Morgunblaðið - 10.01.1958, Qupperneq 10
10
MORCVWnr 4 fíl Ð
Föstudagur 10. Janúar 1958
JttropmfrlðMfr
tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ATAKIÐ í LOÐAMALUNUM
UTAN UR HEIMI
Mun sjónvarpið tengja
nýjum böndum?
VÍ er þannig varið með
fjölda margar fram-
kvæmdir, að allur al-
menningur gerir sér ekki fylli-
lega ljóst, hve margháttaðan og
kostnaðarsaman undirbúning
þarf að leysa af hendi, áður en
verk er hafið. Síðan kemur svo
framkvæmd verksins sjálfs. sem
af mörgum ástæðum hlýtur að
taka nokkurn tíma og oft langan,
ef um flóknar og stórar fram-
kvæmdn er að ræða Ljóst dæmi
um siikar verklegar framkvæmd
ir eru t.d. byggingar sjúkrahúsa,
sem purfa mjög mikinn undir-
búnii g, bæði á tæknilegum svið-
um og eins vegna sérfræðilegra
atriða, sem varða þá starfsemi,
sem þar á að fara fram Sjúkra-
húsbyggingar taka af þessum
ástæðum yfirleitt mjög langan
tíma, því í þeim efnum verður
vel að vanda, það sem lengi á
að standá og kröfurnar eru mjög
breytilegar eftir tímunum.
Hér í -blaðinu var fyrir stuttu
rakið, hvernig byggingarlóð verð
ur til. Þar var stuðzt við upp-
lýsingar Einars B. Pálssonar,
yfirverkfræðings Reykjavíkur,
sem skýrði fyrir bæjarbúum,
hvernig þeim undirbúningi væri
varið, sem leysa þyrfti af hendi,
áður en unnt væri að úthluta
byggingarlóð. Mjög margir virð-
ast standa i þeirri trú, að það sé
tiltölulega einfalt og auðvelt að
úthluta byggingarlóð. Ýmsir láta
sér detta í hug-, að það sé í raun-
inni ekkert annað heldur en að
afmarka einhvern tiltekinn lít-
inn skika, sem hús eigi að standa
á. En þessu er allt öðru visi varið.
Eins og yfirverkfræðingurinn
sýndi 'fram á, þá er hér um að
ræða mjög margbrotinn og kostn
aðarsaman undirbúning, en það
blekkir fjöldamarga á þessum
sviðum, að mest af þeim mann-
virkjum, sem þarna koma til
greina, eru hulin i jörðu óðara
og þeim er lokið. Er því sú vinna,
sem þarna er lögð fram hvergi
nærri eins sýnileg öllum almenn-
ingi, eins og á mörgum öðrum
sviðum. Lóðamálin hafa oft ver-
ið gerð að árásarefni á hendur
bæjaryfirvöldunum, og hefur það
verið þeim mun auðveldara að
nota þau mál á þennan hátt, sem
það er almenningi óljósara en
margt annað, hvað tii þess þarf
að leysa þau verk af hendi, sem
þarna þarf að vinna. Einmitt
vegna þess að þarna er um svo
mikið af verkum að ræða, sem
ekki er öllum fullgreinileg og
sjáanleg er auðvelt að vekja tor-
tryggni í garð þeirra, sem vinna
verkin. Þetta hefur iÍKa óspart
verið gert af minnihlutafiokkun-
um í bæjarstjórn Reykjavíkur og
málgögnum þeirra. Greinargerð
yfirverkfræðings Reykjavíkur-
bæjar var því sérstaklega nauð-
synleg einmitt á þessu sviði, hún
var greinargóð upplýsing fyrir
allar. almenning un. þessi mikils
verðu mál og á sinn hátt óbeint
svar við mörgum af beim árásum,
sem gerðar hafa verið á bæjar-
yfirvöldin vegna þessara mála.
★
Allir bæjarbúar sjá hins vegar
hinar geysimiklu byggingarfram-
kvæmdir, sem átt hafa sér síað
í bænum á undanförnum árum,
enda hefur aldrei í sögu Reykja-
víkurbæjar verið jafnmikið um
slíkar framkvæmdir á skömmum
tíma eins og nú á síðari
árum. Að þvi ættu menn að gæta,
að þessar framkvæmdir hefðu
ekki verið mögulegar, ef undir-
búningsstarfið, sem varðar láða-
úthlutunina hefði ekki verið leyst
af hendi. Aldrei hefur verið út-
hlutað lóðum fyrir jafnmargar
íbúðir á einu kjörtímabili og á
því sem nú er að enda. Frá fyrsta
janúar 1954 til síðustu ársloka
hefur verið úthlutað lóðum fyrir
3500—4000 íbúðir. Eins og bent
var á hér í blaðinu í gær þá má
ætla að hér sé um að ræða hús-
næði fyrir 14 þúsund manns, ef
miðað er við fjögra manna fjöl-
skyldu en ef miðað er við 5
manna fjölskyldu, er aftur um að
ræða húsnæði fyrir 17500 manns.
Ei litið er á fólksfjölgun á tíma-
bilinu, þá mun hún vera um
6500 manns. Það sést því, hve
geysilegt átak hér er um að ræða.
Þetta átak heföi hins vegar ekki
verið mögulegt, ef þær ádeilur,
sem komið hafa íram á hendur
tæknimönnum bæjarins varðandi
lóðaúthlutunina, hefðu verið á
rökum reistar. Ef svo slæiega
hefði verið unnið að þeim r.iálum,
sem mest hefur verið hrópað um
í málgögnum andstöðuflokkanna.
þá hefði þetta mikla afrek í bygg
ingarmálunum aldrei verið unn-
ið.
★
Það hefur einnig verið skýrt
frá því að nú væru í undirbúningi
stór ný byggingarsvæði, þar sem
gert er ráð fyrir að byggðar verði
eigi færri heldur en 4000 íbúðir.
Má þar nefna hið stóra svæði í
Kringlumýri og Háaleiti, en á
því svæði eru lóðir fyrir um 3400
íbúðir. Er búizt við, að unnt muni
að hefja byggingarframkvæmdir
á hluta af þessu svæði nú þegar
með vorinu.
Eins og yfirverkfræðingur
Reykjavíkurbæjar benti á, er hér
um kostnaðarsamar framkvæmd
ir að ræða. í sambandi við Há-
logalandshverfið benti hann á, að
það mundi hafa kostað um 30
þúsund krónur é hverja íbúð að
gera lóðir byggingarhæfar i því
hverfi. Það er því augljóst að
hér er um mjög fjárfreka fram-
kvæmd að ræða, en einnig sú
hlið málsins liefur almenningi
ekki verið full ljós.
ýr
Eins og sagt var hér á undan,
hefur aldrei í sögu Reykjavíkur-
bæjar verið úthlutað lóðum und-
ir eins margar ibúðir og nú, á
því kjörtímabili, sem er að enda.
Það er engu hægt að spá um
þróunina í byggingarmálum
Reykjavíkur á næsta kjörtíma-
bili, en bæjaryfirvöldin munu
stefna að því að hafa nægilega
mikið af lóðum til, svo unnt verði
að fullnægja eftirspurninni. I
sambandi við það, hver þróunin
verður, veltur mikið á lánsfjár-
málunum, en hingað ti] hafa
margar framkvæmdir tafizt
vegna fjárskorts og eiga loforða-
svik ríkisstjórnarinnar stóran
þátt í því.
TALIÐ er, að nú séu í notkun um
50 milljónir sjónvarpstækja í öll-
um heiminum. Með síaukinni út-
breiðslu sjónvarpsins einbeita
sjónvarpsfræðingar sér stöðugt
meira að því að tengja hin ýmsu
sjónvarpssvæði saman — og
langt er síðan að hugmyndinni
um alheimssjónvarpsnet skaut
upp. Um margra ára skeið hafa
Ban'daríkjamenn og Bretar hug-
leitt hvernig hægt yrði að koma
á öruggum sjónvarpstengslum
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Margar og kostnaðarsamar til-
raunir hafa verið gerðar og má
segja, að vel hafi miðað í áttina
að settu marki.
Þegar gervihnettirnir komu til
sögunnar, fundu sjónvarpssér-
fræðingar lausnina. Ef keðja
gervihnatta, sem hver um sig
hefði innbyggða sjónvarpsendur-
varpsstöð, væri látin sveima um-
hverfis jörðu væri öruggt og var-
anlegt alheimssjónvarpsnet kom-
ið upp.
í upphafi var styrkleiki
sjónvarpsins mjög takmarkað-
ur — það er að segja
fjarlægðin, sem sjónvarpsst.öðvar
gátu varpað út. Mikrobylgjur
nefnast bylgjur þær, sem notaðar
eru við sjónvarp. Lengi vel náðu
þær ekki nema 50 km út frá sjálf-
um sjónvarpsstöðvunum — og
var þar um að kenna hinu kúlu-
myndaða yfirborði jarðarinnar.
Munurinn á mikrobylgjum og
radiobylgjum er nefnilega sá, að
radiobylgjur endurvarpast til
jarðarinnar frá háloftunum
(ionosfer), en mikrobylgjurnar
smjúga í gegnum þessi loftlög
og í u.þ.b. 10 km. hæð (troposfer)
hjaðna þessar bylgjur að mestu.
Það er því fyrst og fremst kúlu-
myndun jarðarinnar, sem komið
hefur í veg fyrir það, að hægt
væri að notfæra sér sjónvarpið
á sama hátt og útvarpið.
Sérfræðingar þeir, sem glímt
hafa við að reyna að finna upp
hagkvæmt fyrirkomulag á sjón-
varpsneti, sem tengt gæti Banda-
ríkin og Evrópu, hölluðust um
sinn helzt að því að komið yrði
upp keðju af fljótandi sjónvarps-
stöðvum yfir Atlantshafið. Var
ætlunin að þessi skip yrðu útbúin
á svipáðan hátt og veðurathugun
arskipin, sem eru á víð og dreif
um Atlantshafið allt árið um
kring. Þá var einnig rætt um að
hafa á lofti flugvélar, sem mynd-
uðu sams konar keðju yfir Atl-
antshafið, en varla hafa menn
gert sér vonir um að slíku yrði
komið í framkvæmd fyrr eða síð-
ar, því að kostnaðurinn við „fljúg
andi sjónvarpsnet“ hefði orðið of
mikill til þess að sjónvarpsstöðv-
ar og sjónvarpsnotendur gætu
staðið undir honum. Hin hug-
myndin — um skipin — var tekín
til nákvæmrar rannsóknar og yf-
irvegunar, en kostnaðurinn þótti
of mikill þar eð ijóst varð, að
framförin á sviði sjónvarpstækn-
innar var það ör, að búast mátti
við því að „netið“ yrði orðið úr-
elt, þegar byggingu þess væri
lokið.
Það voru sérfræðingar Marconi
félagsins, sem teygðu úr mikro-
bylgjunum, ef svo aisetti segja.
Uppgötvanir og ýmsar lagfæring-
ar, sem þeir gerðu á sjónvarpinu
urðu til þess, að mikrobylgjurn-
ar náðu nú 500 km út frá sjón-
varpsstöðinni í stað 50 áður.
Það var nokkru fyrir krýningu
Elísabetar Englandsdrottningar
að Bretar einsettu sér að reisa
sjónvarpsnet yfir Atlantshafið
svo að Bandaríkjamönnum gæf-
ist kostur á að fylgjast með krýn
ingarathöfninni. Var þá áætlað
þjóðir heims
að reisa endurvarpsstöðvar á
Shetlandseyjum, Færeyjum, ís-
landi, Grænlandi og Kanada. Ekk
ert varð samt úr framkvæmdum
sem kunnugt er, enda var tíminn
naumur og handbært fé ekki
fyrirliggjandi. Síðan hefur verið
haldið áfram að fullkomna sjón-
varpið enn meir. Nú glíma mer.n
við „litsjónvarp“ að auki og við-
tækjum fjölgar ört.
Innan Evrópu hefur tekizt
nokkur samvinna milli sjón-
varpsstöðva og þótti það mikill
áfangi í sögu sjónvarpsins, er þjóð
ir 11 landa gátu fylgzt samtímis
með brúðkaupi furstans í
Monaco og Crace Kelly. Sem fyrr
getur er talið að 50 milijónir
sjónvarpa séu nú í notkun, og eru
sjónvarpsstöðvar starfræktar í 26
löndum. Því fleiri lönd, sem sjón
varpið leggur undir sig, þeim
mun auðveldara ætti að verða
að tengja öll sjónvarpssvæði
heims, því að slík tenging mundi
vafalaust verða til þess að efla
skilning og vináttu þjóða í milli,
því að í sjónvarpinu gætu þjóðir
skyggnzt inn fyrir bæjardyr
hvor annarrar, enda þótt þús-
undir mílna væru í milli.
Það nýjasta á þessu sviði or
hugmyndin um gervihnettina
sem endurvarpsstöðvar. Mundi
þá keðja þessara hnatta þjóta um
hverfis jörðu í 10 km hæð með
30,000 km hraða. Á þaun liátt
gæti sjónvarpið tengt allar þjóð
ir heims. Við gætum fylgzt með
umræðum á Allsherjarþinginu,
hátíðahöldum á Rauða torginu og
nautaati á Spáni — hvar á jörð-
unni, sem við værum stödd. Jafn
framt gætu þjóðirnar kynnt
öðrum fjarlægum þjóðum land
sitt, lifnaðarhætti og siði — og,
ef slíkt glæddi ekki bróður-
hug og einlægni í samskiptum
þjóða — þá hvað? Að vísu horf-
umst við í augu við þá staðreynd,
að sumum þjóðum yrði ef til vill
meinuð þátttaka í slíkum alheims
viðskiptum — foringjar þeirra
mundu sennilega ekki telja þeim
„hollt“ að komast í of mikið sam-
band við umheiminn.
„25 króna
veltan“
SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðis
húsinu er opin hvern virkan
dag kl. 9—7. Símar 16845 og
17104.
Menn eru beðnir að fylgj-
ast með því, hvort þeir, sem
skorað hefur verið á, hafa
greitt.
Sjálfstæðismenn! — Takið
þátt í veltunni með því að
greiða 25 kr. og skorið á aðra
að gera slíkt hið sama og
átyrkja með því kosningasjóð
Sj álf stæðismanna.
Nóði í veikan
mann
f FYRRADAG flutti Skýfaxi,
Katalínaflugbátur Flugfélags ís-
lands hættulega veikan mann frá
Reykjafirði á Ströndum til ísa-
fjarðar. Skýfaxi, sem var í áætl-
unarflugi á Vestfjörðum þennan
dag, var fenginn til fararinnar
eftir að sjúkraflugvél Björns
Pálssonar var snúin frá vegna
veðurs.
Um s. 1. helgi veiktist bónd-
inn í Reykjafirði á Ströndum,
Páll Lýðsson, hastarlega. Læknis
var vitjað til Hólmavíkur og fór
Frh. á bis. 19.
Þannig hugsar teiknarinn sér endurvarpsstöðvar. TV er sjón-
varpsendurvarpstæki, en V og L eru veðurathugunarhnettir.
Að nokkru leyti mætti segja, að þeir væru sjálvirkar sjón-
varpsstöðvar, sem mundu senda myndir af yfirborði jarðar —
niður til veöurfræðinganna. Á þann hátt gætu þeir fylgzt með
clrVríamvnHiin n*r nlrVri'