Morgunblaðið - 16.01.1958, Side 7

Morgunblaðið - 16.01.1958, Side 7
■tt 1»i > ; *ju íf.». á Fimmtudagu'r 16. janúar 195E MORCTINBLAÐIÐ V/ð höfum áhuga segir Grikki sem er að læra íslenzku í Reykjavík r a fengiB mikinn íslendingum RÉTT FYRIR JÓLIN kom hing- að til lands óvenjulegur gestur, fyrsti Grikkinn sem nemur ís- lenzku við Háskóla íslands. Hann heitir Sótíríos Halíassas og er menntaskólakennari í Aþenu. Hann kom til Reykjavíkur 22. desember og býr á Gamla-Garði. Jólunum eyddi hann hjá íslenzk- um og erlendum kunningjum, sem hann eignaðist þegar hann kom hingað. Sótíríos (hann vill endilega hafa þá íslenzku venju að nota skírriarnöfn) hefur þegar hafið islenzkunámið, enda þótt nám- skeiðið í Háskólanum hefjist ekki •aftur fyrr en í febrúar. Það byrjaði í október, þannig að hann er þremur mánuðum á eftir flest- um erlendu stúdentunum hér. En hann setti það ekki fyrir sig, heldur náði sér strax í kennslu- bækur þeirra Snæbjarnar Jóns- sonar og Stefáns Einarssonar og nokkrar orðabækur, sem hann hefur lesið af kappi. Afieiðingin er sú, að viku eftir komu sína var hann kominn vel niður í málfræðinni og búinn að safna sér talsverðum orðaforða, þann- ig að hann sagði heilar setningar alveg rétt. Kemur honum þar að góðu haldi, að grísk mál- fræði er um sumt svipuð hinni íslenzku og ekki síður flókin. Auk þess er hann mikill mála- maður, hefur lagt stund á latínu, rómönsku málin og þýzku, og rússnesku sem hann kann hrafl í. Sótíríosi er létt um íslenzkan framburð, þar sem flest hljóð málsins eru einnig til í grísku. Hann býst við að geta talað ís lenzku allsæmilega eftir þrjá til fjóra mánuði. Þegar ég hitti Sótírios að máli, kvaðst hann hafa komið til ís- lands af þeirri ástæðu, að íslend ingar væru vinsælir í Grikklandi vegna afstöðu sinnar í Kýpur- málinu, en þeir hafa sem kunn- ugt er einir allra ríkja Atlants- hafsbandalagsins stutt Grikki þvi máli. Styrkurinn til dvalar innar hér er veittur af íslenzku ríkisstjórninni, en hann var aug- lýstur af grísku stjórninni, sem borgaði ferðirnar til og frá ís- landi. fslenzki styrkurinn nemur 12.500 krónum og er til sjö mán- aða dvalar. Sótíríos setur það ekki fyri: sig enn sem komið er, að verð- lagið er hátt hér. Hann er ánægð- ur að vera kominn hingað; hon- um líkar vel við fólkið og kann prýðilega við Reykjavík, nema þegar kaldast er. Annars kom veðrið honum á óvart. Það var kaldara í Rómaborg og Kaup- mannahöfn en í Reykjavík, þeg- ar hann flaug hingað. Eftir að Sótíríos var farinn að kanna íslenzkuna, spurði ég hann, hvort honum fyndist hún ekki erfiðasta tungumálið, sem hann hefði lagt stund á hingað til. — Seisei nei, sagði hann á sinni skemmtilegu Aþenu-grísku. Þýzka setningafræðin og rúss- neski framburðurmn eru mikiu evfiðari. fslenzka málfræðin er mér næstum því barnaleikur. Ég kenni líka forn-grísku í Aþenu. — Og hvað ætlarðu að gera við íslenzkuna, þegar þú ert bú- inn að læra hana? — Sambandið milli fslands og Grikklands hefur hingað til mestmegnis verið á verzlunar- sviðinu. Menningarlegt samband hefur verið hverfandi lítið, og mig langar til að bæta úr því eftir beztu getu, t.d. með því að þýða einhver íslenzk verk, ljóð og sögur, á grísku. Það mundi verða vinsælt, því Grikkir eru einstaklega hrifnir af fslending- uin, álíta þá einhverja hugrökk- Sótíríos Halíassas og — Hvað segirðu þá um ís- lenzka matinn? — Ja, hann er auðvitað ólík- ur okkar mat, en samt er sumt ekki ósvipað. T.d. etum við mik- ið kindakjöt eins og þið — já og við höfum líka svið, borðum hausana með augum og öllu sam an. — Hvað kom þér nú mest ; óvart? Sótíríos hugsar sig um; sýni- lega er hann að leita að einhverj um gullhömrum eins og góðun grískum gesti er svo tamt. — Jú það skal ég segja þér, hefur hann máls eftir stutta í hugun. Það var hjartahlýja fólks ins í þessu kalda landi. Ég bjóst hálfpartinn við, að fólkið væri eins og loftslagið. Að vísu er loftslagið betra en ég hélt — en fóllíið gæti vel verið Suðurlanda- búar. Menn kunna að njóta lífs- ins hér, þeir eru glaðværir og söngkærir, og ég hefi hvergi orð ið var við manngreinarálit. Mér fannst ég bókstaflega vera einn af heimamönnum á heimilunum, sem ég gisti um jólin. Allt kom þetta mér skemmtilega á óvart. Að sjálfsögðu er þetta ekki tómur fagurgali. Grikkir og ís- lendingar eiga merkilega margt sameiginle'gt, bæði um lífsvið- horf og lífshætti. En ég held nú samt, að við séum eilítið daufari í dálkinn og hæggerðari en hinn gríski gestur virðist ætla. Hvað um það, öllum íslendingum er það vafalaust gleðiefni að hann unir sér vel hér, og þá ekki síður að hann er hingað kominn í þeim lofsamlega tilgangi að læra mál okkar og kynna okkur fyrir þjóð sinni. Við bjóðum Sótíríos Halí- assas velkominn og óskum hon- um allra heilla. s-a-m. Góð stúlka óskast strax til hússtarfa í mánuð eða lengur. Sér herbergi ef óskað er. — Hátt kaup. Uppl. í síma 15070. Atvinna Karl eða kona, vön verzlunarstörfum, óskast í hús- gagnaverzlun. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. merkt: „Húsgögn — 3738“. ustu stuðningsmenn frelsis réttlætis, sem nú eru uppi. — Hafa ekki einhver af verk- um Halldórs Laxness komið út í Grikklandi? Sótíríos opnar ferðatöskuna, tekur fram þrjú þykk bindi og segir: — Jú þessar þrjár bækur hafa komið út á siðustu tveimur ár- um, siðan Laxness fékk Nóbels- verðlaunin. Þær eru víst allar þýddar úr þýzku. Bækurnar eru „Salka Valka“. „Heimsljós“ og „íslandsklukkan“. Af kápumyndunum mætti ætla, að sögurnar fjölluðu um norsk eða sænsk efni, en griskir bóka- útgefendur eru auðvitað ekki ve> kunnugir íslenzkum staðháttum. — Þegar ég kem heim til Grikklands aftur, ætla ég að skrifa í blöðin um dvölina hér og kynna Grikkjum land ykkar og þjóð. Kannski get ég sett saman bók um ísland, en það er óhemju dýrt að gefa út bækur í Grikk- landi. Það hefur glatt mig að sjá grískar bækur á mörgum heimilum hér, t.d. Kviður Hóm- ers. íslendingar virðast hafa mik ið dálæti á Forn-Grikkjum. En ég hef líka séð íslenzka þýðingu á skáldsögu eftir Kazantzakis, svo þið fylgizt sýnilega með því, sem er að gerast hjá okkur í nú- tíðinni. Ég vildi gjarna reyna að endurgjalda þetta með því að auka þekkingu landa minna á afrekum fslendinga að fornu og nýju. — Kazantzakis er auðvitað mikið lesinn í Grikklandi? — Já, hann er áreiðanlega mesta sagnaskáld okkar á síðari öldum. Hann nýtur mikilla vin- sælda, þótt sumum finnist hann helzti nýstárlegur, og hann var öllum Grikkjum harmdauði. — Hvað viltu svo segja um íslendinga eftir þessa stuttu dvöl hér? — Þeir eru vingjarnlegir og gestrisnir ekki síður en Grikkir. Ég hef komizt að raun um, að þeir eru mikil menningarþjóð, eins og ég hafði raunar heyrt heima í Grikklandi. Það er margt líkt með þjóðum okkar, saga þeirra, bókmenntaafrek, frelsis- ást og hatur á hvers konar kúg- un. Og svo finnst mér íslending- ar merkilega bjartsýnir, þótt þeir hafi ekki mikið sólskin vetrar- mánuðina. Mér geðjast vel að Reykjavík. Hún er að sönnu ekki ýkjastór og hér eru ekki mörg tækifæri til skemmtana, en fólk ið sjálft er svo skemmtilegt, að það kemur ekki að sök. Aftur á móti skil ég ekki, hvers vegna þið kallið borgina Reykjavík. Ég hef hvergi séð reyk. Ég hefði nefnt hana „Vindavík“, ef ég hefði komið hér fyrstur manna. En loftið hér er tært, hressandi og heilnæmt. SÍMABÚÐ 13772 Verzlunin As gerir næstu 2 manuði tilraun rneð fjdlbreyttar heimsendingar. Sendum IVUÓLIÍ - BUALÐ - KJÖT - FISK (hraðfrystan) NVLEIMDIJVÖRUR Tilraunin nær fyrstu vikuna til Rauðarárholts, Norðurmýri og Höfðahverfis, eða austan Snorrabrautar, norðan Miklubrautar og vestan Kringlumýrarbrautar. Síma búðin verður fyrst um sinn opin frá kl. 4, miðvikudag, fimmtudag, föstudag laugardag frá klukkan 12 — sími 13772 — og Orlsending til útvegsmonna Nú er mögulegt að lækka útgerðarkostnaðinn inikið með því að nota ,SILVER-STAR‘ þorskanetin sem framleidd eru úr hinu nýja Nylongarni 330 sem endist allt að helmingi lengur en venjulegt nylongax-n. Pantið strax í dag — ,.SILVER-STAR“ þorskanet til reynslu og samanburðar við önnur net. — 'CL £ cuL-db** A-i iLthaJUL NyLcn-yaA.tv> ‘jeyn íaj-ts cj Sóla.*. viailtr I kíu.KKu sL'uncCmn. Einkaumboð: Þórður Sveinsson & Co. h.f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.