Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1958, Blaðsíða 2
2 MORGUW BLAÐIÐ Fimmtudagui' 18. janúar 1958 Politiken og Berlingur rœða ha ndritamálið Meirihluti Dana ekki andvígur af- hendingu — Ahugamenn eiga að vera áhrifalausir KAUPMANNAHÖFN, 15. jan. — Nú verður að finna lausn á þessu deilumáli, segir Pólitiken um handritamálið. Við vitum ekki, hvort tillögur einstakra áhugamanna eru hin rétta lausn málsins, en þetta hvimleiða mál verður að taka enda. Það hlýtur að vera kominn tími til þess, að Jþrgensen menntamálaráðherra komi mál inu farsællega í höfn. Og blaðið heldur áfram: fs- lendingar hafa látið af hinni ein- rænu afstöðu sinni og eru nú fús- ir að ræða málið á málefnaleg- um grundvelli til að finna lausn á því, sem báðir deiluaðilar geta sætt sig við. Menntamálaráðherr- ann er allur af vilja gerður til að leysa málið, en verður að hafa ríkisstjórnina á bak við sig. Starcke spyrnir gegn lausn, en hann fer þó varla úr ríkisstjórn- inni vegna þessa máls. Forsætis- ráðherrann óskar þess eindregið, að deilan verði leyst, segir blað- ið ennfremur í ritstjórnargrein sinni, og meiri hltuti þjóðarinn- ar leggst vafalaust ekki gegn af- hendingu handritanna. Mennta- málaráðherrann hefur góð spil á hendi. — I forystugrein í „Berlingske Xidende“ í dag segir, að ummæli forseta íslands hvað handritamál mu viðkemur hafi vakið undrun. Hafi hann þar sagzt bjartsýnn á að handritamálið yrði leyst af sanngirni. Segir blaðið, að ætla megi, að forsetinn hafi haft veð- ur af tillögu áhugamannanefnd- arinnar, en óljóst sé hvaða sam- band sé þar á milli. Málið kveð- Blöð vinslri manna á Akureyri falsa skýrslu um rekslur ÍI.A. AKUREYRI 15. jan. — Blöð vinstri flokkanna þriggja, Fram sóknar, krata og kommúnista, hafa birt nokkuð undarlega frá- sögn um skýrslu þá er rannsókn- arnefnd er skipuð var til þess að athuga rekstur Útgerðarfélags Akureyrar hf., hefir látið frá sér fara. Öll falsa blöðin skýrsluna og rangtúlka hana meira og minna, en reyna í leiðinni, að nota tækifærið til þess, að deila á Sjálfstæðismenn fyrir stjórn þeirra á fyrirtækinu. Þau ganga vísvitandi fram hjá þeim stað- reyndum, að vinstri flokkarnir eiga þrjá menn í stjórn félagsins, en Sjálfstæðismenn aðeins tvo. Gætu þeir því auðsýnilega haft öll ráð félagsins í sínum höndum. Hvort skýrslan ber með sér sök á hendur forráðamönnum félags- ins eða ekki skal enginn dómur á lagður. Hins vegar mun hér í blaðinu birtast grein um hina dæmafáu framkomu vinstri blað- anna í þessu máli. Ekki reyridist fært vegna samgönguleysis í dag að koma greininni til blaðsins. . —vig. ur Berlingur alvarlegra en svo, að' álit áhugamanna geti haft þar einhver áhrif. Ef málið verður tekið upp að nýju má ekki skella skollaeyrum við áliti þeirra, sem hafa raunverulega þekkingu á málinu. — Páll. Reykvíkingur fékk hálfa milljón í GÆR var dregið í 1. flokki Happdrættis Háskóla íslands, en í honum eru vinningar samtaU að upphæð 900,000 krónur, þar af hæsti vinningurinn, 500,000 kr. Þessi hálfa millj. kr. vinningur kom á heilmiða nr. 26,902 og er sá miði í umboði Guðrúnar Ólafs dóttur og Jóns Arnórssonar, Bankastræti 10 hér í bænum. — Næsthæsti vinningurinn, 50 þús. kr., kom einnig á heilmiða nr. 38354 og er hann í happdrættis- umboðinu vestur á Reykhólum á Barðaströnd. 10,000 kr. vinningar komu á 14 miða nr. 12148 og Vz miða nr 35500, báðir hér í Rvík. Þá hlutu þessir miðar 5000 kr. vinning: — 12179 — 26901 — 26903 — 33723 — 36156 — 37560. — Skrá yfir þau 300 númer er hlutu 1000 kr. vinning hvert, verður birt síðar. Gífurleg eftirspurn var eftir miðum í happdrættinu að þessu sinni og mun hundraðshlutfalhð af seldum miðum sjaldan eða aldrei hafa verið jafnnærri 100% í byrjun happdrættisárs og nú. Fréttir i stuttu máli MOSKVU, 15. jan. — Sputník II, sem skotið var út í geiminn hinn 3. nóv. sl. mun halda áfram hringferð sinni um jörðu í sex mánuði eða meira, sagði í frétt frá XASS-fréttastofHnni í dag. NEW YORK 15. jan. Sérleg nefnd S.Þ. hefur fjallað um mál Danans Paul Bang-Jensen — og kveðið upp úrskurð sinn. Á hann að brenna öll þau skjöl, varðandi Ungverjalandsskýrslu S.Þ., sem eru í hans vörzlu. — Á hann að gera það í viðurvist öryggis- fulltrúa S.Þ. Jensen hefur neitað að afhenda Hammarskjöld skjöl- in. WASHINGTON, 15. janúar. — Bahdaríkjaþing samþykkti í dag tillögu stjórnarinnar um 540,670,000 dollara fjárveitingu til að flýta fyrir rannsóknum og framleiðslu eldflauga. Engin „hlunn- indi“ nl ntgef- nndn Tímnns XÍMINN er að tala um í gær, að Reykjavik sé mikil „hlunn- indajörð“. Það ættu einhverjir aðrir að tala um það en „Xím- inn,“ að Reykvíkingar búi við mikil hlunnindi. Ekki hef- ur bæjarfélagið svo mikil hlunnindi af útg. Ximans, Sambandi isl. samvinnufélaga. Þessi auðhringur Framsóknar náði því eitt árið að vera al- gerlega útsvarsfrjáls í Reykja vík. Þetta einasta auðfélag landsins hefur á hverju ári reynt allt, sem það getur og meira en það, til að losna und- an því að borga gjöld til bæj- arfélagsins. SÍS þenur starf- semi sína í bænum út á kostn- að Reykvíkinga, en vill helzt ekkert borga til sameiginlegra þarfa bæjarfélagsins. Nei, — það eru ekki „hlunn- indi“, sem Reykjavík hefur af útgefendum Xímans. Ef allt væri á þá bók lært væri „hlunnindajörðin", sem Xím- inn talar um, komin í eyði. Dregið í B-flokki Happdræflisláns rfkissjóðs DREGIÐ var í gær I B-flokki Happdrættisláns Ríkissjóðs. Hæsti vinningurinn sem er kr. 75 þús. kom á miða nr. 149945, 40 þús. kr. komu á miða nr. 58276, 15 þús. kr. komu á miða nr. 43403, 10 þús. kr. komu á miða nr. 6134, 75130 og 124811. Fimm vinningar voru 5 þús. kr. og komu þeir á miða nr. 40326, 63021 76543, 86065 og 103492. Framhaldsleikrit eftir Agnar Þóðrar- son í útvarpinu í kvöld I KVÖLD hefst í Ríkisútvarpinu framhaldsleikrit sem nefnist „Víxlar með afföllum“. Leikritið verður í 8—10 sjálfstæðum þátt- um, og verður einum þeirra út- varpað á viku hverri, ætíð á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Agnar Þórðarson er höfundui leikritsins, en þetta er í fyrsta sinn, sem útvarpið býður hlust- endum sínum upp á framhalds- leikrit, sem er sérstaklega samið fyrir það. Höfundur velur sér viðfangs- efni úr ísl. nútímalífi og fjallar um þau í gamansömum tón. í leiknum eru aðalpersónurnar ung hjón, og koma þau fram í öllum þáttum leiksins. Verða þau hlut- verk í höndum hinna góðkunnu leikara, Herdísar Þorvaldsdóttur og Rúriks Haraldssonar. önnur smærri hlutverk verða fáem hverju sinni og falin ýmsum leikendum, en í kvöld fara Árni Tryggvason og Flosi Ólafssoa með þau. Leikstjóri verður Bene- Húsfyllir á spilakvöldinu HAFNARFIRÐI — Þaff fór eins og búizt hafffi veriff viff, aff afar mikil þátttaka var í spilakvöldi Sjálfstæffisfélaganna í gærkvöldi. Var þó spilaff í tveimur húsum: Sjálfstæffis- og Góðtemplarahús- inu, en þau voru bæffi trofffull, svo aff færri komust aff en vildu. Einn af frambjóffendum flokks ins, Páll V. Daníelsson viffskipta- fræffingur, flutti stutt ávarp í báð um húsunum, og Karl Guffmunds son leikari skemmti. Þessi gífurlega affsókn á spila- kvöldiff ber þess m.a. Ijósan vott, aff Sjálfstæffisflokkurinn á mjög auknu fylgi aff fagna hér í Hafn ai'firffi. Kemur æ betur í Ijós meff hverjum deginum, sem líffur aff kosningunum, aff hann er sá flokkurinn, sem líklegastur er til aff fá 5 menn kosna hinn 26. jan. nk. —G. E. Eisenhower skorar á að birta svar hans WASHINGTON, 15. janúar. — I dag hélt Eisenhower forseti fyrsta fund sinn meff blaffa- mönnum um tveggja mánaffa skeiff. Lét hann svo ummælt viff blaffamenn, aff hann skoraffi á leiðtoga Ráffstjórnarríkjanna aff U tankjörstaðakosning ÞEIR, sem ekki verffa heima á kjördegi geta kosiff hjá sýstu- mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt aff kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræffismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í póst- húsinu, gengiff inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæffisflokksins, Vonarstræti 1, veitir allar upplýsingar og affstoff í sambandi viff utankjör- fundaratkvæffagreiffslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10 daglega. Símar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48. Hvor er kona? Á FRAMBOÐSLISTA minni- hlutaflokkanna viff bæjar- stjórnarkosningar nú, er kvenþjóffinni sýndur mikill sómi. Viff síffustu bæjarstjórnar- kosningar var Petrína Jakobs son í þriðja sæti hjá komm- únistum á lista þeirra, en nú er engin kona fyrr en í sjötta sæti, effa á alveg vonlausum staff. Alþýffuflokkurinn hefur heldur enga konu nú á listan- um, sem kemur til greina aff nái kosningu. Af lista Framsóknarflokks- ins er sömu sögu aff segja.Þar er baráttusætiff fyrsta sætiff og engin kona getur náð kosn- ingu af þeim lista. Við síffustu kosningar hafffi Þjóffvarnarflokkurinn frú Guffríffi Gísladóttur í priffja sæti, en nú er hún flutt niffur í fjórffa sæti, sem er vitaskuld fullkomlega vonlaust. Sjálfstæffisflokkurinn er hinn eini, sem hefur konu i öruggu sæti á lista sínum. birta þjóffum kommúnistaríkj- anna svar hans viff bréfi Búlgan- ins. Kvaffst hann leggja áherzlu á þaff, aff þjóffum þessum yrði gerff grein fyrir tillögum hans um aff banna meff lögum hernaff- arviffbúnaff úti í himingeimnum. Endurtók Eisenhower þaff, aff ráffstefna ríkisleifftoganna yrffi aff vera vel undirbúin, helzt þyrftu utanríkisráffherrarnir aff hittast áffur og búa allt í hag- inn. Ekki kvað hann koma til greina, að Bandaríkjamenn tækju þátt í slíkri ráffstefnu, ef kín- verskum kommúnistum yrffi boff- iff til hennar. dikt Arnason a. m. k. framan af. Flutningstími hverju sinni verð- ur 40—45 mín. Agnar Þórðarson hefur samið ýms leikrit er flutt hafa verið í útvarpið. Þau hafa flest eða öll orðið mjög vinsæl. Er þess því að vænta að hér sé um skemmtilega tilbreytni að ræða í dagskrá útvarpsins, sem ná mimi vinsældum. Míðútgáfa 8.Í.8. „TÍMINN“ hefur nú komiff út öffru tölublaffi af níffblaffi sínu um Reykjavík, sem boriff er út um bæinn. Er þar nær ein- göngu um aff ræffa uppprent- un á rógklausum,- sem birzt hafa í Tímanum síffustu vik- ur og mánuði. Er þar endur- tekið þaff, sem fyrir löngu er búiff að hrekja hér í blaffinu og ýmislegt annaff, sem tæp- lega er svaravert, vegna þess, hve lágt er lagzt í níffklausum þessum. Sá, sem kostar útgáfu þessa þokkalega „blaffs" effa flug- rits, sem dreift er út um bæ- inn, er Samband íslenzkra samvinnufélaga. Sá, sem leggur til „efniff“, er Þórður Björnsson, efsti mað ur á lista S.Í.S. viff kosning- arnar. Sá, sem matreiffir þetta efnl og setur saman, er Örlygur Hálfdánarson, starfsmaffur hjá S.Í.S. og einn af „listamönn- um“ þess. Geta menn fariff nærri um hvernig þetta „blaff“ er þar sem andinn er sóttur í Þórff Björnsson, en innrætiff er neff- an úr Sambandshúsl. Reykvíkingar munu kvitta, á sinn hátt, viff kjörborffið annan sunnudag, fyrir aff hafa móttekið þetta plagg frá SÍS. vogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins i Kópavogi er aff Melgerffi 1. Opin frá kl. 10 til 10 daglega. Símar: 19708 og 10248. Stuðningsmenn D-listans í Kópavogi. Hafið samband við skrifstofuna. Sjálf- stæðisfólk SJÁLFSTÆÐISFÓLK er vildi aöstoffa viff skriftir er vinsam- lega beffiff aff hafa samband viff skrifstofuna í Sjálfstæðishúsinu. Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN og konur! Söfnunin í kosningasjóð flokksins er hafin! Leiðin liggur í Sjálfstæffishúsið viff Austurvöll, þar sem fram- lögum er veitt vifftaka. Sérhvert framlag — smátt og stórt — i kosningasjóffinn er vel þegiff. Skrifstofan er opin alla virka daga klukkan 9—7 og á sunnu dögum klukkan 2—6. Sími 17100. ,25 króna veltan" SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðishúsinu er opin hvern virkan dag kl. 9—7. Símar: 16845 og 17104. Hver einasti Sjálfstæffismaffur lætur þaff aff sjálfsögffu verffa sitt fyrsta verk að taka áskorununni og styrkja meff því Sjálf- stæðisflokkinn. Þátttakan í veltunni er þegar orffin mikil. Ef allir þeir, sem skoraff hefur veriff á, taka áskoruninni, verður árangurinn stór- | glæsilegur. Samtaka nú!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.