Morgunblaðið - 16.01.1958, Page 13

Morgunblaðið - 16.01.1958, Page 13
Fimmtudagur 16. janúar 1958 MORGUN BLAÐIÐ 13 — Grein Gisla Halidórssonar Frh. af bls. 11 staðreynd, enda hafa þeir engan áhuga fyrir því að losna við her- skálaíbúðirnar. Við þessar byggingar hefur verið reynt að gæta ýtrustu hag- sýni m. a. með því að bjóða hús- in út og nýta alla þá tækni er leiða mætti til sparnaðar og meiri hraða við byggingarfram- kvæmdir en áður. Skriðmót voru því notuð við þessar byggingar og var það í fyrsta sinn hérlendis að slíkur byggingarmáti var reyndur. Á síðastliðnu ári var dæmt í hugmyndasamkeppni þeirri er bæjarstjórn efndi til um raðhús og fjölbýlishús er reisa á við Elliðavog. Alls var hér um að ræða svæði fyrir 220 íbúðir af mismunandi gerðum. Er nú unn- ið við að gera endanlega upp- drætti að þessum húsum af arkitektum þeim er 1. verðlaun hlutu í samkeppni þessari. Jafn- framt hefir verið unnið að því að gera svæði við Elliðavog byggingarhæft, svo hægt væri að hefja framkvæmdir við bygging- ar þar á vori komanda. Samkeppni þessi var m. a. hald in til þess að gefa arkitektum tækifæri til þess að koma fram með allar þær nýjungar, sem að gagni mættu verða til þess að íbúðir þessar yrðu sem hagkvæm astar og um leið ódýrar. Þannig hefur stöðugt verið unnið m^rk- víst að því, að tryggja einungis byggingu góðra, en jafnframt ódýrra ibúða, sem hægt væri að byggja á sem skemn\stum tíma. Á þessu kjörtímabili hefur því verið unnið við 500 íbúðir af þeim 600 íbúðum, sem gert var ráð fyrir að reistar yrðu á næstu 4—5 árum, samkvæmt bygging- aráætluninni frá því í rvóv. 1955. Þegar sýnt var á siðastliðnu hausti að byggingarframkvæmd- ir bæjarins væru svo vel á veg komnar, sem raun ber vitni, var ákveðið að auka enn við þessar framkvæmdir. Að tilhlutan Sjálf- stæðismanna var því samþykkt í nóv. 1957 af bæjarstjórn Reykja víkur að byggðar skyldu 200 íbúðir til viðbótar við þær 600 íbúðir er áður hafði verið sam- þykkt að byggja til útrýmingar herskálum og öðru lélegu íbúð- arhúsnæði. Til þess að tryggja framkvæmd þessarar áætlunar var jafnframt samþykkt að stórauka framlag til þessar mála. í því skyni var m. a. stofnaður Byggingarsjóður Reykjavíkurbæjar, og var stofn- fé hans ákveðið 42.0 millj. kr. Á næsta kjörtímabili ætti því öll- um herskálum að verða útrýmt og aðstaða þeirra stórbætt er verst eru settir með húsnæði. Nokkrir bæjarfulltrúar minni- hlutaflokkanna hafa talið fram- lag Reykjavíkurbæjar lítið til þessara byggingarframkvæmda, miðað við framlag ríkisins. Hvað er nú hæft í þessu? í fyrsta lagi þarf bæjarfélagið að leggja allar götur, vatn og holræsi um þau hvæði, sem bygg- ingar þessar eru staðsettar á. En kostnaður við að gera svæði byggingarhæft fyrir 280 íbúðir sem þegar eru fullgerðar, eða er verið að byggja mun hafa num- ið um 3 millj. kr. Auk þess er verið að vinna við undirbúning að byggingu 220 íbúða við Elliða- vog, sem kosta murt um 3 millj. kr. að gera byggingarhæft land- svæði fyrir. Alls mun því kostn- aður bæjarsjóðs verða um 6 millj. kr. við þennan undirbún- ing, áður en hafizt er handa um byggingarframkvæmdir við þenn an hluta áætlunarinnar. Nú þegar hefur bæjarsjóður lagt fram í sjálfar byggingarnar um 35 millj. kr. svo alls er þá búið að leggja fram yfir 38 millj. kr., auk þess sem þarf að leggja fram til þess að gera svæðið við Elliðavog byggingarhæft. Aftur á móti hefur ríkissjóður lánað um 7.0 millj. kr. og lofað framlagi sem nemur um kr. 3.0 millj. kr. Auk þess hefur svo Húsnæðismálastjórnin lánað A og B lán að upphæð kr. 1.8 miilj. Samtals hefur því verið veitt fyrir atbeina ríkisvaldsins um 11.8 millj. kr. Ef við lítum nú á þá aðstöðu, sem ríkið hefur til þess að afla þessa fjár, sjáum við bezt hve hlutur ríkisvaldsins er lítill. Á allt erlent efni leggur ríkið háa tolla, auk 16% innflutnings- gjalds, þessir skattar allir voru stórhækkaðir í fyrra og settu allt verðlag úr skorðum á bygg- ingum, miðað við tekjur manna. En auk þessara gjalda innheimt- ir svo ríkissjóður 9% söluskatt, en þessi eini skattur nemur nú um kr. 20.000,00 á hverja íbúð við Gnoðarvog. Það .má því glögglega sjá að ríkið er þegar búið að innheimta af bæjarbygg- ingunum mikinn hluta af því framlagi, sem það hefur nú veitt. Ríkið hefur því aðeins skilað því aftur, .sem það þegar hefur inn- heimt af þessum húsum. Aðstaða ríkisins er þvi allt önnur í þessum efnum en bæjar- ins. Ennfremur má geta þess að ríkisjóður innheimtir hátt skipu- lagsgjald af þessum húsum eins og öllum öðrum húsum sem byggð eru hér í bænum, þegar þau verða fullgerð. Það er rétt að þetta komi fram til þess að fyrirbyggja þann misskilning, er kemur fram hjá hr. Kristjáni Hjaltasyni, í viðtali við „Tim- Þegar rætt er um bygginjgar- framkvæmdir, er varla hægt að komast hjá því að minnast nokk- uð á þá miklu hækkun, sem orð- ið hefur hér á byggingarkostnaði síðustu tvö árin. Því hefur verið haldið fram að verðbólgan væri stöðvuð hér, en sannleikurinn er sá að allt hefur hækkað stór- lega, nema vísitalan. Á árunum 1952 og að verkfallinu 1955 var þróun efnahagsmálanna komið í nokkurt jafnvægi. Fólkið fór aft- ur að trúa á verðgildi krónunn- ar og innistæður í sparisjóðum hækkuðu verulega á þessum ár- um. En slík er undirstaða þess að byggingarstarfsemi geti þró- azt á eðlilegan hátt. Meðfylgjandi línurit sýnir hvernig verðlag byggingarfram- kvæmda hefur hækkað óeðlilega, miðað við verðlagsvísitöluna. Hin snögga hækkun hefst með verkfallinu 1955, en þá hækkaði byggingarkostnaður um 7%. Síð- an hefur „vinstri" stjórnin stöð- ugt gengið á það lagið að hækka skatta og tolla af vörum og vinnu við byggingarframkvæmd- ann“ nýlega, að það sé Reykja- víkurbær sem innheimtir skipu- lagsgjald af húsum hér. Ekkert slikt gjald rennur í bæjarsjóð, þrátt fyrir það að bæjarsjóður verður að kosta allt skipulag bæjarins. ir. Má t. d. þar tilnefna hina miklu tollahækkun á fyrra ári á öllum byggingarvörum, svo og 16% innflutningsgjald er sett var á allar aðfluttar vörur til hús- bygginga. Einnig var söluskatt- urinn hækkaður þá í 9%, en sá skattur er nú alloft innheimtur tvisvar eða jafnvel oftar af sömu upphæðinni. Þegar byggingar- framkvæmdir eru t. d. boðnar út í heildarákvæðisvinnu, þá verður aðalverktaki að sjálfsögðu að fá aðkeypta vinnu frá meist- urum í viðkomandi fagi. Allir þessir meistarar verða að greiða 9% í söluskatt, er leggst á selt efni og vinnu frá þeim. Aðal- verðtaki verður síðan að greiða söluskatt af heildartilboði sínu. Á þennan hátt er söluskatturinn orðinn 18.81%, en í upphafi legg- ur tollstjóri söluskatt á allt að- flutt efni til slíkra framkvæmda. Vegna þess að söluskatturinn er innheimtur á þennan hátt af verktökum, er það mjög vafa- samt að heildarútboð eigi rétt á sér lengur. Það er því aðkall- andi að slík skattinnheimta sé endurskoðuð. við 920 íbúðir á siðastliðnú ári, voru í smíðum nú um áramótin 1600 íbúðir, þar af um 900 fok- heldar. Þessar tölur afsanna þá kenningu, sem haldið hefur ver- ið fram af andstæðingum okkar að ekki væri úthlutað nægjan- lega miklu af lóðum. Sannleik- urinn er sá að ef úthlutað væri fleiri lóðum í einu en gert hefur verið, mundi það skapa mikinn glundroða í byggingarstarfsem- inni og verða aðeins til þess að færri íbúðir hefðu verið full- gerðar á undanförnum árum. Ef leysa á húsnæðismálin, eins og stefnt hefur verið að, má á engan hátt fjölga þeim íbúðum sem unnið er við árlega, en þær hafa verið um 2600 undanfarin tvö ár. Frekar ber að stefna að því að hver og einn geti lokið við sínar byggingar á sem skemmstum tíma. Sú leið er heppilegust fyrir hvern einstak- ling og þjóðfélagið í heild. Eins og byggingarmálum okk- ar er nú komið hér í Reykjavík er það tryggt að á næsta kjör- tímabili verður öllum herskál- unum og öðru óíbúðarhæfu hús- næði útrýmt. Grndvöllurinn fyr- ir því hefur þegar verið lagður með undirbúningsvinnu og skipu lagi að hinum stóru íbúðarhúsa- hverfum, sem mun rísa á Grens- áshæðunum og Háaleiti. í þess- um hyerfum er gert ráð fyrir að byggðar verði 3500—4000 ibúð- ir. Nú er unnið við að leggja aðalholræsi frá sjó að þessum hverfum, svo á þessu ári verður hægt að byrja að úthluta lóðum þar. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlógmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Gísli Einarsson hérað'sd'MnslögtxiaJur. Málflutningsskrifstoía. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Krisfján Gudlaugsson hæsti.réttarlögmaður. Skrifstofutimi kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400. BARlNAMl'NDATÖKLIU Allar myndatökur. ^ * _ UOSMYNDASTOFA Laugavegi 30. — Sími 19849. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Gublaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, 111. hæð. Símnr 1200? — 13202 — 13602» VBD? - geislinn! öryggisauki ( umferðinni Fr ímerki Frímcrkjasafnari Sænskur frímerkjasafnari vill skipta á frímerkjum við íslenzkan safnara. Svar sendist Nils-Erik Persson, Box 19, Sölvesborg, Sverige. 1 CZ- . Zt-Z ObiJícÍcir-JzyppinoGi jmóíccá z-'CcTj2cc/cJczr- ArosJj-zczá meácij r./j ecccJccr- s*c‘cc/Jc/czc ir77r t_zz-7? cc/czzr' cJ-Z 'cz 2- crcy 77/z V 2 y c j—c c/ctr-ycc .ccJrz cz- c jiZ-c' er* C-ZJ-2T2 %__________________ ---------------íh r y- & ~!r -4- -ftr iyio N ^ \ á í \ J i 1 i i i J w J f ^ 4 4 JlI m m § 1 i\ p b! "1”"| $ h\ ■jt ~ J p hi m t\ J-V i! p J 4 V 49SS 20000 ioooo 79*7 /7/rtz--Ztcz^ctá /pccctz-licer'ty.Zeoi fónynir&r'ctZeGÍ -%/ccn Jzccs'z-icnécsr- Jczrz-Jzccs'rcatács/ /czrz TzccsZzazácsr jcrzocZctzrZ/ómczx' JZrzcz/cz^'JjórzrtczZ' jr2ct7cz~2'J/óraz.ctr' czrzzo/z. ccir~cz czmo'Zi. ocjr’tz cz'zrzo/c o or-cz. TjrczrrzZctyz yjrczrza Zczyz. Tzrczrzrticz.</c Linurit þetta sýnir ljóslega hvernig framlag Húsnæðismála- stjórnar tii ibúðabygginga hefur hlutfallslcga minnkað síðan 1955, vegna stöðugt aukins byggingarkostnaðar eins og lýst er hér á eftir Vez-á Zo.gs’- jot 'srijcz. Jczzz. V’tszJczJcz. Á línuriti þessu kemur glögglega fram sá mikli munur sem raunverulcga er á hækkun hinnar almennu verðlagsvísitölu, og hækkrun byggingarkostnaðar. Sýnir línuritið ótvírætt hve gífurlegri skriðu verðhækkana hefur verið hleypt af stað í byggingariðnaðinum síðan i apríl 1955. Byggingarframkvæmdir kjörtimabilinu a Eins og áður er sagt lýsti Sjálf- stæðisflokkuriijn því yfir við síð- ustu kosningar að hann fagnaði hinu aukna byggingarfrelsi fyrir byggingu íbúða af hóflegri stærð, og myndi gera sitt til þess að borgararnir ættu þess kost að byggja yfir sig og sína. Ef byggingartölur yfir full- gerðar íbúðir eru athugaðar fyrir þetta kjörtímabil sést bezt að bæjarstjórnarmeirihluti hefur fyllilega staðið við þau fyrirheit er gefin voru við síðustu kosn- ingar. Á kjörtímabilinu hefur verið úthlutað lóðum fyrir um 4000 íbúðir, en fullgerðar íbúðir hafa verið á síðustu fjórum árum sem hér segir: 1954 voru byggðar 487 íbúðir. 1955 voru byggðar 564 íbúðir. 1956 voru byggðar 705 íbúðir. 1957 voru byggðar 920 íbúðir. Samtals hafa því verið byggð- ar hér 2666 íbúðir á þessum ár- um. Á línuriti í upphafi greinar- innar um fólksfjölgun, kemur það glögglega fram að hér hefur verið gert stærra átak í húsnæðis málum Reykvíkinga en nokkru sinni fyrr. Þetta sýnir einnig að vel hefur verið staðið við þau fyrirheit að hafa nægilega mik- ið af byggingarhæfum lóðum, til þess að hið aukna byggingarfrelsi gæti komið að fullum notum fyr- ir horgarana. Þrátt fyrir það að lokið var Byggingaríramkvæmdir og verblag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.