Morgunblaðið - 16.01.1958, Page 17
Fimmtudagur 16. janúar 1958
MORGU'NBLAÐIÐ
17
Rósu SamúelsdóUii — minning
í DAG verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju Rósa Samúels
dóttir fyrrum húsfreyja að Byggð
arenda í Grindavík.
Rósa var fædd að Krosshúsum
í Grindavík 25. marz 1875, og því
hátt á 83. ári, er hún lézt 3. jan.
sl., eftir 6 vikna þunga lengu.
Foreldrar hennar voru Margrét
Einarsdóttir og Samúel Gíslason.
Rósa ólst upp hjá móður sinni
og stjúpa Jóni Gíslasyni og lét
hún vel yfir því hve góður og
eiskulegur hann hefði reynzt sér
sem faðir. Hálfbróðir Rósu og
sammæðra var Einar Jónsson
fyrrum hreppstjóri að Húsatóft-
um, Grindavík.
Rósa var 15 ára er hún réðst
vinnukona að Garðhúsum og var
hún þar í 12 ár. Á þeim árum
kynntist hún manninum sínum
Eiríki Guðmundssyni frá Þykkva
bæ í Landeyjum. Þau giftust 7.
nóvember 1903 og hófu búskap
að Bygðarenda og bjuggu þar í
49 ár, eða þar til Eiríkur lézt 13.
des. 1952. Eftir það fluttist Rósa
til elzta sonar síns Jóns Marels
og konu hans að Skálholti og átti
sitt heimili þar síðustu 5 árin og
var vel við hana gert af öllu
heimafólki í Skálholti, eins og af
öllum hennar börnum og öðrum
ættingjum og vinum í Grindavík,
Reykjavík og víðar, enda var
, Rósa trygglynd og vinaföst kona.
Rósa var vel ern, fylgdist með
öllu og las, skrifaði og prjónaði,
þar til síðustu vikurnar, er hún
lá rúmföst.
Rósa bar sérstaka umhyggju
fyrir börnum sínum, barnabörn-
um og barnabarnabörnum og
gladdist með þeim í velgengni
þeirra og bað fyrir þeim í veik-
indum þeirra og mótstreymi.
Rósa og Eirikur eignuðust 7 börn,
sem öll eru á lífi, barnabörn
þeirra eru 10 og barnabarnabörn
6 og eru afkomendur þeirra því
orðnir 23. Börn þeirra eru:
Jón Marel, kvæntur Guðbjörgu
Guðlaugsdóttur, Grindavík. Mar-
grét, ekkja Alexanders G. Sig-
urðssonar Grindavík. Ragnhild-
Óffttun v£&
ifárlöffÍMt
segir Gaillard
PARÍS, 14. jan. — Franska þing-
ið kom saman á ný í dag eftir
jólaleyfið, og gerðust þá óvænt
tíðindi. Felix Gaillard forsætis-
ráðherra tók til máls strax í upp-
hafi þingfundarins og mótmælti
einum lið á dagskrá þingsins.
Var fundi frestað svo að for-
sætisráðherrann fengi ráðrúm til
að ræða við rikisstjórnina og fá
heimild hennar til að leggja
fram kröfu um, að umrætt atriði
dagskrárinnar yrði fellt niður.
Þetta atriði er umræða þings- 1
ins um greiðslu eftirlauna til
uppgjafahermanna. Gaillard hélt
þvi fram á fundinum í dag, að
eftirlaunakröfurnar væru í beinni
mótsögn við sparnaðarráðstafan-
ir ríkisstjórnarinnar, sem þingið
hefur þegar samþykkt. Ef um-
ræddar eftirlaunagreiðslur færu
fram, mundi það ógna fjárlög-
unum, sem er skorinn mjög þröng
ur stakkur, sagði hann.
ur Árný, ógift Reykjavík. Guð-
munda, gift Ingimundi Guð-
mundssyni, Reykjavík. Árni,
kvæntur Fríðu Bjarnason,
Grindavík. Eyjólfur, kvæntur
Þórdísi Sigurðardóttur, Grinda
vík og Helga, gift Stefáni
Bjarnasyni, Reykjavík.
Ég, sem þetta fátæklega ævi-
ágrip skrifa, hefi átt þessa góðu
konu fyrir ömmu og því vill hug-
urinn, nú er hin mikla skilnaðar-
stund er runnin upp, hvarfla að
liðnu árunum, að öllum góðu
stundunum hjá henni, að öllum
hlýju orðunum hennar og öllum
bitunum, sem hún stakk upp í
okkur, því aldrei komum við svo
til ömmu, að við fengjum ekki
eitthvað gott og aldrei fórum við
svo frá henni, að hún ekki bæði
Guð að fylgja okkur og vernda.
Einnig minnist ég sumarsins, er
ég 8 ára gömul dvaldi áhyggju-
laus og glöð hjá ömmu og afa og
vil ég því um leið, þó langt sé um
liðið, þakka afa fyrir allt gott frá
liðnum árum.
Ennfremur flyt ég þér amma
mín, kærar þakkir frá litlu barna
barnabörnunum þínum fyrir hos
urnar og vettlingana, sem þú
prjónaðir handa þeim og sem
bera tákn um hlýju þína um leið
og þeir hlýja litlum höndum og
fótum.
Að síðustu þakka ég þér af
heilum hug fyrir allt á liðnum
árum.
Blessuð sé minning þín.
Rósa E. Ingimundardóttir.
(JtsaEa — IJtsaia
Stórkostleg verðlækkun á
innkaupatöskum og pokum
Yerð frá kr. 24.00, 56.00 og 64.00 kr.
Amerískir kuldajakkar kr. 395.00.
Henrasokkar frá kr. 8.50.
Herranærföt frá kr. 13.50.
Drengjabuxur frá kr. 11.50.
Hetrrabindi frá kr. 20.00.
Barnabuxur frá kr. 8.00.
Barnahosur frá kr. 6.00.
Dömunáttföt, kínversk kr. 95.00.
Gtreiðslusloppar, kr. 250.00.
Herrasloppar kr. 275.00.
Sundbolir kr. 35.00.
Margs konar peysur, föt, frakkaor
o. fl. á gjafverði.
Athugið afsláttur
50-75%
Gerið góð kaup
Laugaveg 10
tíTSALAW
HELDIJR ÁFRAM
«
Fleiri vörutegundir koma fram í dag
og næstu daga, svo sem:
Ullargarn (Lana) rautt
Spctrtskyrtur, nýjar gerðir
Gallabuxur á börn og fullorðna
Kventeygjubelti (amerísk)
Barnafatnaður og fleiri vörur
Eigum ennþá flestar stærðir af
Dacron- og Dacron-bómulíarskyrtum
sem ekki þarf að straua.
Afsláttur 20—50%
Rsg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
* * *
Utsala — Utsala - Utsala
Byrjar í dag á eftirtöldum vörum
Kápuefni alullar
Gardínuefni
frá kr. 15.00.
Kjólatau frá kr. 15
Kvenullarsokkar
kr. 20.00
Kvenísgarnsokkar
kr. 15.00.
Kvenbómullarsokkar
kr. 10.00.
Kvennælonsokkar
frá kr. 20.
Barnasokkar
Undirkjólar
Satín, margir litir
aðeins kr. 15.00
Baðmottur, kr. 35.00.
Ullarhöfuðklútar,
ódýrir
Herraskyrtur,
lítil númer frá kr. 50.
Barnapeysur frá kr. 25
Barnakjólar 25% afsl.
Kvenpeysur 25% afsl.
Herrasokkar
frá kr. 10 parið.
Hvítt piqet
kr. 15.00 parið.
G/or/ð svo vel og litið inn
\Jerzlun ^Qnail,
n^ib^ar^ar Jok nóon
Lækjargötu 4
IITSALA
Lœkjcrbúdinj
LAUGARNESVEGt”
Góðir Nælonsokkar 25 krónur — Ilenranær skyrtur 15 krónur — Henraskyrtur 48 krónur
— Barnahosur 5 krónur — Drengjahúfiw á 27 og 37 krónur — Barnapeysur, telpubolir
og buxiw 17 krónur settir — Ýmsar fleiri vörur á lágu verði —