Morgunblaðið - 16.01.1958, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.1958, Side 10
10 MOTtarNTtr 4 ÐIÐ FimTntnrlagm- 16. ianúar 1958 Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastj óri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarnl Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arnj Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftarg.ialri kr. 30.00 á mánuði innaniands. ílausasölu kr. 1.50 eintakið. TRAUST OG ÖRUGG FJÁRMÁLA- STJÓRN REYKJAVÍKURBÆJAR ALLAN þann tíma, sem Sjálfstæðismenn hafa haft forystu í stjórn Reykjavíkurbæjar, hafa þeir byggt hana á traustri og öruggri fjármálastjórn. Þess vegna hefur bærinn alltaf notið mikils láns- trausts utanlands og innan. — Hefur það verið bæjarfélaginu ómetanleg stoð og styrkur í hin- um fjölþættu og miklu fram- kvæmdum, sem það hefur staðið í frá ári til árs. Ekkert bæjarfélag á landinu hefur mætt jafnrisavöxnum verk efnum og Reykjavík af völdum hinnar miklu fjölgunar íbúanna á skömmum tíma. Bærinn hefur á örfáum áratugum þurft að oyggja skóla, sjúkrahúsnæði, göt ur o. s. frv. fyrir tugi þúsunda nýrra íbúa. Auðvitað hefur þetta haft í för með sér gífurleg útgjöld og fjölþætt verklegt undir- búningsstarf. Það sætir því vissulega engri furðu þótt ekki hafi ávallt verið tilbúnar bygingarlóðir handa öl’- um þeim, sem eftir þeim ósk- uðu. Reykjavík hefur ekki að- eins þurft að sjá eðlilegri fjölgun sinna eigin íbúa fyrir lóðum og húsnæði heldur þúsundum annarra lands - manna, sem óskað hafa að gerast hér borgarar. Rekstrarútgjöld bæjar og ríkis Við þessar bæjarstjórnarkosn- ingar, eins og aðrar, hafa and- stæðingar Sjálfstæðismanna haid ið uppi árásum á bæjarstjórnar- meirihlutann fyrir eyðslu og ó- varlega fjármálastjórn. Þessum ásökunum var mjög vel svarað með glöggri grein, sem Gunnai Thoroddsen, borgarstjóri, ritaði hér í blaðið í fyrradag. Gerði hann þar m. a. samanburð á greiðslum ríkissjóðs og bæjar- sjóðs umfram fjárlög og fjár- hagsáætlun. Sá samanburður lít- ur þannig út, að árin 1951—195ö fóru rekstrarútgjöld bæjarins fram úr áætlun sem hér segir: 1951 5% umfram áætlun. 1952 2,6% umfram áætlun. 1953 1% undir áætlun. 1954 1,4% umfram áætlun. 1955 0,7% undir áætlur.. 1956 5,3% umfram áætlun. Hjá ríkinu urðu umframgreiðsl ur sem hér segir: 1951 16%. 1952 7%, 1953 11% 1954 11%'. Lengra ná reikningar ríkisins ekki. Af þessum samanburði er auðsætt að Reykjavíkurbær undir forystu Sjálfstæðis- manna hefur alltaf fylgt fjár- hagsáætlun sinni stórum bet- ur heldur en ríkið undir fjár- málastjórn Eysteins Jónsson- ar, sem Framsóknarmenn hafa þó tekið í guðatölu fyrir fjármálaspeki. Engu að síður ganga engir lengra en Fran>- sóknarmenn í því að rægja Gunnar Thoroddsen og Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir losaralega fjármálastjórn. Það er einnig eftirtektarvert að reikningar Reykjavíkurbæjar eru vanalega lagðir fyrir bæjar- stjórn til samþykktar í maí eða júní fyrir næsta ár á undan. Er< ríkisreikningurinn er lagður fyr- ir Alþingi allt upp í þremur ár- um eftir á. Enn má á það benda að rekstr- arútgjöld síðustu 5 ára hafa hjá Reykjavíkurbæ hækkað um tæp 104% en á sama tíma um 118% hjá ríkinu. Víðtækutr sparnaður hjá Reyk j a víkurbæ Gunnar Thoroddsen gerir í grein sinni í fyrradag grein fyrii margvíslegum sparnaði í stjórn höfuðborgarinnar. Nýjar og stói- virkar vélar hafa verið fengnar til verklegra framkvæmda, vagnakostur strætisvagnanna bættur, bifreiðakostnaður í þágu bæjarfélagsins minnkaður, vinnu brögð við horphreinsun bætt og sérstök hagsýslustofnun sett á laggirnar til þess að endurskipu- leggja bæjarreksturinn og gera hann hagkvæmari og ódýrarí. Sjálfstæðismenn hafa þannig haft fullan hug á að draga úr óþarfa rekstrarkostnaði og spara borgurunum þar með útgjöld. Engir viðurkenna fúslegar en Sjálfstæðismenn að sitt- hvað megi betur fara í stjórn þeirra á jafnstóru fyrirtæki og Reykjavíkurbær er. En þeir eru jafnan reiðubúnir til þess að taka tillit til skyn- samlegrar og sanngjarnrar gagnrýni á bæjarmálastjórn sína. Álögurnar og gjaldþol bæjarbúa Sjálfstæðismönnum er það einnig ljóst, að álögum á bæjar- búa verður að stilla í hóf. Enda þótt bæjarfélagið þarfnist mik- illa tekna til þess að geta ráðizt í þær miklu framkvæmdir, sem nauðsynlegar eru, hafa Sjálí stæðismenn jafnan gætt þess að ofbjóða ekki gjaldþoli borgar- anna. Útsvörin í Reykjavík eru að vísu há. En þau eru miklum mun lægri en í öllum öðrum bæj- arfélögum landsins, ekki sízt á fjölskyldufólki, verkamönnum og efnalitlu fólki. En Reykvíkingar fá meira fyr- ir útsvör sín en íbúar nokkurs annars kaupstaðar á landinu. Hvergi hefur fólkinu verið sköp- uð eins góð aðstaða til sjálfs- bjargar og lífsþæginda og ein- mitt hér. Hvergi hefur meira ver ið gert fyrir börn og unglinga Hvergi hefur meira verið gert til þess að fegra umhverfi almenn- ings. Vinstri flokkarnir deila á Sjálfstæðismenn fyrir há útsvör í Reykjavík. Þó er staðreyndin sú, að ríkið tekur í sínar hirzlur af hverjum borgara Reykjavík- ur meira en þrefalda þá upp- hæð, sem sami maður borgar í útsvar til bæjarins. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að byggja fram- kvæmdir og framfarir í Reykjavík á traustum fjár hagsgrundvelli. Þess vegna verða allir hugsandi menn að styðja þá í Kosningunum 26. janúar næstkomandi. Ef Finnar hefðu fengið að ráða veðrinu á Eystrasalti um áramótin hefði þessi mynd sennilega aldrei verið tekin. En svo fór, að Finnar höfðu enga hönd í bagga með „veðurstjórninni“ — og bílar þessir, sem fluttir voru ofanþilja sjóleiðina frá Vestur-Þýzkalandi til hafnar í Finnlandi, voru illa útleiknir, þegar komið var á áfangastað. Myndina tók íslenzkur farmaður, Bogi Björns- son. Það vakti athygli hans hve klakabunkinn var þykkur á bílunum, enda má segja, að athyglis- vert sé. Sennilegt má telja, að lakkhúðin á bílunum sé stórskemmd, því að lakkið þolir illa sjáv- arseltuna. Veðrið getur orðið hceftuiegasta vopn- ið-Konan, sem sýndi Lenin banatilrœði ÁRIÐ 1953 skipaði Bandaríkja- þing sérfræðinganefnd til þess að gera athuganir á „veðurstjórn" og skila áliti og tillögum í því sambandi hið fyrsta. Nú hefur nefnd þessi lokið störfum og lagt mikla greinargerð fyrir Banda- ríkjaforseta. Er þar lögð áherzla á að auknar verði að mun rann- sóknir á því hvernig stjórna megi veðrinu. Segir og, að innan tíðar verði „veðurstjórnin" talin jafn- mikilvæg hverju stórveldi og vopnin eru nú til dags. Það geti haft örlagaríkar afleiðingar fyr- ir mannkynið, ef eitthvert slór- veldi næði stjórn á veðrinu á undan öllum öðrum — og gæti beitt því óvinum sínum til bölv- unar. 9 Nú þegar geta sérfræðingar framkallað rigningu hvar sem er og á þann hátt er hægt að valda stórtjóni á mannvirkjum og rækt uðu landi, með stórflóðum. Á sama hátt verður í framtíðinni hægt að koma í veg fyrir alla úr- komu. Þar af leiðandi mundi draga úr gróðri á viðkomandi svæðum — og væri á þennan hátt hægt að valda hungursneið. e Líklegt er talið, að þróunin verði sú, að mennirnir geti með tímunum ráðið öllum veðrum — og hefur vísindamaðurinn Ed- ward Teller, sem talinn er „fað- ir“ vetnissprengjunnar, m.a. sagt, að mennirnir muni innan tíðar hafa vald yfir veðurfarinu — og hætta geti jafnvel orðið á því, að „kalt stríð“ verði háð með veðri. Stríðið gæti þá raunverulega orðið ,,kalt“, ef fjandmenn herj- uðu hvor á annan með kulda- bylgju, hörkufrosti og snjókomu. Veðrið yrði þá jafnvel enn hættu legra vopn en öflugustu sprengj- ur eru nú til dags. Það verður því mjög mikilvægt að mennirnir misnoti ekki yfir- ráðin yfir veðurfarinu í framtíð- inni. I því sambandi hafa margir lagt það til, að Sameinuðu þjóð- unum verði falin yfirsjón yfir öllum tilraunum mannanna til þess að gera veðurfarið sár undir- gefið. Enn eitt vanaamál verðum við að horfast í augu við í þessu sam- handi: Hvað í ósköpunum eigum /ið að ræða um hversdagslega, ef ki verður hægt að ræða um umhleypingasama veðráttu? Og hvað um veslings veðurfræðing- ana, sem verða þá atvinnulausir? Þá verða það gervihnattasérfræð ingar, sem taka að sér veður- stjórnina — og láta okkur hafa veður eftir óskum. Ef til vill gæt- um við komið á vikulegum skoð- anakönnunum um það hvernig veðurs væri óskað næstu vikuna. Það yrði sennilega eina leiðin til þess að hagnýta veðrið áfram sem umtalsefni allra við öll tækifæri!! 30 ÁR í FANGELSI Á dögunum var birt í Moskvu frétt, sem flestir veittu litla at- hygli, enda biitist hún á lítt áber Ucinii — ok í Kolls Royce andi stað í heimsblöðunum. í fréttinni sagði frá því, að Fanny Kaplan, sem fyrir 40 árum hefði verið afhjúpuð andbyltingarsinni hefði látizt í fangelsi, sjötug að aldri. Fanny Kaplan hefur setið í fangelsi í 30 ár — og aldrei hef- ur spurzt til hennar allan þann tíma. Fólk, sem man byltingar- tímann í Rússlandi, minnist þess ef til vill að hafa heyrt þess get- ið, að eitt sinn hafi Lenin verið sýnt banatilræði. Og tilræðis- „konan“ var einmitt Fanny. Það var eina skiptið, sem frétzt hef- ur, að Lenin hafi verið sýnt bana tilræði. Það var hinn 30. ágúst ár- ið 1918, um það bil einu ári eftir að bolsevikarnir höfðu svikið hina raunverulegu rússnesku byltingarmenn og komið á minnihlutaeinræðisstjórn með því að lýsa yfir alræði öreiganna. 9 Þann dag hélt Lenin ræðu á fundi verkamanna. Þegar Lenin hafði lokið ræðu sinni og var að stiga úr ræðustólnum skaut kona, sem stóð nálægt honum, þrem skotum á hann. Lenin féll til jarðar, var borinn í skyndi upp í gamla Rolls Royce bílinn sinn — og ekið í flýti til Kreml. Fanny Kaplan var þegar hand- sömuð og yfirheyrð. Játaði hún strax sökina, en fékkst aldrei til þess að láta uppi hverjir hefðu verið henni meðsekir og lagt á ráðin með henni. Árás hennar hafði mikil áhrif á kommúnistaleiðtogana, því að síðan hafa þeir aldrei dregið dul á það, að þeir óttuðust fólkið. Fanny hvarf hins vegar spor- laust. Vitað var að henni hafði verið varpað í fangelsi — og álitu margir, að síðar hefði hún verið tekin af lífi. En raunin varð sú, að konan lifði Lenin og einnig arftaka hans, hinn blóðuga Stalin, og lézt ekki fyrr en þriðji einræðis- herrann hafði búið um sig að baki Kremlmúrunum. ★ LONDON, 14. jan. — Peter Thorneycroft, sem sagði af sér störfum fjármálaráðherra í Bret- landi á dögunum, sagði kjósend- um sínum í dag, að hann hefði farið úr stjórninni, vegna þess að hann liti á sterlingspundið og stöðvun verðbólgunnar sem veiga mestu en ekki veigaminnstu atriði efnahagsstefnunnar. Hann kvaðst ekki mundu beita sér fyr- ir sundrungu innan flokksins af þessum sökum., Skákmót Hellnum, 6. jan. Árlega fer fram skákkeppni innan ungmennafélagsins hér, sem nú hefir staðið yfir. Sextán manns tóku þátt í mótinu. Því er ekki enn lokið. Fjórir efstu menn irnir sem keppa til úrslita eru: Guðbjartur Knaran, Stefán Smári Kristinsson, Ólafur Magn- ússon og Ingjaldur Indriðason. — K. K.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.