Morgunblaðið - 10.01.1958, Side 16

Morgunblaðið - 10.01.1958, Side 16
16 MORCVNBL4ÐIÐ 'ostudagur 10. .janúar 1958 WeÉ ct í reihun di Ejtir EDGAR MITTEL HOLZER Þýðii.g: Sverrir Haraldsson U Cj Cý CL veiklaður, en ég trúði því ekki. Ég las það líka í bi'éfinu þínu, en ég trúði því samt ekki. Sagði mamma þér hvernig mig langaði til að taka á móti þér — með orgelspilinu?" Þegar hann sá hana fyrst, á stigapallinum, hafði Ijósið frá lampanum skinif beint framan í hana, en nú þegar hún sneri baki að lampanum, var eins og rökkur kvöldsins hefði sezt að í andlits- dráttum hennar. En augu hennar glömpuðu í gegnum þetta rökkur, og birta þeirra dreifðist í gegnum og umhverfis hann, eins og lýs- andi plöntufrjóduft í loftinu. Hún virtist lýsa upp sortann, sem um- lukti nútíðina og varpa skini yf- ir hið liðna og það sem hann hafði álitið horfið og liðið, fyrir fullt og allt, birtist nú aftur í skyndiiegu endui'skini. Heillandi hugarsýnir. Vor á götum þorpsins. Sumar í skógivöxnum fjallshlíðum og gáski og kátína lítilla stúlkna. Og sedrus viðariundurinn; með blaktandi, grfpnni laufhvelfingu yfir höfði manns. „Já, mamma þín sagði mér það“, svaraði hann. Frú Harmston hló góðlátlega. „Og sögðu þau þér hvað ég er undarleg og bráðþroska?“ spurði Olivia. „Berton minntist eitthvað á það að þú værir undarleg". „Það var líkt Berto: . Hann er bezti vinur minn“. Hann i'étti fram höndina og langaði til að snerta hana og sann færast um holdlega návist henn- ar, en hún virtist ekki veita því neina athygli. „Ég er að bíða eftir því að þú takir í höndina á mér', sagði hann brosandi. Þá leit hún loks á hönd hans — með gagnrýni í svipnum — en bi'osti svo til móður sinnar. Móð- ir hennar brosti á móti og sagði: „Nú, hvað er nú að? Ætlarðu ekki að taka í höndina á frænda þín- um?“ „Hvar er Mabel?“ „Hún er inni í baðherberginu að laga bað fyrir Gregory“. Olivia virti hönd frænda síns ekki viðlits. Hún gekk skrefi nær honum, horfði beint framan í hann og hvíslaði: — „Ég elska þig og kenni í brjósti um þig“. Frú Hai'mston hló dálítið vand- ræöalega: — „Svona, farðu nú, bai'nið gott. Þú mátt ekki þreyta frænda þinn of mikið með ærslum, svona fyrsta daginn. Gregory, drengurinn minn, nú skulum við koma og líta á herbergið þitt. Oli- via, er Logan aó sækja fai'angur- inn hans?“ „Já, pabbi sagði honum að gera það og hann fór. Heyrðuð þið ekki hljóðin í honum? Pabbi gaf honum sjö högg með hnútasvip- unni“. „Já, mér datt það í hug“. „Voru það hljóðin í honum, sem ég heyi'ði?" spm'ði Gregoi-y. „Já, Gerald þolir honum enga óhiýðni", sagði frænka hans og kinkaði kolli. — „Logan getur stundum verið óskaplega þrjózk- ur og'duttlungafullur. Hann hef- Hafnarfjörður Vantar unglinga eða eldri menn til að bera blaðið út til kaupenda í Vesturbænum og í Kinnunum. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna, Strandgötu 29, sími 50 228. .JlttfrpssiiMdiHfr ur verið hjá okkur frá því að hann var ellefu ára. Hann var munaðarleysingi og við tókum hann, sem þjón og eins konar leik bróður barnanna". „Hann er kynblendingur", sagði Olivia. — „Að hálfu leyti Indíáni, að fjórða hluta Svertingi og að fjórða hluta Portúgali. Logan er tuttugu og tveggja ára. Hvað ert þú gamall?" „Vertu ekki svona frek og ókurteis, Olivia". „Þrjátíu og eins árs“, svaraði Gregory. Olivia fylgdist með þeim inn í baðherbergið, þar sem foi-nfálegt, tvíbreitt rúm, með mahognistólp- um og sængurhimni, stóð við eitt þilið og ljós skein út í gegnum flugnanetið. Netið var einna áþekkast steinrunnum hráka og Gregory sá sjálfan sig umluktan því — berskjaldaður fyrir augun- um, sem ávallt störðu á hann. — Flugnanet gat aðeins variö mann fyrir flugum. Gregory fann nú í fyrsta skipti, frá því er hann steig á land, hvei'nig óttinn skreið á litlum, léttstígum fótum upp lík- ama hans. „Þú getur séð fljótið í gegnum herbergisgluggann“, sagði Olivia. „Mamma, hvar er Berton?" „Ég held að hann hafi farið aftur að leita að þér. Hvar fald- irðu þig annars, góða mín?“ „Og hvar er Garvey? Notaði hann rauða bindið, eins og hann var búinn að segja okkur?“ „Já, hann gerði það. En það er ryðblettui' í því. Gregory, hvern- ig lízt þér svo á herbergið? Held urðu að þér muni ekki líða vel í því, drengur minn?“ „Jú, það held ég“. Nú var vatnið hætt að renna. Fótatak heyrðist frammi í gang- inum og Mabel birtist í dyrunum. „Nú er baðið tiibúið". „Náðirðu í nýtt stykki af Life- buoy, Mabel?“ „Já, mamma. Ég lét það á sápu skálina í baðherberginu". „Ég heyrði dynk“, sagði Olivia. „Hvað?“ Gregory leit snöggt til hennar. „Já, þeir eru margir dynkirnir í þessu húsi, Gregory", sagði Oli- via hin rólegasta. — „Sérstaklega ur.. þetta leyti á kvöldin, þegai' skuggarnir hlaðast upp“. „Þetta hlýtur að vera Logan“, sagði frú Harmston. — „Hann hef ur verið að koma með farangur Gregorys heim“. Mabel leit fram í ganginn og sagði: „Já, það var Logan“. Ma- bel var hávaxin, grönn og feimn- isleg. Hún hlaut að vita það mjög vel, að fólki virtist hún klunna- leg og óaðlaðandi, vegna hæðar- ir ai hugsaði Gregory með sér. | Svo spurði hann: — „Varst það þú, sem kveiktir á lampanum hérna?“ „Já“, hún brosti og roðnaði. — „Það var orðið sve dimmt“. „Þakka þér fyrir“. „Það er ekki neitt að þakka“, sagði hún lágt. Logan kom að dyrunum, með aði’a litlu töskuna og stóra koffort ið. Hann var dapur á svipinn og sagði: — „Hvar viljið þér að ég látl þær, hr. Gregory?" Svo brosti hann auðmjúklega, svo a skein í skemmdu tennurnar. „Þarna hjá þvottaborðinu, ef þú vilt gera svo vel“. „Þetta er bezta þvottaborðið okkar. Finnst þér marmarapiatan ekki skemmtileg?" sagði Olivia. „Olivia! Olivia. Beyndu nú að stilla þig ofurlítið, kæra barn“. Þegar Logan hafði komið öllum farangrinum heim, varð Gregory einn eftir í herberginu. Olivia, sem síðust yfirgaf hann, sneri sér við í dyrunum og sagði alvarlega: Varaðu þig á baðkerinu. Fyrst kemur bong og svo plang“. Áður en honum ynnist tími til að biðja um frekari skýringar, varhún farin og hann stóð eftir, einn og órólegur. Nokkrum mínútum síðar fór hann inn í baðherbergið. Þegar hann var kominn þangað inn, upp götvaði hann, að engin læsing var á hurðinni, svo að hann varð að láta sér nægja, að halla hénni aftur Uppi á hillu stóð logandi lampi, en undir hillunni, í skugga hennar, var dökk köngulló á hreyfingu. Hann stóð hreyfingar laus og starði á hana og sá að þetta var stór, loðin köngul'ló. líún virtist mjög löt og eftir and- artak hætti hún .alveg að hreyfa sig, eins og hún hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að nærvera hans væri alls ekki neitt hættu- leg. Hann fann að hún veitti hon- um athygli. Það fór hrollur um hann og hann sneri sér með við- bjóði frá kvikindinu og litaðist um í herberginu. Veggirnir voru, eins og vegg- irnir niðri og í herberginu hans, úr berum, ómáluðum borðum. Á miðju gólfinu stóð kringlótt járn- baðker, á að giska þrjú fet í þver mál og níu-tíij þumlunga djúpt. Það var rúmlega hálffullt af vatni. Á lítiili hillu, undir glugga með einni rúðu, stóð blá sápuskál með nýrri, rauðri Lifebuoy-sápu. Litill, baklaus stóll með rnerki eft- ir sápu og vatn, en alveg þurr, stóð skammt frá kerinu og þar lagði hann handklæðið sitt og bað sloppinn, án þess að líta af köngul lónni, sem var nú aftur farin að hreyfa sig. Þegar hann steig öðrum fæti niður í baðkerið, kvað við hið undarlega bong við í eyrum h,ans. Vatnið varð að þéttum, smáum gárum, sem glitruðu í lampaljós- inu, um leið og þeir bárust út að kerbarminum og köstuðust svo aft ur til baka. Það fór kuldahroll- ur um allan líkama hans, því að vatnið var kalt. Hann brosti, steig hinum fætinum niður í baðkerið og botninn í þvi belgdist á nýjan leik og gaf frá sér ólundarlegt „plang". Þegar hann var að sápa sig, opnuðust dyrnur og Berton leit inn. „Kanntu að tefla?" „Hvao. En heyrðu mig nú — ég j er að baða mig“. „Ég veit það. Ég heyrði það“. „En bankarðu ekki á dyrnar, áður en þú opnar?“ „Nei, okkur er alveg sama, þó að við sjáum hvort annað nakin. Kanntu að tefla?" Þegar Gregory hafði náð sér eftir fyrstu undrunina yfir hinni óvæntu komu drengsins, gat hann ekki varizt brosi. — „Já, ég kann að tefla“, sagði hann. — „En ekki neitt sérlega vel. Kann svona að- eins mannganginn". „Það er líka alveg nóg. Þú verð ur áreiðaniega vinsæll hjá okkur. Við teflum öll. Ég ætla að fara og segja Oliie það. Hana langar að vita hvort þú tefldir". Hann fór og lokaði á eftir sér. Gregory var að þurrka sér, þeg- ar dyrnar opnuðust aftur. I „Hve stór er heimurinn? Hve ’ breiður er runninn?“ Gregory tólc andköf og reyndi að hylja nekt sína með þurrkunni. „Ertu feiminn við að láta fólk sjá þig nakinn?" Olivia brosti. Hann tók aftur andköf. Þagði. „Mamma sagði að þú kynnir að vera það, en ég hélt ekki. Hún virðist nú samt hafa haft á réttu að standa". Gregory kom engu orði upp. „Þetta er.u einkunnarorð: Hve stór er heimurinn o. s. frv. Við Berton höfum einkunnarorð. Við höfum ákveðið að leyfa þér að nota eitt eða tvo af þeim. Við er- um nýbúin að halda ráðstefnu við- víkjandi þér, yfir í hellinum okk- ar“. „Ég skil. Kærar þakkir“. Hann varð aftur nokkurn veginn róleg- ui' og brosti, en hélt handklæðinu, eftir sem áður, fyrir framan sig. „Miðdegisverðurinn verður til- búinn klukkan hálfátta. Við borð um venjulega klukkan sjö, en af því að von var á þér, sagði mamma, að bezt væri að borða hálfri klukkustundu seinna en venjulega, svo að þú hefðir tíma til að þvo þér og lagfæra". „Það var mjög hugulsamt af henni". „Mabel er líka hugulsöm. MARKÚS Eftir Ed Dodd HUM -M-M...WITH THIS OUTFIT, A GUIDS WOULD SURE BE IN BUSINESS...MUST BE WORTH AT LEAST TWO THOUSAND BUCKS 1) Þeir tvímenningarnir halda ferð sinni áfram upp í fjöllin. Markús veit ekki að fylgdar- maðurinn. sem kveðst heita -Frið- rik er enginn annar en Króka' Befur. 2) — Þú er vel búinn að öllum vistum Markús. Þetta hefur kost- að mikið. — Já, Friðrik. Það hefur kostað sinn pening, en frú Anna, sagði, að ég ætti ekki að spara. AT LEAST/ 3) — Það er ég viss um að þetta hefur kostað að minnsta kosti 2000 dali. — Já, að minnsta kosti. aitlívarpiö Föstudagur 10. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,05 Létt lög (plötur). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- so_. kand. mag.). 20,35 Erindi: Á- hrif iðnaðarins á stöðu kvenna í þjóðfélaginu; síðara erindi (Sig- ríður J. Magnússon). 21,00 Tón- (leikar (plötur). 21,30 Útvarpssag- i an. 22,10 Upplestur: „Armband- | ið“, smásaga eftir Coru Sandel, í þýðingu Margrétar Jónsdóttur i (Helgi Skúlason leikari). 22,30 Frægar hljómsveitir: (plötur). — 23,05 Dagskrárlok. Laugardagur 11. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigui’jónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagsdagslögin". 16,00 Fréttir og veðurfregnir. — Baddir frá Norð urlöndum; IX. 16,30 Endurtekið efni. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). -w Tónleikar. 18,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Glaðheimakvöld" eft- ir Bagnheiði Jónsdóttur; III. — (Höfundur les). 18,55 f kvöldi'ökkr inu: Tónleikar af plötum. 20,20 'Leikrit: „Brimhljóð" eftir Loft Guðmundsson. — Flytjandi: Leik- ■félag Akui'eyrar. Leikstjóri: Jón- as Jónasson. Leikendur: Anna Mai-ía Jóhannsdóttii', Þráinn Karlsson, Emil Andei'sen, Björg Baldvinsdóttir, Freyja Antonsdótt ir, Guðmundur Gunnarsson, Jó- hann Ögmundsson, Stefán Hall- dcrsson, Aöalsteinn Guðnason, Kjai'tan Ólafsson, Eafn Sveins- son, Jón Ingimarsson, Kristján IKristjánsson, Haukur Haraldsson og Anna Jónasdóttir. 22,30 Dans- ' lög (plötur). 24,00 Dagski'árlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.