Morgunblaðið - 16.01.1958, Side 18
18
MORCUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 10. janúar 1958
Fundur Sjálfstæbisfélaganna
Fr.amh. af bls. 1
ar höfum við gefið út stefnuskrá
okkar.sem birt hefir verið í hinni
svokölluðu „bláu bók“. Kjósend-
um gefst alltaf tækifæri til sám-
anburðar og nú, þegar þessi „bláa
bók“ er prentuð aftur í ár, þá
er birt aftur orðrétt stefnan, sem
mörkuð var 1954 þannig, að kjós-
endurnir geti sjálfir borið saman
orð og efndir. Þetta mundi ríkis-
stjórnin og hennar lið aldrei
treysta sér til að gera og þetta
mun vera einsdæmi í stjórnmálr-
sögunni. En Sjálfstæðismenn
hafa ekkert að óttast — þeir þoia
að ganga af fullri djörfung og
hreinskilni fram fyrir borgara
bæjarins.
Borgarstjóri benti á mörg dæmi
um það, hverju Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði lofað í byrjun kjör-
tímabilsins og hverjar efndirnar
hefðu orðið. Benti hann meðal
annars á það að á kjörtímabilinu
hefðu skuldlausar eignir Reykja-
víkurbæjar aukizt úr 240 millj.
í 400 milljónir króna, eða um
160 milljónir. Útsvarsstigi væri
nú lægri í Reykjavík en nokkurs
staðar annars staðar í kaupstöð-
um landsins og hefði lækkað á
síðasta ári. Borgarstjóri talaði
um virkjun Sogsins, stækkun
Hitaveitunnar með Hlíða- og
Höfðaveitunum, stórfelldar skóla
byggingar, lóðaúthlutanir, bygg-
ingu Heilsuverndarstöðvarinnar,
áframhaldandi byggingu bæjar-
spítalans, sorpeyðingarstöðina,
sem tæki til starfa nú á næstunni,
leikvanginn í Laugardal, raðhús-
in, fjölbýlishúsin við Gnoðarvog
og margt fleira. Orsökin til þessa
mikla framtaks er sú, að stefna
og starf Sjálfstæðisflokksins mið
ar að því, að örva og styrkja
framtak fólksins í bænum og það
er samstarf með borgurunum og
bæjarstjórninni. Á því byggjast
þessar miklu framkvæmdir. sagði
borgarstjóri.
★
Magnús Jóhannesson trésmið-
ur tók næstur til máls.
Það er ekki nýtt að kosið sé,
sagði Magnús, en samt eru kosn-
ingarnar þann 26. janúar að
mörgu leyti afdrifaríkari en bæj-
arstjórnarkosningar hafa oft ver-
ið áður. Ber þar margt til. Mál-
efnaleg aðstaða Sjálfstæðis-
flokksins hefur sjaldan eða aldrei
verið sterkari. Nú hefur fólkið
til samanburðar stjórn bæjar-
málanna annars vegar og stjórn-
ríkismálefnana hins vegar, þar
sem andstöðuflokkar Sjálfstæðis
manna hafa setið við völd í eitt
og hálft ár. Reykvíkingum er nú
gert erfiðara fyrir en öðrum að
neyta kosningaréttar síns. Mál-
flutningur minnihlutaflokkanna
hefur sjaldan verið aumari en nú
og á ýmsan hátt eiga kjósenduv
auðveldara með en áður að átta
sig á málunum. Sjálfstæðismenn
hafa af sinni hálfu upplýst mál-
in í málgögnum sínum, með því
að skýra glöggt og greinilega
frá gangi tiltekinna bæjarmála.
í „bláu bókinni" gefst tækifæri
til að bera saman orð óg efndir
Sjálfstæðismanna. Þeir eru ekki
hræddir að ganga fram fyrir
kjósendur og láta þá sjálfa
dæma. Hvernig yrði upplitið á
Hermanni Jónassyni og stjórnar-
liðum hans, ef þeir ættu nú á
sama hátt að gera upp orð og
efndir eftir sína stjórnarsetu, eins
og Sjálfstæðismenn gera að
kjörtímabilinu í bæjarstjórn
loknu? B'æjarbúar gleyma held-
ur ekki því, sem fyrr hefur
að þeim snúið. Þeir gleyrna því
ekki, hvernig það var, þegar
Sogsvirkjunin fór af stað, en þá
börðust Framsóknarmenn, sem
höfðu ríkisstjórnina á sínu valdi,
gegn þeim. Þegar Hitaveitan var
í deiglunni var samstjórn Fram-
sóknar og Alþýðuflokksins, sem
reyndi að hefta Hitaveituna og
við borð lá, að þá tækist að drepa
hana með öllu. Það sem vakir
fyrir þessum mönnum er að
ganga af Sjálfstæðisflokknum
dauðum, því að þeir vita, að á
meðan Sjálfstæðismenn halda
meirihluta sínum í höfuðstað
landsins verður hann ekki brot-
inn á bak aftur með ranglátri
kosningalöggjöf, kosningaklækj-
um, eða öðrum bolabrögðum.
Orrustan um borgina er hafin,
sagði Magnús. Við munum nú
hvetja vopnin, en það fæst að-
eins sigur, ef til hans er unnið,
og við munum berjast fyrir á-
framhaldandi heill og góðum hag
Reykjavíkur.
Á
Kristján J. Guiftiarsson yfir-
kennari rakti í stórum dráttum
framkvæmdir Sjálfstæðismanna
í skólamálum á siðustu árum og
hverjar áætlanir þeirra væru i
þeim efnum í framtíðinni. í ört
vaxandi bæ kalla margar fram-
kvæmdir að í einu, sagði Kristján.
Þar er mörgum verkefnum að
sinna. Skólamálin eru einn
stærsti þátturinn, bygging nýrra
skólahúsa og skipulagning allra
þessara mála. Það skortir ekki
stór orð af hálfu minnihluta-
flokkanna í bæjarstjórn um að í
þessum málum sé aðeins að finna
kyrrstöðu og skort hjá Reykvík-
ingum. En þessir herrar ættu að
líta til þeirra bæjarfélaga, þar
sem þeir sjálfir ráða og líta á,
hvernig ástandið er þar. Hvern-
ig væri það til dæmis, ef Reykja-
vík væri borin saman við Kópa-
vog, þar sem ekki eru skilyrði
til þess að halda uppi fræðslu
samkvæmt lögum landsins. Með
þessu er ekki verið að áfellast
þessi bæjarfélög, heldur er hér
verið að benda á þann mikla
mun, sem er á framkvæmdum
Sjálfstæðismanna í þessum efn-
um hér í Reykjavík og það sem
er víðast annars staðar.
Af andstæðinganna hólfu er
mikið talað um kyrrstöðu, það
skorti lóðir, byggingarfram-
kvæmdir séu ekki nógu örar.
Þeir, sem vinna að skólamálun-
um og skipulagningu þeirra
verða þó áþreifanlega varir við
það að ný hverfi rísa upp, þar
sem þörf er á skólum. Árið 1957
var skipuð nefnd sérfróðra manna
til að skipta Reykjvíkurbæ í
skólahverfi og var álit þessarar
nefndar samþykkt ágreinings-
laust í bæjarstjórn. Sjálfstæðis-
menn mörkuðu þegar stefnuna í
samræmi við þessar tillögur og
nú stofnuðu þeir til þess átaks,
að hefja byggingu fyrsta áfanga
5 skólahúsa í nýjum hverfum í
bænum, sem ekki gátu beðið eftir
úrlausn í þessum efnum. En þá
spruttu andstæðingarnir upp og
töluðu um þá óhæfu sem það
væri, að krefjast svo mikillar
fjárfestingar í einu. Þá var það
talin óhæfa, að ætla sér að byrja
á 5 skólum í einu. Þetta var und-
irbúningur þess, að fjárfesting-
aryfirvöldin drægju við sig
að veita fjárfestingarleyfi, enda
varð það svo að leyfin fyrir
sumum þessum byggingum voru
dregin lengi. En nú bregður svo
við, að þegar komið er að kosn-
ingum er það sem áður var kall
að óhófleg fjárfesting orðið að
kyrrstöðu og skorti. Þannig eru
vopnin, sem barizt er með gegn
okkur á þessu sviði og þannig
er það víðar.
★
Næst tók til máls frú Gróa
Pétursdóttir og ræddi um ýmis
mál, er varða konur og börn í
Reykjavík. Hún minnti meðal
annars á starf Sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn að því að fjölga og
bæta leikvelli í bænum. í því
sambandi gat hún sérstaklega um
hma lokuðu smábarnaleikvelli.
Þá ræddi Gróa um starfsemi
Æskulýðsráðs Reykjavíkur, sem
hófst á síðasta kjörtímabili, Hef-
ur það komið upp mörgum tóm-
stundaheimilum víðs vegar í
borginni, þar sem ungir Reyk-
víkingar eiga þess kost að sinna
ýmsum hugðarefnum sínum.
Gróa Pétursdóttir ræddi einnig
þá ákvörðun bæjarstjórnar að
stofnsetja fæðingarheimili í hús-
um bæjarins við Eiríksgötu og
Þorfinnsgötu. Verður þar á næst
unni komið upp heimili fyrir 26
sængurkonur og kvað Gróa það
mundu verða til mikillar blessun
ar fyrir sængurkonur og aðstand
endur þeirra.
Frú Gróa minnti því næst á að.
engin kona væri í öruggu sæti
á lista hjá andstæðingaflokkum
Sjálfstæðismanna í Reykjavík
við þessar bæjarstjórnarkosning-
ar. Á lista kommúnista, sem oft
hafa þótzt vilja veita konum að-
stöðu til að taka þátt í stjórn-
málastarfinu, er nú engin kona
ofar en í stjötta sæti. Á lista
Sjálfstæðismanna er hins frú
Auður Auðuns, forseti bæjar-
stjórnar, í öðru sæti. Þessi stað-
reynd mun verða til þess að
hvetja reykvískar konur til að
stuðla að sigri Sjálfstæðisflokks-
ins hinn 26. þessa mánaðar.
Takmarkið er, sagði Gróa Pét-
ursdóttir að lokum: Gísli Hall-
dórsson arkitekt skal í bæjar-
stjórn Reykjavíkur.
Á
Næsti ræðumaður var Jóhann
Hafstein, bankastjóri. Hann
minnti á, að skömmu eftir að nú-
verandi ríkisstjórn var mynduð,
var mikið um það rætt að leggja
þyrfti íhaldið í Reykjavík að
velli við næstu bæjarstjórnar-
kosningar. Sett var á laggirnar
nefnd til að vinna að þessu sam-
eiginlega hugðarefni minnihluta-
flokkanna í Reykjavík. Fyrst var
talað um sameiginlegan fram-
boðslista til bæjarstjórnarkjörs.
Úr þeim ráðagerðum varð ekkert.
Þá var tekið að ræða um laga-
breytingu, sem heimila skyldi
kosningabandalög. Einnig það
strandaði á því, að vinstri menn-
irnir þorðu ekki að taka áhætt-
una, sem slíku braski fylgdi. End
irinn varð sá, að þeir notuðu illa
fengið meirihlutavald sitt á Al-
þingi til að breyta kosningalög-
unum í því skyni að gera kjós-
endum í Reykjavík örðugra að
neyta atkvæðisréttar síns.
Nú er kosningarbaráttan hafin.
Sjálfstæðismenn benda á stefnu-
skrá sína fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, og störf þau,
er þeir hafa unnið á kjörtímabil-
inu. Þeir hafa síðan í haust hald-
ið marga fundi, sem efnt hef-
ur verið til af Landsmálafélag-
inu Verði. Þar hefur verið rætt
um bæjarmálin á málefnalegan
hátt. Slíkum kosningundirbún-
ingi er ekki til að dreifa hjá and-
stæðingaflokkum Sjálfstæðis-
manna. í blöðum þeirra eru kosn-
ingarnar undirbúnar með blekk-
ingum og gífuryrðum. Þar er lít-
ið talað um framtíðina. Helzt
er svo að skilja, að núverandi
minnihlutaflokkar telji sig geta
stjórnað Reykjavíkurborg í sam-
einingu með svipuðum starfsað-
ferðum og þeir nota nú í ríkis-
stjórn. Og því heyrist hreyft, að
nú verði því ekki með réttu
haldið fram, að stjórn Reykja-
víkurbæjar muni fara í handa-
skolum vegna ósamlyndis and-
stæðinga Sjálfstæðismanna.
f því sambandi er vert að rifja
upp, að ekki er til ríkari sönn-
un fyrir þvi, hvílík hætta er á
glundroða í bæjarstjórn Reykja-
víkur, ef andstæðingar Sjálf-
stæðismanna fá þar meirihluta,
en samstarfið í ríkisstjórninni.
Við getum raétt um varnarliðið,
erlendar lántökur, úrræðin í
efnahagsmálunum, vinnufriðinn,
útflutningsverzlunina, banka-
pólitíkina og húsnæðismálin og
borið saman loforð og efndir
stjórnarflokkanna á þessum svið
um.
Um öll þessi efni var miklu
lofað en flest svikið. Reynslan
af ríkisstjórninni kennir okkur
að hentistefnulið Hermanns Jón
assonar og valdaklíka kommún-
ista mega ekki fá yfirráð yfir
Rey k j a víkurborg.
Að ræðu Jóhanns lokinni tók
til máls Guðmundur H. Guð-
mundsson húsgagnasmíðameist-
ari.
Guðmundur ræddi fyrst nokk-
uð um árásir andstæðingaflokka
Sjálfstæðismanna á fjárstjórn
Reykjavíkurbæjar og benti á rök
leysið í þeim málflutningi. Hann
nefndi ýmis dæmi um tillögu-
flutning andstæðinga Sjálfstæð-
ismanna varðandi fjármál höfuð-
staðarins og sýndi fram á, að
sjáum við, hversu stór-! sem nn stjórna íslandi. í þeim
bæjarsjóður myndi fyrir löngu
vera orðinn gjaldþrota, þótt ekki
hefði verið tekið tillit nema til
helmings af sýndar- og yfirborðs
tillögum þeim, sem minnihluta-
flokkarnir hafa flutt til hækkun-
ar á fjárhagsáætlun bæjarins á
undanförnum árum.
Þá hefur einnig, sagði Guð-
mundur, nokkuð verið veitzt að
Sjálfstæðisflokknum í sambandi
við húsnæðis- og lóðamál. Sann-
leikurinn er sá, að á undanförn-
um 4 árum hefur verið úthlutað
lóðum fyrir um það bil 4000 íbúð-
ir, og lóðum fyrir iðnaðarhús-
næði hefur verið úthlutað til
allra þeirra, sem fjárfestingar-
leyfi hafa fengið til slíkra fram-
kvæmda. Á síðasta kjörtímabili
var úthlutað til iðnaðarins um
15—16 ha. svæði í Reykjavík.
Guðmundur ræddi þessu næst
nokkuð um framboðslista hinna
flokkanna og rakti hinar hörðu
árásir, sem þriðji maður á lista
Alþýðuflokksins hefur gert á fjár
málaveldi S.Í.S.
Ræðumaður rifjaði síðan upp
nokkrar endurminningar frá
bernskuárum sínum hér í Reykja
vík. Þegar ég var að alast upp
hér í bæ fyrir um það bil 50 ár-
um, sagði hann, var hér engin
vatnsveita, og ég minnist þess,
þegar ég þurfti sem lítill dreng-
ur að sækja vatn af Kárastígn-
um í Barónsbrunn, sem stóð þar
sem nú eru gatnamót Laugavegar
og Snorrabrautar. Þá var lítið
um frárennslisæðar, engin höfn,
gatnagerð lítil sem engin, ekkert
rafmagn og engin hitaveita. Ef
við berum þetta saman við ástand
ið nú,
stígar framfarirnar hafa orðið
og við skulum minnast þess,1
hverjir hafa stjórnað bæjarfélag-
inu á undanförnum árum. Það
hefur ekki verið skröltormur
Framsóknar, Þórður Björnsson,
eða aðrir fulltrúar minnihluta-
flokkanna. Það hefur verið Sjálf
stæðisflokkurinn, sem með ör-
uggri og framsýnni stjórn hefur
gert Reykjavík að þeirri nútíma
borg, sem hún er nú.
★
Þá tók til máls Bjarni Bene-
diktsson, ritstjóri. Hann sagði
meðal annars:
Það er ekki ofmælt að aldrei
hefur nokkur bæjarstjórn skilað
betra né gifturíkara starfi en sú,
sem setið hefir síðasta kjörtíma-
bil og notið hefur drengilegrar,
vasklegrar og víðsýnnar forystu
Gunnars Thoroddsens borgar-
stjóra. Er Sjálfstæðismenn ganga
nú til kosninga, eru á lista þeirra
margir gegnir og góðir bæjarfull-
trúar, sem þekkja til fullnustu
þarfir borgaranna og bæjarfélags
ins, en einnig hugmyndaríkir og
dugmiklir ungir menn, sem lík-
legt er að verða muni að miklu
liði við stjórn bæjarmálanna.
Yfirburðir Sjálfstæðismanna
eru því auðsæir, hvort sem litið
er til málefna eða manna. Við
Sjálfstæðismenn höfum oft stað-
ið nokkuð höllum fæti í Reykja-
vík, er við höfum í ríkisstjórn
átt samstarf við flokka eins og
Framsóknarflokkinn. Nú er hins
vegar vígstaðan að því er til
þjóðmálanna tekur sterkari en
oftast áður, því að við eigum í
höggi við andstæðinga, sem í orð
um og gerðum hafa sannað fjand
skap sinn við Reykjavík.
Má í því sambandi minnast
orða Emils Jónssonar, forseta
Sameinaðs Alþingis og formanns
Alþýðuflokksins, sem hann við-
hafði nokkru eftir síðustu Alþing
iskosningar. Hann vildi gera lítið
úr fylgisaukningu Sjálfstæðis-
manna, vegna þess að hún hefði
íyrst og fremst verið í Reykja-
vík. Svipaður fjandskapur við
höfuðstaðinn kemur fram í hin-
um sífelldu árásum Tímans að
undanförnu á bæjarfstjórn
Reykjavíkur fyrir að kaupa eitt
skrifstofuhús fyrir hluta af hinni
margþættu starfsemi sinni. Ekki
hefur það þó heyrzt gagnrýnt i
blaðinu, er kaupfélögin úti um
land hafa komið sér upp bygg-
ingum yfir starfsemi sína. Og
enn er þess að minnast, að sá litli
sparnaður, sem stjórnarliðar á
Alþingi komu fram í sambandi
við fjárlagaafgreiðsluna fyrir
jólin, var í því fólginn að skera
niður framlög til nauðsynlegra
framkvæmda í Reykjavík.Þannig
mætti halda lengi áfram.
Þegar á allt þetta er litið, get-
um við Sjálfstæðismenn verið
bjartsýnir. En ég vil þó vara
við of mikilli bjartsýni. Það eru
sterk öfl, sem á móti okkur berj
ast og sækja á með hatri, óvild
og lítilsvirðingu á öllu því, sem
reykvíkskt er. Við höfum á móti
okkur fjármálaveldi Framsóknar
flokksins og SÍS og kommúnista
með heilt heimsveldi á bak við
sig og ótakmarkaða sjóði. Þess-
um árásum skulum við svara á
verðugan hátt, með því að gera
26. janúar að sönnum D-degi —
dýrðardegi, svo að þá vinnist sá
sigur, sem frægastur hefur verið
unninn á íslandi.
Á
• Einar Thoroddsen hafnsögu-
maður minntist á nokkra helztu
áfangana í ýmsum velferðarmál-
um, sem náðust á kjörtímabili
þeirrar bæjarstjórnar, sem nú
mun brátt láta af störfum. Hann
ræddi um framkvæmdir í hús-
næðismálum og forystu Sjálf-
stæðismanna á því sviði, um
stækkun hitaveitunnar, jarðbor-
anir, vjjkjun Efra-’Sogs og hinar
miklu áætlanir um stækkun og
endurbætur á Reykjavíkurhöfn.
Hann minnti einnig á að næg at-
vinna var í borginni á síð-
asta kjörtímabili.
Einar Thoroddsen bar saman
orð og efndir Sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn Reykjavíkur og
lofo'rð og svik vinstri flokkanna,
kosningum, sem nú fara í hönd,
er kosið um tvennt, sagði hann.
Það er í fyrsta lagi gengið að
kjörborðinu til að velja bæjar-
stjórn í Reykjavík á næsta kjör-
tímabili. ■ En það er einnig kosið
um málefni þjóðarheildarinnar.
Við þetta er þó það að athuga,
að þeir, sem greiða minnihluta-
flokkunum atkvæði, vita í raun-
inni ekki, hverja þeir eru að
velja til forustu um bæjarmál
höfuðstaðarins.
Minnihlutaflokkarnir fengu í
síðustu kosningum 7 fulltrúa
kjörna. Þeir skiptast nú í 6 hópa,
og það er broslegt, er slíkir sundr
ungarpostular tala um að taka
að sér stórn Reykjavíkúr. Ég hefi
setið í bæjarstjórninni og hlustað
á málflutning þc-ssara manna,
heyrt þá flytja óraunhæfar sýnd-
ar og yfirborðstillögur á hverjum
fundinum af öðrum. Ég minnist
þess hins vegar ekki, að þeir hafi
nokkru sinni reifað neitt
nytjamál er Sjálfstæðismenn
hafa ekki verið búnir að
undirbúa eða unnið að því að
undirbúa. Þeir, sem kjósa Sjálf-
stæðismenn, vita að þeir kjó*a
flokk sem halda mun áfram
öruggri og traustri stjórn. Við
skulum kjósa D-listann, svo að
Reykjavík fái að blómgast og
vaxa.
★
Síðasti ræðumaður var Geir
Hallgrímsson hæstaréttarlögmað-
ur. Hann sagði meðal annars:
Sjálfstæðismenn vilja byggja
bæjarfélagið upp af sjálfstæðum,
óháðum einstaklingum, sem án
íhlutunar ráða og nefnda, hafta
og banna, geta skapað sér starf-
svið, lífsviðurværi, húsnæði og
myndað sér skoðanir án ótta við
valdhafa eða yfirboðara. Þannig
á bæjarfélagið að vera rammi
um líf og starf borgaranna, það
á að sinna sameiginlegum þörf-
um þeirra og koma til hjálpar,
þegar skortur og sjúkdómar hafa
lamað.
Vinstri flokkarnir vilja, að
sambandsvald, bæjarfélögin eða
þjóðfélagið reki öll atvinnutækin,
veiti mönnum atvinnu og hús-
næði, séu forsjá einstaklinganna
og hafi þannig ráð þeirra í hendi
sér.
Þessi stefnumunur kemur Ijós-
lega fram í viðhorfi Sjálfstæðis-
flokksins annars vegar og vinstri
flokkanna hins vegar í húsnæðis-
málunum. Það hefur verið stefna
Sjálfstæðismanna, að hver fjöl-
skylda búi í eigin húsnæði. Mik-
ið hefur á unnizt í þeim efnum