem komm
unistar beittu I félagsstarfsem-
inni.
Átti í vök að verjast
Stjórn Dagsbrúnar átti
mjög í vök að verjast á þess-
um fundi og var auðsætt, að
mikil andúð ríkti meðal verka
manna á framferði hennar,
bæði að því er snertir undir-
búning frumvarpsins og al-
menna meðferð hennar á
hagsmunamálum Dagsbrúnar-
manna. Aðeins tveir verka-
menn urðu til þess að veita
stjórninni nokkurt lið. Auð-
sætt er að Iisti lýðræðissinn-
aðra í Dagsbrún, B-listinn, á
miklu og vaxandi fylgi að
fagna innan félagsins.
®-----------------------------
— Eisenhower
Frh. af bls. 1.
skyndiárás yrði gerð — og óvin-
urinn mundi ekki sleppa. Hvað
langdrægu flugskeytunum við-
viki, sagði hann, að Bandaríkin
mundu ná Ráðstjórninni í fram-
leiðslu þeirra, en einungis ef við-
eigandi ráðstafanir yrðu gerðar
þegar í stað. En þær kosta okk-
ur aukið erfiði, við gerum okk-
ur grein fyrir því, sagði hann.
En við stöndum ekki einir,
hélt Eisenhower áfram. Hann
kvað samtök hinna frjálsu og
fullvalda rikja Atlantshafsbanda-
lagsins vera mikilvægust öryggi
Bandaríkjanna.
Hann kvað manninn þrá frið
— og meira en það: Friðsamleg
störf. Og við munum aldrei
leggja árar í bát í tilraumum okk-
ar til þess að koma á varanleg-
um friði. Sá friður verður að
vera tryggur, stórum sem smá-
um — og ekki verður samið um
afvopnun fyrr en skilyrðum þess
verður fullnægt.
Gat forsetinn einnig þess, að
Bandaríkin vildu taka höndum
saman við aðrar þjóðir til útrým-
ingar sjúkdómum, sem helzt
þjaka mannkynið — svo sem
krabbameini og hjartasjúkdóm-
um. Slíkt samstarf, sagði for-
setinn að gæti orðið undanfari
allsherjarsamstarfs mannkyns-
ins, sem nefna mætti vísindin í
þágu friðarins.
í lok ræðu sinnar lagði for-
setinn fram eins konar stefnu-
skrá í átta liðum — og er hún
í stuttu máli á þessa leið:
1. Landvarnaráðuneytið verði
endurskipulagt, til þess að tryggja
sem bezt einingu og afköst —
og hernaðarmálin verði undir
yfirstjórn borgaralegra yfirvalda.
2. Endurbætt verði viðvörun-
arkerfi Bandaríkjanna, sem var-
ar við yfirvofandi árás. Fram-
kvæmdum á sviði eldflauga verði
hraðað — og flugsveitir verði
staðsettar dreifðar en áður.
3. Bandaríkin haldi áfram að
veita erlendum ríkjum aðstoð.
4. Lögin um viðskiptafríðindi
og tollaívilnanir fyrir vinveitt
ríki verði framlengd unv fimm
ár.
5. Sett verði löggjöf, sem
heimili gagnkvæm skipti á tækni-
legum upplýsingum milli Banda-
ríkjamanna og bandamanna
þeirra.
6. Aukin verði fjárframlög hins
opinbera til vísinda og mennta-
mála.
7. Aukin verði útgjöld á fjár-
lögum.
8. Lögð verði áherzla á sam-
vinnu við aðrar þjóðir í barátt-
unni gegn sjúkdómum — og leit-
azt verði við að auka vináttu
og skilning milli þjóða heims.
í síðari fregnum segir, að þing-
menn hefðu ekki verið á einu
máli um það hvort ræða Eisen-
howers hefur haft tilætluð áhrif.
Þeim finnst forsetinn ekki hafa
lagt næga áherzlu á að nú yrði
að láta til skarar slcríða, hann
hefði ekki verið nægilega til-
þrifamikill, er hann gerði þjóð-
inni grein fyrir hvað framund-
an væri. Annars mundu áhrifin
tala sínu máli — og framtíðin
mundi leiða það í Ijós hvort for-
setanum hefði tekizt að sameina
fólk af báðum flokkum undir
sitt merki. Margir voru hins veg-
ar þeirrar skoðunar, að Eisen-
hower hefði í dag haldið beztu
ræðu sína — og í þeirra hópi var
Kefauver.
Frá London og París berast þær
fréttir að stjórnmálamenn hafi
fagnað mjög ræðunni, sérstak-
lega orðum þeim, er Eisenhower
viðhafði um nánara samstarf inn-
an Átlantshafsbandalagsins.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
er í Vonarstræti 4, V.R. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00 og 2 47 53. Upp-
lýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 1 22 48.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa
samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem
verða fjarverandi á kjördegi.
Svisslaeidiðiitir reynir siíJó-
mokstursvél á Hellisheiði
BÍLSTJÓRAR mjólkurbílanna og
stóru flutningabílanna sem nú
einir bíla geta brotizt austur yfir
Fjall, hafa séð á ferðum sínum
snjómokstursvél. Hún er þar til
reynslu.
Snjómokstursvél þessi, er
frá sömu verksmiðju í Svisslandi
og vél sú sem Reykjavíkurbær
keypti fyi'ir tveim árum. Þessi
vél er allmiklu stærri enda smíð-
uð til þess að moka þjóðvegi. Hún
tekur upp í sig snjóinn en þeytir
honum síðan út fyrir vegbrúnina.
Vegagerð ríkisins fékk vél
þessa senda til reynslu hér og
stjórnar henni Svisslendingur frá
Fimmfugsafmæli
BJÖRN PÁLSSON flugmaður
sjúkraflugvélarir.nar, verður
fimmtugur í dag. Er Björn fyrir
löngu orðinn þjóðkunnur maður
fyrir starf sitt. Það var hann, sem
fyrstur manna hóf slíkt flug hér
á landi, en það varð aftur til þess
að út um byggðir landsins hafa
nú verið gerðir margir sjúkra-
flugvellir, til stóraukins örýggis
fyrir fólk í . fjölda sveita. Björn
var orðinn fulltíða maður er
hann lærði á flugvél, en er talinn
allra flugmanna öruggastur og
kunnugastur flugi á innanlands-
leiðum.
Fundur Sjálfsfæðis-
félaganna í Halnarf.
HAFNARFIRÐI — f kvöld kl.
8,30 halda Sjálfstæðisfélögin
sameiginlegan fund í Sjálfstæðis-
húsinu. Á honum verða bæjar-
málin rædd svo og væntanlegar
bæjarstjórnarkosningar. Frum-
mælendur eru nokkrir af fram-
bjóðendum flokksins, en einnig
verða frjálsar umræður.
Er allt Sjálfstæðisfólk hvatt til
að fjölmenna á fundinn, sem
hefst stundvíslega kl. 8,30.
— G. E.
verksmiðjunni í Sviss. Vélin
mokar í yfirferð 175 cm breiða
slóð eftir veginum eða innan við
fulla breidd stærri bíla.
Vélin er ekki hraðskreið, sem
m. a. stafar af því að hún getur
hreinsað upp á leið sinni eftir
vegunum hvorki meira né minna
en 10 tonn af snjó á mínútu
hverri! Hún ekur með um 3 km
hraða miðað við klukkustund.
Geta má þess að vegurinn um
Hellisheiði er um 10 km langur.
Undanfarna daga hefur vélin
verið í Svínahrauni, en hún mun
í gær hafa verið send upp á
Hellisheiði. Sem fyrr segir er hún
hér til reynslu og mun óráðið
hvort vélin verður keypt.
Fyrst ætlar vegamálastjóri að
ganga úr skugga um hvort hún
þyki henta og með hvaða vinnu-
brögðum megi ná mestum ár-
angri, t. d. hvort heppilegt þyki
að láta snjóýtu garða snjóinn fyr
ir vélina sem síðan mokar hon-
um upp og þeytir út fyrir veginru
Mun vélin enn um sinn verða
reynd á hinum snæviþakta vegi
austur fyrir Fjall.
Sjálfsfæðisfólk
á Suðurnesjum
heldur árshátíð
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Keflavík halda árshátíð sína á
morgun, laugardag, í Ungmenna-
félagshúsinu.
Ólafur Thors flytur ræðu á há-
tíðinni svo og Álfreð Gíslason,
bæjarfógeti.
Skemmtiskrá verður mjög fjöl-
breytt: Leikþættir, gamansögur,
danssýningar og veitingar góðar.
Að skemmtiskrá lokinni verður
dansað.
Árshátíðin er haldin fyrir allt
Sjálfstæðisfólk á Suðurnesjum,
sem vafalaust mun fjölmenna.
Panta má aðgöngumiða í skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins í
Keflavík, sími 21.
/ fallhlíf niður á
Suðurheimskautið
CHRISTCHURCH, Nýja-Sjá-
landi, 9. jan. — Brezkur herfor-
ingi, Stanley Moss að nafni, kom
hingað í dag á Ieið sinni til Suð-
urheimskautsins. — Mun hann
varpa sér út úr flugvél í fallhlíf
og svífa niður tii stöðva Banda-
ríkjamanna þar.
Mun hann stökkva út með
tvær fallhlífar — í öryggisskyni,
því að það hefur komið fyrir
hvað eftir annað, þegar birgð-
um hefur verið varpað úr flug-
vél til rannsóknarstöðvarinnar,
að fallhlífin hefur ekki opnazt.
Er því kennt um hve loftið er
þunnt yfir heimskautshálendinu
„Ég ætla ekki að hálsbrjóta mig
á þessu“, sagði Moss, „þess vegna
hef ég tvær falihlífar“.
★ ★
Bretar hafa farið þess á leit
við bandaríska flugherinn, að
hann fljúgi Moss inn yfir heim-
skautið þar eð Bretar hafa ekki
tiltækar flugvélar á þessum slóð-
um. Mun Moss varpa sér út í
3,000 feta hæð, en snjóbreiðan er
á þessum slóðum 11,000 fet yfir
sjávarmáli. Þá er þess og getið,
að flugvélin getur ekki flogið
með minni en 200 mílna hraða
þegar Moss varpar sér út. Vegna
þess hve loftið er þunnt í þessari
hæð verður ekki hægt að draga
meira úr hraða flugvélarinnar.
Þessi för Moss er farin í sam-
bandi við leiðangur, sem hann
mun veita forystu í maímánuði
nk. til Norðurheimskautsins. Er
ætlunin að reisa þar björgunar-
stöð til öryggis fyrir „Pólarflug-
ið“ svonefnda. — Reuter.
U tankjörstaðakosning
ÞEIR, sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík
hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst-
húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin iiá
kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfiokksins, Vonarstræti í,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Símar: 17100 og 2 47 53. Upplýsingar um kjörskra
í síma 122 48.