Morgunblaðið - 16.01.1958, Page 12
12
MORCUNBL4Ð1Ð
Fimmtuclagur 16. janúar 1958
Kommúnisfastjórn Dags -
brúnar beitir verkamenn
fáheyrðri valdníðslu
Hindrar oð verkamenn njóti réttinda
i félagi sinu
SAGT HEFDR VERIÐ frá þeim fáheyrðu tíðindum i Morgunblað-
inu, að starfsmenn í skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
hafa neitað nokkrum verkamönnum um skýlausan rétt þeirra til
þess að gerast fullgildir meðlimir félagsins. Menn þessir, sem
greitt höfðu árgjaldið fyrir 1957, höfðu til þessa verið skráðir
aukameðlimir, en vildu nú afla sér fullra réttinda innan félagsins
ekki sízt vegna þess, að bótaréttur samkvæmt atvinnuleysistrygg-
ingarlögunum er bundinn því ófrávíkjanlega skilyrði, að viðkom-
andi launþegi sé fullgildur meðliinur viðkomandi verkalýðsfélags.
Og þessir starfsmenn Dagsbrúnar létu sér ekki nægja órökstmdda
neitun þessa sjálfsagða erindis mannanna, helclur var þeim hótað
öllu illu, m.a. því að ef þeir ekki hypjuðu sig strax út af skrif-
stofunni myndi þeim verða kastað út!
Leihritið „Afbrýðisöm eigmkona”
frumsýnt hjó LeikféL Hofnarfj.
Hátíðarræðurnar gleymdar
I>að sem hér hefur gerzt er
að kommúnistar hafa enn á ný
sýnt djúpstæða fyrirlitningu sína
á helztu mannréttindum nútíma
þjóðfélags.
Fyrir einu ári varð Dagsbrún
50 ára og þá var m.a. gefið út
sérstakt hátíðablað, þar sem
kommúnistum í félaginu er þökk
uð með hjartnæmum orðum for-
ustan í verkalýðsmálum þjóðar-
innar. Þar var rætt um „eldmóð
hihna ungu, reynslu og æðralausa
rökhyggju hinna eldri“ báðir
settir í eina sæng og stimplaðir
með rauðu. En nú ári síðar þá
er ungum og gömlum vísað frá
inngöngu í félagið af því þeir
neita nú að láta stimpla sig rauða,
neita að lúta einræðiskennd og
ofbeldi erindreka kommúnista.
Þá er hálfrar aldar gömul bar-
átta verkamanna og félags þeirra
gleymd og skýlaus ákvæði í lög-
um félagsins og vinnulöggjöf-
inni þverbrotin og mönnum hót-
að limlestingum af ruddafengn-
um starfsmanni félagsins.
í 2. gr. laga fyrir Verkamanna-
félagið Dagsbrún segir svo um
tilgang félagsins: „. . . með því
að skipuleggja innan félagsins,
alla þá sem búsettir eru á félags-
svæðinu og hafa sér til lífsfram-
færis vinnu í eftirtöldum starfs-
greinum . . . .“ og fer þar á eftir
upptalning þeirra starfsgreina.
Síðar í lögunum segir að sérhver
verkamaður geti sótt um að verða
meðlimur félagsins ef hann upp-
fylli nokkur skilyrði t.d. hafi
verið búsettur á félagssvæðinu í
3 mán., sé fullra 16 ára, sé ekki
meðlimur eða skuldugur við önn-
ur verkalýðsfélög, sé ekki at-
vinnurekandi né eigi atvinnu-
tæki.
Fyrrgreind skilyrði fyrir inn-
töku í félagið eru sjálfsögð og
ekkert athugavert við þau. Að-
eins ber að gæta þess, að eftir
þeim sé farið og á engan hátt
brotið í bága við þau. Til þess
að fyri-fjyggja að svo verði gert
hefur félagið starfandi í sinni
þjónustu þrjá menn — þá sömu
og neituðu þeint mönnum,
sem fyrr getur um inngöngu i
félagið, þrátt fyrir það, að þeir
uppfylltu öll þau skilyrði, sem
krafizt er af þeim samkvæmt
lögum félagsins.
Ofbeldi Guðmundar J.
Reyndar er ekki langur tími
liðinn síðan Dagsbrún réði til sín
Guðm. J. til þess starfa að reka
menn úr þessu félagi. Guðmund-
ur var áður kunnur fyrir afreks-
j verk sín við útkast drukkinna
manna úr samkomuhúsi hér í bæn
um. Þegar kommúnistum hafði
með ofbeldi og lagabrotum tekizt
að reka fjölmarga andstæðinga
sína úr félaginu, skipulögðu þeir
nýja aðferð til þess að gera þá
menn, sem þeir vildu ekki fá inn
í félagið áhrifalausa um stjórn
þess.
Þeir tóku upp aukameð-
limakerfi í stærri stil en
þekkzt hefur í nokkru verka-
lýðsfélagi hér á landi. Er ó-
hætt að fullyrða að á aukameð
limaskrá félagsins hafi undan
farið verið um 800—900
manns. En nú er svo komið
að þessir aukameðlimir koma
í stórum hópum í skrifstofu
Dagsbrúnar til þess að gerast
fullgildir meðlimir félagsins.
Þeir hafa með sér kvittanir
fyrir greiðslu aukameðlima-
gjáldsins og þurfa ekki annað
en greiða 10 krónur fyrir skír-
teini fullgildra meðlima. Menn
þessir hafa nú séð með hverj-
um hætti kommúnistar hafa
haldið þeim áhrifalausum í
félaginu, en samt getað not-
að þá til þess að auka full-
trúaf jölda sinn til Alþýðusam-
bandsþings.
Ofbeldishótanir kommúnista
nú við þá menn, er koma í
skrifstofuna til þess að afla
sér þeirra sjálfsögðu mann-
réttinda að hafa atkvæðisrétt
og kjörgengi í stéttarfélagi
sínu eru beinlínis fram komn
ar af ótta þeirra við valda-
missi í Dagsbrún.
Aukameðlimakerfi komm-
únistanna hefur brugðizt þeim.
Þessi svikamylla þeirra snýst
nú öfugt við það, sera henni
var ætlað að gera. Hún á eft-
ir að fella óstjórnarliðið í fé-
laginu. Samstillt átak lýðræð-
issinna í Dagsbrún hefur nú
sýnt mátt sinn og útkastaralið
og ofbeldisseggir kommúnista
í stjórninni hanga nú á blá-
þráðum einum.
MADRID, 15. janúar. — Tilkynnt
hefur verið í Madrid, að spænsK-
ir herflokkar hafi fellt 241
skæruliða í hinum spænska hluta
Saharaeyðimerkurinnar. Stóðu
bardagar heilan dag. 51 féll eða
særðist í liði Spánverja.
YKefla-
vík
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðismanna á Suðurnesjum er
í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík og
er hún opin daglega frá kl. 10 til
10. — Sími 21.
Sjálfstæðismenn á Suðurnesj-
um er hvattir til að hafa sam
band við skrifstofuna og gefa
henni upplýsingar varðandi kosn
ingarnar.
Sef-
jr toss
SJALFSTÆÐISMENN á Sel
fossi hafa opnað kosningaskrif
stofu í verzlunarhúsi S. Ó.
Ólafssonar & Co. (2. hæð).
Skrifstofan er opin daglega
frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síð
degis. Sími skrifstofunnar er
119. Stuðningsfólk D-listans á
Selfossi er beðið að hafa sam
band við skrifstofuna.
SL. þriðjudagskvöld frumsýndi
Leikfélag Hafnarfjarðar gaman-
leikinn „Afbrýðisöm eiginkona"
eftir Guy Paxton og Edward V.
Houlie, í þýðingu Sverris Haralds
sonar. — Leikurinn er í þrem
þáttum og fjallar um fjölskyldu-
líf leikhússtjóra, en þar koma
margir við sögu. Leikur þessi er
mjög léttur og skemmtilegur og
vakti mikinn hlátur áhorfenda,
sem tóku honum ágætlega. —
Leikarar voru níu talsins, flestir
úr Leikfélagi Hafnarfjarðar.
Sigurður Kristins lék aðalhlut-
verkið Charles Pentwick, leikhús
stjóra, sem orðið hafði fyrir því
óhappi að missa tiltrúnað konu
sinnar sökum misskilnings. Lék
Sigurður hinn taugaveiklaða og
niðurbrotna eiginmann ágætlega
og var látbragð hans í fyllsta sam
ræmi við hlutverkið.
Katla Ólafsdóttir lék konu
Pentwick, stórlóta og afbrýðis-
sama. Hlutverk hennar var ekki
mikið, en hún fór vel með það.
Ragnar Magnússon, lék son Pent
wick, óframfærinn ungling, sem
varð ástfanginn af lífsreyndri
leikkonu, Fritsy Willers, leikna
af Sigríði Hagalín, sem í rauninni
var upphafið að ógæfu leikhús-
stjórans. Ragnar er ungur leik-
ari, en fór vel með hlutverk sitt.
Hann hefur sérstaklega góða
rödd á sviði. Sigríður Hagalín lék
leikkonuna ágætlega.
Friðleifur E. Guðmundsson lék
Robert Bentley, leikara. Hann er
mjög liðlegur maður á sviði.
Leikur hans var ágætur, bæði er
hann gegndi hlutverki Bentley og
ekki síðri, er hann bjóst í gervi
frú Harris, ráðskonu. Vakti leik-
ur hans mikinn hlótur. Hina raun
verulegu frú Harris, ráðskonu,
lék Kristín Jóhannsdóttir.
Sólveig Jóhannsdóttir fór með
hlutverk Mollý, dóttur ráðskon-
unnar, kænnar stúlku og ráð-
snjallrar. Viðbrögð hennar voru
góð.
Eiríkur Jóhannesson lék Mole,
fyrrverandi skátahöfðingja. Eins
og vænta mátti var leikur hans
afbragðs góður. Gervi skátafor-
ingjans var mjög kátbroslegt svo
og framkoman öll. Bar Eiríkur
tvímælalaust af í leik sínum, að
hinum leikurunum ólöstuðum,
enda hefir hann lengstan leikfer-
il þessara leikara að baki sér, eða
25 ár. Sverrir Guðmundsson lék
bílstjóra, er kom rétt snöggvast
inn á sviðið með töskur frú Pent-
wick.
Yfirleitt má »egja um þennan
leik, að hann hafi tekizt mjög vel
og verið leikhúsgestum til óbland
innar ánægju. Leikstjóri var
Klemenz Jónsson, sem nú í annað
skipti stjórnar leikriti í Hafnar-
firði, en í fyrra var hann leik-
stjóri „Svefnlausa brúðgumans",
sem sýnt var þar. Hefir Klemenzi
tekizt vel með sviðsetningu leiks
ins.
25 ára leikafmæli.
Þennan dag átti Eiríkur Jó-
hannesson 25 ára leikafmæli. —
E:ríkur hefur manna lengst unn
ið að leiklist í Hafnarfirði og
leikið þar og víðar fjölmörg hlut-
verk. Hann er nú eini stofnand-
inn sem enn er virkur þátttak-
andi í leiklistinni. Hann er nú
varaformaður félagsins, en hefur
ávallt átt sæti í stjórn þess. 1
ieiKslok ávarpaði frú Hulda Run
ólfsdóttir, Eirík á sviðinu og af-
henti honum blómakörfu frá fél-
laginu. Þá bárust honum fjöldi
blómvanda, og einnig hinum leik-
urunum. Leikhúsgestir og leik-
arar hrópuðu að lokum ferfallt
húrra fyrir afmælisbarninu. Allir
leikararnir og leikstjórinn voru
hylltir með dynjandi lófataki.
— Vikar.
— Gula bókin
Frh. af bls. 1.
„verði ráðstafað af einni stofn-
un, sem starfi á ábyrgð ríkis-
stjórnarinnar og í samræmi við
stefnu hennar og óskir". Svo er
að sjá sem einstaklingar eigi að
sitja á hakanum um lán,
heldur skulu íbúðabyggingar „að
ráði eða tilhlutun hins opinbera
.... njóta forgangsréttar um op-
inbert lánsfé og hagkvæm lána-
og vaxtakjör, eftir því, sem hægt
verður að láta í té“.
Allt verður auðvitað skipulagt
af „sérfræðingum" og eftirlits-
störf m. a. unnin af „dómkvödd-
um opinberum starfsmönnum"!
„Komið verði á fót byggingar-
vöruverzlun ríkisins. Ríkisvaldið
hafi eftirlit með rekstri og verð-
lagi steypustöðva, svo og fyrir-
tækja til útleigu hvers konar
vinnuvéla, og komi auk þess á
fót opinberri stofnun fyrir slíkan
rekstur".
Ríkiseinokun fasteignasölu
Ýtarleg ákvæði eru um skipun
og störf fasteignasölunefna. Seg-
ir þar: „Fasteignasölunefnd skal
sjá um alla sölu fasteigna á því
svæði, sem er ákveðið sem starfs
svið nefndarinnar, og engin fast-
eignasala skal gild á því svæði,
nema hún hafi verið framkvæmd
af fasteignasölunefnd.“ Nefnd-
irnar skulu ákveða verð fast-
eigna, en kaupendur geta þeir
orðið, sem nefndin hefur á skrá
hjá sér! Einnig kæmi til álita,
að leyfa hæstbjóðanda að kaupa
og láta ríkið hirða verðmismun-
inn! Um fasteignasöluna segir:
„Að lokum slcal það tekið fram,
að undirritaðir nefndarmenn eru
sammála um, að þær ráðstafan-
ir, sem hér hafa verið tilgreind-
ar, geta komið harðar niður á
vissum einstaklingum og þá ef
til vill þeim, er sízt skyldi, en til
er ætlazt".
Leigustofnanir ríkisins
Loks er svo að finna mikinn
bálk, sem m.a. bannar alla leigu
mála einstaklinga, hvort heldur
um er að ræða íbúðarhúsnæði
eða atvinnuhúsnæði, svo og upp-
sögn húsnæðis, sem er í leigu.
Allt slíkt tekur rikið að sér að
annast í þágu þegnanna, ásamt
innheimtu húsaleigunnar. Leigan
skal ákveðin af „sérfræðingun-
um“, og auðvitað líka, hver fær
húsnæðið. Þá eru einnig ákvæði,
sem heimila leigunám húsnæðis,
og svo um nefnd nefndanna, yfir-
húsaleigunefnd.
En engum er alls varnað. I
niðurlagi segir:
„Athygli skal vakin á því, að
ekki er ætlazt til, að húsaleigu-
nefnd geti leigt út húsnæði, sem
er hluti af íbúð leigusala, t. «1.
hefur sameiginlegan umgang um
W. C. og bað“.
Rassskella sjálfa sig.
Sem fylgisskjal með tillögun-
um er álitsgerð Páls nokkurs
Hannessonar, verkfræðings, son-
ar Hannesar Pálssonar. Þar segir:
„Umræður, sem að ofan greinir,
hafa oft verið einstrengingsleg-
ar og oft ekki verið fólgnar í
öðru en að brígzla einstökum aðil
um um okur eða óhóflegan gróða
en myndun byggingakostnaðar
sem heild, hefur sjaldan verið
rökrædd og bent á þá hluti, sem
betur mættu fara.“ Ennfremur
segir Páll þessi í álitinu, sem
„sérfræðingarnir" segjast yfir-
leitt vera sammála: „Hins vegar
hefur reynslan sýnt, að í hús-
byggingum virðist einstaklings-
framtakið njóta sín hvað bezt
og hafa mesta yfirburði yfir op-
inberan rekstur".
Brýtur öll sú rökfærsla mjög
í bág við það, sem í tillögunum
segir, þótt tillögumennirnir geri
sér ekki grein fyrir þvL
BÓKHALD
Ungur maður með próf frá Verzlunarskóla íslands
er starfað hefir sem aðalbókari um árabil við um-
fangsmikið fyrirtæki og öðlast haldgóða þekkingu
og reynslu í bókhaldi, skýrslugjörðum, skattfram-
tölum og öðrum skrifstofustörfum, óskar eftir góðu
vel launuðu starfi. Til greina kemur hálf-dagsstarf.
Tilb. merkt: Starfssamur — 3742 sendist afgr. Mbl.
fyrir 23. þ.m.
Tilkynning
TIL KIGKNDA KÚSSNKSKKA BIFKEIÐA
Frá og með 1. janúar 1958 fellur niður söTuumboð
það, er Gísli Jónsson & Co h.f., Ægisgötu 10 hefur
haft með höndum undanfarin ár fyrir fyrirtæki
vort.
Frá sama tíma rekum vér sjálfir varahlutaverzl-
un og sölu á rússneskum bifreiðum að Brautarholti
20.
Þetta biðjum vér viðskiptavini vora góðfúslega
um að athuga.
Bitreiðar og landbúnaðarvélar M.
Brautarholti 20 — Sími 10386 og 10387